Þjóðviljinn - 28.12.1973, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1973.
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson,
Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. }2.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
EKKI HAFA LAUNAMENN GLEYMT ÞVÍ
Þessum staðreyndum hafa launamenn
ekki gleymt og þær eru bornar saman við
ástandið eins og það er i dag. Kaupmáttur
launa hefur ekki verið hærri um áratuga-
skeið á Islandi, afkoma almennings er
góð, atvinna mikil og framkvæmdir hvar-
vetna i fullum gangi. úti á landi er nú rikj-
andi bjartsýni: það mátti heita stórfrétt ef
byggt var ibúðarhús i þorpi úti á landi á
viðreisnarárunum. Nú eru ibúðir hvar-
vetna i byggingu.
Og almenningur þarf ekki að lita aftur i
timann til þess að sjá stefnu ihaldsins i
reynd. Þar nægir raunar að lita til borgar-
stjórnar Reykjavikur sem gengur lengra i
þvi en nokkur annar aðili i landinu að
skattleggja almenning og allar fjárhags-
áætlanir eru yfirspenntar.
Það þarf aðeins sæmilegt minni til þess
nú að sjá við pólitiskum lýðskrumurum
og loddurum eins og Geir Hallgrimssyni,
aðalfulltrúa braskaranna i islenskum
stjórnmálum, og Gylfa Þ. Gislasyni, póli-
tisku allsherjaraðhlátursefni. Boðskapur
stjórnarandstöðunnar nú, allur áróður
þeirra i launamálum, skattamálum og
húsnæðismálum, svo fátt eitt sé nefnt, er
haldlaus með öllu, og verra en það: Hann
er visvitandi ætlaður sem tálbeita handa
kjósendum sem eru fljótir að gleyma.
Skyldu menn vera búnir að gleyma þvi
hvernig viðreisnarstjórnin kom fram i
garð launafólks i kjaramálum? Ritstjórar
Morgunblaðsins hafa vitanlega gleymt
þvi. Það sést á skrifum þeirra siðustu
dagana þar sem fram kemur i fyrsta lagi
að þeir leggjast gegn kjarasamningum
sem fela i sér sérstakar kjarabætur til lág~
launafólks og i öðru lagi i þvi að Morgun-
blaðið er notað til almennra árása á
forustumenn BSRB fyrir nýgerða kjara-
samninga bandalagsins við rikið.
En óliklegt er að launamenn hafi gleymt
frammistöðu viðreisnarflokkanna i kjara-
málum og látlausum hernaði þeirra gegn
verkalýðshrey f ingunni.
Ekki hafa launamenn i landinu gleymt
þvi að hvað eftir annað var höggvið gjör-
samlega á samband verðlags og launa.
Ekki hafa launamenn gleymt þvi að
gengisfellingar viðreisnarstjórnarinnar
voru notaðar til hinnar gifulegustu fjár-
munatilfærslu frá launafólki — til hinnar
fámennu riku yfirstéttar ihaldsins.
Varla eru launamenn búnir að gleyma
þvi að stefna viðreisnarstjórnarinnar var
láglaunastefna, sem hafði það markmið
að gera Island að sem eftirsóknarverðustu
landi fyrir auðfélög sem byggja fram-
leiðslu sina og starfsemi alla á lágum
vinnulaunum. Þessi stefna var raunar
notuð sem ein aðalröksemd viðreisnar-
flokkanna fyrir inngöngunni i EFTA á sin-
um tima, alveg sérstaklega var um það
rætt i skýrslu viðreisnarstjórnarinnar um
EFTA að konur seldu vinnuafl sitt ódýrt.
Ekki hafa launamenn gleymt þvi að á
viðreisnarárunum lækkaði kaupmáttur
almennra verkalauna.
Ekki hafa launamenn gleymt þvi að á
viðreisnarárunum voru háð látlaus viga-
ferlivmilli alþýðusamtakanna og rikis-
stjórnarinnar. Islendingar settu vegna
þessa heimsmet i verkföllum á valdaárum
viðreisnarinnar.
Ekki hafa launamenn gleymt þvi að á
viðreisnarárunum varð alvarlegra at-
vinnuleysi en nokkru sinni á eftirstriðs-
timanum: um tima var sjötti til sjöundi
hver félagsmaður alþýðusamtakanna at-
vinnulaus.
Ekki hafa launamenn gleymt þvi að
skattpiningin var þvilik á viðreisnarárun-
um að rikisstjórnin varð jafnvel að beita
sér fyrir þvi eftir skattaálagningu og út-
komu skattskrár að útvega skattgreiðend-
um lán i bönkunum til þess að borga
skattana!
Ekki hafa launamenn gleymt þvi að við-
reisnarstjórnin gerði tilraun til þess að
banna starfsemi verkalýðssamtakanna
með lagasetningu. Lagafrumvarp um það
efni var komið i gegnum fimm umræður i
deildum alþingis, átti eftir að fara i gegn-
um eina umræðu en var þá stöðvað fyrir
harðfylgi verkalýðssamtakanna,
Ekki hafa launamenn gleymt þvi, að
kaupmáttur elli- og örorkulifeyris var
blátt áfram smánarblettur á Islandi á við-
reisnarárunum. Varla hafa menn
gleymt þvi að gamalt fólk lýsti þvi i blaða-
viðtölum hvernig það beinlinis svelti
vegna þess hve lifeyririnn var skammar-
lega lágur.
Jón Guðmundsson
Minning
Jón Guðmundsson fæddist á
Ketilsstöðum i Hliðarhreppi i
Norður-Múlasýslu 13. nóvember
1903 en fluttist þriggja ára gamall
að Krossavik i Vopnafirði, þar
sem faðir hans hafði keypt
Krossavikurpartinn, sjö hundruð
sem Þorsteinn sterki átti sem ó-
skipta eign úr Krossavik. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Jónsson frá Ekru i Hjaltastaða-
þinghá Jónssonar — ..Dáinn Jón á
Ekru er/ einhver bestur dreng-
ur”, kvað Páll ölafsson —
Eyjólfssonar frá Borg i Skriðdal,
Þórðarsonar á Finnsstöðum
Gislasonar. Ég hef stundum
minnst á Guðmund. Hann var af-
burða karlmenni, dökkur á brún
og brá og svo svipmikill að mér
brá er ég sá hann fyrst sjö ára
gamall. Guðmundur er frægur
maður i þjóðsögum þvi að Eyja-
selsmóri ætlaði að fyrirkoma
honum i Jökulsá á leið til
Skeggjastaða á Jökuldal, en
þangað náði Guðmundur úr klón-
um á Móra i rifnum og tættum
fötum. Þótti sýnt að Móri hefði
valið sér nokkurt verkefni þvi að
Guðmundur var afrenndur maður
og vart einhama ef hann skipti
skapi. Eg sá að hann sagaði horn
af lambhrútshausum á Vopna-
firði, og sinnaðist honum þá viö
starfsmenn verslunarinnar og
hætti að saga, en sleit hornin af
hausunum. Hann var hinn mesti
ágætismaöur, trygglyndur, vin-
fastur og hjálpsamur.
Móðir Jóns og kona Guðmundar
var Guðrún Guðmundsdóttir
Daðasonar, segir i krikjubókinni.
En hér fer ættfræðin kannski
sama veg og ættartölurnar hans
Björns Sigurbjarnarsonar á Sel-
fossi sem á öðru og æðra tilveru-
stigi kvað eigi vilja láta prenta
ættartölur sinar fyrir villurnar
sem i þeim eru úr kirkjubókun-
um. Guðmundur Daðason var lit-
ill maður fyrir sér á heimsins
mælikvarða og var á vist með
Birni alþingismanni Péturssyni,
hinum mikilhæfasta manni, siðar
únitarapresti i Ameriku, er ein
vinnukonan fór að breyta um
vaxtarlagið. Vissu allir á hverju
var von. og kom orðspor á að
Guðmundur Daðason ylli þessum
breytingum á vinnukonunni. Var
hann þá spurður að þvi hvort
hann ylli þessu, og svaraði Guð-
mundur: ,,Hún Ólafia hérna var
að nefna það við mig”, en Ólafia
var systir Páls Ólafssonar og
kona Björns. Guðrún gerðist
snemma efnileg stúlka, frið og vel
á fót komin. En þó voru ættarein-
kenni Björns af svokallaðri vef-
araætt, en Pétur prestur á Val-
þjófsstað faðir Björns var sonur
Jóns vefara Þorsteinssonar, en
hann var bróðir séra Guttorms á
Hofi og Hjörleifs á Hjaltastað
Þorsteinssona. Skimptu menn
nú mjög um faðerni Guðrúnar er
hún var fullþroska kona. Þau
Guðmundur og Guðrún munu
hafa gengið i hjónaband stuttu
fyrir 1890 þvi að börn þeirra hin
eldri, Guðbjörg er átti Sigfús
Jóhannesson skáld og bjuggu i
Vallaneshjáleigu og Guðmundur
sem lengi var sjúkraliði á Seyðis-
fjarðarspitala, voru komin yfir
fermingu er þau fluttust að
Krossavik, en hin yngri, Jóhanna
hjúkrunarkona og Jón á barns-
aldri.
Jón liktist móöur sinni um frið-
leik og var eins og faðir hans
þrekinn og vel i vexti. Þau
Guðmundur og Guðrún bjuggu
svo i Krossavik við góða afkomu
og virðingu og vinsældir til 1919
að þau seldu partinn.þvi að eldri
systkinin voru farin að heiman að
mig minnir, en þau bæði komin á
efri ár. Var Jón þá 17 ára gamall
og hinn prúðasti piltur. Þau hjón
fluttust þá á litið afbýli við
Vopnafjarðarkauptún og luku þar
sinni ævi. Þar þroskaðist Jón og
gekk i margs konar vinnu og var
ætið hinn gildasti maður fyrir sér
og mjög þokkasæll hvar sem hann
kom við sögu, þvi að hvarvetna
mátti á honum byggja það er tók
til drengskapar og dáða.
Þá ólst upp á Vopnafirði litil
stúlka er nefndist Vera og gerðist
mikil efniskona. Hún var dóttir
Einars Maacks Þorsteinssonar
verslunarmanns frá Grund á
Akranesi og konu hans Ólafar
Magnúsdóttur er var systir On-
undar á Raufarhöfn er þar var
dáðadrengur og fengið hafði gilda
silfurmedaiiu frá kóngi fyrir frá-
bæra framgöngu á skipsstrandinu
á Kolbeinstanga 1903 sem borið er
orð á i Fjallkirkjunni. Ólöf dó eft-
ir barnsburðinn, og leitaði Einar
ekki siðan kvonfangs og ól dóttur
sina upp við frábært atlæti og um-
hyggju. Það kom fljótt i ljós að
þeim Jóni og Veru féll vel saman,
en eigi tókust ráð með þeim svo
skjótt sem sýnast mátti að efni
stæðu til.
Hafði ég hin mestu kynni af
Jóni á þessum árum, á Fellsrétt
og viðar þar sem hann var bæði
fjár- og markglöggur. En ég flutt-
ist úr sveitinni 1928 og litlu siðar
tókust ráð með þeim Jón og Veru,
og bjuggu þau siðan við Vopna-
fjarðarkauptún. Eftir það urðu
kynni min eigi mikil við Vopnfirð-
inga þótt ég kæmi árlega á Fells-
rétt hin fyrstu ár eftir að ég flutt-
ist burt. Ekki veit ég hvort Jón
var eins mikið karlmenni og faðir
hans, en þó grunar mig að sjúk-
dómur hans hafi átt rætur að rekja
til einhvers konar átaka, en hann
var með þeim hætti að hann hneig
niður meðvitundarlaus og náði
ekki meðvitund fyrr en eftir að-
hlynningu, og fór að bera á þessu
þegar hann var innan við sex-
tugsaldur. Fluttist þá fjölskyldan
til Reykjavikur og festi þar kaup
á ibúð i Eskihlið 31. Fylgdi Einar
Maack með þeim i háum aldur-
dómi, en hann hafði frá ungum
aldri verið verslunarmaður á
Vopnafirði og lét sér nægja litil
laun en hafði erfiði mikið og eril
meira en við hóf. Allan þennan
tima hafði ég engin samskipti við
fjölskylduna i Skálanesi, núna i
Reykjavik, nema hvað Einar tal-
aði við mig i sima og lét vel af sin-
um högum.
Þau Vera og Jón eignuðust tvær
dætur, Borghildi hjúkrunarkonu
sem er hinn mesti skörungur og
ágætiskona. Hin heitir Guðrún.
Svo bar það til i október sl. að
ég slasaðist hér innanhúss fyrir
asnaskap og brákaðist hryggjar-
liður. Ég komst á Borgarsjúkra-
húsið eftir rúmrar viku bið við
harmkvæli. Brátt kom að þvi að
Jón Guðmundsson er kominn i
herbergið. Hann hafði fengið vont
kast og fallið illa. Ég spratt fljótt
upp og náði minu venjulega
skrölti og klæddist i min eigin föt.
Sat ég þá oft hjá Jóni. Við Jón
rifjuðum nú margt upp frá liðnum
tima þvi að liðan hans var þolan-
leg. Mundi Jón margt af þvi
er mig snerti meðan ég var i
Vopnafirði i nokkru forsvari um
málefni manna.
Það er búið að tilkynna mér að
ég eigi að fara heim daginn eftir
sem var siðasti sumardagur. Ég
fór til Jóns og sagði honum þetta
og settist hjá honum. Honum
fannst þá margt ótalað frá göml-
um tima og spurði mig ýmissa
samviskuspurninga, og minntist
þess að ég hefði talað um það á
fundi að rétt væri að barnmörg
hjón fengju uppeldisstyrk með
börnum sinum I staðinn fyrir
hreppinn eða ónógt uppeldi. Sagði
hann að þetta hefði vakið athygli
og eigi siður hitt hvað ég fékk fyr-
ir og hefði þagað við mót von
manna. Nú fengju allir uppeldis-
styrki með börnunum og hrepps-
ráðstafanir á börnum og fátæku
fólki úr sögunni. Jón hugsaði og
mælti fallega um þetta, en ég
þagði við og hljóðnaði nokkuð og
minntist þess hvers vegna ég
þagði.
Ég gekk að rúmi minu og lagð-
ist i það i öllum fötum. Féll ég þá
óðar i svefn, og hafði slikt oft
komið fyrir mig með likum af-
leiðingum. Dreymir mig þá að
maður gekk að rúmi minu og
sagði: Timinn er kominn. Ég
vaknaði ekki, en þá er ýtt við mér
og sagt öllu ákveðnar: Timinn er
kominn. Ég hrökk þá upp og þótt-
ist hafa fengið tiðindi. Þá var að
taka þvi. Allt gekk sinn vana-
gang. En þegar ég fór af spitalan-
um, daginn eftir, bjóst ég við að
koma þangað fljótlega aftur upp á
önnur erindislok. Jón lá þar enn
þegar hann átti sjötugsafmæli, en
flutist heim um stund en veiktist
brátt aftur.
Minn timi reyndist ekki kom-
inn. Ég hef gert margt siðan. En
ég frétti lát Jóns Guðmundssonar
I útvarpinu. Hann dó 7. desember
þ.á. Ég þakka Jóni Guðmunds-
syni fyrir fyrst og siðast og óska
fjölskyldu hans og vinum allra
heilla.
Benedikt Gislason frá Hofteigi
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Jólatrésfagnaður
Dagsbrúnar verður i Lindarbæ 3ja og 4ða
jan. n.k.
Aðgöngumiðasalan á skrifstofunni.