Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. mai 1974. APRICHOS KENJAR Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guöbergur Bergsson 48. Áblástrar „Ablástrarpúkarnir eru leiðinleg- ustu galdragrey alls galdurs, og þeir alheimskustu i þeirri list. Væru þeir einhverju viti gæddir, mundu þeir stunda annað en það að vera með á- blástra á fólk”, segir P-handritið. Trúin, að menn fengju áblástra á varirnar, vegna þess að illir andar, á- blástrarpúkar, væru i kringum þá, er samevrópsk hjátrú. Hér virðast eingöngu kirkjunnar þjónar verða fyrir þessum leiðinlega blástri. Munkar voru oft kaunum hlaðnir og með skurfur; trúði fólk þvi, að sú óáran stafaði af samneyti þeirra við myrkravöldin. Alþýðan hélt i sinni fáfræði, að dimmir og rakir klefar þeirra væru bústaðir illra anda, en ekki heilags anda, sem læknar öll mein, einnig áblástra á vörum. Maria mey fékk aldrei hvorki kvef né á- blástra, enda átti hún heima i Nýja Testamentinu. í Gamla Testamentinu eru menn oft kaunum slegnir, einkum Job. En þá var allra-meina-bótin, Ésú, ekki komin til skjalanna. Þegardaginn stytti tók hin hjátrúar- fulla, en oft athugula, alþýða eftir þvi, að áblástrar urðu tiðari, og er svo enn þá um þann hvimleiða sjúkdóm, eink- um hjá kjallaramunkum. Hún þurfti þvi ekki vitnanna við, heldur trúði þvi, að samneyti heilagra manna og púka ykist, þegar á veturinn leið. Fólk kom heim úr köldum kirkjum með áblástra eftir skriftir, þvi að presturinn hafði andað framan i það. „Það að skrifta i eyra er ekki til ann- ars en að fylla hlustir munkanna af ó- hreinindum, klámi og óþverra”, segir L-handritið. KARPOV SÆKIR Sævar Bjarnason hefur snarað fyrir okkur skýr- ingum á þremur skákum milli Karpovs og Spasskís og koma þær þrjá daga í röð hér i blaðinu. Sú fyrsta fer hér á eftir: í fyrstu einvígisskákinni notaði Spasskí afbrigði sem hann hafði rannsakað mjög vel með tilliti til skákstíls Karpovs. i 9. ein- vígisskákinni gaf Karpov Spasskí kost á því að beita því aftur, en Spasskí hafn- aði því af einhverjum ástæðum og Karpov vann mjög vel upplagða sóknar- skák. Sikileyjarvörn Hvítt: Karpov Svart: Spasskf 1. e4 C5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6. 5. Rc3 d6 6. Be2 (Hvassari leikur er hér6. g4.) Be7 7. 0-0 0-0 8. f4 Rc6 9. Be3 Bd7 (í fyrstu einvigisskákinni, sem Spassky vann, lék svartur 9. -e5. Þrátt.fyrir það er hann ekki ánægður, eða eru það taugarnar sem eru farnar að bila? Karpov velur sömu áætlun og í fyrstu skákinni.) 10. Rb2 a5 (önnur áætlun er 10. -a6, 11. a4 b6.) 11. a4 Rb4 12. Bf2 Bc6 12. Rd4! g6? (Spassky kann betur við Sikileyj- arvörn en franska vörn og vill þessvegna leika e5 i staðinn fyrir d5. En hann verður að undirbúa e5 þannig að riddarinn komist ekki til f5. Þessvegna er d5 senni- lega betra (14. e5 Rd7). Sú upp- stilling gæfi svörtum færi á mörg- um góðum leiðum, t.d. Bc5, Db6, HaeSog f6. Best væri fyrir hvitan að leika eftir 13.-d5, 14. e5 Rd7, 15. Rcb5.) 14. HÍ2 e5 15. Rxc6 bxc6 16. fxe5 dxe5 17. Dfl Dc8 18. h2 Rd7? (Betra virðist 18-Ra6, 19. Dc4 Db7, 20. b3 Db4 eða 20. Be2 Rd7.) 19. Bg4! h5 20. Bxd7 Dxd7 21. Dc4 (Nú hótar hvitur að vinna skipta- mun með 22. Bh8. Spassky reynir með næsta leik sinum að vinna tima til nauðsynlegra liðsflutn- inga). 21, — Bh4 22. Hd2 De7 (Ef nú 23. Bc5 þá kemur Dg5 og eftir 24. Hd7 Rxc2) . 23. Hfl Ilfd8 24. Rbl Db7 25. Kh2 Kg7 26. c3 Ita6 27. He2 Hf8 (Hann verður að opna undan- komuleið fyrir Bh4.) 28. Rd2 Bd8 29. Rf3 f6 30. Hd2 Be7 (Hvað staða svarts er orðin slæm sést vel á eftirfarandi möguleika: J0, —Bb6, 31. Bxb6 Dxb5, 32. Hd7 Kh8, 33. Rxe5 fxe5, 34. Hff7 Hxf7, 35. Dxf7.) 31. De6 Had8 (Svartur er glataður, 31. - Hfd8, 32. Rxe5 og 31. — Rb8, 32. Hfdl og Hf7, 32. Rxe5.) 32. Hxd8 Bxd8 (Hxd8, 34. Rxe5,) 33. Hdl Rb8 34. Bc5 Hh8 35. Hxd8!! gefið (35. Hxd8 36. Be7 Hg8, 37. Dxf6 Kh7, 38. Bf8 Hxf8, 39. Dxf8 Dg7, 40. Dxb8.) Þessi mynd af sovéska stórmeist- aranum Korsnoj var tekin þegar hann átti að draga um hvitt eða svart er hann mætti Petrosjan i undankeppni HM f skák. Korsnoj var sá sterki i þessari viðureign, og þegar staðan var 3:1 eftir fitnm skákir, gafst Petrosjan upp. Korsnoj mætir þvi Karpov i undanúrslitakeppninni. Korsnoj á marga aðdáendur sem dá hinn djarfa skákstii hans.<—(APN»- mynd) N or ður-írland: Alls- herjar- yerk- fallinu aflýst BELFAST 29/5 Skipuleggjendur verkfalls mótmælenda á Norð- ur-trlandi hafa sagt sinu fólki að hverfa aftur til vinnu i áföngum. Allsherjarverkfallinu var aflýst um leið og vitað var að sam- steypustjórn kaþólskra og mót- mælenda undir stjórn Brians Faulkners hafði neyðst til að segja af sér. Foringjar verklýðssambands mótmælenda tóku um leið fram að þeir mundu hefja aftur verkfall ef að ekki verður efnt til nýrra kosninga i haust eins og þeir krefjast. Flestir búast við'þvi, að breska stjórnin muni nauðug viljug taka að sér að stjórna Norður-írlandi beint, eins og gert var um tima áður en stjórn Faulkners var mynduð. Vinna mun aftur hefjast á mánudag af fullum krafti, en raf- orkuframleiðslan verður ekki komin i fullan gang fyrr en þá. Cosgrave, forsætisráðherra irska lýðveldisins, sakaði i dag IRA, Irska lýðveldisherinn, um að hafa með hryðjuverkum sinum spillt þeim möguleika, sem stjórn Faulkners var, til að bæta stöðu kaþólska minnihlutans á Norð- ur-írlandi. Spinola forseti: Yarar við hættu á einræði LISSABON 29/5 Antonio de Spin- ola, forseti Portúgals, hefur var- að landsmenn við þvi, að þau lýð- ræöislegu réttindi sem fólkið hafi fengið kunni að vera i hættu fyrir andbyltingarsinnum og stjórn- leysi. Gæti ástandið orðið til þess að hægrisinnuð einræðisstjórn kæmist aftur til valda i Portúgal. Kom þetta fram i ræðu sem for- setinn hélt i borginni Oporto. Munu ummæli hans einkum lúta að miklum f jölda skyndiverkfalla sem hafa hafist um landið. Hann sagði að Portúgalir ættu að gera sér grein fyrir þvi, að allar lög- leysur opnuðu dyrnar fyrir nýjum einræðisherrum. Giscard hættir sima- hlerurium PARIS 29/9 Hinn nýkjörni forseti Frakklands, Gisgard d’Estaing, skipaði svo fyrir i dag, að hætt yrði simahlerunum og að segul- bandsupptökur á simhlerunum skyldu eyðilagðar. Margir foringjar stjórnarand- stöðunnar höfðu kvartað yfir miklum simahlerunum frönsku lögreglunnar á dögum Pompi- dous. Voru mörg þúsund simar hleraðir á degi hverjum I Paris. Auk þess lýsti forsetinn þvi yfir, að hér eftir yrði Frakkland opiö öllum pólitiskum flóttamönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.