Þjóðviljinn - 26.05.1974, Side 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1974.
Sunnudagur 26. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
KOSN NGASPAR
Jón G. Zöega
Siguröur Magnússon
Páil Jónsson
Hvað segja kosningastjórar stjórnmálaflokkanna
eða kosningasamtaka um kosningarnar sem fram
fara i dag? Þetta var sú spurning sem við lögðum
fyrir þá og báðum þá svara.og þeir brugðust allir
vel við,og hér á eftir fara svör þeirra og spár um úr-
slitin, sem við fáum svo að heyra i nótt.
Bjarni Sigtryggsson
Eini möguleikinn
til að fella
íhaldið er að
kjósa G-listann
Sagði Sigurður Magnússon kosn-
ingastjóri Alþýðubandalagsins
NU FELLUR
ÍHALDIÐ
Sagði Páll Jónsson
kosningastjóri
Framsóknarflokksins
Gætum allt eins
fengið 10 fulltrúa
Sagði Jón Gunnar Zoéga
kosningastjóri
Sjálfstæðisflokksíns
Það munar um
hvert atkvæði ef
fella á íhaldið
Sagði Bjarni Sigtryggsson kosn-
ingastjóri Frjálslynda flokksins
— Ég hef þá trú að ihaldið missi
meirihluta sinn i borgarstjórn að
þessu sinni, sagði Sigurður
Magnússon kosningastjóri Al-
þýðubandalagsins.
— Við siðustu borgarstjórnar-
kosningar vantaði aðeins herslu-
muninn til að fella ihaldið. Ef Al-
þýðubandalagiö hefði þá fengið
300 til 400 atkvæðum fleira hefði i-
haldið fallið. Og i alþingiskosn-
ingunum siðustu gekk fylgið mik-
ið af ihaldinu en það hefði þó samt
haldið velli með aöeins 42% at-
kvæða á bak við sig vegna óhag-
stæðrar skiptingar atkvæða milli
hinna flokkanna. En það, að i-
haldið heldur velli með aðeins
rúm 40% á bak við sig, getur að-
eins gerst vegna sundrungar
vinstri flokkanna. Þess vegna er
Alþýðubandalagið eini flokkurinn
sem vinstrimenn sem vilja fella i-
haldið geta sameinast um með
von um árangur.
— Ég vona sannarlega að
vinstrimenn geri sér þetta ljóst og
fylki sér um Alþýðubandalagið til
þess að atkvæði þeirra nýtist. Við
vitum að Framsóknarflokkurinn
heldur sinum 3 mönnum, J-listinn
fær einn og V-listinn einn, slagur-
inn stendur þvi um 8, mann i-
haldsins og 3. mann Alþýðu-
bandalagsins.
— Hvernig hefur kosninga-
starfið gengið?
— Óvenju vel. Það hefur verið
mjög létt og skemmtilegt að
starfa. Fólk gerir sér fyllilega
grein fyrir að i þessum kosning-
um og i alþingiskosningunum i
júni fer fram afgerandi uppgjör i
pólitikinni og á þessu uppgjöri
veltur framvinda islenskra
stjórnmála næstu árin.
— En hvernig ætlar þú þá að
spá?
— Ég sleppi tölum en nefni að-
eins fulltrúafjölda hvers flokks.
B-listi 3 fulltrúa
D-listi 7 fulltrúa
G-listi 3 fulltrúa
J-listi 1 fulltrúa
V-listi 1 fulltrúa.
S.dór
— Þú vilt að ég spái fyrir um
úrslit þessara borgarstjórnar-
kosninga? Ekki er ég nú mikill
spámaður en þó þykist ég viss um
eitt og það er að nú missir ihaldið
meirihluta sinn i Reykjavik, loks
eftir ein 50 ár.
— Þú ert svona bjartsýnn?
— Já, ég er það. Ég þykist nú
vera orðinn allvanur að starfa i
kosningabaráttu sem þessari og
ég get sagt þér eins og er að það er
langt siðan að svo létt hefur verið
að starfa i kosningabaráttunni
sem nú. Hingað til okkar kemur ó-
liklegasta fólk og býður sig fram
til starfa af krafti og áhuga.
— Hvað heldur þú að valdi
þessu?
— Ég hef tekið eftir þvi að eftir
að þingið var rofið og landsmálin
tóku að blandast meira inni kosn-
ingabaráttuna en áður hefur þetta
breyst mikið vinstri flokkunum i
hag.
— Hvers vegna?
— Vegna þess, að fólki finnst
vinstri stjórnin undir forystu
Framsóknarfl. hafa sýnt
ábyrgð og festu i glimunni við að-
steðjandi vandamál gagnstætt þvi
sem hægt er að segja um stjórn-
arandstöðuna. Og þegar rikis-
stjórn stendur sig vel, þá hlýtur
það að hafa áhrif i sveitarstjórn-
arbaráttunni.
— Og spáin þá?
— Já, ég ætla að sleppa tölum,
en aðeins að spá um fulltrúafjölda
hvers flokks.
B-listi 3 fulltrúa
D-listi 7 fulltrúa
G-listi 3 fulltrúa
J-listi 2 fulltrúa
V-listi engan fulltrúa
S.dór
Það var ekki þungt yfir
mönnum þegar okkur bar að
garði á kosningaskrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins
— Það er kannski of létt að
starfa fyrir þessar kosningar
sagði Jón G. Zöega kosninga-
stjóri, slíkt gerir menn frekar
andvaralausa. Mér finnst hafa
verið léttara og betra að starfa
fyrir þessar kosningar en oftast
áður.
— Svo þið eruð þá liklega bjart-
sýnir Sjálfstæðismenn?
— Við erum það. Ég er sann-
færður um að við höldum meiri-
hlutanum, 8 mönnum, en það get-
ur allt eins verið að við fáum 9 eða
jafnvel 10 fulltrúa, það fer eftir
þvi hve mikið fellur dautt af at-
kvæðum hjá hinum flokkunum.
— Hvað veldur þvi að þið búist
við sigri?
— Ég tel að þar valdi mestu um
óvinsæl vinstristjórn.
— Blandast landsmálin mikið
inni þessa kosningabaráttu?
— Þau gera það kannski ekki
beint, en þegar óvinsæl vinstri-
stjórn fellur, hlýtur það að hafa
sin áhrif. Og þarna sannast enn
einu sinni það sem við sjálfstæðis-
menn höfum alltaf sagt — vinstri
flokkarnir geta ekki unnið saman.
— Viltu þá ekki gera spá fyrir
Þjóðviljann?
— Jú, það er alveg sjálfsagt.
B-listi 7200 atkv. 2 fulltrúa
D-listi 24000 atkv. 8 fulltrúa
G-listi 9000 atkv. 3 fulltrúa
J-listi 5700 atkv. 2 fulltrúa
V-listi 1500 atkv. engan fulltrúa.
S.dór
—• Ég er i miklum vafa um að
það takist að fella ihaldsmeiri-
hlutann að þessu sinni, en auðvit-
að vonar maður það, sagði Bjarni
Sigtryggsson kosningastjóri
Frjálslynda flokksins i Reykja-
vik. Og ég er viss um að það er
hægt að fella ihaldið,en til þess að
svo megi verða, þurfa öll atkvæði
vinstri flokkanna að koma til
skila.
Við megum ekki gleyma þvi, að
vinstri flokkarnir hafa meirihluta
atkvæða á bak við sig i Reykjavik,
en það falla bara svo mörg at-
kvæði dauð hjá þeim og þess
vegna heldur ihaldið meirihlutan-
um. Ef vinstri flokkarnir hefðu
boðið fram einn lista til borgar-
stjórnar, þá þarf engum blöðum
um það að fletta, að ihaldið hefði
fallið. Bæði tel ég að með þvi móti
hefðu vinstri flokkarnir bætt við
sig miklu af atkvæðum og eins
jafnvel þótt þeir hefðu ekki gert
það, hefði það dugað til að fella i-
haldið.
— Finnst þér að það hafi verið
létt að starfa i þessari kosninga-
baráttu?
— Já, það hefur verið það, og
eftiraðljóst var að þingkosningar
fara fram aðeins mánuði eftir
sveitarstjórnarkosningar, virðist
mér sem áhugi fólks hafi aukist til
muna. Margir lita svo á að borg-
arstjórnarkosningarnar verði
einskonar prófkosningar fyrir al-
þingiskosningarnar i júni.
— En hvernig viltu þá spá um
úrslit kosninganna i dag i Reykja-
vik?
— Ef ég læt ekki óskhyggju
ráða, þá er spá min þessi:
B-listi 6800 atkv. 2 fltr.
D-listi 22600 atkv. 8 fltr.
G-listi 8100 atkv. 3 fltr.
J-listi 4600 atkv. 1 fltr.
V-listi 3100 atkv. 1 fltr.
S.dór
KOSNINGASTJÓRAR
FLOKKANNA SPÁ IJM
ÚRSLIT KOSNINGANNA
Garöar Sveinn Arnason
Við fáum þrjá
menn kjörna
Segir Garðar Sveinn Árnason
kosningastjóri J-listans
A kosningaskrifstofu J-listans,
lista Alþýðuflokksins og SFV rikti
mikil stemmning er okkur bar
þar að garði og menn voru bjart-
sýnir á úrslit kosninganna.
Þarna náðum við tali af Garðari
Sveini Arnasyni, kosningastjóra
þessara kosningasamtaka, og
spurðum hann fyrst hvernig hon-
um hafi þótt að starfa i þessari
kosningabaráttu sem nú er að
ljúka.
— Mjög gott. Þetta hefur verið
einstaklega létt fyrir okkur J-
listamenn og við erum harla
bjartsýnir á úrslitin. Það er
greinilega mikill áhugi hjá fólki
að styðja J-listann i þessum kosn-
ingum. Það sem gerst hefur i póli-
tikinni siðustu daga virðist mér
ætla að verða til þess að styrkja
okkar stöðu.
— Missir ihaldið meirihluta
sinn i borgarstjórn?
— Þaö þykist ég viss um. Mér
sýnist að það sé alveg sama hvað
þeir eyða mörgum miljónum i
þessar kosningar, „grænu bylt-
inguna” eða hvað það nú er sem á
að vera þeirra aðal-kosninga-
bomba, það dugar þeim ekki.
Fólk er farið að gera sér grein
fyrir þvi, að svo löng valdaseta,
sem raun ber vitni með ihaldið i
borgarstjórn Reykjavikur, er nei-
kvæð fyrir málefni borgarinnar.
— Hefur landsmálapólitikin
mikið blandast inn i kosningabar-
áttuna i þessum sveitarstjórnar-
kosningum?
— Já, alveg tvimælalaust. og
það sem verra er i þvi sambandi.
einstök borgarmál hafa þeirra
vegna horfið i skuggann.
— En þú ert samt bjartsýnn á
úrslitin?
— Já, mjög. Málefnalegur mál-
flutningur okkar manna undan-
farna daga hefur vakið verð-
skuldaða athygli og við uppsker-
um þvi áreiðanlega eins og við sá-
um.
— Þá er það spáin?
— Já, við skulum sjá. Ég ætla
að sleppa tölum en spá þess i stað
um fulltrúafjölda hvers flokks:
B-listi 2 fulltrúa
D-listi 7 fulltrúa
G-listi 3 fulltrúa
J-listi 3 fulltrúa
V-listi engan fulltrúa
—S.dór