Þjóðviljinn - 06.01.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 06.01.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur 6. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Txkniframfarir hvíla a ciílis- og cfnafræði. ------------------------------- Vi(7 ákvxilisvinnu miðast laun við afköst. Fulltrúar launþega og vinnuveitenda semja um kaup og kjör. Margt kennir móðirin. Viðskiptabréf cru jafnan vélrituð. Nokkrar myndir starfsfræöinnar. Myndirnar i þessari bók eru dæmigerðar, ekki siöur en mynd- ir félagsfræðinnar. Það er kona við ritvélina og i eldhúsinu og karl á dráttarvélinni, i tilraunastof- unni, á verkstæðinu. 1 kafla um málmiðnað og vél- gæslu er tekið fram: „Þetta er einn eftirsóttasti starfshópur drengjanna. Stúlkur leita, enn sem komið er, siöur starfa innan þessa hóps.” Engin hvatning þar, en hjúkr- un og heilsugæsla telst henta kon- um sem námsbraut (læknanám er þó ekki talið með i þessum kafla). Nokkur dæmi: „Ljósmæðraskóli Islands ann- ast menntun ljósmæðra. Yngri konuren tvitugar eru ekki teknar i námið....” „Við Kópavogshæli er skóli fyr- ir gæslusystur, (sem nú hafa reyndar starfsheitið þroskaþjálf- ar — ■ greinarhöf.) stúlkur, er vinna við gæslu og umönnun van- gefinna. Stúlkur, sem lokið hafa miðskóla-eða gagnfræðanámi, og eru orðnar 18 ára, geta hafið nám....” „Rannsóknarstörf. 1 rann- sóknarstofum sjúkrahúsa og til- raunastöðva vinnur hópur stúlkna undir stjórn sérmennt- aðra lækna að ýmiskonar meina- fræðilegum rannsóknum....” (meinatæknar). „Fóstruskóli Sumargjafar (nú Fósturskóli Is- lands — greinarhöf.) býr stúlkur undir störf á barnaheimilum og vöggustofum....” Úr einu kyn- bundnu starfinu í annað Fjallað er um vanda við starfs- val og hvernig áhuginn einn dug- ir ekki alltaf til, ef hæfileika, þekkingu, likamsburði og fl. vantar. Þarna segir ma. frá hon- um Bjarna, sem vildi verða blikk- smiður og komst á samning. En þótt hann væri röskur og áhuga- samur gat hann ekki teiknað og ekki skilið teikningar og varð þvi að hætta. „Hann fór á sjóinn og á nú litinn vélbát”. Helga vildi aftur á móti verða hjúkrunarkona, en náöi ekki til- skilinni einkunn eftir undirbún- ingsnámskeið vegna of litillar kunnáttu i reikningi, lifeðlisfræði og eðlisfræði. „Kennari, sem hún leitaði til, ráðlagði henni að.fara i fósturskólann, og nú ér hún fóstra”. Og önnu likaði ekki flugfreyju- starfið vegna óreglulegs vinnu- tima og þá lærði hún sjúkraþjálf- un. Gat alls ekki komið til mála, að Bjarni lærði sjúkraþjálfun, Anna færiá sjóinn og Helga læröi blikk- smiði? spyr starfshópurinn. Eða að þau lærðu eitthvað allt annað sem dæmi, en gengju ekki endi- lega úr einu kynbundnu starfinu i annað? Er gifting atvinna? f sérstökum kafla starfsfræð- innar um „Stúlkurnar” fannst rauðsokkunum margt hlægilegt. T.d. i sambandi við, að ekki giftist allar stúlkur: „Þær, sem ekki giftasL verða auðvitað að vinna fyrir sér á ann- an hátt.” En þær, sem giftast, vinna fyrir sér með þvi, eða hvað? Ennfrem- ur: „I öðru lagi hefur stúlka enga tryggingu fyrir ævilangri fram- færslu, þótt hún giftist.” Enga tryggingu, en hún ætlast til hennar, eða hvað? Og: „Jafnvel þótt hinn fráskildi fað- irgreiði barnsmeðlag og bæturtii konunnar, verður hún oftast að vinna lika, utan heimilis.” Annars var starfshópurinn sammála um, aö meiningin með þessum kafla væri ágæt, þótt orðalagið væri sumsstaðar klaufalegt. Þarna væri vakin athygli á mörgu i sambandi við verkaskiptingu karla og kvenna, sem betur mætti fara og hvernig þetta stafar af gamal.li hefð eða af þvi að annað kynið er álitið hæf- ara til að leysa af hendi sum störf en hitt. Einnig er bent á, aö þótt konur og karlar eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu lendi konur þó oftar i lægra launuðum störf- um en karlar i sumum starfs- greinum. „Miklu færri konur eru t.d. framkvæmdastjórar, yfirlæknar, skrifstofustjórar en ætla mætti af þátttöku þeirra i atvinnulifinu. Yfirmannastööur i fyrirtækjum fá karlar miklu oftar, og þeir ORÐ í BELG Um leið og óskaö er gleöi- legs nýjárs og áframhaldandi góðs samstarfs viö lesendur siðunnar við að fylla belginn tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir jól og byrjum á auglýsingu, sem margir uröu til að hringja út- af: (mynd af augl. eftir kaffi- umsjónarkonu) Liklega alveg splunkunýtt starfsheiti, sem lögreglustjór- inn hefur fundið upp þarna. Þaö er munur aö vera karl og lesa bækur... Iletga Hjörvar og reyndar fleiri vöktu athygli á auglýs- ingu Hafnarstrætisverslan- anna i sjónvarpinu, sem er þó ekki ný af nálinni, en virðist hætta að leggja leið okkar um Hafnarstrætið? Kvenfólk gegn kvenfólki Þannig er yfirskrift eftirfaæ- andi bréfs frá Flugfreyju (fyrrv.), en eins og bréfið ber með sér, barst það i miðju flugfreyjuverkfallinu, sem nú er afstaðið: „Erkvenfólk, sem kemst til einhverra mannvirðinga, virkilega eitraðra út i kyn- systur sinar en karlmenn? Eða hvað á að halda um blaðafulltrúa Loftleiða, sem i Morgunblaðinu sl. þriðjud., 18 des., kveðst ekkert vita um öryggisverði i Loftleiðavélun- um, en þetta er þó atriði sem allir vita um, nú i flugfreyju- verkfallinu, enda ekkert leyndarmál, þvi að næg eru vitnin til staðar. Þarna gengur kvenblaðafulltrúi Loftl. mun lengra en karl — blaðafulltrúi Flugfél. íslands gerði nokkru sinni. Hvað veldur þessum ósköpum með Helgu Ingólfs- dóttur? Er henni eitthvað i nöp við kynsystur sinar, eða er kvenfólkið svona „inn við beinið”? Kaf f iums j ónarkona Lögreglustjóraembættið óskar að ráða kaffiumsjónarkonu frá 1. janúar n.k. Umsóknir, á§amt upplýsingum um fyrri störf, sendist fyrir 20. þ.in. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 11. desember 1973. eiga að ergja okkur með um hver jól, — þið munið, þessa um eiginmanninn, sem fer i bókabúðina meðan konan verslar i Matardeildinni. Eigum viö ekki bara að Námstækni eingöngu fyrir karlmenn? Mcn ntaskólanemi segist lesa i skólanum að mörgu leyti ágæta bók, „Námstækni”, með góðum ráðum um tileink. námsefnis, lestrarlag osfrv. — En er bók- in bara miðuð við strákana? spyr nemandinn. Þegar fjallað er um, að ekki megi láta umhverfið trufla sig við námið er sérstaklega tekið fram: ,,þó að það sé mynd af kærustunni á borðinu...” Pláss fyrir útlend börn en ekki islensk? Guðrúnhefur átt i basli með að koma ungum syni sinum fyrir meðan hún vinnur úti á daginn. Um dagheimilisvist er ekki að ræða, þar sem hún er gift og fyrir leikskólavist er langur biðlisti og henni ekki gefin von fyrr en kannski i vor (hún hefur nú beðið siðan i haust). Var það að furða þótt hún reiddist er hún las i Visi núna i jólavikunni, að börn erlendra sendiráðsstarfsmanna væru hér gjarna á barnaheimilum. Hún skilur vel, að þessi út- lendu börn þurfi að kynnast is- lenskum og læra máliö, en er verjandi að láta þau ganga fyrir islensku krökkunum, þegar skorturinn er svona mikill? Teljast konur og börn til Islendinga? II.S. og B.E. tóku eftir merkilegu viðhorfi i sjón- varpsviðtali rétt fyrir jólin. Þar var rætt við islenskan flugmann, búsettan i Lúxem- búrg og hann ma. spurður hve margir Islendingar byggju þar. — Ja, þeir eru um 300 ef konur og börn eru talin með, var svarið. Þaö er stelpa! Að lokum sendi Margaret Nicholson, skosk Womens’ s Lib. kona, sem viðtal var við hér á siðunni fyrir nokkru, systurlegar kveðjur með jóla- kortinu þvi arna með jesú- barninu, en texti myndarinnar er: Það er stelpa! Afrma með belginn, næsta siða i vikunni. -vh hækka lika oftar i stöðum en kon- urnar.” Ágætt fannst þeim, að i þessum kafla er vakiö til umhugsunar um þessi mál: „Konur eru þvi á margan hátt verrsettar i atvinnulifinu en karl- menn. Hver getur ástæðan ver- ið?” Og þar er bent á heimilishald og barnauppeldi, ssm lendir á konunum. Sömuleiðis á gamla hefð og hleypidóma, sem rikja hjá stúlkunum sjálfum, foreldr- um þeirra, meðal verkstjóra og vinnuveitenda. Whisky for the men and sherry for the ladies Of langt yröi aö telja upp öll dæmin úr enskunámsbókunum, en i stuttu máli má segja, að þar er gert ráö fyrir mjög hefðbund- inni og ákveðinni verkaskiptingu, karlarnir fara út að vinna og kon- urnar eru heima og vinna hús- verkin. T.d. fara frú Brown og Susan dóttir hennar strax að taka til þegar herra Brown er farinn i vinnuna og sonurinn David i skól- ann. Svo fara þær i búðir, og á- hugasvið kvenfólks i þessum bók- um er yfirleitt takmarkaö við búðarand, húsverk og tedrykkju með öðrum konum. Og i búðunum kaupa þær náttúrlega föt, efni i nýjar gardinur og annað til heim- ilisins; þess er aldrei getið, að kona villist t.d. inn i bókabúð. Sumar konur gera ekkert annað en ganga um og versla allan dag- inn, segir á einum staðnum. Að lokum kaupir frú Brown Present Day-bókarinnar eitt- hvað fljótlegt i matinn, þvi hann verður að vera tilbúinn, þegar maðurinn kemur heim úr vinn- unni. Siðan komu brandararnir um, hve miklu konur eyða o.s.frv. Susan trúlofast og foreldrar hennar gleðjast yfir þvi, að hún hefur fundið einhvern til að sjá um sig og vera góður við sig. Kon- urnar i tepartium enskubókanna tala um föt, mat, blóm og ná- grannana, karlarnir um banka, bila, viðskipti og stjórnmál. M.a.s. veitingarnar eru kyn- greindar: Þeir fá viski og þær sérri! — vh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.