Þjóðviljinn - 28.12.1973, Qupperneq 1
Hjón og tvö börn
þeirra brunnu inni
Ungur maður varð úti i Skagafirði
Aftfaraiiótt 22. des. sl. gerðist sá
liroðalegi atburftur aft hjón og tvö
hörn þeirra brumiu inni er eldur
kom upp i ibóöarluisi þeirra á
Sevöisfiröi. Kont eldurinn upp um
kl. :i uin nóttina og varft ekkert viö
liann láóiA.
Hjónin sem þarna brunnu inni
hétu Ólöf Indriðadóttir og Gisli
Sigurbjörnsson rafvirki, og börn
þeirra sem með þeim fórust hétu
Gisli 3ja ára og Marinó 9 ára. Þau
Gisli og Ólöf áttu 3 önnur börn
sem ekki voru heima hjá sér þeg-
ar þessi voðaatburður átti sér
stað.
iJá gerðist það norður i Skaga-
firði rétt l'yrir jól, að Hrólfur Guð-
mundsson Irá Lýtingsstöðum
varð úti milli bæja i foráttu veðri.
Hafði Hrólfur heitinn ætlað að
heimsækja unnustu sina á næsta
bæ, en aldrei komist nema stuttan
spöl frá bænum og orðið þar úti.
— S.dór
Skorið
aftanúr
veiðiþjófi
Landhelgisgæslan gladdi lands-
menn rétt fyrir jólin með þvi að
skera aftan úr vestur-þýskum
veiðiþjófi við landið, en blaðafull-
trúi landhelgisgæslunnar Haf-
steinn Hafsteinsson sagði svo frá
þeim atburði.
„Klukkan 13:55 22. desember
sl. skar varðskipið óðinn á báða
togvira vestur-þýska togarans
Spitzbergen BX-662 sem var að ó-
löglegum veiðum 6 sjómilur inn-
an fiskveiðilögsögunnar suð-vest-
ur af Eldey. Þetta er 12.
vestur-þýski togarinn sem skorið
er á vörpu hjá siðan landhelgin
var færð út i 50sjómilur, en skorið
hefur verið á togvira 79 breskra
togara til þessa”.
Hafsteinn sagði að fáir breskir
togarar hefðu verið hér um jólin,
5 út af nv-landi og 5 út af Aust-
fjörðum. —óþ
Yfirnefrid á
fundi i gær
Eftir miðjan desember þótti
vonlaust að ná samkomulagi um
fiskverð i verðlagsráði sjávarút-
vegsins og var málið þá sent til
yfirnefndar.
Yfirnefnd hélt tvo fundi fyrir jól
og boðaður var fundur klukkan
hálf fimm i gær. Formaður
nefndarinnar er Jón Sigurðsson
hagrannsóknarstjóri og aðrir i
nefndinni eru Tryggvi Helgason,
Kristján Ragnarsson, Eyjólfur
tsfeld Eyjólfsson og Arni
Benediktsson.
Siðasta verkhækkun á fiski kom
til framkvæmda 1. október og var
hún 15%.
Tryggvi Helgason sagði i gær
að hann reiknaði með ströngu
fundarhaldi fram að áramótum,
en að svo komnu væri ekkert að
segja um framvindu mála. —óþ
Hún er hörð lifsbar-
áttan hjá útigangs-
hrossunum um þessar
mundir. Það er þvi
ekki til of mikils
mælst að menn kasti
til þeirra tuggu nú i
hagbanninu. (Ljósm.
—S.dór).
Fyrstu tilboðin i verkamannabústaðina:
Munurinn var
100 miljónir!
Breiðholt hf. bauð tœpar 75
miljónir i grunna og kjallara 308
ibúða og var um 15 miljónum
undir fyrirfram áœtluðu verði!
Stjórn verkamannabú-
staða, sem mun standa
fyrir byggingu 308 íbúða í
Breiðholti 2, hefur fengið
tilboð i grunna og kjallara
frá þremur verktakafyrir-
tækjum. Það vakti mikla
athygli, þegar tilboðin voru
opnuð, hve gifurlegur
munur var á efsta og
lægsta tilboði, sem voru
eftirfarandi:
Aöalbraut bauö aö taka
aö sér verkið fyrir 175
miljónir og 117 þús., istak
fyrir 117 miljónir 125 þús-
und og Breiöholt fyrir 74
míljónir og 900 þúsund.
Þarna munar hvorki meira
né minna en rúmum 100
miljónumá efsta og lægsta
tilboði. Þá er athyglisvert
að Breiöholt er meö tilboð
allmikið undir útreikning-
um sem gerðir voru á veg-
um stjórnarinnar, sem var
90 miljónir 144 þúsund.
Kjögur verktakafyrirtæki voru
valin úr lil að gera tilboð, og kom
tiliioð frá þremur ofangreindum
fyrirtækjum, en lllaðbær sendi
ekki inn tilboð.
Það hefur verið einkennandi á
undanförnum árum hve Breiðholt
hefur verið langt lyrir neðan aðra
aðila i lilboðum, þó að aldrei hafi
munurinn verið meiri en nú.
Sannar þetta betur en allt annað
að það er hægt að slórlækka
byggingarkostnað, ef lyrirlæki ná
ákveðinni stærð og geta beitt á-
kveðinni hagræðingu við verkið.
Stjórn verkamannabústaða
hefur sett sér það takmark að
skila 250 ibúðum á árunum 1975 til
1976. Likan af þessu svæði birtist i
siðasla blaði Þjóðviljans sem
kom út fyrir jólin. — s.I
JÓLJARÐVERJA
SJÁ OPNU
GERIÐ SKIL í
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐYILJANS
STRAX
Dregið var á Þorláksmessu
Það var dregiö i Ilappdrætti
Þjóðviljans á Þorláksmessu.
Vinningsnómer verða þó ekki
birt alveg strax, þar sem enn
eru ókomin skil utan af landi
og einnig nokkuð ór Reykja-
vfk.
Um leið og Þjóðviljinn
þakkar öllum þeim, sem lagt
hafa okkur liö meö því aö selja
eöa kaupa miða, hvetjum viö
alla, sem enn hafa ekki gert
skil til aö ganga frá sinum
málum hiö allra fyrsta, svo aö
hægt veröi að birta vinnings-
nómer.
Tekiö er viö skilum á skrif-
stofu Alþýöubandalagsins að
Grettisgötu 3 og á afgreiöslu
Þjóðviljans, Skólavöröustig
19.
A Grettisgötu 3 er opiö frá
9—7 i dag og einnig á morgun
laugardag til klukkan 7, en á
Skólavöröustig lóeropiðidag
kl. 9—7 og á morgun laugar-
dag til hádegis.
Á
Happdraetti
pjoðviljans
1973
>