Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.05.1974, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 ÚTVARP KLUKKAN 19.40: Qankworth, Árni Egils- son og Tebaldi Gestir og heimamenn heitir þáttur, sem Baldur Pálmason dagskrárfulltrúi stjórnar i út- varpi i kvöld. Baldur ætlar að fjalla um og kynna ýmsa þá út- lendinga og heimamenn sem fram munu koma á listahátiðinni i næsta mánuði. — Þetta er 2. þátturinn i röð- inni, sagði Baldur, hinn þriðji verður eftir viku, og þá munu nokkrir menn leggja saman i púkk og kynna myndlist. — En i kvöld? — Við munum kynna nokkuð tvö ný, islensk verk, sem flutt verða, þ.e. Þrymskviðu eftir Jón Asgeirsson, og likur eru á að við getum flutt kafla úr nýju verki Birgis Sigurðssonar, Selurinn hefur mannsaugu. Eyvindur Er- lendsson er leikstjóri. Þá verðum við'með mörg tón- listaratriði. M.a. Pinchas Zuker- man, hinn 25 ára gamla Israels- mann, sem hefur náð heimsat- hygli. Hann leikur á fiðlu, og hér spilar hann með Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna. Þá flytjum við talsvert af djassi. Það kemur hingað mjög góð hljómsveit frá Bandarikjun- um, skipuð frægum djassmönn- um, — Andre Previn stjórnar hópnum, en nöfnin sem við getum nefnt, eru t.d. Dankworth, Árni Egilsson og söngkonan Creo Lane. Þá flytjum við i kvöld létta músik, sem Finnar, Danir og Norðmenn framleiða. Og við ljúkum þættinum með þvi að heyra i þeirri frægu Renötu Tebaldi, sem syngja mun með Sinfóniuhljómsveit íslánds undir stjórn Askenasys á lokatónleikum hátiðarinnar i Laugardalshöll. —GG KLUKKAN 20,15: Hver drap þann lamaða óvæntur vinur, heitir leikritið, sem flutt verður i útvarpið i kvöld. Leikritið er eftir franska leik- skáldið Robert Thomas, en sá hefur samið fjöldann allan af leikritum, og hefur eitt þeirra a.m.k. verið sýnt hér á landi. Það er „Gildran”, sem hefur verið sýnt viða um land. Þetta leikrit, sem i kvöld verður flutt, samdi Thomas upp úr sögu eftir Agötu gömlu Christie og gerist það i Frakk- landi. Stefán Baldursson hjá Leiklist- ardeild útvarpsins tjáði Þjóðvilj- anum, að leikurinn væri að sinu viti skemmtilegur. — Það er tals- vert af húmor i þessu, enda kallar höfundurinn leikritið lika saka- mála-gamanleik, sagði Stefán. Fiutningurinn tekur einn og hálfan tima — leikurinn hefst á hráslagalegu kvöldi, þegar þrum- ur kveða við og regnið streymir og ferðalangurinn gengur frá bil- uðum bil sinum heim að herra- garðinum. Þar hefur morð verið framið. Húsbóndinn, iamaður eldri maður liggur dauður og hjá honum stendur eiginkona hans, sem játar á sig glæpinn. Og svo koma til sögunnar margir dular- fullir, svo sem hjúkrunarkona hins myrta, sonur hans, tauga- veiklaður unglingur og fleiri. Og gesturinn óvænti, flækist inn i spennandi morðgátu. —GG Kjallararogdrykkjumenn Þessa sveitasælumynd rák- umst við á i ungversku blaði. Á textanum segir i stuttu máli, að þessar þokkafullu byggingar séu vinkjallarar, og náungarnir fyrir utan eru — eins og hver maður getur reyndar sagt sér sjálfur — vindrykkjumenn. Það var mikið verk að skeyta saman þessa skjaldbökuskel. Hún fannst árið 1972 i norðurhluta Venesúela. Skjaldbaka þessi hefur lifað í ósöltu vatni, og sérfræðingar telja að hún hafi verið uppi fyrir 6 miljónum ára. Þetta er stærsta skjaldbökuskel sem fundist hefur til þessa, átta fet á lengd og sex fet á breidd. Illa gert... Eftirfarandi visa varð til er menn voru á vinnu- stað einum að ræða kosningaúrslitin og út- reið Alþýðuflokksins: Það var orðið opinbert að ýmsir voru að glepj’ann en ósköp var það illa gert af ihaldinu að drep'ann. — Stattu upp fyrir dömunni, Nonni minn. Hér sjáum við glæfralegt tiUæki fram af pallinum og lendir eftir an þess sem er næst lendingar- — italskur lögreglumaður kemur að hafa svifið yfir 27 liggjandi staðnum! Þessi sýning fór fram i — Ogsvo fór ég i Hagkaup og það- akandi á mótorhjóli sinu, flýgur lögreglumenn. Hugsið ykkur lið- Róm i góðgerðarskyni an i Domus og... SÍÐAN Umsjón: GG og SJ Rekin fyrir aö vera of fríö! Bandarisku stúlkunni Patty Hughes, 28 ára, var á dögunum sagt upp starfi hjá fyrrtækinu International Harvester. Astæðan var sú að yfirmönnum fannst stúlkan of falleg og þarafleiðandi hefði hún of truflandi áhrif á hið sterka kyn. Patty lét sér þetta ekki vel lika og kvartaði hjá stétt- arfélagi sinu, sem kom henni aft- ur i vinnu hjá fyrirtækinu. ,,Ég get ekki neitað þvi, að i uppsögn- inni voru fólgnir ákveðnir gull- hamrar, en ég hef aldrei litið á sjálfa mig sem fallega. Ég er ósköp venjuleg kona.” Ó" venju- legt feröa- lag Ungur bandariskur búddamunk- ur lagði af stað i óvenjulegt ferða- lag frá San Fransiskó, i október sl. Áfangastaðurinn er 1200 milur i burtu, en munkurinn beygir sig niður i þriðja hverju skrefi og snertir jörðina með enninu. Hann kemstá þennan hátt 6milur á dag og býst við að ná áfangastaðnum Marblemount, siðsumars. Hann segisthafa ákveðið þetta ferðalag er hann heyrði um kinverskan munk, sem á þennan hátt ferðað- istþvert yfirKina, um 6000 milur, i byrjun aldarinnar. SALON GAHLINe sannað er að allt er dýrara i ár en i fyrra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.