Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7 ..Mcðalstór islenskur sveitabær” heitir þessi fagra mynd, þar sem flestu þvi er fyrirkomið sem þótti einkenna landsiag og þjóðlif á ís- lándi. Þetta er Ijósmynd af hinni litum prýddu frummynd, sem senn verður prentuð i nýrri útgáfu Ferðabókarinnar, en myndin er á meðan varðveitt i Arnastofnun i Reykjavik. Að þeirri notkun lokinni verður myndin ásami yfir 100 öðrum send aftur til Kaupmannahafnar til varð- veislu hjá visindafélaginu danska. ÞJÓÐLÍFSLÝSINGAR í „FERÐABÓKINNI” Eins og skýrt var f rá um daginn stendur nú til að gefa út Ferðabók Eggerts ólafssonar og Bjarna Pálssonar með litmyndum þeim sem upphaflega voru fyrir bókina gerðar úti í Kaupmannahöf n. Þær hafa aldrei fyrr birst sjón- um almennings, og voru koparstungurnar sem gerðar voru eftir þeim og birtust í fyrri útgáfum sumar hverjar ekki nógu Búningateikningar úr Ferðabók- inni. Svo virðist að litmyndir af búningum hafi glatast, hafi þær þá nokurn tima verið tii. Hilmar Uelgason teiknari hefur ráðið bót á þessu með þvi að setja liti i hin- ar gömlu myndir eftir tiltækileg- um heimildum, m.a. á Þjóð- minjasafni. Koma þvi búninga- myndirnar einnig i lit í nýju út- gáfunni, ásamt öðrum frum- myndum. vel gerðar og gáfu ekki rétta hugmynd um frurýi- myndirnar. 202 ár eru nú síðan Ferðabókin kom fyrst út og 31 ár síðan hún var fyrst prentuð á ís- lensku. Á 2ja alda afmælis- ári Ferðabókarinnar ritaði hinn islenski þýðandi, Steindór Steindórsson fyrrv. skólameistari, grein um hana í norðlenska tímaritið Heima er best. Þaðan er eftirfarandi kaf li. Þegar kemur til þjóðarlýsing- arinnar, stendur Ferðabókin sem sögulegur vitnisburður um sinn tima, ómetanleg öllum, sem við þau fræði fást. Með hana i hönd- unum getum vér léttilega ferðast um tvær aldir aftur i timann og virt fyrir oss fólkið i daglegri önn þess, enda má segja að þar sé lýst nær öllum þáttum daglegs lifs.Vér kynnumst þar klæðnaði, matar- æði, húsakynnum, þrifnaði, sjúk- dómum, ferðalögum, skemmtun- um, iþróttum, öllum helstu grein- um atvinnuveganna og vinnu- brögðum til lands og sjávar, og siðast en ekki sist fólkinu sjálfu, þar sem leitast er við að lýsa skaphöfn þess og draga fram það sem einkennir fólkið i einstökum landshlutum og héröðum, bæði eftir þeirra eigin reynslu og dóm- um annarra. Hann segir, að Norðlendingum sé svo lýst i öðr- um landshlutum, að Skagfirðing- ar séu framhleypnir og digur- A mæltir, Eyfirðingar kyrrlátir og , en Húnvetningar séu bil ueggja. Af Þingeyingum fari eng- ar sögur, þvi að þeir ferðist litt ut- an héraðs. Of langt yrði að rekja einstakar lýsingar, en sem heild eru þær skýrar og greinagóðar, og munu menn enn i dag kannast við margt það, sem Eggert skýrir frá. Hann erófeiminn að segja skoðanir sin- ar á atferli fólksins, hæla þvi, sem vel er gert, en finna að þvi, sem miður fer að hans dómi. Dómar Koparstunga af „meðalstóra sveitabænum” og öllum undrum Islenskr- ar náttúru, eins og myndin birtist I fyrri útgáfum Ferðabókarinnar. Munurinn á myndunum er umtalsverður. hans allir einkennast af raunsæi, hagsýni og mikilli ábyrgðartil- finningu, þvi að alltaf er honum efst i huga, að ferðir og rannsókn- ir þeirra félaga megi verða landi og þjóð til viðreisnar og hagsbóta. En það var margt sem aflaga fór um þær mundir og sterka raust þurfti til að vekja þjóðina til með- vitundar og dáða og opna augu valdhafanna til fulls um hvað gera þyrfti. Ef vér litum á viðhorf hans til helstu atvinnuvega landsmanna kemur skirt fram,hversu heillað- ur hann er af sveitasælu og land- búnaði. Að visu kemur það enn ljósar fram i kvæðum hans og ekki sist i Búnaðarbálki.Hann lit- ur á sveitalifið i rómantiskum hill ingum,oft harðla ólikt hinu venju- lega raunsæi hans. Mun fornaldar dýrkun hans þar að nokkru leyti hafa glapið honum sýn, og hann trúað þvi, að þá hafi landbúnað- urinn verið rekinn af miklu meiri reisn en siðar varð. Hinu verður ekki neitað, að mikil fátækt og ómenningarbragur var þá i ver- stöðvunum, sem hann þekkti vel, en virðist varla hafa gert sér grein þess, að það ásigkomulag skapaðist ekki af þvi, að fiskveið- arnar væru ekki arðvænlegur at- vinnuvegur, heldur af þvi, hversu illa var að honum búið, og það fólk, sem safnast hafði saman i þurrabúðir við sjóinn, var i raun réttlaus hópur manna til alls, nema draga fisk úr sjó til handa útvegsbændum og jarðeigendum. Það er eins og hann geri sér enga hugmynd um hve arðvænlegar fiskiveiðarnar gætu orðið, ef réttilega væri að unnið, en vafa- laust er hann þarna að einhverju leyti undir erlendum áhrifum. Hins vegar gerir hann sér fylli- lega ljóst hvernig skipting vinnu- aflsins milli lands og sjávar dró máttinn úr báðum atvinnugrein- unum. Hann segir svo meðal ann- ars; eftir að hafa gert grein fyrir stórbúskap fornaldar og rakið þær plágur, sem þjáðu þjóðina á 15. og 16. öld, sem hann telur að hafi valdið hnignun i allri með- ferð jarðarinnar, en önnur höfuð orsökin til hnignunarinnar er hækkað fiskverð og eftirsókn i þá vöruútii löndum. „Núnægði ekki lengur að ungir menn og lausingj- ar sæktu til afskekktra staða til sjóróöra, enda þótti það nú of vandkvæðum bundið.. allur þorri bænda tók að sækja sjó frá ver- stöðvunum, og tóku þeir vinnu- menn sina með sér. Heima á bæj- unum voru aðeins konur, börn og gamalmenni, sem litið eða ekkert gátu unnið af hinum nauðsynlegu landbúnaðarstörfum... Skaðsem- in af þessari lifsvenjubreytingu kom brátt ljós með ýmsu móti og allt fram til þessa hefir það tjón farið vaxandi. Farsóttir hafa orð- ið tiðari en áður, og ýmsir nýir sjúkdómar hafa borist til lands- ins. Fólkinu hefur fækkað, bæði af þvi að frjósemin er minni, og að sjómennirnir eru fleiri hættum undirorpnir en sveitamennirnir. Tekið var að flytja tóbak og brennivin til landsins, og tóku landsmenn þvi feginshendi.” Þetta sýnishorn nægir til að sýna andann i kenningum Eggerts um þetta efni. Og hvað munu þá aðrir hafa hugsað, þegar einn viðsýn- asti og fjölmenntaðasti maður landsins hélt slikum skoðunum fram. Margt er likt i viðhorfum Egg- erts til náttúrufegurðar og land- búnaðar. Hann metur fegurð náttúrunnar mjög eftir frjósemi hennar og nytsemi. Honum þykir Mývatnssveit „svört og ljót til- sýndar”, þegar hann horfiryfir hana af heiðarbrún, og lik viðhorf er viðar að finna. Er þetta vitan- iega I beinu samræmi við alla nytsemisstefnu hans og samtið- arinnar. Þetta kemur þó enn skir- ar fram viða i kvæðum hans, en oft má skoða kvæðin, og þó eink- um skýringargreinar þær, er mörgum þeirra fylgja, sem eins- konar viðauka við Ferðabókina, þar sem höfundur leyfir sér að drepa á fleira en hinn beina nyt- sama fróðleik, og vantar hann þó sist i kvæðin, sem sum mega kall- ast hreinar fræðiritgerðir. Það er þvi ekki óvænlegt til skilnings á stefnu Eggerts að lesa hvort tveggja saman. t stuttu máli má marka stefnu Ferðabókarinnar á þessa leið: Hún er reist á skarpri athugun, mikilli þekkingu og skilningi á náttúru landsins og samhengi hennar við lif fólksins og atvinnu- hætti, og grundvallartilgangur hennar er, að skapa þekkingar- grundvöll sem fegurra og betra þjóðlif mætti risa af.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.