Þjóðviljinn - 30.05.1974, Page 13

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Page 13
Fimmtudagur 30. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Fjölhæfur Finni kem- ur óvænt á Listahátið Nýtt finnskt dagskrár- efni á Listahátið Á siðustu stundu var afráðið, að finnski söngvarinn Lasse Márt- ensson tæki þátt i Listahátið I Reykjavik 1974, og með honum verður kvartett Esko Linnavallis. Lasse Martensson er Reykviking- um gamalkunnur. Hann söng og lék I kabarettinum „Kyss sjalv”, sem Lilla teatern frá Helsingfors sýndi i Iðnó vorið 1973. Lasse Martensson, fæddur 1924 i Helsingfors, er fjölhæfur lista- maður og hefur komið fram m.a. sem söngvari, leikari, hljóm- sveitarstjóri og er auk þess tón- skáld. Hann varð fyrst þekktur sem dægurlagasöngvari, en hefur meir og meir snúið sér að visna- söng. Sem dæmi um fjölhæfni hans sem listamanns má nefna, að hann hefur keppt fyrir Finn- land i dægurlagakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva (Euro- vision), en hann hefur einnig farið með hlutverk prófessor Higgins I My fair lady. Fyrir það hlaut hann mjög góða dóma. Kvartett Esko Linnavallis er ein besta og þekktasta jasshljóm- sveit Finnlands og hefur m.a. oft komið fram i sjónvarpi. Með Esko Linnavalli, sem leikur á pianó, eru bassaleikarinn Pekka Sarmanto, trumbuleikarinn Esko Rosnell og saxófónleik'arinn Eero Koivistoeinen, einn þekktasti jasshljómlistarmaður Finnlands. Finnsku jasssamtökin krýndu hann „mann ársins” 1967, og 1969 Griska íhaldið óttast portúgalska fordæmið Slær á strengi T yrkj ahræðslu Ennþá er hvergi nærri ljóst hvort stjórnmálaþiðan i Portúgal hefur í för með sér nokkra frambúðar- breytingu i innanlandsmálum þar, en atburðirnir þar hafa þó nægt til þess að mikinn skrekk hefur sett að ihaldsöflum víða um heim, ekki sist þar sem þau birtast i herforingjafasisma eins og i Grikklandi, en þar i landi er stjórnarfarið jafnvel enn fólsku- legra og mannhatursmengaðra en það nokkurn tima var i Portú- gal. Valdhafar i Grikklandi mega nú ekki á heiium sér taka af ótta við að portúgölsku atburðirnir geti endurtekið sig hjá þeim, og reyna að mæta þeim voða með ýmsu móti, til dæmis með nýjum fjöldahandtökum og hræðslu- áróðri gegn Tyrkjum og kommúnistum. Grisku blöðin sem auðvitað verða að dansa eftir pipu stjórnarinnar reyndu fyrst að gera grin að at- burðunum I Portúgal, en siðan komu þau með grafalvöru- þrungnar athugasemdir þess efn- is að fráleitt væri að leggja á- standið i Grikklandi að liku við það i Portúgal — rétt eins og nokkur Grikki hefði dirfst að hætta hálsbeini sinu með orðalagi i þá áttina. Portúgal getur kannski leyft sér svona munað, sögðu blöðin, þar eð það er ekki eins og Grikkland útvarðarstöð gegn kommúnismanum. Auðvit- að gátu blöðin þess ekki i leiðinni að portúgalska ihaldið hafði ein- mitt afsakað einræði sitt og ný- lendustrið með þeirri fullyrðingu að með þessu væri það að striða gegn þvi sem það kallaði komm- únisma. Fjöldahandtökur Hvað uggvænlegast þykir griska ihaldinu að fjölmargir yngri herforingjar tóku virkan þátt i stjórnarbyltingunni i Portú- gal, en Dimitrios Jóannides, hinn sterki maður grisku stjórnarinn- ar, styðst einmitt mikið við unga liðsforingja, sem margir eru rót- tækir á mælikvarða griska ihaldsins. Sumir þeirra hafa verið Jiallaðir Kaddafistar eftir leið- toga Libýu, en það mun þýða að þeir séu ofstækisfullir þjóðernis- sinnar og sannkristnir en þó hlynntir félagslegum umbótum að vissu marki. En Jóannides byggir einnig á stuðningi gömlu hershöfðingjanna, sem voru helstu stuðningsmenn Papadópúl osar. Hann óttast að þeir kunni að bregða við hann trúnaði ef hann gerist að þeirra dómi of eftirlátur við Kaddafista. Fyrir skömmu var tilkynnt handtaka þrjátiu og sex ungra kommúnista og anarkista, en i Grikklandi getur það þýtt svo að segja hvaða fólk sem er, svo fremi yfirvöldin hafi vanþóknun á þvi af einhverjum ástæðum. Handtökunum var fylgt eftir með hræðsluáróðursherferð um kommúnista svo að augljóst er að tilgangurinn með þeim var eink- um sá að kynda undir kommúnistahræðslunni, sem er helsta bindiefnið er heldur yngri og eldri herforingjum saman, þótt þá annars greini á um margt. Nautakjötið og Papadó- púlos Jafnframt stigur stjórnin i vænginn við Kaddafista og gömlu herforingjana til skiptis. Þeim fyrrnefndu gerði hún þann greiða að fangelsa viðskiptamálaráð- herra Papadópúlosar og stefna honum fyrir rétt fyrir að hafa látið flytja inn og setja á markað mikið magn af nánast óætu nauta kjöti frá Ródesiu. Við þetta setti verulegan ótta að gömlu her- foringjunum, sem flestir eru blandaðir i einhver hneyksli frá Papdópúlos-timanum, en til þess að róa þá brá Jóannides við titt og leyfði Papadópúlosi að fara i veiðiferð með gömlum kumpán- um, en siðan Papadóplosi var steypt hefur honum vart verið leyft að fara út fyrir múrinn um- hverfis villuna i eigu Onassisar fjáreigánda og útgerðar- manns,þar sem hann er hafður i haldi. Var þetta þvi greinilega gert til þess að bliðka fyrrverandi stuðningsmenn hans, en þetta eftirlæti við hinn fyrrverandi ein- ræðisherra herforingjaihaldsins varð svo aftur á móti til þess að hleypa illu blóði i Kaddafista, sem hafa á honum mestu skömm. Olían og Tyrkinn Það gæti orðið næsta erfitt fyrir Jóannides að halda jafnvæginu milli þessara tveggja hópa her- foringjastéttarinnar, jafnvel þótt kommúnistagrýlan sé ekki spör- uð, og þvi hefur stjórnin nú fundið upp nýja — eða réttara sagt æva- gamla — grýlu. Nýlegahefur Móðir min SIGRÍÐUR VALTÝSDÓTTIR Faxastig 5, Vestmannaeyjum, andaðist i St. Jósepsspitala Hafnarfirði 25. mai. Jarðsungið verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 1. júni kl. 14. Óskar Kjartansson. fundist olia i Egeifshafi, og er sumra hald að magnið af hinu svarta gulli sé þar svo mikið að Grikkir geti brátt sparað sér að sækja oliu til annarra. Nú eiga Tyrkir einnig land að Egeifshafi og þykjast þvi eiga hlutdeild i oliunni. Þeir hafa boðið Grikkj- um upp á samningaumleitanir um réttindi til oliunáms á land- grunninu út af Tyrklandsströnd, og þótt undarlegt kunni að virðast sýnt samkomulagsvilja og var- kárni i þvi máli. Griska stjórnin hefur hinsvegar verið hin snúðugasta i tilsvörum við Tyrki og visað tilmælum þeirra um samningaumleitanir á bug. Grikkir lita á Egeifshaf sem griskt innhaf, sem er afsakanlegt að vissu marki með tilliti til þess, að allt framyfir fyrri heimsstyrj- öld var vesturströnd Tryklands grisk að þjóðerni, en þá drápu Tyrkir niður griska þjóðernis- minnihlutann þar og ráku úr landi. Háski fyrir Nató Þar að auki hefur Gisikis Grikklandsforseti verið i svo- kölluðum könnunarheimsóknum i herstöðvunum norðanlands, rétt eins og að búast megi við striði, og myrkvun hefur verið fyrir- skipuð i stærstu borgunum. Þá tilkynnti Andrútsópúlos forsætis- ráðherra nýlega i ræðu að griski herinn væri reiðubúinn að mæta hverskonar hernaðarlegri ögrun af fullum krafti, lika á eyjunum i Egeifshafi, svo að enginn þurfti að vera i vafa um við hverja var átt. Og grisku blöðin skrifa bólgin af heilagri reiði um Hundtyrkj- ann, hina villtu barbara i austri. Það er næsta nærtækt af stjórn- inniaðgripa til þessa ráðs i von að sameina þjóðina á bak við sig, þvi að eins og von er á ótti og hatur gagnvart Tyrkjum sér djúpar rætur með Grikkjum. 1 þessu sambandi minnast menn þess er Metaxasi, öðrum óvinsælum ein- ræðisherra, tókst að fá þjóðar- stuðning út á varnarstrið gegn Itölum. Sjálfsagt hefur Jóannides eitthvað svipað i huga nú, en á hinn bóginn gæti það hátterni leitt til alvarlegra árekstra milli Grikklands og Tyrklands, sem bæði eru aðilar að Nató. dþ. fékk hann verðlaun á alþjóðajass- hátið i Montreaux, verðlaunin voru tónleikaför á Newport-jass- hátiðina I U.S.A., og hann hefur viða komið fram. Arið 1971 var honum veittur styrkur við Berklee-tónlistarhá- skólann i Boston. Koicistoinen er einnig tónskáld og hefur samið tónlist við leikrit og kvikmyndir. Hann hefur leikið inn á margar hljómplötur. Lasse Martensson og kvartett Esko Linnavallis koma fram I Hátiðasal Menntaskólans við Hamrahlið sunnudaginn 16. júni kl. 20:30. 29.5. ’74 NORRÆNA HOSIÐ GLENS Kittismenn Framhald af bls. 1 þvi til stuðnings, að grunur um mengun væri næg ástæða til þess að kref jast umsóknar um leyfi og þeirra upplýsinga sem þeirri málsmeðferð fylgja. A timabili virtist málið ætla að fara i hart, þvi að heilbrigðis- ráðuneytið krafðist lögbanns á þau umsvif sem hafin voru á lóð þeirra kittismanna i Hveragerði. Til lögbannsaðgerða kom þó ekki, enda sáu þeir kittismenn fram á, hve illa þeir stóðu að vigi, lagalega séð. Að sinni gerist þvi ekki annað á lóð fyrirhugaðrar kittisverk- smiðju i Hveragerði, en landið verður jafnað og fegrað, og hafist handa um byggingu skrifstofu- húss. — Ég hef ekki nógu góðar einkunnir til að verða læknir eða lögfræðingur, svo ég er aö hugsa um að skella mér i pólitikina. Karfaveiðar Framhald af bls. 1 að sögn fá 2ja ára aðlögunartima vegna hennar. 1 þessari nýju lög- gjöf mun þess krafist að möskvar trollsins verði stækkaðir og þar með yrði nær algerlega komist fyrir þetta kóðadráp, að sögn Jóns. Þvi miður mun það svo, að ekk- ert bannar slikt kóðadráp sem þetta, en það gefur auga leið að sé það stundað að einhverju marki, þá liður ekki á löngu þar til eng- inn karfi veiðist lengur. Þetta er alveg samsvarandi þvi, að bænd- ur slátruðu lömbum sinum ný- fæddum. —S.dór Nudd Framhald af 8. siðu. vegna áhuga okkar á að fá setta niður steinsúlu á Ingólfshöfða til minningar um landtöku Ingólfs. • Við fáum engin svör, og á endan- um ákveðum við að setja súluna niður sjálfir — það verður gert, og á hana letruð setning úr Land- námu, sem forseti Islands velur. Meðan við eigum i þessu, frétt- um við að trar ætli að setja niður stein á Akranesi vegna þess að þar var irskt landnám. Hvaðan vita írar að þar hafi verið irskt landnám? Þetta sýnir áhuga manna á þessari hátið, áhuga er- lendra manna. 200 Vestur-lslendingar Vestur-íslendingar ætla sér að fjölmenna hingað til lands vegna þjóðhátiðarinnar. Þjóðræknisíélag tslendinga i Vesturheimi, sem hefur höfuð- stöðvar i Winnipeg, stendur fyrir hópferð hingað, og kemur þessi hópur hingað 4. júli og dvelur hér til 3. ágúst. Frá Winnipeg koma 200 manns, og 150 manns til viðbótar koma frá kanadiskum borgum á Kyrra- hafsströndinni. Einnig er von á hópi frá Chicago og frá Arborgar- héraði i Nýja-lslandi i Manitoba. t þeim hópi eru 16 skólanemar, sem numið hafa islensku sem kjörgrein við skóla sinn. Þessi siðast nefndi hópur dvelur hér i þrjár vikur, og ferðast á þeim tima viða um tsland, og hefur menntamálaráðuneytið styrkt það ferðalag með myndarlegu fjárframlagi. Þjóðhátiðarnefnd hefur beitt sér fyrir þvi, að sérstök upplýs- ingaskrifstofa verði sett upp i Hljómskálagarðinum við Tjörn- ina fyrir þá sem að vestan koma, oghefur Gisli Guðmundsson, leið- sögumaður, yfirumsjón með þeirri skrifstofu. Minjagripasa la borgar brúsann Indriði G. Þorsteinsson sagði blaðamönnum, að nú stæði til að fara að gefa út minnispeninga og barmmerki, og kvaðst hann gera ráð fyrir þvi, að minjagripasalan muni að verulegu leyti standa undir kostnaði við hátiðahaidið — þ.e. þeir minjagripir sem Þjóðhá- tiðanefnd lætur og hefur látið gera, svo og gripur sem þjóðhá- tiðarnefndir i héruðum og bæjum selja. Og við ætlumst til, sagði Indriði, að allir þeir sem sækja hátiðina á Þingvöllum beri i barmi merki hátiðarinnar — það verður eins konar aðgöngumiði. —GG H m Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu flHll úrvali. Lfvr úrvali. Jasmin Laugavegi 133 &»flS}«ÍSiúSlfl8> Atvinna Trésmiðir og verkamenn óskast. Upplýsingar i sima 52374.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.