Þjóðviljinn - 06.02.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Meistarakeppní KSÍ Valur-ÍBK fyrsti leikurinn Tvö efstu liðin úr siðasta íslandsmóti, ÍBK og Valur, munu opna meistarakeppni KSt sem hefst sennilega fyrstu helgina i mars. Annars er búið að raða niður i mótið,og verður leikjaröð þessi: ÍBK — Valur Valur — Fram Fram — iBK ÍBK — Fram Fram — Valur Valur — ÍBK Það fer þvi að styttast i að boltinn fari aö rúlla fyrir alvöru f knatt- pyrnunni hjá okkur, en nú munu öll liðin byrjuð æfingar af fullum krafti. Meistarakeppni KSl verður eins og undanfarin ár fyrsta mót ársins i knattspyrnunni, en siðan rekur hvað annað, Litla bikar- keppnin, Reykjavíkurmót og loks tslandsmótið. tslandsmeistarar IBK eru byrjaðir æfingar af fulium krafti. Enski þjálfarinn er kominn til ÍBK: Æfingaprógrammiö er 6 æfingar í viku Breytingar bikarglímu Nokkrar breytingar hafa orðið varðandi Bikarglimu tslands 1974 frá þvi fréttatilkynning Glimu- sambandsins var birt. Akveðið hefur verið, að Bikarglima Islands 1974 fari fram laugar- daginn 23. febrúar n.k. og verður varöandi íslands glimt i tveimur flokkum, annars- vegar þeir sem eru 20 ára og eldri og hinsvegar unglingar og drengir. Keppnin fer fram i leik- fimisal Vogaskólans og hefst kl. 14. Þátttökutilkynningar þurfa að Framhald á 14. siðu. — Ég er enginn Hooley, sagði hinn nýi enski knattspyrnuþjálf- ari Keflvikinga, George Smith, á fyrsta fundi sinum með liðsmönn- um er hann hélt strax eftir komu sina um siöustu heigi. En eigi að siður virðist hann harður i horn að taka, þvi að hann lagði æfinga- prógrammiö fyrir liðið — 6 æfing- ar i viku þar til keppnistimabilið hcfst — en eftir það verður hvilt daginn fyrir hvern leik. Þeir vita þvi hvað til sins friðar heyrir knattspyrnumennirnir i Keflavik næsta sumar. — En við ætlum lika að gera Sigurður N. Brynjólfsson Afmælismót Víkverja Sunnudaginn 27.-1. minntist U.M.F. Víkverji 10 ára afmælis sins með fjölmennu glimumóti i iþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar. Þó að þessa móts hafi litilsháttar verið getið i blöð- unum er ekki hægt að segja að borið sé i bakkafullan lækinn þótt nokkru sé bætt við það er áður hefur verið skrifað. Þjálfari Víkverja, Kjartan Bergmann Guðjónsson, setti mótið og stjórnaði þvi. Tiu manna glimuflokkur keppti um bikar, sem Búnaðarbankinn gaf. Mótið hófst með glimusýningu þar sem sýnd voru brögð og varnir. Inn á milli sýndu svo 10 drengir glimu, og setti það skemmtilegan' svip á mótið. Það er skemmst frá að segja að þetta afmælismót var Vík- verja, þátttakendunum og ekki hvað sist þjálfaranum, Kjartani Bergmann, til hins mesta sóma. Ég minnist ekki að hafa séð 10 jafngóöa glimumenn þreyta svo harða og tvisýna keppni, án þess að nokkur ljót giima sæist. Þarna mátti sjá margar afburða góðar glímur, og án þess að ég að þessu sinni ætli aö gefa glimumönnunum einkunnir, eða skrifa nákvæma gagnrýni á einstakar glfmur, þá get ég ekki látið hjá liða að minnast glimu þeirra Hjálms Sigurössonar og Péturs Yngva- sonar. Þrátt fyrir að þeir ættu báðir mikið ihúfi (urðu númer 2 og 3) glímdu þeir svo afburða vel og drengilega að það mun fiestum giímuunnendum, sem á horfðu, verða lengi i minni. Auðvitað voru ekki allar glim- urnar tæknilega fullkomnar. Það hefur maður raunar aldrei séð á neinu glimumóti, en mér fannst hjá ailt of mörgum koma áberandi fram að hábrögð voru ekki nægilega nákvæmt og af- gerandi útfærð. Skemmtilegt var að sjá hvað margir glimu- nienn voru ailt að þvi jafnvigir á hábrögð með hægri og vinstri. Þetta eykur mjög fjölbreytni glimunnar og hæfni glimu- mannanna. Þvi miður hefur það löngum verið mjög áberandi hvað fáir glimumenn hafa verið vel leiknir i að nota hægri hábrögð. Sigurður Jónsson, einn af eldri og reyndari glimuköppum Víkverja, sigraði að þessu sinni og var vel að sigrinum kominn þótt hann iægi engan veginn fyrirfram m i hendi hans, þvi við marga slynga var að etja. Þarna komu og fram kornungir menn, sem að visu hafa aflað sér þó nokkurrar keppnis- reynslu i yngri flokkunum en þreyttu nú sina fyrstu raun móti fullorðnum og gamalreyndum glimumönnum. Ilin ágæta frammistaða iofar sannarlega , góðu ef þeir halda tryggð við iþrótt sina. En þarna kom lika framm nýr maður og litt þekktur á glimu- velli, Þorsteinn Sigurjónsson. Þorsteinn er óvenjulega mikið glimumannsefni, kattfimur og mjög vel sterkur, en fór frábær- Icga vel með afl sitt. Auðsætt var er hann glimdi við hina yngri og óhörðnuðu hvað hann hliföist við að beita kröftunum. Með drengilegri glimu og prúð- mannlegri framkomu vann hann að verðleikum hylli og að- dáun áhorfenda. Vonandi fær þessi húnvetnski bóndi, sem nú um sinn hefur æft mcð Vikverja, tækifæri tii að koma við sögu glimunar á komandi árum. Kjartan Bergmann hefur ver- ið þjálfari Vikverja frá upphafi og fer það ekki á milli mála að hann er og hefur verið um langt skcið einn færasti glimuþjálfari þjóðarinnar. Þess bera nem- endur hans giöggt vitni. Kjartan hefur látið máiefni glímunnar mikið til sin taka, meðal annars unnið að útgáfu glímubókarinn- ar, sem kom út 1968, og endur- skoöunar glimulagana. Hann hefur stjórnað fjölmörgum glimunámskeiðum viðs vegar um landiö, bæði hjá skólum og félögum, og vcrið hollur ráð- gjafi annarra þjálfara og fé- laga, sem ráðist hafa i að efla og endurrcisa hina fögru þjóðar- iþrótt okkar i sinum byggðar- iögum. Ungir giimumcnn hvað- anæva af landinu hafa ævinlega verið velkomnir á æfingar hjá Vikjverja án nokkurra kvaða, og þeir eru orðnir margir, em þangað hafa lagt leið sina og notið uppörvunar og þjálfunar i þeim ágæta hópi um lengri eða skemmri tima undir öruggri og vandlátri stjórn Kjartans. Þess- ir menn hafa svo flutt kunnátt- una heim i sitt byggðarlag og deilt henni þar með félögum sin- um. Þetta, og að sjálfsögðu á- samt ýmsu öðru, sem gert hefur verið undanfarin ár, hefur nú þegar lyft glímunni úr þeim öldudal, sem hún óneitanlega var að komast i á timabiii. Allir, sem íslenskri glimu unna, standa i mikilli þakkarskuld viö mcnn eins og Kjartan Berg- mann og félag cins og Víkverja. Sigurður N. Brynjóifsson George Smith, hinn nýi þjálfan ÍBK. Sigurður laus úr keppnis- banninu A fundi stjórnar Badminton- sambands Islands 31. jan. sl. var ákveðið að aflétta keppnisbanni þvi sem Sigurður Haraldsson bad- mintonleikari var dæmdur i af stjórn sambandsins 29. nóv. sl. Þegar keppnisbannið var ákveðið, var gert ráð fyrir að það næði yfir eitt opið mót. Nú i ár eru fyrirhuguð óvenju mörg opin mót á þvi timabili sem bannið náði yfir og hefur eitt mót þegar farið fram. Stjórn B1 telur þvi að bannið hafi þegar náð tilgangi sinum og með hliðsjón af þvi var þessi ákvörðun tekin. Stjórn Badmintonsambands islands eins vel og i fyrra, jafnvel betur, sagði Ilafsteinn Guðmundsson formaður iBK, er við höfðum samband við hann i gær. Og þeg- ar Ilafsteinn segir að gera bctur, þá er það fullt hús stiga i islands- mótinu og sigur i bikarkeppninni. Nú verður róðurinn sennilega öllu erfiðari fyrir iBK en i fyrra, þar sem öll I .-deildarliðin nema eitt eru komin með erlendan þjálfara. En kannski verður þetta aílt saman til þess að knattspyrn- an verður betri og skemmtiiegri næsta sumar en nokkru sinni fyrr. Hver veit? Hafsteinú sagði. að allir þeir sem léku i fyrra yrðu mcð i ár, cn auk þess myndi Ilörður Ragnars- son, sem ekki gat æft vegna anna i Háskólanum i fyrra, Reynir Óskarsson og Vilhjálinur Ketiis- son nú koma með af fullum krafti. Vilhjálmur meiddist eins og menn kannski muna fyrir 2 árum og gat ekki verið mcð fyrr en seint i fyrrasumar. Þá sagði Haf- steinn að scnnilcga kæmu 3 ungir og efnilegir 2,-fl. leikmenn inni þenn 20 manna hóp sem mfl. !BK væri að jafnaöi valinn úr. S.dór Hafsteinn hættir sem ein- valdur Hafsteinn Guðmundsson, sem verið hefur einvaldur landsliðsins i knattspyrnu undanfarin ár, hcfur neitað endanlcga þeirri ósk stjórnar KSl að halda áfram sem slikur á næsta kcppnistimabili. Aðspurður hversvegna hann hefði ákveðið að hætta nú sagði Hafsteinn, að fieiri en ein ástæða lægju til þess. 1 I fyrsta lagi væri það tima- j' skortur, og hefði hann áður ti ætlað að hætta af þeim sökum. | i öðru lagi, sagði Hafsteinn, að ij sér likaði ekki hvcrnig að [; iandsliðsmálunum væri staðið - nú. — Við höfum notaö vetrar- æfingar landsliðsins til að , finna væntaniegan kjarna fyr- |j ir komandi keppnistimabil i undanfarin ár. Þetta var gert I m.a. vegna þess að enginn | timicr fyrir æfingar landsliðs- !j ins eftir að kcppnistímabilið hefst. Nú cr hinsvegar ckki g um neinar slikar vetraræfing- • ar að ræða, og ég fæ ekki séð hvernig inál landsliðsins : verða leyst næsta sumar, sagði Ilafsteinn. S.dórj

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.