Þjóðviljinn - 26.05.1974, Page 7

Þjóðviljinn - 26.05.1974, Page 7
Sunnudagur 26. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Á undanförnum fjórum áratugum hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn haft 8 til 10 menn i borgarstjórn Reykjavikur. Þetta þýðir að meirihluti Sjálfstæðismanna af tölu borgarfulltrúa hefur aldrei verið minni en 53%. En á þessu timabili hefur ihaldið farið sex sinnum niður fyrir 50% i atkvæðamagni, allt niður i 47%. Þá hefur það bjargað meirihluta sinum á þvi sem kallað er „hagstæð skipting atkvæða”. 1 fimm kosningum hefur það verið beinlin- is meirihluti atkvæða sem tryggði ihald- inu sigur. Þaft kosningafyrirkomulag sem nú gildir i Reykiavik var tekiö upp Þá fékk Sjálfstæöisflokkurinn 6.033 atkvæöi og 8 menn kjörna, en hinir flokkarnir 5.254 atkvæði og sjö menn. Æ siöan hefur ihaldiö haft meirihluta i Reykjavik — en yfirleitt meö minnihluta atkvæöa. Oftar undir en yfir 50% atkvæða en samt heldur það alltaf meirihluta sínum og hefur gert síðan 1908 Það kosningafyrirkomulag sem nú gildir var upp tekið árið 1930, en fyrir þann tima voru kosningar með þannig sniði að útilokað mátti heita að vinstri menn ættu þess kóst að fá meirihluta I bæjarstjórn. Við siðustu kosningar eftir gamla lag- inu, árið 1928, guldu íhaldsmenn (flokk- tir þeirra hét þá Ihaldsflokkur) hið mesta afhroð, atkvæðalega séð. Það gat þó engu breytt, þar eð aðeins voru kjörnir 5 fulltrúar af 15. Sá flokkur sem ber nafnið Sjálfstæðis- flokkur lenti i atkvæðalegum minnihluta þegar árið 1934. Þá hlaut hann 49% at- kvæða en ihaldsandstæðingar 50%. (Afgangurinn af atkvæðamagni, þ.e. það sem hvorki fer til ihalds né andstæð- inga þess, er vitanlega auðu og ógildu atkvæðin). Arið 1942erSjálfstæðisflokkurinn með 48% atkvæða á móti rúmlega 50% hjá i- haldsandstæðingum. Enn er ihaldið undir i atkvæðamagni 1946. Þá fær það 48% en andstæðingar þess komast upp i 51%. í kosningunum 1954 er ihaldið með 49 % atkvæöa, en ihaldsandstæðingar með 50%. Þá kemur loks röðin að tvennum sið- ustu kosningum, en við þær báðar hefur ihaldið verið undir i atkvæðamagni. Ar- ið 1966 hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn 47,5% atkvæða, en andstæðingar þess samanlagðir 50,4%. Og i siðustu kosn- ingum hallar enn betur á ihaldið: það fær þá 47,2% atkvæða, og hefur aldrei verið lægra siðan 1928, en andstæðingar þess fá 51,6% Glópalán í 6 skipti af 11 Hér fer á eftir yfirlit yfir úrslit bæjar- og borgarstjórnarkosninga i Reykjavik allt frá árinu 1930. Flokkar sem fram hafa boöið i hvert skipti eru allir taldir upp og getið atkvæöatölu og tölu þeirra fulltrúa sem þeir hafa fengið kjörna. Áriö 1930: Sjálfstæöisflokkur 6.033 og 8, Alþýðu- flokkur 3.897 og 5, Framsókn 1.357 og 2. Árið 1934: Sjálfstæðisflokkur 7.043 og 8, Alþýðu- flokkur 4.675 og 5, Kommúnistaflokkur 1.147 og 1, Framsókn 1.015 og 1. Þjóð- ernissinnar fengu 399 atkvæði. Árið 1938: Sjálfstæðisflokkur 9.893 og 9, Alþýðm flokkur og Kommúnistaflokkur sameig- inlega 6.464 og 5, Framsókn 1.442 og 1. Þjóðernissinnar (þ.e. nasistar) fengu 277 atkvæði. Árið 1942: Sjálfstæðisflokkur 9.334 og 8, Sósialista- flokkur 4.558 og 4, Alþýðuflokkur 4.212 og 3. Framsóknarflokkur hlaut 1.074 at- kvæði. Áriö 1946: Sjálfstæðisflokkur 11.833 og 8, Sósialista- flokkur 6.946 og 4, Alþýðuflokkur 3.952 og 2, Framsókn 1.615 og 1. Árið 1950. Sjálfstæðisflokkur 14.367 og 8, Sósialista- flokkur 7.501 og 4, Alþýðuflokkur 4.047 og 2, Framsókn 2.374 og 1 Árið 1954. Sjálfstæðisflokkur 15.642 og 8, Sósialista- flokkur 6.107 og 3, Alþýðuflokkur 4.274 og 2, Þjóðvarnarflokkur 3.260 og 1, Framsókn 2.321 og 1. Árið 1958: Sjálfstæðisflokkur 20.027 og 10, Alþýðu- bandalag 6.698 og 3, Framsókn 3.277 og 1, Alþýðuflokkur 2.860 og 1. Þjóðvörn hlaut 1.831 atkvæði. Árið 1962 Sjálfstæðisflokkur 19.220 og 9, Alþýðu- bandalag 6.114 og 3, Framsókn 4.709 og 2, Alþýðuflokkur 3.961 og 1. Þjóðvarnar- flokkur og Málfundafélag vinstri manna hlaut 1.471 atkvæði, óháðir bindindis- menn 893 atkvæði. Árið 1966: Sjálfstæðisflokkur 18.929 og 8, Alþýðu- bandalag 7.668 og 3, Framsókn 6.714 og 2, Alþýðuflokkur 5.679 og 2. Árið 1970: Sjálfstæðisflokkur 20.902 og 8, Fram- sókn 7.547 og 3. Alþýðubandalag 7.167 og 2, Alþýðuflokkur 4.601 og 1. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 3.106 og 1. Sósialistafélag Reykjavikur hlaut 456 at- kvæði. Uppeldisstöð íhaldsins Árið 1958 voru teknar upp hlutfalls- kosningar og bæjarfulltrúum fjölgað úr 11 i 15. Næstu 20 árin var kjörtimabil fulltrúanna 6 ár og voru kjörnir 5 bæjar- fulltrúar á 2ja ára fresti. Á þessum tima var talsverður óstöðugleiki á framboð- um, og miklu erfiðara að greina flokka- skil en siðar varð. Óhætt er þó að fullyrða að á öllu þessu timabili voru hægri menn alls ráðandi um bæjarmálefni Reykjavikur, og gætti strax þeirrar tilhneigingar að á vett- vangi bæjarmálanna væru aldir upp menn til þátttöku i þjóðmálum og á Al- þingi fyrir flokk atvinnurekendanna. Frá timabilinu 1908 til 1928 verða ekki nefndar tölur um úrslit allra kosning- anna en minnast má sérstaklega tveggja kosninga frá þeim tima. Arið 1908 kom fram sérstakur kvenna- listi, og hlaut hann flest atkvæði af öll- um þeim listum sem i framboði voru eða 345 atkvæði. Komust 4 fulltrúar inn i bæjarstjórn af þeim lista. Arið 1916 voru aðeins tveir listar i framboði, og má segja að þá hafi valið verið skýrt milli hægri og vinstri. Listi vinstri sinnaðra manna undir forystu Jörundar Brynjólfssonar hlaut 911 at- kvæði og 3 menn kjörna, en listi ihalds- manna hlaut 634 atkvæði og 2 menn, þá Jón Þorláksson og Thor Jensen. Framan af var kosningaréttur mjög takmarkaður eins og best sést á þvi að kjósendur á kjörskrá voru aðeins 29% kjósenda árið 1908, 31% 1916 og 39% 1924. Ariö 1930 var hlutfallið komið upp i 58% og hefur haldist i þvi horfi siðan. VINSTRI MENN! Fiining um Alþýðubandalagið tryggir sigur yfir íhaldi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.