Þjóðviljinn - 26.05.1974, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 26.05.1974, Qupperneq 13
Sunnudagur 26. mai I974.ÞJ6ÐVILJINN -r SÍDA 13 cn svona hinu megin. Leitað aðgrœnu byltingunni á bak við borgarstjórann Græn borg! Grænn borgarstjóri! Þjóöviljinn gerði út mann á dögunum til þess að taka mynd af grænu byltingunni á þeim stöð- um sem helst má ætla að íhaldið reyni að hafa þokkalegt í kringum sig. Við létum Ijósmyndavél- ina fyrst svipast um í kringum Morgunblaðs- höllina. Árangurinn er birtur hér á síðunni. Þar hafði engin græn bylting verið framkvæmd. Græni borgarstjórinn hvergi ná- lægur með grasfræið sitt. Framan við Naustið, eign Eyjólfs Konráðs Jónssonar, aðalhugmyndafræðing Sjálf- stæðisflokksins, var tekin mynd. Þar lágu að visu nokkrir staurarsem hafa kannski orðið grænir aftur í sólskininu ein- hvern tima, en nú lágu þeir grá- ir og fúnir ásamt öðru rusli framan við veitingastaðinn. Þarna hafði borgarstjórinn ekki komið með grasfræið sitt, né heldur aðrir græningjar. En þá datt blaðamanninum i hug það snjallræði að svipast um i kringum húsið þar sem er fund- arsalur borgarstjórnar og að- setur nokkurs hluta borgaryfir- valda. Sannarlega lá þarna mótatimbur i ljótum bunkum. Þarna mátti sjálfsagt finna marga nýtilega spýtuna i girð- ingarstaur eða kofaræksni. En borgarstjórinn hafði ekki verið þarna á ferð. En hinu megin við borgarstjórnarhúsið? Þá tók ekki betra við. Sjá mynd. Er fundin skýringin á öllu græna talinu i borgarstjóran- um? Er skýringin sú, að þegar hann litur á bak við sig i borgar- stjórn finnist honum að hlaðist hafi upp rusl sem sé varasamt að sýna kjósendum? Borgarstjórinn er geðþekkur maður. En það verður áreiðan- lega enginn héraðsbrestur þó að ihaldið falli frá völdum i borg- arstjórn. Sá sem ekki kann að rækta garðinn sinn, þarf að kynna sér það fyrst áður en lengra er haldið. lhaldið hefur Svona er þaö á bak við borgarstjórann SIGURDÓR TÓK MYNDIRNAR en svona hjá ritstjóra Moggans. vissulega haldið völdunum lengi i Heykjavik. Til þess hefur i- haldið notað allskonar belli- brögð og svik. Kosningar eftir kosningar hafa verið sett upp kosningatjöld. svört eða græn eftir atvikum. En ungi borgar- stjórinn verður að gera sér ljóst aö Reykvikingar eru ekki svo grænir að trúa á grænu bylting- una hans. — þó að hann sé þvi miður svo grænn að hafa látið hafa sig i að gerast talsmaður hinnar grænu gervimennsku.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.