Þjóðviljinn - 06.01.1974, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 6. janúar 1974
MODVIUINN
MALGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÞAÐ ER ALGERT EINSDÆMI
Það hefur verið aumkunarvert að
fylgjast með skrifum stjórnarandstöðu-
blaðanna að undanförnu um orkuvanda-
mál okkar íslendinga. Ef taka ætti mark á
slikum skrifum mætti ætla, að viðreisnar-
stjórnin hefði sýnt af sér sérstaka fram-
sýni i orkumálum, en núverandi rikis-
stjórn og þá sérstaklega Magnús
Kjartansson iðnaðarráðherra beri höfuð-
orsök á þeim vanda, sem við er að glima i
orkubúskap okkar.
Það er full ástæða til að hvetja fólk til að
kynna sér vandlega þær staðreyndir sem
fram koma i itarlegri grein, er Magnús
Kjartansson ráðherra skrifaði um þessi
mál, en hún birtist i Þjóðviljanum i gær.
Stjórnarandstæðingar hafa svo sannar-
lega ekki ástæðu til að kalla fram saman-
burð á stefnu og athöfnum viðreisnar-
stjórnarinnar annars vegar og núverandi
rikisstjórnar hins vegar i raforkumálum.
Sú eina stórvirkjun, sem ráðist var i á
löngum valdaferli viðreisnarstjórnar-
innar, er Búrfellsvirkjun. Hún var frá
upphafi bundin samningum við svissneska
auðhringinn Álusuisse, sem kunnugt er.
Álbræðslan i Straumsvik fær nú um tvo
þriðju hluta af afli Búrfelssvirkjunar og
það á sannkölluðu gjafverði, sem er 21
eyrir á kilówattstund og skal það verð
haldast óbreytt til ársins 1997 samkvæmt
viðreisnarsamningunum.
Til að færa fram afsakanir fyrir svo
lágu raforkuverði reyndu talsmenn
viðreisnarstjórnarinnar á sinum tima
jafnan að sanna á pappirnum sem
minnstan stofnkostnað við Búrfells-
virkjun. Miðlunarframkvæmdirnar miklu
við Þórisvatn, sem unnar hafa verið i tið
núverandi rikisstjórnar, og lögn
háspennulinu, sem óhjákvæmileg
reyndist, voru alls ekki reiknaðar með i
dæmiriu. Sú staðreynd liggur nú ljós fyrir
að ef skilið hefði verið við Búrfellsvirkjun
eins og viðreisnarstjórnin miðaði við á
pappirnum, þegar hún var að ákveða raf-
magnsverðið til auðhringsins, hefði farið
fyrir henni nákvæmlega eins og Smyrla-
bjargarárvirkjun i Hornafirði á dögunum.
Það kemur fram i grein Magnúsar
Kjartanssonar, að á sinum tima buðust
Svisslendingarnir reyndar til að greiða
orkuna i svissneskum frönkum i stað
dollara, en þessu hafnaði auðvitað
viðreisnarstjórnin, þvi að dollarinn hlaút
þó alltaf að standa að hennar dómi. En
bara vegna trúarinnar á dollarann töpum
við nú 100 miljónum króna á ári, fyrir utan
allt annað.
í grein Magnúsar Kjartanssonar segir:
,,Alvarlegast er þó, að samið var um
óbreytt raforkuverð fram til ársins 1997.
Nú ætti engum manni að dyljast hversu
hrapalleg mistök þá voru gerð, eftir að
ljóst er orðið að orkuverð mun fara
hriðhækkandi um ófyrirsjáanlega fram-
tið. Það er algert einsdæmi i raforku-
samningum i löndunum umhverfis okkur
frá siðustu árum að samið sé um fast raf-
orkuverð i svo Iangan tíma. Hér skal engu
um það spáð hversu stórfelldar verð-
hækkanir á orku verða á næstu áratugum,
en það er engum vafa bundið að tap
islendinga af þessum samningi verður að
lokum reiknað i fjölmörgum þúsundum
miljóna króna. Það orkumagn, sem
álbræðslan fær, er svo mikið, að það
mundi langt til nægja til þess að rafhita
hibýli um þriðjungs landsmanna, en þegar
rafhitun verður komin til framkvæmda
hjá þeim landsmönnum, sem ekki eiga
kost á hitaveitu, mun sú orka verða marg-
falt dýrari en hin, sem álbræðslan á að fá
til sinna nota á óbreyttu verði i aldar-
fjórðung. Þetta er tvimælalaust óhag-
kvæmasti samningur, sem islensk stjórn-
völd hafa nokkru sinni gert á sviði efna-
hagsmála, auk þeirrar niðurlægingar að
semja um að álbræðslan i Straumsvík
skyldi unanþegin islenskum lögum og
íslensku dómsvaldi”.
í grein Magnúsar er ennfremur á það
minnt, að allar ráðagerðir fyrri rikis-
stjórnar i sambandi við Sigölduvirkjun
voru við það miðaðar, að hún tengdist
nýrri erlendri stóriðju með álsamningana
sem fordæmi, en það var núverandi rikis-
stjórn, sem gerbreytti þessum forsendum
varðandi Sigölduvirkjun og ákvað að
virkjunin yrði ekki bundin neins konar
samningum við erlenda aðila um orku-
frekan iðnað.
Það reyndist einnig óhjákvæmilegt að
steypa viðreinarstjórninni af stóli til að
koma fram þeirri stefnu að orkuveitu-
svæðin skyldu samtengd, sem er undir-
staða allra vitrænna framkvæmda á þessu
sviði. Mottó viðreisnarinnar var, að hver
skyldi ,,búa að sinu”, eins og fjölmargir
landsmenn hafa fengið að kenna illilega á
i reynd siðustu vikur.
En auk gjörbreyttrar stefnu i orku-
málum hafa framlög til raforkumála á
fjárlögum og framkvæmdaáætlun, hvorki
meira né minna en fjórfaldast frá 1970,
sem var siðasta heila valdaár viðreisnar-
stjórnarinnar, — voru þá 342,3 miljónir en
nú 1492,4 miljónir.
Það eru glöp og vanrækslusyndir fyrri
stjórnarherra, sem við enn súpum seyðið
af i orkumálum, þvi að raforkufram-
kvæmdir taka nú einu sinni nokkurn tima.
Breytt stefna hefur nú þegar forðað
okkur frá almennu neyðarástandi, sem
var á næsta leyti, og brátt mun birta til
þegar ný stefnumörkun segir til sin i
reynd i æ rikara mæli.
UM STARF STEBLÍNS-KAMEISSKÍS:
Nœsta bók:
urn hvimsmynd forníslendinga
Prófessor Steblin-Kamenski
hefur unnið meira en nokkur ann-
ar að þvi að kynna islenska
menningu i Sovétrikjunum. 1
mörgum tilvikum reyndist hann
frumherji. Doktorsritgerð hans
(1948) var um skáldakvæði. Árið
1950 varð Steblin-Kamenski
prófessor og tók við forystu deild-
ar germanskra málvisinda við
Leningradháskóla, en nokkrum
árum siðar var að hans frum-
kvæði frá henni greind sérstök
deild fyrir.norræn fræði, sú eina i
Sovétrikjunum, miðstöð þeirra
fræða i landinu, sem nýtur virð-
ingar innanlands sem utan. Þar
hafa alist upp margir málfræð-
ingar, bókmenntafræðingar, þýð-
endur. sem eru flestir beinlinis
nemendur Mikhalis Steblins-
Kamenskis.
Visindaleg áhugamál prófess-
orsins og kennslustörf hans sam-
eina báð þætti filólógiu — bók-
menntafræði og málvisindi. Hann
er ágætur sérfræðingur i norræn-
um bókmenntum miðalda og nor-
rænum tungumálum, bæði forn-
um og nýjum. Hann hefur t.d.
skrifað mikið rit um norska mál-
fræði, sem notað er af öllum þeim
sem leggja stund á það mál. En
Steblin-Kamenski hefur einkum
skilað miklu verki á sviði is-
lenskra fræða. í djUptækri rann-
sókn á skáldakveðskap tUlkar
hann i doktorsritgerð sinni með
glæsibrag hin flóknu kveðskapar-
form og dregur fram i þeim
fyrstu tjáningu á persónulegri
sjálfsvitund skáldsins, þegar hUn
er að byrja að brjótast Ut Ur hefð-
bundnum viðjum hins forna ætta-
samfélags.
Ekki er langt siðan að þekking
manna i Sovétrikjunum á hinum
rika arfi islenskra bókmennta var
ekki giska mikil. Bókin ..tsíensk
menning'' eftir Steblin-Kamenski
var fyrsta tilraunin til að veita al-
menningi fræðslu um þær. t kjöl-
farið fylgdu safnrit með tslend-
ingasögum, fyrsta heildarþýðing-
in á Eddukvæðum og nU fyrir
skemmstu gafst sovéskum les-
endum i fyrsta sinn tækifæri til að
kynnast hinni grægu Eddu Snorra
Sturlusonar. Steblin-Kamenski
hefur skrifað itarlega formála og
skýringar við þessi rit. Hann hef-
ur og fjallað sérstaklega um ts-
lendingasögur. Undir hans rit-
stjórn og formála var gefin Ut á
rUssnesku bók Einars Olgeirsson-
ar, ..Ættarsamfélag og rikis-
vald”.
Skömmu eftir 1950 tók visinda-
legur áhugi prófessors Steblins-
Kamenskis nýja stefnu — fékkst
hann við vandamál sögulegra
málvisinda á grundvelli Norður-
Iandamála. Um þessi efni hefur
hann margt skrifað og þá fyrst og
fremst ,,Sögu norðurlandamála",
en þar gerir visindamaðurinn
fyrstu tilraunina (og er þá ekki
átt við sovésk málvisindi ein) til
„Heimur sögu”
Steblin-Kainenski
að lýsa sögu þessara tungumála i
tengslum við sögu þjóðanna, frá
forsögulegri einingu til þjóð-
tungna vorra daga.
Bók Steblins- Kamenskis
..Fornislenska" með orðasafni og
Urvali fornislenskra texta er
fyrsta sovéska fræðilega kennslu-
bókin i þessari grein, og er hUn
fyrir löngu skyldulesning fyrir
alla verðandi visindamenn i ger-
mönskum fræðum.
A miðjum fimmta áratugnum
sneri prófessor Steblin-Kamenski
sér að nýjum flokki vandamála,
tengdum sögulegri hljóðfræði.
Um þau efni ritaði hann grina-
flokk, sem hlaut verðlaun háskól-
ans, byggir hann fyrst og fremst á
islenskum fónemum og telja sér-
fræðingar þetta einkar þýðinga-
mikið framlag, sérstaklega að þvi
er varðar vandamál tengd rann-
sóknaraðferöum. Vel á minnst —
haust hvert er að frumkvæði
Steblins-Kamenskis kvaddur
saman i Leningradháskóla
starfshópur um sögu germanskra
fónema.
A siðari misserum hefur áhugi
prófessorsins beinst áð sérkenn-
um heimsskynjunar Islendinga til
forna. að sálfræði sköpunarstarfs
fornmanna. Um þetta fjallar ný
bók ..Heimur sögu", sem kemur
Ut á þessu ári.
„Klúbbur”
Steblins-Kamenskis
bó að Mikhail Steblin-Kam-
enski hafi aðeins tvisvar komið til
tslands. árin 1965 og 1968. er engu
likara an að hann þekki þar hvern
mann. eða svo gott sem.
Hann nefnir rithöfundana Hall-
dór Laxness og Þórberg Þórðar-
soiylistamenn eins og Kjarval;rit-
stjóra islenskrar orðabókar Jak-
ob Benediktsson, próf. Hrein
Benediktsson, Sigurð Nordal og
marga aðra fræðimenn og
menntafrömuði. Ég hefi hitt, seg-
ir hann, þekktasta sérfræðing i
fornislenskum bókmenntum,
Einar Ólaf Sveinsson, oftar en
einu sinni, siðast á ráðstefnu um
norræn fræði i Paris.
Margir tslendingar sem koma
til Leningrad þekkja vel vinnu-
stofu próf. Steblins-Kamenskis i
ibUð hans á Krosseyju i mynni
Nevu. Þessi stofa er fyrir löngu
orðin einskonar klUbbur þar sem
oft koma saman islenskufræðing-
ar i Leningrad og islenskir gestir,
á slikum kvöldum fara samræður
eingöngu fram á islensku.
Tveir Islendingar sem verið
hafa við nám i Leningradháskóla
siðustu tvö árin hafa og verið
relgulegir gestir i ..klUbbnum" —
þeir Helgi Haraldsson og Kristinn
Einarsson.
Ég minni prófessorinn á sam-
komulag það sem gert var fyrir
þrem árum á milli háskólanna i
Leningrad og Reykjavik.
— 1 samningi um samstarf milli
háskólanna. sem undirritaður er
af rektorunum Kondratéf og Ár-
Jiianni Snævar, segir Steblin-
Kamenski^er ákvæði um að æski-
legt séNað^skólarnir skiptist á
kennurum á islensku og rUss-
nesku til eins árs eða lengur. En
reglubundnum samskiptum á
Framhald á bls. 14