Þjóðviljinn - 24.02.1974, Page 11
Sunnudagur 24. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Emma og Silja
Emma
Höf.: Noel Streatfield.
Þýð.: Jóhanna Sveinsdóttir.
Bókaútgáfan örn og örlygur,
1973.
Það ber tvennt fyrir Robinson
fjölskylduna með stuttu millibili:
Faðirinn fær liðagigt i hendurnar
og verður að hætta að leika á fiðlu
i sinfóniuhljómsveitinni, og inn á
heimilið flyst systurdóttir hús-
móðurinnar, aðeins 11 ára en þó
fræg leikkona. Hvort tveggja hef-
ur miklar og illfyrirsjáanlegar
afleiðingar. Móðirin, Aldis, fær
sér vinnu hálfan daginn, þótt
manni hennar liki það miður (,,
„Astandið er nú ekki svo slæmt”
”,), og börn þeirra þrjú, Anna,
Lydia og Robin, verða að leggja
hart að sér heima og heiman. En
þetta er stórmerk fjölskylda og
allt fer vel.
Emma er aðalpersónan. Móðir
hennar er fræg leikkona, og sjálf
fór Emma að leika i kvikmyndum
fjögurra ára. Nú fær hún ekki
lengur barnahlutverk, hún er orð-
in svo stór. Móðir hennar fær
vinnu i Ameriku, vill ekki hafa
stelpuna með sér og sendir hana
systur sinni. Allt i einu á Emma
að verða venjulegt barn. Hún á að
fara i skóla i fyrsta sinn, fram til
þessa hefur hún haft fóstrur og
einkakennslukonur eins og prins-
essa. Þetta veldur henni miklum
sálarkvölum auk þess sem hún
saknar mömmu sinnar og finnst
vegur sinn allur hafa minnkað við
að flytja til þessa smábæjar.
Emma er spennandi verkefni
fyrir rithöfund og býsna erfitt, og
höfundi tekst ekki alveg nógu vel
að gera hana skiljanlega og
sennilega persónu. Breytingin úr
stórlátu eftirlætisbarni, sem allt-
af hefur verið dillað, i óeigin-
gjarna og elskulega stúlku er ekki
sýnd nægilega vel stig af stigi til
að hún verði sannfærandi, þótt
eðiilegt sé að breyting verði á
stúlkunni við að kynnast i fyrsta
skipti heimilislifi. (Kvikmynda-
leikkonan móðir hennar er auð-
vitað skilin!) En þótt ekki takist
sem skyldi við sköpun Emmu, er
hún samt forvitnileg persóna og
óvenjuleg, skapmikil og ákveðin,
lifsreynd miðað við aldur og bæði
spillt og óspillt i senn.
Silja
Aöalsteinsdóttir
skrifar um
barnabækur
Robinson fjölskyldan er langt
frá þvi að vera venjuleg fjöl-
skylda. Hjónin eru einstaklega
vel kunnandi og elskuleg og börn-
in svo fær hvert á sinu sviði (Anna
og Robin syngja, Lydfa dansar
ballett), að þeim bjóðast alls kyns
styrkir, þegar fjárhagur þrengist
heima fyrir. Emma, stjarnan,
getur ekkert miðað við þau, fyrr
en hún fær tækifæri sem leikkona
á listahátið bæjarins. Það er látið
koma skýrt i ljós, að þrátt fyrir
frægð og frama hefur Emma
aldrei lært neitt og „kann” þvi
Af erlendum
bókamarkaði
Art and Architecture
in France
1500 to 1700.
Anthony Blunt. The Pelican
History of Art. Penguin Books
1973. Paperback Edition.
Fyrsta útgáfa kom út 1953, önn-
ur endurskoðuð útgáfa 1957 og er
þessi byggð á þeirri. Höfundurinn
er prófessor i listasögu við Há-
skólann i London og er sérfróður
um franska list sextándu og
sautjándu aldar. Á þvi timabili,
sem hér um ræðir var mikið
blómaskeið i franskri byggingar-
list, málaralistinni eru einnig
gerð góð skil i bók Blunts. Innrás-
ir Frakka á Italíu á þessu timabili
áttu sinn þátt i þvi að auðga
franska list, bæði var að Frakkar
höfðu greiðan aðang að lista-
magni ttaliu og auk þess rændu
þeir listaverkum þaðan, eins og
Napóleon gerði i mun stærri stil
siðar. Höfundur rekur sögulegar
forsendur franskrar listar i upp-
hafi ritsins. Tengsl Frakklands og
ttaliu voru ekki aðeins neikvæð á
þessu timabili, italskir stjórn-
málarefir ganga i þjónustu
Frakkakonunga og franska kon-
ungsættin tengdist Medici-ætt-
inni. Italskir byggingarmeistarar
eru fengnir til Frakklands, svo og
skreytilistamenn og málarar.
Lúðvik 14. átti einnig sinn þátt að
þessari blómstran. Það má meðal
annars þakka það itölskum áhrif-
um, að Frakkland varð höfuðstöð
lista og listiðnaðar i Evrópu á
þessu timabili.
Die Bltimlein des
heiligen Franziskus
von Assisi.
Aus dem Italienischen nach der
Ausgabe der Tipografia
Metastasio, Assisi 1901, von
Rudolf G. Binding mit Initalien
von Carl Weidcmeyer. lnsel Ver-
lag 1973.
Legendur heilags Frans frá
Assisi bárust um heimabyggð
hans og voru færðar i letur á 14.
öld af bróður Hugolino frá Monte
Giorgio, i Bruforte-klaustri, á
latinu. I lok aldarinnar voru
legendurnar þýddar á þjóðtung-
una af óþekktum einstaklingi. Rit
þetta hefur siðan verið feiki-vin-
sælt og gefið út i fögrum útgáfum.
Þessi Insel-útgáfa er smekkleg og
vel gerð.
Frederick the Great.
Picture research by Joy Law.
Nancy Mitford. Penguin Books
1973.
Þessi skemmtilega myndabók
kom fyrst frá Hamish Hamilton
1970 og er nú endurprentuð hjá
Penguin. Um þessa bók var skrif-
að á sinum tima i þessa bókaþætti
og skal þetta endurtekið: Mitford
skrifár lipurlega, er gefin fyrir
slúður og krassar gjarnan með
þessháttar efni, myndir eru vel
prentaðar og mikið borið i bókina
og hún er þess virði að vera lesin.
ekkert á borð við hin iðjusömu
frændsystkin sin. Robinson börn-
in eru nokkuð vel gerðar persón-
ur, einkum stelpurnar tvær, sem
hafa hvor sina skapgerðina.
Fjölmargar aukapersónur
koma fyrir, kennarar, amma
barnanna, hjónin á bændabýlinu
þar sem þau eyða sumarleyfinu
og fleiri. Flestar eru vel gerðar og
auka á raunveruleikablæ sögunn-
ar, sem er bæði viðburðarik og
skemmtileg.
Þýðingin er þunglamaleg, eink-
um framan af, og of oft er þýð-
ingarbragð af málfarinu: „Hún
bar keim af föður sinum hvað á-
kveðnu andlitsdráttunum við-
kom, en hún hafði fengið hið ljósa,
slétta hár móður sinnar”. „Vinir
hennar og kennararnir i skólan-
um höfðu dálæti á henni vegna út-
lits hennar og smæðar”. Þess ber
þó að geta, að frumtextinn er á-
kaflega stirður og mikið verk að
snara honum yfir i fallegan is-
lenskan texta. Prentvillur eru
margar og sagan verður af þessu
öllu torlæsilegri en hún þyrfti að
vera. Og það er einstakur subbu-
skapur að nafn höfundar skuli
vera vitlaust stafsett bæði fram-
an á kápu og á kili.
Skjótráður
skipstjóri
Höf.: Ragnar Þorsteinsson.
Barnablaðið Æskan 1973.
Og nú vindum við okkur vestur
á firði, þar sem fólk hefur annað
að gera en dansa ballett og leika i
kvikmyndum. Hér er komið
framhald sögunnar Upp á lif og
dauða, og skjótráði skipstjórinn
er hún Silja nafna min, nú orðin
fjórtán ára. Efni er ekki sam-
hangandi hér eins og i fyrri bók-
inni, hér eru sagðar smásögur,
sem gerast sama vorið. Lengsta
sagan og uppistaðan i bókinni er
af veiðiferð Silju og Denna, félaga
hennar, þegar þau verða vitni að
miklum bardaga milli langreyðar
og háhyrningavöðu, reglulega
mögnuð saga með lifandi lýsing-
um.
Silja er fyrsti raunverulegi
' rauðsokkurinn i islenskum
barnabókum. Hún hefur fengið
frjálslegt og gott uppeldi, notið
fyllilega sömu réttinda og gert
sömu skyldustörf og tviburabróðir
hennar, Sindri, og nú er hún jafn-
réttiskona eins og frá náttúrunn-
ar hendi. Henni finnst þess vegna
anskoti skritið, að ekki skuli öll-
um finnast jafneðlilegt og henni,
að hún ætli sér að verða skip-
stjóri. En þó að Silja sé eins og
hún á að vera, býr hún i þjóðfé-
lagi, sem ekki er eins og það á að
vera, og þess vegna verða
árekstrar milli þess og hennar.
Henni finnst að vonum illt, að
besti vinur hennar, Denni, skuli
endilega þurfa að jafna metin við
hana, en hún sýnir honum fullan
skilning, þó án þess að glata
nokkru af reisn sinni.
Mér finnst Ragnari hafa tekist
vel við persónusköpun Silju, hún
er heilsteypt og sjálfri sér sam-
kvæm, greinilega þaulhugsuð. Og
eins og ég gaf í skyn áðan er hún
brautryðjendaverk i íslenskum
barnabókum og þótt viðar væri
leitað. Hún er ekki strák-stelpa,
með komplexa út af þvi að vera
„bara stelpa”, hún er fullkom-
lega heil i sinni lifsskoðun.
Aðrar persónur bókarinnar
verða að vonum svipminni en
Silja. Þær eru lika næsta fáar. Og
enn sakna ég breiðari lýsingar á
umhverfi Silju. Býr hún i stóru
eða litlu þorpi? Gerist saga henn-
ar i nútið eða einhverri þátið?
Hvernig er daglegt lif hennar i
skóla og heima hjá sér? Ragnar
er góður sögumaður og getur
skapað lifandi persónur, en hann
mætti stundum spara söguefnið
og fara sér hægar. Þessi bók er of
stutt, en I henni er efni, sem dug-
að gæti i mun lengri bók. Vonandi
verður næsta saga af Silju svo
löng, að lesandi geti verulega
smjattað á henni.
Sagan er á fallegu máli, en
nokkrar prentvillur óprýða það,
t.d. setur á röngum stöðum, sem
hægt hefði verið að losna við með
þviaðsleppa öllum setum. Engar
myndir eru i bókinni, það finnst
mér galli.
=|| Frá gatnamálastjóra
Það tilkynnist hérmeð heiðruðum við-
skiptavinum vorum, að malarsala i Leir-
vogstungu hættir frá og með 1. april n.k.
Með þökk fyrir viðskiptin.
Gatnamálastjórinn í Reykjavik.
Nýkomin indversk
bómullarefni og mussur i miklu
m
úrvali.
Jasmin Laugavegi 133
LEIKFANGALAND
Leikfan&alnnd FJölbreytt úrval leik-
í^eiKjangaiana fanga fyrir börn á öllum
aldri. — Póstsendum.
Veltusundi 1. Simi 18722.
FELAG mmu HLJOIHLISTARIVIAI\IIA
útvegár yður hljóðfœraleikara
°g- hljómsvéitir\ við hverskonar tækifœri
Wnsamlegast hringið i 20Z5S tl 14-17
íslandshefti á
fimmtán tungum
Febrúarhefti timarits Menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, Unesco Courier, er
nærri eingöngu helgað íslandi, og
er það gert i tilefni þjóðhátið-
arársins 1974.
Utgáfa þessa sérstaka tslands-
heftis er án efa einhver útbreidd-
asta kynning á Islandi, sem um
getur, enda kemur rit þetta út á 15
tungumálum og er heildarupplag
þess hátt á fjórðu miljón eintaka.
Meðal þeirra fimmtán tungu-
mála sem ritið er prentað á er
arabiska, hindi, japanska, rússn-
eska, hebreska og tyrkneska.
I ritið ritar dr. Jónas Kristjáns-
son grein um fornbókmenntir og
landnám Islands. Dr. Sigurður
Þórarinsson ritar um eldgos og
eldfjöll, Sveinn S. Einarsson jarð-
fræðingur um jarðhita, Hjálmar
R. Bárðarson skrifar greinar um
Geysi og jökla á tslandi og dr.
Unnsteinn Stefánsson ritar grein
sem hann nefnir „tslendingar og
hafið”.
Með öllum þessum greinum er
fjöldí ljósmynda, sem eru ýmist
teknar af höfundunum sjálfum
eða öðrum. Inni i miðju heftinu
eru svo nokkrar íitmyndir, aðal-
lega frá eldgosinu i Vestmanna-
eyjum.
Auk höfunda greinanna, sem
áður er getið, vann sendiráð ts-
lands i Paris og islenska Unesco-
nefndin að undirbúningi útgáf-
unnar, ásamt utanrikisráðuneyt-
inu, en starfsmenn Unesco
Courier sáu um myndaval og
uppsetningu ritsins.