Þjóðviljinn - 16.06.1974, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Qupperneq 1
Gleðilega þjóðhátíð Á 30 ára afmæli lýðveldisins verður Islend- ingum hugsað til Þingvalla þar sem þessi mynd er tekin af Gunnari Hannessyni. 1 blað- inu i dag er viðtal við Gils Guðmundsson sem lengi hefur átt sæti i Þingvallanefnd. Einnig eru i blaðinu viðtöl við allmargt fólk sem á sama afmælisdag og lýðveldið og man lýð- veldisstofnunina á Þingvöllum 17. júni 1944. Þjóðviljinn óskar íslendingum gleðilegrar hátiðar og til hamingju með þritugsafmæli lýð- veldisins. ■ m&s§ - Í81 - *«!**« FIAT\ FORD OG VOLKSWAGEN Stærstu innflytjendur Af 10 stœrstu eru 9 nátengdir Sjálfstœðisflokknum — hvað fékk flokkurinn mikið af 240 miljónunum! Arið 1973 flutti Davíð Sigurðsson hf. inn flesta bíla á Islandi/ eða á að giska áttunda hvern bíl sem kom til landsins. Næstur honum kom Sveinn Egilsson hf. Þá kom Hekla hf./ Véladeild SIS og Bifreiðarog Landbúnaðar- vélar hf. Þessir voru allir með fyrir 9% af heildar- fjöldanum, en nokkru minni var P. Stefánsson hf. Með milli 4 og 5% hlut- deild voru Gunnar Ásgeirs- son hf., Kr. Kristjánsson hf. og Sveinn Björnsson og Co. Ræsir hf. var með um 2,5% bilaf jöldans, en sennilega allt að 5% inn- flutningsverðmætisins. t framhaldi af frétt Þjóðviljans um tekjur bifreiðainnflytjenda, þótti rétt að kanna, hverjir væru stærstu bilainnflytjendurnir. Nú vildi svo til að bilainnflytj- endur létu dreifa til blaðanna i vetur skýrslu um tegundir og fjölda allra innfluttra bila á sl. ári. Hefur þeim nú verið skipt niður á innflytjendur með þeim árangri sem að ofan greinir. Má vera að einhverju skakki, og geta þá heildsalarnir leiðrétt það. Þvi var slegið föstu i Þjóð- viljanum i gær að brúttótekjur bilainnflytjenda fyrstu fjóra mánuði þessa árs væru 240 mil- jónir króna, og sennilega hefðu þeir haft um 400 miljónir á sl. ári. Skráin hér að ofan gefur dálitla hugmynd um, hvernig þessir fjármunir skiptast. Svo virðist vera, sem 5 stærstu innflytjendurnir flytji inn yfir 50% allra bíla, og þeir næstu 5 flytji inn rúmlega fjórða hlutann. Þá eru um 15 aðilar sem bítast um það sem eftir er. Samvinnuhreyfingin flytur inn um 10% bilanna, en að öðru leyti eru bilainnfiytjendur yfirleitt Framhald á 21. siðu. HIN ÆÐRI STÉTT Landvarnarmenn tala ekki við hvern sem er „Sjálfstæðishetjurnar góðu”, forvigismenn Varins lands eru engin smámenni: prófessorar og doktorar, sem gengið hafa menntaveginn gerðan og greidd- an af almenningi, finir herrar með „fagrar hugsjónir.” Slik stórmenni tala ekki við hvern sem er. Vegna kátlegrar greinar, sem Morgunblaðið birti I fyrradag eftir fjögur stórmenni og forvigis- menn undirskriftasöfnunarinnar um ævarandi hersetu, hugöist Þjóðviljinn leita svara við nokkr- um spurningum sem vöknuðu við lestur greinarinnar. Fyrst var fyrir að hringja i „sjálfstæðismanninn,” stjarn- fræðinginn og prófessorinn Þorstein Sæmundsson. Þegar honum hafði verið gert erindið ljóst og tilefni upphringingarinn- ar, svaraði stórmennið: „Já, þaðerbest að ég taki fram strax, að ég hef ekki áhuga á að ræða við blaöamenn Þjóð- viljans.” — Viltu þá ekki svara spurning- um frá okkur? „Ég mun ekki ræða við blaða- menn Þjóðviljans.” — Og ekki svara þvi til dæmis.... „Ég hef þegar sagt allt sem ég ætla að segja.” Annað stórmenni reyndum við að fá til að segja okkur einhver tiðindi af þessari sérkennilegu „sjálfstæðisbaráttu,” Þorvald Búason, eðlisfræðing og prófessor. Spurning, sem við Framhald á 21. siðu. Skólakór M. T. á ferð um Fœreyjar Á. 7. siðu er viðtal við tvo félaga úr skólakór Menntaskólans við Tjörnina um nýafstaðna tónleika- ferð kórsins um Færeyjar. Farar- sljóri hans i feröinni var Þór Vigfússon, kennari, cn stjórnandi kórsins er Snorri Sigfús Birgis- son, annar þeirra tveggja, sem við er rætt. Hönnun byggðarlín unnar á lokastigi Framhvœmdir hefja Aö því er Guðjón Guð- mundsson hjá rafmagns- veitum ríkisins sagði í gær/ er hönnum byggðar- línunnar nú á lokastigi og verður hafist handa um framkvæmdir síðar í sumar. Hönnunin sem er síðla sumar mjög mikið verk hefur farið fram bæði hér á landi og í Noregi en hefur þó algerlega verið unnin af íslenskum verk- fræðingum. Búið er að velja linunni endanlega leið endamarka á milli og varð að breyta þeirri leið dálitið frá þvi sem upphaf- lega var ákveðið. Taka þurfti tillit til vega, sima, náttúru- verndarsjónarmiða og fleira. Linan liggur upp Borgarfjörð, Norðurárdal, yfir Holtavorðu- heiði og fyrir botn Hrútafjarðar, siðan nokkuð út Hrútafjörðinn en siðan norður um,kemur við i Laxárvatni fyrir sunnan Blönduós og þaðan yfir til Varmahliðar i Skagafirði en þangað nær endinn að norðan. Efniskð'nnun stendur yfir og er vonast til að hægt verði að fá eitthvertefni tii linunnar þegar i sumar þannig að hægt verði að byrja á framkvæmdum fyrir haustið. Byrjað verður að leggja linuna frá syðri enda hennar, þ.e. frá Andakilsár- virkjun i Borgarfirði, vegna þess að ekki hefur verið ákveðið enn hvort lina suður þaðan ligg- ur i Hvalfjörð og yfir i Geitháls eða hvort hún kemur til með að liggja vestur um að Ljósafossi. Astæðan fyrir þvi að ekki hefur verið ákveðið hvor leiðin verður farin er sú að i athugun er hvort málmblendisverksmiðja verður reist i Hvalfirði eða ekki. Fer staðsetning linunnar eftir þvi hvort af þessu verður eða ekki. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.