Þjóðviljinn - 26.05.1974, Side 6
r t . . / > I t t * < i - v < > ♦ ♦ t •
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. mai 1974.
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
titgefandi: Útgáfuféiag Þjáöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
iPrentun: Blaðaprent h.f.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ EINI VALKOSTUR VINSTRIMANNA
1 dag hefur kjósandi aðeins tveggja
kosta völ er hann gengur að kjörborðinu i
bæja- og sveitastjórnakosningum, valið er
milli hægri og vinsti i stefnu. i Reykjavik
koma þessir tveir valkostir einna skýrast
fram. Þeir sem yilja framlengja enn um
fjögur ár hálfrar aldar ihaldsstjórn i
höfuðborginni kjósa ihaldið. Það þýðir
óbreytt ástand, áframhaldandi kerfi
stönunar og spillingar embættis- og fjár
málamanna sem telur sig eiga þessa borg.
Þar rikja menn sem telja sig hafna yfir
fólkið. Þessir menn hafa siðustu daga hellt
yfir reykviska kjósendur glansmyndum
og slagorðaborðum, sem endurspegla
málefnafátækt borgarstjórnarihaldsins i
„Grænuborg”. Allur þessi áróður ihalds-
kerfisins er litilsvirðing við Reykvikinga,
áróður sem tekur mið af að almenningur
sé skynlausar skepnur, en ekki hugsandi
verur. Fólkið i Reykjavik hafnar forsjá
slikra manna og fellir ihaldskerfið i dag.
Hinn valkostur reykviskra kjósenda er
að knýja fram breytingu á stjórn höfuð-
borgarinnar, að setja i öndvegið róttæka
félagshyggju, raunverulega vinstri
stefnu. Það gera Reykvikingar með þvi að
styðja G-lista, lista Alþýðubandalagsins.
Hin öra stjórnmálaþróun til vinstri að
undanförnu liggur i raun alla leið til Al-
þýðubandalagsins. Vinstri menn mega
ekki kasta atkvæði sinu á glæ. Hannibal og
Gylfi brjótast nú um á strandstað,
Joð-smyrsl þeirra dugar ei til að lækna
hina helsærðu stjórnmálaforingja. Joð-
listaframboðið er steinrunnið nátttröll
brostinna sameiningardrauma misheppn-
aðra foringja. Framsóknarmenn, sem
tróna með fulltrúa hernámssinna á lista
sinum og Möðruvellinga utangarðs, veita
heldur ekki vinstri mönnum sannan
vinstri valkost. Þvi siður listi Bjarna
Guðna, sem nú heyrir til fortiðar islenskra
stjórnmála. Eina aflið gegn ihaldinu i
Reykjavik er Alþýðubandalagið. Það er
heilsteyptur vinstri flokkur, sósialiskur
verkalýðsflokkur, sem einum er treyst-
andi til að knýja fram vinstri þróun i is-
lenskum stjórnmálum. Allir vinstri menn,
sem vilja vinstri sigur, verða að fylkja sér
um Alþýðubandalagið. Eini valkostur i
dag er G-listi. Þvi kjósa Reykvikingar til
vinstri i dag, þeir kjósa G-lista.
ins. Vinnið ötullega að þvi að tryggja sem
glæsilegastann G-lista-sigur. Kjósið
snemma og fáið liðsinni kunningja og
starfsfélaga, þannig vinnst vinstri sigur.
Með samstilltu átaki á kjördag uppskera
vinstri menn sigur Alþýðubandalagsins,
sigur vinstri manna.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ I SOKN TIL SIGURS
Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins á
mikið verk að vinna, þvi i dag verður
ihaldskerfið i Reykjavik að falla. Sam-
stillt átak f jöldans getur unnið slikt þarfa-
verk, þvi i dag er hver stuðningsmaður
G-listans starfsmaður Alþýðubandalags-
Af Lýðrœðisflokkum:
Deila um listabókstafinn
Ólgan á hægri væng islenskra
stjórnmála fer greinilega dag-
vaxandi og berast stöðugt nýjar
fréttir af uppreisnar- og
klofningshreyfingum á þeim vett-
vangi. Er ekki annað hægt að sjá
Eins og kunnugt er lesendum
Þjóðviljans hefur SÁL, samtök
áhugamanna um leiklist, haldið
af miklum myndarskap uppii tvö
ár leikskóla, sem hið unga lista-
fólk stendur að mestu leyti undir
sjálft.
Nú er þeim fjár vant til þess að
greiða kennurum sinum laun, og i
þvi tilefni efna þau til skemmti-
legrar nýbreytni á kosningadag-
inn, það er að segja á sunnudag-
inn 26. mai n.k. Þá verður á veg-
en rikjandi skoðun hjá miklum
þorra fylgismanna Sjálfstæðis-
flokksins sé sú að flokkurinn
þeirra sé staðnaður i gömlum
formum, að honum hafi tekist
með eindæmum illa upp i
um SÁL i húsunum á Bernhöfts-
torfunni flóamarkaður, þar sem
margt áhugavert verður á boð-
stólum, svo sem áletraðir bolir,
mussur ýmiskonar, batikmunir
og kannski kruðeri eins og rauð-
magi og grásleppa. Verður það
væntanlega kærkomin tilbreytni
fyrir fólk sem trúega á margt leið
um miðbæinn vegna kosning-
anna, að koma við á markaði
unga leiklistarfólksins á Torf-
unni. dþ
stjórnarandstöðunni og að
forustan sé svo máttlaus og lit-
laus, að flokkurinn geti varla
heitið annað en höfuðlaus her.
Stofnun að minnsta kosti
tveggja Lýðræðisflokka sunnan
lands og norðan er eitt merkið um
þetta upplausnarástand hjá
ihaldinu, enda augljóst af stefnu-
yfirlýsingum þessara flokka að
þeir höfða fyrst og fremst til
hægri sinnaðra kjósenda. Og inni
i herbúðum Sjálfstæðisflokksins
sjálfs kveða stöðugt við nýir her-
brestir af völdum framagjarnra
flokksmanna, sem krefjast
aukinna metorða á vegum
flokksins og bera þvi við að
núverandi forustulið hafi sýnt og
sannað að það sé alls ófært um
hlutverk sitt.
Af Lýðræðisflokknum syðra er
það siðast að frétta að i fyrrad.,23.
mai, hélt hann framhaldsstofn-
fund i Tjarnarbúð. Var þar
endanlega gengið frá stofnun
flokksins, sem mun að sögn
forustumanna koma að sinni
fram sem einn flokkur i Reykja-
vík og á Reykjanesi, en annars
mun tilætlunin að flokkurinn
starfi sem sjálfstæð eining i
hverju kjördæmi, og hafi enga
beina miðstjórn. Á fundinum i
Tjarnarbúð var samþykkt
áskorun til allra þeirra manna i
öðrum kjördæmum, sem sam-
þykkir eru stefnuyfirlýsingu
flokksins, að þeir stofni lýðræðis-
flokka eða -flokksdeildir hver i
sinu kjördæmi og bjóði fram. Þá
var á fundinum kosin þriggja
manna miðsjórn fyrir Lýðræðis-
flokk Reykjav. og Reykjaness,
og eiga sæti i henni Björn
Baldursson, Helga Mattina
Björnsdóttir og Jörmundur Ingi.
Að stefnuy firlýsingum
Lýðræðisflokkanna hefur þegar
verið vikið, en þær eru á margan
hátt keimlikar, sú norðlenska þó
harðlinukenndari. Vill Lýðræðis-
flokkur Norðurlands, sem hlýtir
leiðsögn Tryggva Helgasonar,
flugmanns, gera forsétann að
helsta valdsmanni landsins að
bandariskri fyrirmynd, svo og að
þátttaka Islands i „varnarsam-
tökum vestrænna þjóða” verði
lögfest. Lýðræðisflokkurinn syðra
leggur hvað mesta áherslu á
niðurskurð stofnana og útgjalda á
vegum rikisins og afneitun póli-
tiskrar skiptingar i hægri og
vinstri.
Einn forustumanna þess flokks,
Jörmundur Ingi, skýrði blaðinu
svo frá að ekkert samband væri
milli flokkanna tveggja, og komin
er upp þræta milli þeirra um það
hvorum beri listabókstafurinn L
við næstu alþingiskosningar.
Úrskurður i þvi máli liggur ekki
enn fyrir, en Jörmundur kvaðst
telja vist að Lýðræðisflokknum
syðra yrði úthlutað stafnum, þar
eð hann hefði orðið á undan að
sækja um hann og þar að auki
hefðu þeir félagar stofnað sinn
flokk viku fyrr. Kvað Jörmundur
mikla bjartsýni rikja i röðum
flokksins og hefðu allmargir haft
samband við flokksmenn og lýst
yfir samúð með stefnumiðum
þeirra.
Þess má geta að sá kunni
kaliforniski vegagerðarmaður
Sverrir Runólfsson hefur komið
talsvert við sögu þessara flokka
beggja. Báðir hafa þeir að visu
afneitað honum opinberlega, en
Sverrir mætti engu að siður á
fundinum i Tjarnarbúð og kynnti
sig þar sem sérlegan sendifull-
trúa Lýðræðisflokks Norðurlands
eystra.
— Þá hefur blaðið fregnað að
komið hefði til greina að nefna
Lýðræðisflokkinn syðra
Þjóðveldisflokkinn, og detta
manni þá ósjálfrátt i hug fyrri
flokkar sem leitað hafa á mið
ihaldsins og borið nöfn eins og
Lýðveldisflokkur og Þjóðernis-
flokkur. dþ
Flóamarkað-
ur SÁL
á Bernhöftstorfu á kosningadaginn
Minningarorð
Asgrímur Gíslason, bifreiðastjóri
Ekki fer það á milli mála, að
þeir menn,sem á fyrstu tugum
þessarar aldar skipuðu sér i sveit
meðal verkafólks til sjós og lands
og eru nú óðum að hverfa, skilja
eftir sig merk spor i félagsmála-
sögu verklýðssamtakanna og ef
þáttur þeirra væri skráður
geymdi hann sanna mynd af þvi
hugarfari er á bak við áhugann og
einbeitnina bjó.
Vist er að timabil kreppuár-
anna mótaöi mjög lifsviðhorf
þessa fólks og þá ekki sist þann
hópinn er stóð i forustu. Það voru
ár mikillar reynslu og mikill skóli
sem að gagni kom þessu fólki
siðar i lifinu. Það er þvi næsta
eðlilegt að margir úr þessum hópi
hafi gjarnan annað mat á hinum
ýmsu viðfangsefnum,sem við er
að fást, en hinir yngri sem vinna
að þessum málum i dag.
Asgrimur Gislason vöru-
bifreiðastjóri sem verður til
moldar borinn á morgun
(mánudag) var einn þeirra
manna sem þekkti mæta vel þann
mismun sem orðinn er á kjörum
fólks i þessu landi siðustu áratug-
ina. Það má segja að hann hafi
staðið mitt i starfi bæði til sjós og
lands alltmesta framfaratimabil
i atvinnusögu þjóðarinnar.
Ég sem þessar linur rita
starfaðium mörg ár með Ásgrimi
að sameiginlegum áhugamálum,
sem bundin voru við hagsmuni
þeirra manna sem við störfuðum
með. Með Asgrimi var gott að
starfa, hann var athugull og fróð-
ur um marga hluti, en umfram
allt var hann skyldurækinn og fús
að taka á sig erfið viðfangsefni ef
hann taldi lausn þeirra verða
stéttarfélaginu til hagsbóta.
Ásgrimur var ávallt vinsæll
meðal stéttarbræðra sinna og var
þvi um áratugi einn af aðal-
forustumönnum vörubifr.stj.
Hann var um skeið form. Vörubil-
stjórafélagsins Þróttar og I stjórn
þess félags um langan tima. Hann
var heiðursfélagi i Þrótti og var
sýndur margskonar annar sómi
fyrir margháttuð og heillarik
störf. Ásgrimur sat fjöldamörg
þing Alþýðusambandsins og naut
þess mjög að fylgjast með fram-
gangi hinna margþættu verkefna
er verkalýðshreyfingin vinnur að.
Ég kveð þennan ágæta vin minn
með miklu þakklæti fyrir náið
samstarf um áratuga skeið.
Ástvinum Ásgrims, börnum,
barnabörnum og öðru skyldfólki
eru færðar samúðarkveðjur, og
hann er kvaddur af stéttarbræðr-
um sinum með mikilli virðingu og
þökk. E.ö.