Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. marz 1974. SPASSKÍ svarar spurningum Þjóðviljans Boris Spasski, fyrrum heimsmeistari, varð fyrst- ur manna til þess að sigra andstæðing i einvigjum þeim sem i vetur hafa verið háð milli þeirra sem til- kall gera til kórónu heimsmeistara. Spasski er nú að búa sig undir næstu átök. Þrátt fyrir annir hefur hann fallist á að svara nokkrum spurningum sem Þjóðviljinn sendi honum skriflega. Karpof: Hann hefur á sinu valdi þaulhugsað byrjanakerfi... Spasskí gengur út úr Laugardalshöll; mér fannst þetta vel skipuiagt. á getu hans svo nokkru nemi. — Voniö þér aö yöur takist aö mæta Fischer i ööru einvigi? — Aö sjálfsögðu standa vonir minar til þess. Bobbie bauð mér að tefla aftur um titilinn 1973, en sú hugmynd hefði varla verið framkvæmanleg eftir þvi kerfi sem Alþjöðlega skáksambandið hefur nú komið á. Ég tengi allar vonir minar um að mæta Fischer i öðru einvigi viö þá baráttu, sem nú fer fram á milli áskorendanna. Til þess að komast aftur I nám- unda við skákkórónuna verð ég fyrst að vinna Karpof og siðan verður mér lika að ganga vel I undanúrslitunum. Möguleikar — Hvernig metiö þér mögu- leika yöar á ööru einvigi viö Fischer? — Ef að mér tekst að vinna á- skorendakeppnina, þá mun ég mæta til leiks i allt öðru skapi en ég gerði i hitteðfyrra. Þá var ég búinn að eyða minni taugaorku áður en ég settist við taflborðið i Laugardalshöllinni i Reykjavik. Ég mundi reyna að endurtaka ekki fyrri yfirsjónir. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ég hljóti að ná mér niðri á Fischer. Ég geri blátt áfram ráð fyrir þvi, að það sé vel hægt að berjast við banda- riska stórmeistarann. Seinni helming einvígisins i Reykjavik fann ég jafnan til þess, að mig skorti þrótt. Ég tefldi þá á mörkum þess sem kraftarnir leyfðu. — Máske þér vilduö skila ein- hverju til isienskra áhugamanna um skák? — Mér er sönn ánægja að þvi að biðja Þjóðviljann fyrir bestu kveöjur til þeirra og árnaðarósk- ir. Ég á ágætar minningar um samfundi mína við islenska skák- menn meðan á heimsmeistara- keppninni stóð. Mér fannst ein- vigið i Reykjavik ágætlega skipu- lagt. Áhorfendur i salnum voru jafnan hinir rólegustu og sýndu keppinautunum báðum góðan hug. Jafnvel á hinum æsilegustu „Eg mundi mæta Fischer í annað sinn í allt öðru skapi en 1972” — Hvernig metiö þér einvigiö viö Byrne? — Ég er mjög ánægður með út- komuna i þessu einvigi. Mér gekk mætavel i San Juan. Við tefldum ekki nema sex skákir, og það er i sjálfu sér sparnaður á kröftum fyrir næsta áfanga, sem verður mjög erfiður: einvigið við Karpof. En ég er ekki eins ánægður meö sjálf gæði skákanna sem tefldar voru i San Juan. Fyrstu tvær skákirnar voru tefldar af tals- verðum taugastrekkingi eins c " greinilega má sjá — við báðir 1( - um okkur verða á ýmislegar yfir- sjónir. Ég held að min besta skák hafi verið sú þriðja, en þar tókst mér með timabundinni fórn á drottningu fyrir tvo „létta” menn að ná upp sterkri sókn. — Hvað finnst yður um Robert Byrne sem skákmann? — Hann er viðfelldinn andstæö- ingur og forvitnilegur stórmeist- ari. Hann er næmur á stöður, hef- ur djarfan skákstil, og fer ekki úr jafnvægi þótt mikið gangi á á skákborðinu. Að undanförnu hef- ur Byrne gefiö sig miklu meira aö skák en áöur. Hann hætti kennslu i háskóla og er núna atvinnumað- ur i skák. Þessi breyting hefur vafalaust gert honum mögulegt að styrkja taflmennsku sina. Það er engin tilviljun að Byrne hefur náð meiri háttar árangri á alþjóð- legum skákmótum, og i fyrra- suraar tókst honum i fyrsta sinn að tryggja sér sess meðal áskor- enda. Hvað um Karpof? — En hvaö viljiö þer segja um næsta andstæöing yðar i þessum einvigjum? — Margir sérfræöingar tengja morgundag skáklistarinnar við nafn Anatolis Karpofs. Þessi ungi stórmeistari er vafalaust miklum gáfum gæddur, og sker sig úr hópi upprennandi skákstjarna með jöfnum og mjög góðum árangri. Skákstill Karpofs er byggður á yfirveguðu mati á stööunni, hann lætur ekki freistast af ytri glæsileika. Hér má bæta þvi viö að þessi ungi meistari frá Leningrad hefur á sinu valdi þaulhugsað byrjana- kerfi. 1 þessum efnum hefur Karpof notiö góös af samvinnu sinni við Semjon Fúrman, hinn þekkta stórmeistara og sérfræð- ing i byrjanakenningum, sem er þjálfari hans og aðstoðarmaður. Ef ég ætti að lýsa frekar hinum unga andstæðingi minum mundi ég einnig minna á hans sterku taugar og sigurvilja. Álit á Fischer? — Áhugamönnum um skák leikur ekki hvaö sist forvitni á að heyra álit yðar á Robert Fischer. Hefur það nokkuö breyst siöan þiö teflduð i Reykjavik? — Nei, það hefur ekkert breyst. Ég hefi alltaf haft mætur á Bobbie, bæði sem skákmanni og manneskju. Hann er svo sannar- lega enginn hversdagsmaður. Einvigið i Reykjavík breytti engu sem um munar hugmyndum min- um um sérkenni teflmennsku nú- verandi heimsmeistara. Fischer hefur ekki tekið þátt i mótum aö undanförnu, en ég hef ekki trú á þvi, að sú hvild muni koma niður augnablikum var gott hljóð i saln- um. Það kom mér sérstakléga á ó- vart, að jafnvel smábörn á Is- landi skuli hafa gaman af skák. Mörg þeirra komu með pabba og mömmu i húsið sem ég bjó I siðari hluta einvigisins og báðu mig um rithandarsýnsihorn. Svoleiöis heimsóknum gleymir maður auð- vitað ekki. (Sigurjón Jóhannsson spuröi — Júri Karzjavin frá APN skráöi svörin). Spasskf og Fischer i Rcykjavik; taugarnar voru búnar aour en eg nyrjaoi....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.