Þjóðviljinn - 30.05.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Qupperneq 7
Fimmtudagur 30. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Einars Andréssonar Sá, sem oftast minnir mig á dæmisögu lausnara vors um sáð- manninn er sjötugur i dag. Hann heitir Einar Andrésson og sáð- korn hans bækur. Fyrir hálfum mannsaldri eða svo, i heims- kreppunni miðri, þegar islenskt alþýðufólk háði harða og linnu- lausa baráttu fyrir þvi að hafa eitthvað i sig og á, byrjaði hann að ganga milli húsa og vinnustaða með bókatösku, vegna þess i fyrsta lagi að maðurinn lifir eigi á einu saman brauði og i annan stað geta bækur visað veg til fegra mannlifs. Kristinn bróðir Einars fylkti um þessar mundir skáldum og rithöfundum sem hneigðust að sósialisma, jafnt þjóðfrægum snillingum sem fákænum viðvan- ingum, um bókaútgáfuna Heims- kringlu og félagið Mál og menn- ingu. Fyrir það samstarf, og þá og snemma hefur hann verið á ferli með tösku sina og stráð bók- um, sivökull meðalgangari höf- unda og lesenda, og mættu ófáir úr báðum þeim sveitum renna til hans þakklátum huga i dag. Að sjálfsögðu hafa honum verið fengnar i hendur bækur misjafn- ar að gæðum, ef til vill helst til rýrar í roðinu á stundum, svo sem við má búast i ófullkomnum heimi, en sjaldan hygg ég að Ein- ari liði betur en þegar hann þykist þess fullviss að sáðkornið i tösku hans sé gott eða jafnvel aíbragð. Á hinn bóginn mun ásköpuð glaðværð hans helst dofna i svip, þegar holdug og sterkefnuð börn eða barnabörn þeirra erfiðis- manna, sem forðum kusu fremur að draga af mat sinum en þurfa að neita sér um að eignast góða bók, Á afmæli stjórnarmaður svo mikill, að þrátt fyrir þó nokkra eftir- gEfinnstaH^núiH^OFviliiLsakir hef ég enn ekki haft spurnir af nein- um sem séð hafi hann reiðast. Einari fylgir jafnan kátina og græskulaust gaman og sú mann- lega hlýja sem seint verður skil- greind að fullu. Þessir eðlis- kostir hans hafa aflað honum vin- sælda sem eru vissulega ekki skorðaðar við stéttir né flokka. Hitt efast ég um, að ýmsir þeir geri sér ljóst sem eiga skipti við * Einar glaðbeittan og svaraskjót- an i dagsins önn, að hann er öðr- um þræði maður hljóðlátrar ihug- unar.les að staðaldri mikið og les vel, hefur yndi af listum og þá ekki siður af náttúrufegurð og náttúruskoðun, svo sem sund og strendur: fjöll og heiðar gætu vottað, mættu þau mæla. Um það bil fjóra áratugi hefur þessi vel gefni og góði drengur stráð þvi sáðkorni sem bækur geyma. Hann hefur hvorki talið eftir sér sporin né hirt að kasta tölu á*vinnustundir sinar. Það þyrfti þvi ekki að koma neinum á óvart, þótt hann kynni að vera tekinn ögn að lýjast. Á sjötugs- umfram allt eldmóð, hugkvæmni og dugnað þeirra bræðra, efldust báðar útgáfurnar með furðulega skjótum hætti á harla erfiðum timum, þegar mara atvinnuleysis tróð þjóðlifið og almenningur bjó við fátækt af þvi tagi sem þekkist ekki lengur hér á landi. Grund- völlur þessa viðgangs voru hug- sjónir, sem ég leyfi mér að full- yrða að ekki hafi stefnt að upp- mælingartaxta og kappáti, heldur félagslegri samhjálp og menning- arlegri reisn. Áratugum saman hefur svo Einar Andrésson reynst Heims- kringlu og Máli og menningu slik- ur verkmaður og fulltingjari að án hans hefði þessi útgáfustarf- semi paumast haft sig fram úr margháttuðum erfiðleikum. Seint vilja ekki lita við þeim skáldverk- um eða fræðiritum sem hann hef- ur á boðstólum, en biðja hann að útvega sér í þeirra stað hvell- þýdda reyfara eða andabull i gylltu bandi eða einhverja marg- auglýsta skruddu sem ritmangari hefur sett saman úr úrklippum til þess að hafa nú eitthvað á jóla- markaðinum. Sáðkorn Einars hefur ugglaust fallið sumt við göt- una og verið étið af fuglum, sumt i grýtta jörð og sumt meðal þyrna, en hjá þvi getur varla far- ið að stundum hafi það hitt á góð- an jarðveg og tekið að bera ávöxt. Hér skal öngvum getum að þvi leitt hvort sá ávöxtur muni um það er lýkur verða sambærilegur við uppskeruna i dæmisögunni, þvi að söm er Einars gerð. Hlutskipti vor manna hefur ósjaldan verið likt við hlutskipti Sisýfosar, sem dæmdur var til þeirrar iðju að verða að sveitast við það um alla eiiifð. að velta hnullungi miklum upp hlið, missa hann úr höndum sér á hliðarbrún- inni, hlaupa á eftir honum niður á jafnsléttu og taka siðan til á nýjan leik að þoka honum upp brattann. Merkur rithöfundur hefur stutt þá kenningu gildum rökum að Sisý- fos hljóti'ekki aðeins að sætta sig við hlutskipti sitt, heldur rækja það af alhug og gæða þannig þessa eilifðarglimu við steininn tilgangi. Camus sá ekki i anda bugaðan Sisýfos, nöldrandi, kveinandi og kvartandi, siharm- andi óhamingju sina, þann skelfi- lega dóm sem á hann hafði verið lagður. Fyrir hugskotssjónum Camus stóð hetjulegur Sisýfos, sem bisaði við steininn rjóður og sveittur, hljóp ekki volandi á eftir honum ofan hliðina, heldur hlæj- andi, og hóf einlægt nýja atrennu fullur eftirvæntingar, að ef til vill tækist honum nú að sigrast á þrjóti, mjaka honum þumlung fyrir þumlung upp á brún. Og af slikum Sisýfosi ættum vér menn að geta dregið nokkurn lærdóm. Einar Andrésson hefur aldrei þurftaðnema af goðsögn eða öðr- um fræðum lifsvisku af þessu tagi, einfaldlega vegna þess að hún er honum i blóð borin. Hann er manna frábitnastur vili og lunta, allra manna glaðastur og reifastur, hjálpsamastur og ósér- plægnastur, en auk þess sjálfs- afmæli hans er mér sú ósk efst i huga, að hann megi eignast spor- göngumenn, jafnoka sina að áhuga og ötulleika, sem dreifi á ó- komnum árum sáðkorni ættjarð- arástar og þjóðarmetnaðar, svo að tilræði vallarmangara þeirra og tunglvillinga, sem nú krefjast þess með lokkan og þrúgan að er- lendur her darki hér áfram, leiði ekki af sér annað verra en háðung og smán. Einari Andréssyni og konu hans ágætri, Jófriði Guðmundsdóttur, sem reynst hef- ur bónda sinum hinn traustasti förunautur i bliðu og striðu, árna ég að lokum allra heilla, svo og fjölskyldu þeirra og öðru vensla- fólki. Ólafur Jóhann Sigurðsson Fljótum beint suöur til Kaspíahafsins hundruðum bæja. Auk þessa eiga ibúar margra stórborga aðgang að járnbrautarlestum. — Hvernig eru framtiðarhorf- urnar? — Við æskjum þess, að ibúarn- ir noti almenningssamgöngutæki til og frá vinnustað á annatimun- um. Ég er viss um, að i framtið- inni munu almenningssamgöngu- tæki verða alveg jafn þægileg og einkabilar. Þetta er stefna rikis- ins og verið að hrinda henni i framkvæmd. Almenningssam- göngutæki munu sigra i sam- keppninni við einkasamgöngu- tæki hvað varðar gæði og þæg- indi. — Þið eigið þegar tryggan bandamann — neðanjarðarjárn- brautina. — Já, við reiknum með að stækka neðanjarðarbrautirnar sem fyrir eru og byggja nýjar i borgum með yfir eina miljón ibúa. Neðanjarðarbrautin i Moskvu hefur sjö linur, samtals yfir 140 km að lengd. Heildar- áætlunin um þróun höfuðborgar- Moskvu (APN). Sergej Butusov, ráðherra i Rússneska sambandslýðveldinu> er fer með málefni sveitastjórna, ræðir hér við fréttamann APN, N. Sara- fanovu, um samgöngumál borg- anna. — Hver telur þú sérkenni sov- éskra samgöngumála? — Að hinar ýmsu tegundir samgöngutækja eiga ekki i inn- byrðis keppni, heldur þróast sam- göngumálin i samhengi, en það er mögulegt, þegar aðeins er einn eigandi að samgöngutækjunum, hið opinbera. t dag miðum við að þvi að auka notkun rafknúinna samgöngutækja með tilliti til andrúmsloftsins i borgunum. — Hvernig er skipting sam- göngutækja nú i borgunum? — Nú eru neðanjarðarbrautiri fimm borgum, rafknúnir strætis- vagnar i 91, sporvagnar i 113, og strætisvagnar i 1869 bæjum. Litlir vagnar, sem eru notaðir likt og leigubilar, eru mjög vinsælir, það er ódýrt, fljótvirkt og þægilegt form samgangna, sem notað er i Volga innar gerir ráð fyrir að tvöfalda a.m.k. brautarlengd neðanjarð- arbrautarinnar á næstu 15-20 ár- um. Verið er að leggja neðanjarð- arbrautir i Tasjkent og Karkov, verða það 6. og 7. borgin i Sovét- rikjunum með neðanjarðarbraut. — Hvað um rafmagnsvagnana? Verður hætt að nota þá eins og til dæmis i löndum Vestur-Evrópu? — Nei, notkun þeirra eykst stöðugt. Rafknúinn vagn er há- vaðalaus, og hann eitrar heldur ekki andrúmsloft i ibúðahverfum með útblástursgasi. Hinar breiðu götur i borgum okkar gera kleift aðaka allhratt. 1 Rússneska sam- bandslýðveldinu einu saman eru árlega lagðar nýjar rafmagns- vagnalinur i 6-7 borgum. Þótt raf- knúðu vagnarnir séu mun dýrari en strætisvagnar, tökum við á okkur þessi útgjöld vegna kosta rafknúnu vagnanna. — Hvaða áhrif hafa nýjar brautir, ný efni og hærri laun til handa stjórnendum og vélamönn- um á aðgöngumiðaverðið? — Hinar ýmsu tegundir sam- göngutækja verða óhagkvæmari og aðgöngumiðaverðið nægir oft ekki fyrir útgjöldunum. Rikið mun greiða mismuninn og að- göngumiðaverðið mun ekki hækka um einn einasta kópeka. Farmiðaverðið mun ekki heldur i framtiðinni auka mönnum út- gjöld. Segðu mér annars, hve miklu eyðir fjölskylda þin á dag i fargjöld með almenningsvögn- um? — Ég ek sjálfur með strætis- vagni i vinnuna (miðaverð 5 kópekar), maðurinn minn notar rafmagnsvagn (4 kópekar) og sporvagn (3 kópekar), sonur okk- ar fer með neðanjarðarbrautinni (5 kópekar). Móðir min er á eftir- launum og fær ókeypis far með öllum samgöngutækjum hins opinbera. Fjölskyldan notar þvi á dag 34 kópeka i fargjöld (um 40 isl. kr.).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.