Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Blaðsíða 12
\ MOÐMHNN Sunnudagur 24. marz 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúða i Reykjavik 22.-28. mars verður i Reykjavikur- og Borgarapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. VORDAGU Á þriðjudaginn var kom vorið til okkar, rétt svona eins og krakki sem rekur nefið í gættina, segir hó og er svo horfinn. Þeir gerast ekki öllu fallegri né betri sumardagarnir á íslandi, en var þennan þriðjudag á Góu. Og þótt verið sé að tala um að allt breytist i veröldinni, sem sjálfsagt er nokkuð til i, þá er eitt sem ekki breytist á Islandi, við- brögð barnanna þegar vorið kemur, hvort heldur það þjóf- startar eins og þriðjudaginn eða þegar það kemur fyrir alvöru. Sippibönd eru komin á loft, boltar farnir að skoppa utanhúss og hinn öruggi vorboði, strákar að veiða kola, ufsa og marhnút niður á bryggju. Og þegar við fullorðna fólkinu blasir sjón eins og myndin af Rauöarárvikinni sýnir, þá hægja menn á sér og setja gjarn- an húfuna eða hattinn aftar á hnakkann, hendurnar aftur fyrir bak og dæsa af tánægju. En svo liður þsssi ágæti dagur og menn vakna morguninn eftir og byrja á þvi að gá til veðurs að gömlum islenskum siö, spenntir eftir að vita hvort vorið hafði að- eins þjófstartað eða hvort það ætlar að standa aðeins lengur við, áður en þaö kemur fyrir alvöru. Og viti menn, það er enn ekki Myndir og texti S.dór. fjarri gættinni. A miðvikudaginn var enn ágætt veður, þótt ekki jafnaðist það á við þriðjudaginn. Voriö var sem sé ekki alveg farið aftur. Og nú þegar aðeins lifir einn dagur af Góu og Einmánuður tekur við á morgun megum við fara að vonast eftir þvi, aö vorið hoppi inn til okkar dag og dag, uns það kemur og sest að fyrir alvöru á Hörpu, eða á að minnsta kosti aö gera það,og þá erum við jafn örg út i Vetur konung ef hann lætur sjá sig og við erum glöð þegar vorið þjófstartar á Góu. En ef vel vorar, þá megum við gera ráð fyrir að sjá strákana oft- ar með færin sin niður á bryggju, sjá reykin úr loðnubræöslunum stiga þráðbeint upp i loftið yfir bátana sem dorma i veðurbliö- unni viö bryggjurnar, og viö sjá- um þá einnig krakkana að leik niðri i fjörunum i kringum Reykjavik, og þegar við förum að sjá þetta daglega, þá er komið vor. Galdra- nornir og herramenn i Norrœna húsinu „Háxor och herremán" eöa galdranornir og herra- menn nefnist leikrit, sem Friteatern leikur í Nor- ræna húsinu á næstunni og f iallar um galdraofsóknir í Svíþjóð á 17. öld. Friteatern er vel þekktur leik- flokkur i sinu heimalandi, Svi- þjóð, og reyndar isiensku leikhús- áhugafólki að góðu kunnur einnig siðan flokkurinn sýndi leikritið „Goðsaga” i Norræna húsinu fyriru.þ.b. tveim árum. Fyrirliði hópsins er Marta Vestin. Sýningar á Háxor och herre- mán” hér verða a.m.k. fjórar dagana 3.-6. april. Auk þess verður einhvern þessara daga haldinn fyrirlestur og veitt fræðsla um leiklist, bæði fyrir leikara og annað áhugafólk. Aðgöngumiðar að sýningum Friteatern veröa seldir f kaffi- stofu Norræna hússins frá mánu- deginum 1. apríl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.