Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. marz 1974.ÞJÓÐV1LJINN — StÐA 3 Alþýðufylkingarstjórn er talin líkleg Nýjar fregnir af því, að Pompidou forseti Frakk- lands standi höilum fæti, og með honum öll sú sam- steypa hægriafla undir forystu Gaullista,sem hef- ur farið með völd í landinu hátt á annan áratug, hafa enn vakið upp spurningar um það, hvað við gæti tek- ið. Lengi vel þótti ljóst, að annars- vegar væri um að ræða hina gaullisku samsteypu og hinsveg- ar einhverskonar hjónaband mið- flokka og sósialistaflokksins. Kommúnistaflokkurinn, sem hefur haft um og yfir 20% at- kvæða i Frakklandi um langan aldur og ræður stærstu verk- lýðssamtökum landsins, hefur ekki þótt samkvæmishæfur i borgaralegri pólitik i Frakklandi. En i fyrra höfðu sósialistar og kommúnistar náið samstarf i kosningum sem byggt var á sam- eiginlegri stefnuskrá, sem til hafði orðið i löngu málamiðlunar- starfi, og bættu báðir stöðu sina verulega. Fengu þeir ásamt Sam- einaða sósialistaflokknum PSU um 43% atkvæða. Siðan þá hefur mönnum verið ljóst, að það gæti i raun og veru vel komið til greina að þessir flokkar kæmust til valda og mynduðu alþýðufylkingar- stjórn einskonar. 45 gegn 32 Nýleg skoðanakönnun sem Nouvel Obeservateur birtir ári eftir kosningarnar bendir til þess, að Frakkar velti þessum kosti fyrir sér i mikilli alvöru. Sam- kvæmt henni telja 45% af kjós- endum, að vinstriflokkarnir geti vel komist til valda, annaðhvort i forsetakosninguhum 1976 eða þingkosningunum 1978. Miklu færri, eða 32%, telja það af og frá að slikt geti orðið og afgangurinn er skoðanalaus. Það er ekki nema að vonum, að forsetaframbjóð- andi verklýðsflokkanna, Francois Mitterand, geri þá athugasemd við þessa útkomu, að hún sé ,,mjög jákvæð”. Háttvirtir kjósendur voru einn- ig spurðir að þvi, hvort það yrði i hag eða óhag tilteknum stéttum og þjóðfélagshópum, ef vinstri- flokkarnir tækju við. Eins og vænta mátti töldu 59%, að verka- menn hefðu gott af þeirri breyt- ingu, og aðeins 13% töldu að þeir hefðu verrá af (14% sögðu að ekk- ertmundibreytasthNákvæmlega jafn mikill hluti aðspurðra töldu vinstristjórn afleita fyrir iðju- hölda og stórkaupmenn, en 11% töldu hana jákvæða jafnvel fyrir þá. Yfirleitt er það eftirtektar- vert, að af þeim,sem á annað borð höfðu skoðanir á málinu, töldu miklu fleiri að bókstaflega allar stéttir aðrar en stórkapitalistar hefðu gott af vinstristjórn. Tökum dæmi. Er vinstristjórn góð slæm fyrir: Bændur 30 22 Smákaupmenn og iðnaðarmenn 37 21 Eftirlaunafólk 55 11 Opinbera starfsmenn 35 17 Hvaö gera launþegar? Næst kom mjög athyglisverð spurning: um viðbrögð launþega við hugsanlegri stjórn verklýðs- flokka. 46% töldu, að launþegar mundu gera allt sem þeir gætu til að auðvelda slikri stjórn s_törf hennar, meðal annars með þvi að fallast á frestun ýmislegra kjara- bóta. Allmiklu færri, eða 36%, bjuggust við þvi, að launþegar mundu nota tækifærið til að reyna að ná sem mestu fram strax, m.a. með verkföllum ef i það færi. Það er algeng kenning hægri- manna, að efnahagskreppur bjóði heim allskyns vinstrivillu. Sú skoðanakönnun sem hér er rædd bendir ekki til þess. Aðeins 32% kjósenda töldu það vera besta ráðið gegn efnahagslegum stór- vandræðum að vinstriflokkarnir taki við. En 43% kjósenda töldu það ekki vera. Þetta kemur heim við aðra reynslu i þá veru, að ó- vissa og kreppa i efnahagsmálum freisti reyndar fleiri til að forðast allar meiriháttar breytingar en öfugt. Ýmislegt annað i þessari skoð- anakönnun er ekki eins jákvætt fyrir Mitterand og bandamenn hans, kommúnista. Til dæmis eru það aðeins 7% kjósenda sem telja, að vinstriflokkarnir eigi að reyna að fylgja eftir öbreyttri sameiginlegri stefnuskrá sinni, miklu fleiri telja að hana eigi að laga að aðstæðum. En við það gerir Mitterand reyndar sjálfur þá athugasemd, að vinstriflokk- arnir hafi sjálfir sent frá sér yfir- lýsingar i þessa veru: að stefnu- skráin væri ekki endanleg og ó- breytanleg. Klofningshættan Annað er verra: aðeins 25% kjósenda, eða 20% færri en trúa á sigur vinstriflokkanna, hafa trú á þvi, að þeim takist að vinna sam- an til langframa. 27% halda, að sósialistar muni reyna að stjórna Framhald á bls. 10. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir febrú- armánuð 1974, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Dráttarvextir eru 1 1/2 % fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. mars s.l., ög verða innheimtur frá og með 26. þ.m. Fjármálaráðuneytið 21. mars 1974 .................. Eiginmaður minn Axel Jónsson sem lcstá llrafnistu 17. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim scm vildu minnast hans er bcnt á líknarstofnanir. Itósa Konráðsdóttir Franska þingið: Verkamenn hafa mest að vinna og þeir leika, segja kjósendur. munu hjálpa vinstristjórn yfir byrjunarörðug Meistari í þungavigt HIRBFQCQ Hiab-Foco kraninn er byggður rneð þekkingu og reynslu tveggja stórvirkustu kranafyrirtækja Svíþjóðar. Enda eru Hiab-Foco kranar vafalaust með þeim traust- ustu sem völ er á. Lyftigeta: 0-5 tonn. Armlengdir frá 1,7m til 8,95m. Hiab-Foco er staðsettur fyrir miðjum palli. Þunginn hvilir á miðri grind, en armlengdin er hin sama beggja vegna bílsins. Stjórntækin eru beggja megin. Snúningsgeta Hiab-Foco er 360 gráður. Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.