Þjóðviljinn - 26.05.1974, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 26.05.1974, Qupperneq 20
uomnuiNN Sunnudagur 26. mai 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru géfnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 24.-30. mái er i Laugavegs- og Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspítálans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. DREIFIÐ F.KKI ATK V ÆÐUNUM EINING ER AFL Vinstrimenn! Notið það tœkifœri9 sem styrkur Alþýðu bandalagsins getur tryggt til sigurs i dag Geri vinstrimenn sér ljóst i dag að kosn- ingaúrslitin velta á þvi hver styrkur Al- þýðubandalagsins verður er fullvist að verulegur árangur næst. 1 kosningunum 1971 fékk sjálfstæðisflokkurinn aðeins 42% atkvæða, en hefði haldið meirihlutanum i borgarstjórn engu að siður. Stafaði þetta af mikilli dreifingu atkvæðanna á hina ýmsu lista. Nú er hins vegar augljóst að vaxandi fjöldi vinstrimanna gerir sér ljóst að eining um Alþýðubandalagið er það afl sem ihaldið óttast og getur velt þvi úr sessi ef þeir fylkja sér um G-listann i kosningunum i dag. Kosningafundur Alþýðubandalagsins i Laugardalshöllinni var stærsti fundur kosningabarátunnar i höfuðborginni. Þessi fundur var vitnisburður um styrk vinstrimanna, er þeir fylkja sér um Al- þýðubandalagið. Ef vel er starfað i dag, kjördag, geta spádómarnir um sigur breyst i veruleika þegar talið verður upp úr kjörkössunum i kvöld. Haldi vinstrimenn áfram að dreifa at- kvæðum sinum á ónýta lista er augljóst að ihaldið getur áfram haldið valdataumun- um i höfuðborginni. En vinstrimenn verða að nota það tækifæri sem styrkur Alþýðu- bandalagsins býður i dag til þess að sækja fram til sigurs. Reykviskir vinstrimenn! tJrslit kosninganna i dag geta oltið á þinu starfi, á þinu atkvæði. Notið tækifær- ið og eflið einingu gegn ihaldi til sigurs. X-G. Kosningarnar eru þáttur í hagsmunabaráttu verkafólks: Alþýðubandalagið þarf að koma sem sterkast út úr kosningunum — segir Eðvarð Sigurðsson, formaður Yerkamannafélagsins Dagsbrúnar „Það eru hagsmunir alþýðufólks i Reykjavik, að Alþýðubandalagið komi veru- lega sterkt út úr þessum kosn- ingum, með hliðsjón af þvi hvaða bein áhrif á kjör fólks það hefur, hvernig Reykjavik er stjórnað og i þágu hverra”, sagöi Eðvarð Sigurðsson for- maður Verkamannaféiagsins Dagsbrúnar, er Þjóðviljinn ræddi við hann um kosning- arnqr og afstöðu launafólks. Eðvarð sagði: 1 borgarstjórnarkosningum hugsa menn kannski sem svo, hvort fyrirtækið Reykjavikur- borg sé vel eða illa rekið. En málin snúast ekki um það, heldur hvaða stefna það er sem ræður og við þarfir hverra þessi stefna miðast. Það er svo sem ekki vafi á þvi, 'saga borgarstjórnarmeiri- hlutans ber meö sér, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur i stefnumörkun sinni haft i huga sérhagsmunasjónarmið þeirra sem betur mega sin. í málefnum borgarstjórnar hef- ur Alþýðubandalagið fyrst og fremst sjónarmið verkalýðs- stéttarinnar i Reykjavik i viðri merkingu. Stefna Al- þýðubandalagsins markast af þörfum og baráttu þess fólks og er þvi að þvi leyti einn þátt- ur verkalýðsbaráttunnar. Auk þess er stærð borgarinnar svo mikil að sá sem hefur stjórn hennar með höndum getur ráðið býsna miklu um gang mála i þjóðfélaginu i heild. Það mætti gjarnan likja þvi við, að einhver tiltekinn aðili hefði völdin i Alþýðusamband- inu en aðrir aðilar réðu stærsta eða þýðingarmesta verkalýðsfélagi i landinu og stefna þessara aðila færi ekki saman. Þá er ljóst, hvar vald- ið liggur. Þvi eru það beinir hagsmunir alþýðufólks i Reykjavik, að Alþýðubanda- lagið komi verulega sterkt út úr þessum kosningum, með hliðsjón af þvi, hvaða áhrif á kjör fólks það hefur, hvernig Reykjavik er stjórnað og i þágu hverra. Takmarkið er að sjálfsögðu, að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins verði felldur nú i Framhald á bls. 17. Alþýðubandalagið í Reykjavik F élagsfundur Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur félags- fund á þriðjudagskvöld, 28. mai. Á dagskrá meðal annars: Framboð vegna al- þingiskosninganna 30. júni. Nánar i þriðjudagsblaðinu. Alþýðubandalagið i Reykjavik „Ferðin sem aldrei var farin” DANMERKURFLUG GUÐNA 1 SUNNU Feröaskrifstofan Sunna og leifuflugrckstur hennar, sem gengur undir heitinu Air Viking, hafa átt i nokkrum erfiðleikum að undanförnu með farþegafiutn- inga á sinum vegum til Danmerk- ur. Um siöustu helgi átti önnur af þotum Sunnu að flytja um 90 far- KÓPAVOGSBUAR! Alþýðubandalagið i Kópavogi læt- ur fólkið i friði á kjördag. Við treystum á áhuga og dómgreind kjósenda. Kosningaskrifstofan að Álfhólsveg 11 er opin allan daginn og veitir upplýsingar um kjörskrá og hefur bila fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar og bilasimar á kjör- dag: Vesturbær simi 43-3-96 — Austur- bær simi 41-7-46. Kaffiveitingar i veitingasalnum allan daginn á kjördag. Alþýðubandalagið i Kópavogi þega til Danmerkur, en eftir 2ja daga bið var þeirri ferð aflýst á þriðjudaginn. Farþegar úr fyrra Danmerkurflugi Sunnu biðu lang- ieitir i Kauðmannahöfn fram á fimmtudagskvöld, en þá kom ,,Víkings”-vél loks eftir þeim þangað. Fyrir leiguflugi á milli landa þarf samþykki flugmálayfirvalda i báðum löndum, en Danir munu ófúsir að veita Sunnu slikt leyfi nema að fá gagnkvæm réttindi fyrir sig. tslensk yfirvöld telja hins vegar að slik gagnkvæmni geti verið hættuleg islenskum hagsmunum, samkeppni af hálfu voldugra erlendra aðila get rutt þeim islensku út af markaðinum. Forráðamenn Sunnu segja gagn- kvæmni á þessu sviði rikjandi i samskiptum allra landa, tslend- ingar geti ekki annað en hagnast á henni þar eð feröafúsir menn séu fleiri i útlöndum en hér á landi. Synjun, leyfis fyrir Dan- merkurflug til handa Sunnu væri sprottin af hagsmunagæslu fyrir Flugleiöir h.f. (þ.e. Flugfélag ts- lands og Loftleiðir) á kostnað is- lensks almennings, og tala Sunnumenn i þvi sambandi um forréttindi ákveðinna hluthafa. Formælandi Flugfélagsins seg- ir að hömlulaust leiguflug gæti að visu tryggð nokkra ferðamögu- leika að sumrinu, en gert áætl- unarfélögunum ókleift að fá að sumrinu eitthvað upp i það tap sem óhjákvæmilega skapast á öðrum árstimum. Ef lagalega væri á haldið gæti leiguflugið rið- ið öllu áætlunarflugi milli tslands og annarra landa að fullu og þar með gert Island samgöngulaust i lofti við nágrannalöndin nema yfir hásumarvertiðina. Það sem sagt er hér á undan er sett saman eftir upplýsingum frá þeim Brynjólfi Ingólfssyni ráðu- neytisstjóra, Guðna Þórðarsyni forstjóra Sunnu og Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flug- félagsins. Guðni segist bjartsýnn á það, að flugmálayfirvöld beggja landa, Islands og Danmerkur, leysi vandann þannig aö flugvélar hans geti flogið álika oft til Dan- Framhald á bls. 17.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.