Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. marz 1974.ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 11. SÍÐAN UMSJÓN: ÁB Indjána- mynd meö öfugum formerkjuml Marco Ferreri: flestu við snúið. Eitt þekktasta menningar- fyrirbæri heims er kvikmynd- in um villtra vestrið — um dyggðuga landnema og kúreka og svivirðilega nauta þjófa og fláráða Indjána. Á siðari árum hafa menn i æ rik- ari mæli hætt að lita á þess- konar myndir sem „mein- lausa skemmtun”: mönnum þykir sem þær feli i sér beint og óbeint innrætingu, sem réttlætir það þjóðarmorð á frumbyggjum Ameriku sein varö ein af forsendum Banda- rikjanna — já og fleiri rikja. Það er i þeim anda að ital- inn Marco Ferreri gerir mynd um „villta vestrið” — nánar tiltekið þann atburð þegar Indjánar felldu Custer herfor- ingja og menn hans við Little Big Horn. Býr hann til úr þessu efni heimsádeilumynd sem hann lætur reyndar ger- ast i Paris — þar sem áður voru markaðsskálar borgar- innar. t mynd þessari er öllu við snúið og fyrst og fremst skopast að þeirri sérkennilegu blöndu af væmni og kald- rifjaðri slátrun, sem einkennt hefur viltavestursmyndina. Indjánarnir eru ekki villimenn sem eru ekki góðir nema dauðir — heldur tákn og imynd öreiga, þriðja heims- ins, og sigur þeirra er bylting- arsigur alþýðu. Ferreri se sannfærður trotskiisti, en hann er samt áöur sannfærður um að kvik- myndir geri ekkert pólitiskt gagn. Hann kallar mynd sina „Snertið ekki hvitu konuna”. Marcello Mastroanni leikur Custer. ÁSTIN AFTUR í TÍSKU Fyrir tæpum fimmtiu árum varð hollenski kvenlæknirinn van de Velde heimsfrægur fyrir bók sina „Hið fullkomna hjónaband ”. Fór sú bók viða og margir gerðust til að skrifa i svipuðum dúr um kynferðis- mál. Bók þessi var sjálfsagt gagnlegur áróður fyrir ágæti og möguleikum kynlifsins á tima þegar þau mál voru mjög viða beinlinis vanrækt. En lengi siðan hafa skrif og leið- beiningar um kynlif orðið helst til einhæf. Er þá átt við að fræðendur leggja svo mikla áherslu á fullkomna kynlifs- tækni og getu i rúmi, að allt annað gleymdist. Stærðir vissra likamsparta, stell- ingar, fjöldi fullnæginga — öllu þessu var svo mjög haldið á lofti, að i staðinn fyrir að bækurnar leystu menn undan sálrænum flækjum bjuggu þær til nýjar. Menn óttuðust að vera ekki þeir súpermenn sem dýrkun fullnægjunnar ætlaðist til. Höfundar nýrra bóka, læknar og sálfræðingar, hafa orðið varir við þessi vandræði. Og viðbrögð þeirra eru að inn- leiða aftur til virðingar jafn „óvisindalegt” hugtak og ást. Aðalboðskapurinn er sá, að tækni og kunnátta dugi ekki til að gera kynlifið að meiri- háttar upplifun. Nú er aftur farið að mæla með „frumþörfum” eins og leik, bliðu, uppgötvun annarrar persónu, snertingu sem ekki er endilega ætlað að örfa mótaðilann kynferðislega osfrv. Alex Comfort, höfundur bókar sem nefnist „Gleði kyn- lifisins” orðar erindi þetta á praktiskan hátt: „Það er ekki hægt að sjóða mat án hita, og án ástar geta menn ekki fundið til sannrar munúðar. Þvi sterkari sem ástin er, þeim mun sælli er kyn- reynslan.” Fyrirmyndarkurteisi Við seljum ekki Borgundar- hólm án' þess að láta Borgundarhólmara vita. Borgarstjórinn i Halse i viðtali Dularfull fyrirbæri Efstu frambjóðendurnir ellefu svöruðu spurningu Hvidovreblaðsins —og ekkert svar var eins og hin. Hvidovre blaðið SNJÓRÓÐUR — EÐA HVAÐ? Yerður starfsemi Skipaútgerðar ríkisins tvískipt? Hugmyndir um það efni rœddar i „stofnananefnd” Nýlega var rædd á alþingi til- laga til þingsályktunar um heim- ild fyrir rikisstjórnina til að láta smiða eða kaupa strandferða- skip. Flutningsmenn tillögunnar eru Vilhjálmur Hjálmarsson (F) og Karvel Pálmason (SFV). Mælti Vilhjálmur fyrir tillögunni á fundi Sameinaðs þings, en siðan tók Ilelgi F. Seljan til máls. Hann kvaðst fyllilega geta tekið undir þá þingsályktunartillögu sem á dagskránni var. Hann benti á, að veðurfarið i vetur hefði sýnt fram á nauðsyn strandferðaskips, en við höfum i vetur rekið okkur á það að við, þessi mikla siglinga- þjóð, búum við mikil vanefni og slæma aðstöðu á þessum sviðum. Helgi minnti i þessu sambandi á það gifurlega fé sem notað væri til snjómoksturs á vetri hverjum, en með góðum samgöngum á sjó mætti e.t.v. spara nokkrar upp- hæðir af þessum snjómoksturs- kostnaði. Þó lagði þingmaðurinn áherslu á að tilkoma strandferða- skips mætti ekki verða til þess að draga úr eðlilegri opnun þjóðvega að vetrarlagi. Þá ræddi Helgi um rekstur Skipaútgerðar rikisins. Minnti hann á að komið hefðu fram hug- myndir um að skipta starfsemi skipaútgerðarinnar i tvo þætti. Væri þetta hugsað þannig að skipaútgerðin hefði annars vegar bækistöðvar á Austurlandi, hins vegar á Vestfjörðum auk hinnar hauðsynlegu og sjálfsögðu að- stöðu i Reykjavik. Þá sagði Helgi að nauðsyn bæri til þess að á Austfjörðum væri aðalhöfn, en þaðan væri dreift vörum til nágrannabyggðanna. Helgi skýrði frá þvi, að hug- myndin um skiptingu Skipaút- gerðar rikisins hefði verið rædd i svonefndri stofnananefnd og hefði fengið þar töluverðan byr. Væri sjálfsagt, ef sú yrði niðurstaðan, að tviskipta Skipaútgerðinni, að til kæmi stjórn heimamanna. HVAÐ ER HÆFILEG STÆRÐ Á BÚINU? Á siðasta Búnaðarþingi var sainþykkt áiyktun um að fela stjórn Búnaðarfélags tslands að láta gera áætlanir um hæfilega bústærð i aðalgreinum landbún- aðarins, þ.e. sauðfjár- og naut- griparækt. Aætlanirnar séu fyrst og fremst miðaðar við fjölskyldubú og vinnuframlag, sambærilegt við það sem gerist með öðrum stétt- um þjóðfélagsins. t greinargerð með ályktuninni segir að mörg undanfarin ár hafa skoðanir manna um hagkvæma bústærð verið mjög reikular og langt á milli hugmynda bæði bænda og leiðbeinenda þeirra i þvi efni. Nú ætti að vera fengin reynsla og hagfræðileg undirstaða til að gera áætlun um hagkvæma bú- stærð við almenn skilyrði. Það ætti að geta veriö gagnleg- ur stuðningur, einkum fyrir unga bændur, sem eru að byggja upp bú sin, að slikar leiðbeinandi áætlanir séu fyrir hendi, til við- miðunar, þó ekki yrði farið eftir i smáatriðum. Æskilegt er, að upp verði sett nokkur dæmi, bæði i sauðfjár- og nautgriparæktinni, sérhæfð bú og blönduð bú i breytilegum hlutföll- um. Ennfremur þyrfti i áætluninni að gera ráð fyrir vélvæðingu á misjafnlega háu stigi og áhrif hennar á bústærðina. Það virðist eðlilegt, að þeir ráðunautar Bún- aðarfélags íslands sem fást við hina hagfræðilegu hlið búskapar og við byggingar og bútækni, fái þetta verkefni til úrlausnar. Fyrsta nafnbirtingin MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 | STAKSTEINAR Hve hátt er kirkjugjald þitt? KIRKJAN er móðir Islenzkrar menningar. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá ber svo að segja allt f íélagaHíi okkar og menntun. einkum bókmenntum og andlegu Ilfi, hennar mót, hennar svip. Hugsunarháttur, málfar. siðgæði og samvizka eru mótuð af sógum og kenningum kristn- innar trúar. Meira að segja þeir, sem þó ætluðu sér að rækja finnur trúarbrfigð eða heigisiði, verða á flestan hátt að njóta þess, að við erum kristin þjóð með stofnun, sem heitir kirkja. Og þeirri stofnun lúta allt af 98 af hundraði lslcnd- Inga. Einu sinni var kirkjan rfkasta stofnun þessarar þjóðar. Hún átti jarðeignir, reka, hlunnindi og ftfik um allar jarðir. Þessu var hún að vissu leyti rsend eða svipt yfirráðum með sMórnmálaleeu valdi. Þd munu flestum htnna kirkjulausu landa. Rlkið launar presta kirkj- unnarog borgar þannig vextl af eignum hennar óbeint. En hvað er svo greitt til allrar annarrar starfsemi hennar? Prestastétt lslands er fámenn, um eða innan við hundrað manns, svo að sú upphæð er sem fjöður á fæti annarra út- gjalda rfkissjóðs, sem til þeirra fer. Ensvo eíga sfifnuðir að bygg ja slnar kirkjur og annast rekst- ur þeirra að mestu án opin- berrar greiðalu til stuðnings. Þdtt ekki væri varið til kirkju- bygginga nema nokkrum pró- sentum þess, sem lagt er fram til skólabygginga, þætti það stórfé. Greiðslan til kirkjunnar heitir kirkjugjald á skatt- seðlinum. Og hefur til skamms tíma og er held ég ennþá 500 krónur á árl fyrir gjaidskylda þegna. Þeir, scm ekkt tllheyra hverja þóknun og svo að sjálf- sfigðu vmisleet fleira. króna sköttum til kirkjunnar. Þar skyldi þessi aumasti skattur allra skattgreiðslna nútfmans blakta og blómstra til Það var ung og gáfuð vinkona mfn, sem vinnur við einhvers konar tölur, sem vakti athygli mlna á þessu I fillu skattafarg- aninu f janúar. Eg trúi fyrst hvorki eyrum né augum. Þetta strlðir á móti anda og eðli kirkjunnar. Hún er og telur það sitt æðsta að vera vernd og vinur hinna „bjargar- lausu og snauðu". Hvf ætti hún svo að vera neydd til að elta einmitt þá með .jukkun" um skitnar fimm hundruð krónur fram á grafarbarminn f rfki, þar sem annars flest er fyrir þá gert fyrir hennar kraft og orð? Nú skora ég á biskup, kirkjumálaráðherra og þó umfram allt Ifiggjafa og töl- fræðinga að kippa þessu f lag hið allra bráðasta. Undanskilja Fyrsti Staksteinahöfundur Morgunblaðsins, sem skrifar undir nafni varð þá enginn annar en hann sira Árelius, enda hefur hann alla tiö verið hinn mesti kjarkmaður. Eins og kunnugt er hafa Morg- unblaðsmenn gjarnan notað heit- ið Staksteina til að að birta nafn- laus svivirðingarskrif og dólgs- legar athugasemdir um menn og málefni. Hefur þar jafnan þótt gott að koma á prent þörfum rit- stjórnarmanna á Mogga fyrir fúkyrðaflaum, og til þess að eng- an megi sakfella, og til þess að skrifarinn geti borið höfuð hátt innan um fólk og sagt um nið- skrifin, að þau hafi hann ekki skrifað, hefur nafnleysinu verið tjaldað. En nú hefur sira Arelius sum sé riðið á vaðið, blessaður karlinn. Væri óskandi að fleiri Staksteina- höfundar tækju sér hann til fyrir- myndar og birtu nöfn sin eða fangamark undir Staksteina- skrifum i framtiðinni, enda hátt- ur vel kristinna og siðaðra manna að hlíta góðu fordæmi predikar- ans. —úþ Aúglýsingasiminn er 17500 DJQDV/lJfNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.