Þjóðviljinn - 28.12.1973, Page 4
4 SIÐA — ÞJODVILJINN Föstudagur 28. desember 1973.
Erlingur Þorsteinsson, lœknir:
Hávaði og lieyrnarskemnidir
i þessari grein er rætt um há-
vaöa, sem umhverfismengun,
sem dregur úr velliðan, starfs-
orku og afköstum fólks og veldur
heyrnardeyfu ef hann fer yfir 85
decibel til lengdar, um
„áramótasprengingar”, sem
hafa valdið óbætanlegu hcyrnar-
tapi og öörum slysum hjá
fjölmörgum og svipuð áhrif, sem
skotvopn hafa á skyttur, einnig
um hinar háværu lijlómsveitir
skemmtistaðanna, heyrnar-
mælingar hjá þeim og öðrum sem
vinna i hættulegum hávaða og
hvaða ráðstafanir hafa verið
gerðar, eða eru fyrirhugaöar til
þess að minnka hávaöa og af-
leiöingar hans.
Nú er mikið rætt um mengun á
ýmsum sviðum. Til mengunar
eða spillingar umhverfis okkar
má hiklaust telja hávaðann, jafn-
vel ekkert slður en óloft eða ólykt,
sem oft hefur knúið fólk til bú-
staðaskipta. Fólk flýr miðsvæði
stórborganna, sennilega mest
vegna hávaða, þótt aðrar orsakir
kunni einnig að liggja til þess
Stöðugt vex hávaðinn bæði við sjó
og Isveit. Hver bill, skellinaðra og
vinnuvél, sem bætist I hópinn, á
sinn þátt I þvi, og spillir einnig
loftinu með reyk. Sumar tegundir
hávaða skaða heyrnina, en há-
vaði dregur yfirleitt úr velliðan
og starfsorku og veldur tauga-
veiklun hjá fjöldafólks. Tilraunir
hafa sýnt og sannað að það borg-
ar sig fjárhagslega að draga úr
havaða á vinnustöðum. Afköst
starfsfólks hafa aukist við það og
er það þvi mjög til hagsbóta fyrir
ýmsa vinnuveitendur að leggja fé
I lagfæringar, sem minnka há-
vaða i fyrirtækinu.
Hávaða sem skaðar heyrn má
skipta i tvo flokka.
f öðrum eru sprengingar og
Önnur skammvinn en kröftug
hljóð. 1 hinum mikill stöðugur eða
siendurtekinn hávaði.
Sprengingar eru stórhættulegar
heyrninni ef þær eiga sér stað
nærri eyranu.
1 starfi minu, m.a. sem læknir
heyrnardeildar Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavikur, hef ég feng-
ið marga til skoðunar, einkum
börn og unglinga, sem misst hafa
verulega heyrn við það að kin-
verjar, púðurkerlingar o.a.þ.h.
hefur sprungið nærri þeim. Oftast
skeður það um áramót. Ég hefi
þvi á undanförnum árum beðið
blöð og útvarp um að vara fólk,
einkum forráðamenn barna og
unglinga við þessari hættu. Sem
betur fer hefur þessum slysum
farið nokkuð fækkandi, en samt
er ennþá full ástæða til að vera
vel á verði, þvi að sá skaði sem
skeður er óbætaniegur. Ég man
eftir litlum dreng, sem missti að
mestu heyrnina á öðru eyra og að
nokkru leyti á hinu lika, þegar
heimatilbúin sprengja sprakk i
höndum hans. Hann brenndist að
auki. Nú er hann orðinn stór pilt-
ur, og hefi ég prófað heyrn hans
nokkrum sinnum siðan. Það er
ekki alveg full heyrn á betra eyr-
anu og aðeins hálf heyrn á hinu.
Þetta rýrir atvinnumöguleika
hans. Hann getur t.d. ekki orðið
flugmaður, og er þetta eitt dæmi
af fjölmörgum.
Ég heyrði nýlega um drengi,
sem gerðu sér að leik að skjóta úr
„startbyssu” við eyru hvers ann-
ars, en hún gefur mjög háan
hvell. Þótti þá einkum gaman að
þvi að lengi á eftir söng i eyra
þess er fyrir hvellinum varð.
Þessi sónn I eyra eftir sprengju-
hvell eða annan hávaða er merki
þess að skaði hefur skeð i völ-
undarhúsi eyrans, og getur sónn-
inn eða suðan haldið áfram ævi-
langt ög orðið þungbær og þreyt-
andi.
Byssur, sem skyttur nota t.d.
við fuglaveiðar eru heldur ekki
meinlausar heyrninni. Það hefur
mörg skyttan sannreynt. Rifflar
og haglabyssur hafa skaðað
heyrn fjölmargra, einkum þeirra,
sem iðka þessa Iþrótt árum sam-
an. Þeir ættu að nota heyrnarhlíf-
ar.
Langalgengust er heyrnar-
skerðing af völdum mikils og
langvarandi hávaða oftast nær á
vinnustöðum.
Einkum er hávaði mikill við
ýmiskonar málmsmiðar og ýms-
ar vélar eru einnig mjög hávær-
ar, eins og t.d. diselvélar i skip-
um. Einhver hávaðasamasti
staður sem ég hefikomiö i er véla-
salur I verksmiðju þar sem ofnir
eru dúkar. Loftborar eru meðal
verstu óvina heyrnarinnar, og
ætti sami maður aðeins að vinna
stutta stund I senn með þvi tæki.
Það er mjög misjafnt hve fljótt
fer að bera á heyrnartapi hjá
fólki, sem vinnur i miklum há-
vaða (þ.e. yfir 86 dB, sjá siðar).
Hjá sumum má mæla nokkurt
heyrnartap eftir eitt ár, en hjá
flestum eftir fimm ár við slikar
aðstæður.
Hávaði er mældur i einingum
sem nefnast decibel. Talið er að
hávaði fari að verða skaðlegur
heyrn manna ef hann fer yfir 85
dB til lengdar.
Fyrst dregur úr næmi fyrir há-
tiðni hijóðum. Þannig er það al-
gengt að fólk veiti þvi fyrst at-
hygli að það erhætt að heyra tifið i
úrinu sinu, en það er einmitt há-
tiðnihljóð. Smám saman fer einn-
ig að draga úr næmi fyrir hljóðum
með lægri tiðni, þ.e. dimmum
hljóðum, og má þá búast við si-
auknum erfiðleikum með að
greina vel mælt mál.
Hvað er hægt að gera til þess að
koma i veg fyrir heyrnartap af
völdum hávaða?
A vegum hins opinbera starfar
heilbrigðiseftirlitið, sem m.a.
lætur mæla hávaöaá vinnustöðum
og benda á leiðir til úrbóta, þar
sem þess er þörf. En það er viða
erfitt og kostnaðarsamt eða jafn-
vel óframkvæmanlegt að draga
nægilega úr hávaða. Þá er ekki
um annað að ræða en að starfs-
fólkið sjálft reyni að verjast
hávaðanum. Til þess hafa verið
búnir til tappar út plasti, gúmm-
mii, vaxi eða einskonar glerull til
þess að stinga i eyrun. Auk þess
fást nú heyrnarhlífar, til þess að
leggja yfir eyrun, og eiga þær að
falla þétt að höfðinu.
A heyrnardeildinni i Heilsu-
verndarstöð Reykjavikur höfum
við sýnishorn af ýmsum gerðum
heyrnarhlifa og eyrnatappa og
munum með ánægju leiðbeina
fólki með val á þeim og notkun og
benda á hvar hægt er að fá þessa
hluti.
Það er ein starfsgrein sem ég
ætla að ræða hér um sérstaklega,
en það eru hljómlistamennirnir,
nánar tiltekiö starfsemi hljóm-
sveita á skemmtistöðum.
Þessar nýtisku hljómsveitir eru
orðnar og hafa raunar all-lengi
verið alvarlegt og vaxandi
vandamál. Þessar hljómsveitir
nota flestar rafmögnuð hljóðfæri,
sem geta framleitt ótrúlega mik-
inn hávaða.
Heyrnardeildin lét framkvæma
heyrnarmælingar á meðlimum
nokkurra hljómsveita nýlega og
leiddu þær i ljós að um helmingur
þessara manna, sem flestir eru á
unga aldri, voru farnir að tapa
heyrn. Það geigvænlegasta, sem
þessi rannsókn sýndi var að i 20 til
28 ára aldursflokki þessara
hljómlistarmanna, reyndust
nokkrir með svipað heyrnartap
og miðaldra járnsmiðir hfa að
meðaltali. Ekki er mér kunnugt
um hvort einhverjir hljómlistar-
menn nota eyrnatappa eða
heyrnahlifar, en þeir veitti sann-
arlega ekki af þvi. Mér hefur
stundum dottið i hug á dansleikj-
um þegar hljómsveitin ætlar bók-
staflega að æra mann, að rétt
væri að hafa með sér heyrnarhlif-
ar eða tappa á slikar samkomur.
Það er eins og að þessum ágætu
hljómlistarmönnum sé ekki Ijóst,
hve mjög þessi hávaði dregur úr
ánægju viðstaddra, a.m.k. þeirra,
sem komnir eru af táningaaldri,
auk þess, sem hann skaðar þeirra
eigin heyrn og annarra.
Hér er þörf skjótra úrbóta þvi
hávaðinn frá þessum hljómsveit-
um mælist yfirleitt langt fyrir of-
an hættumörk. Starfsfólk veit-
ingastaðaanna má e.t.v. einnig bú-
ast við heyrnartapi er frá liður og
jafnvel gestir lika.
Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkti nýlega ályktun um að
gera þyrfti ráðstafanir til þess að
draga úr hávaða frá hljómsveit-
um skemmtistaða og leitaði ráða
I þvi sambandi hjá borgarlækni,
heilbrigðismálaráði og heyrnar-
deildinni og er það mál i undir-
búningi.
Heyrnardeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavikur hefur á und-
anförnum áratug rnælt heyrn
starfsfólks frá ýmsum hávaða-
sömum vinnustöðum, og hafa all-
flestir fundist með skerta heyrn.
Það hefur reynst erfitt að fá
fólk til að koma frá þessum stöð-
um til heyrnarmælinga þótt þær
séu ókeypis, ef það hefur misst
kaup á meðan. Það ætti að vera
föst regla hjá slikum fyrirtækjum
að senda alla nýliða i heyrnar-
mælingu og láta endurtal^a hana
árlega. Það er eina leiðin til þess
að finna þá, sem eru að byrja að
tapa heyrn. Ef einhverjir halda á-
fram að missa heyrn þrátt fyrir
allar varúðarráðstafanir, er eng-
in önnur leið til fyrir þá en að
skipta um starf, þó það sé oft erf-
itt, ef þeir eiga ekki að verða
heyrnarlausir eða þvi sem næst.
Þar eð svo erfitt hefur veriö að fá
starfsfólk hávaöasamra vinnu-
staða til þess að koma til mælinga
á heyrnardeildina höfum við nú i
samvinnu við atvinnusjúkdóma-
deildina og heilbrigðiseftirlitið
hafið skipulagðar rannsóknir á
heyrn fólksins á vinnustöðunum
sjálfum. Um þessar mundir fara
rannsóknir fram i fyrirtækjum
málmiðnaðarins. Þetta virðist
ætla að ganga vel og mæta skiln-
ingi og áhuga vinnufólks og
vinnuveitenda.
i þessu sambandi má geta þess
aö heilbrigðisreglugerðin mælir
svo fyrir að fyrirtækjum sé skylt
að draga úr eða koma i veg fyrir
heilsuspillandi hávaða og aö lita
beri á 85 decibel sem hámark
leyfilegs hávaða á vinnustað. En
þar sem ógerlegt er að draga
nægilega úr hávaö skuli starfs-
fólki skylt að nota heyrnarhlifar
viðurkenndar af heilbrigðiseftir-
litinu, en fyrirtækin láti þær ó-
keypis i té.
Ahugi á notkun heyrnarhlifa er
að aukast, en þó virðast of fáir
nota þær enn, eða liklega aðeins
um þriðjungur þeirra er þess
þyrftu með, eftir þvi sem næst
verður komist.
Ef menn æskja vitnsekju um
hvort hávaði á vinnustað þeirra
sé hættulegur heyrninni geta þeir
snúið sér til heilbrigðiseftirlitsins
I Heilsuverndarstöð Reykjavikur,
sem framkvæmir þá hávaðamæl-
ingar á staönum. Séu erfiðleikar
á þvi sökum fjarlægðar frá
Reykjavik, þá má fara nokkuð
nærri um það hvernig þessu er
varið, þannig að tveir menn með
góða heyrn, reyni að tala saman
með venjulegum tónstyrk i eins
meters fjarlægð hver frá öðrum.
Sé það erfitt eða ómögulegt er
hætta á ferðum og nauðsynlegt að
nota heyrnarhlifar eða eyrna-
tappa.
Það er mjög gleðilegt að al-
mennur áhugi virðist nú vera
vaknaður um allan heim á þvi að
vinna gegn hávaða og hvers kon-
ar mengun i umhverfi manna.
Ég hef t.d. frétt að Sviar undir-
búi bann við þvi að hávaði frá
hljóðfæraslætti fari yfir 90 dB á
opinberum skemmtistöðum. Til
samanburðar má geta þess að á
skemmtistöðum hér i bænum hef-
ur verið hrein undantekning að
hávaðinn sé undir 100 dB i návist
hljómsveita.
Nefnd er starfandi á vegum |
Sameinuðu þjóðanna, sem sam-
þykkt hefur tillögur um hámarks-
hávaða, sem ökutæki megi gefa
frá sér. Mótorhjól 82 dB. Einka-
bflar 84 og stórir fólks- og vörubil-
ar 85—92 dB allt mælt 7 metrum
aftan við farartækið á 50 km
hraða með bensingjöf i botni. Slik
ákvæði inunu ekki vera til hér, en
fulltrúi lögreglustjórans i
Reykjavik hefur tjáð mér að öku-
tæki með bilaðan hljóðdeyfiút-
búnað séu umsvifalaust stöðvuð
og sektarákvæðum beitt. 1 fyrr-
nefndri heilbrigðisreglugerð er á-
kvæði um að heilbrigðisnefnd geti
bannað mjög hávaðasömum far-
artækjum umferö um ibúðar-
hverfi hluta úr eða allan sólar-
hringinn.
Þó að hávaðinn frá þessum
ökutækjum hafi máske ekki mjög
skaðleg áhrif á heyrn manna þá
vejdur hann truflun og óþægind-
um og gæti hæglega vakið fjölda
fólks að næturlagi.
Fulltrúi lögreglustjórans las
mér ýmis ákvæði lögreglusam-
þykktar Reykjavikur, sem varða
hávaða og sagði að oft væri mjög
erfitt að meta hvenær þau væru
brotin þar sem nákvæma viðmið-
un vantaði. Það er þvi mikil þörf
á þvi að ákvæði og reglur um
þetta og önnur skyld efni verði
tekin til endurskoðunar hið bráö-
asta og nýjum bætt við eftir þörf-
um. En það er ekki nóg að setja
reglur, það verður lika að sjá um
að þeim sé hlýtt.
Að lokum ætla ég að endurtaka,
að hávaði yfir 85 dB til langframa
er hættulegur heyrn manna og
geta þess að mælingar hafa sýnt
að meöalhávaði i vélarrúmum
skipa er um 105 dB, i prentsmiðj-
um 80—85 dB og i návist hljóm-
sveita i samkomuhúsum borgar-
innar 100 dB að meðaltali. Þessar
tölur fékk ég hjá heilbrigðiseftir-
liti Reykjavikurborgar og eru að-
eins frá nokkrum hávaðasömustu
starfsgreinunum, en margt fleira
kemur til greina eins og t.d. ýmis-
konar pappirsiðnaður, sem kvað
vera mjög hávaðasamur.
Full ástæða er til að vera vel á
verði, og vinna ötullega að þvi að
minnka hávaða hvarvetna og
þegar ekki er unnt að minnka
hann nægilega, að verja þá eyrun
og heyrnina. Til þess að árangur
náist i baráttunni við hávaðann
þurfum við öll að vinna að þvi
sameiginlega. Það mundi örugg-
lega auka Hfshamingju okkar
íslendinga.
Ostát hefuraukist
Osta- og smjörsalan s.f. hefur
nýlega tekið i notkun mjög full-
komna vél til að pakka osti i neyt-
endaumbúðir. A þessu ári hefur
sala á bitapökkuðum osti aukist
mjög mikið og gerir þessi vél fyr-
irtækinu auðveldara að fullnægja
vaxandi eftirspurn.
Osturinn er pakkaður i loftþétt-
ar umbúðir og við það eykst
geymsluþol hans verulega frá
þvi, sem áður hefur verið, eða i 4-
6 vikur viö +5 gr. C. A umbúöirn-
ar er skráð þyngd bitans, verð pr.
,kg, verð bitans og pökkunardag-
setning.
Að sögn Óskars Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra hefur sala
Osta- og smjörsölunnar gengiö
vel það sem af er árinu. Smjör-
salan er svipuö og I fyrra, en osta-
salan er 8% meiri fyrstu lOmán-
uöi ársins nú en 1972 eða 768 tonn
á móti 711 tonnum. Er þetta
framhald þeirrar þróunar, sem
oröið hefur I ostasölu á undan-
förnum árum. Hér á landi eru nú
framleiddar 25-30 tegundir osta,
þar af 10-12 tegundir smurosta.
Mest er selt innanlands af gouda-
osti 30 og 40% brauðosti, Maribo-
osti og óöalosti. Enn fremur er
mikil sala og mjög vaxandi I öðr-
um sérostategundum, svo sem
Port salut, Cammenbert, Tilsitter
| og gráðaosti.
Framlög til íþróttasjóðs
hafa nífaldast frá 1971
Greiddur niður skuldahallinn frá viðreisnarárunum
Framlög til iþróttasjóös veröa
niu sinnuni hærri á næsta ári en á
siðasta fjárlagaári viðreisnarinn-
ar. Er nú gert ráð frir þvi, að 44
milj. kr. fari til íþróttasjóðs á
næsta ári, þar af þriðjungur til
þess að greiða enn niður skulda-
hala viðreisnarstjórnarinnar við
iþróttasjóð.
Geir Gunnarsson ræddi þetta
mál við 2. umræöu fjárlaga og
gerði þá grein fyrir tillögum fjár-
vcitinganefndar um iþróttasjóð.
Nefndin leggur tií að fram-
lag til sjóðsins verði hækk-
að um 17,1 milj. kr. frá frv. Við
afgreiðslu fjárlaga fyrir æarið
1972 voru framlög til sjóösins
hækkuð um 160% i þeim tilgangi
að hefja aðgerðir til þess að snúa
við þeirri þróun, sem hafði verið
látin viðgangast, að skuldir sjóðs-
ins hrúguðust stöðugt upp, en
framlag rikissjóðs væri nánast
ekki neitt,nam á fjárl. á árinu 1971
5 milj. kr„ þar með eru taldir
kennslustyrkir. Við fjárlagaaf-
greiðslu fyrir árið 1972 var fram-
lag ákveðið 13milj. kr. og við af-
greiðslu núgildandi fjárlaga var
haldið áfram á sömu-braut og
fjárveitingar miðaðar við, að hal-
inn yrði greiddur á 4 árum, gegn
þvi að sveitarfélög féllu frá — og
iþróttafélög féllu frá 20% af inn-
eign sinni. Svo til öll sveitarfélög
og iþróttafélög hafa nú samþykkt
þessar tillögur.
1 fyrra voru 16,6 milijtr. veitt-
ar til greiöslu á fyrsta fjórðungi
skuldarinnar og 3.1 milj.kr. var
veitt vegna iþróttamannvirkja
sem þá voru i byggingu, til þess
að mæta skuldbindingum varð-
andi framkvæmdir þeirra á ár-
inu. Nú er lagt til, að enn verði
veittar 16.6 milj. kr. vegna annars
hluta af skuldabréfunum, 18 milj.
kr. verði veittar til þeirra fram-
kvæmda, sem voru i byggingu i
fyrra og fengu þá 3.1 milj. kr.
Enn er lagt til að veittar verði
3.1 milj. kr. til nýrra iþrótta-
mannvirkja sem hafnar verða
framkvæmdir við á næsta ári.
Ennfremur leggur nefndin til, að
rekstrarstyrkir til iþróttafélaga
hækki úr 5,3 milj. i 6,3 milj.
kr. Sámtals nemur þá fjárveiting
til iþróttasjóðs skv. þessum till. á
næsta ári 44 milj. kr. og hefur nær
nifaldast frá þvi sem núverandi
stjórnarandstöðuflokkar ákváðu
að veita sjóðnum á árinu 1971.
Rúmlega þriðjungur fjárveit-
ingarinnar nú fer til þess að
greiða hluta af skuldahalanum
sem eftir var skilinn, þegar við-
reisnarstjórnin fór frá völdum.
En þessler að vænta, að með
framhaldi af þeirri stefnu sem
núverandi stjórnarflokkar hafa
tekið upp gagnvart iþróttasjóði
komi mál hans á réttan kjöl og
það heyrir sögunni til, að iþrótta-
mannvirki standi á úthlutunar-
skrá i 18 ár einsog áður átti
sérstaö.