Þjóðviljinn - 16.06.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júni 1974 UÚÐVIUINN MáLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson, 'Ritstjórn, afgrelösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) [Prentun: Blaöaprent h.f. FÓLKJÐ FLÝÐI „YIÐREIS^". EN SÆKIR HEIM TDL VINSTRISTJÓRNAR Það þótti ýmsum i mikið ráðist fyrir 30 árum þegar hin fámenna islenska þjóð lýsti yfir stofnun sjáifstæðs lýðveldis. Það var þá fámennasta riki heims. Það var fyrst og fremst trúin á landið og þrótt islensku þjóðarinnar sem réði þvi að þjóðin samþykkti einhuga i lýðveldiskosn- ingunum að lýsa yfir stofnun lýðveldis. Sjálfstæðisbaráttan við Dani hafði styrkt þjóðernisvitund manna. En þvi miður hefur trú manna á efnahagslegt sjálfstæði landsins verið misjafnlega mikil og stundum heyrst þær raddir að íslendingar megnuðu ekki að standa á eigin fótum, Skemmst er að minnast þeirra ummæla Gylfa Þ. Gislasonar á 100 ára afmæli þjóðminjasafnsins ,,að besta ráðið til að varðveita sjálfstæði þjóðarinnar væri að fórna þvi”. Óhætt er að fullyrða að minnst hafi trúin á landið verið i tið viðreisnar- stjórnarinnar á árunum 1959-71, þá voru uppi raddir um að eina ráðið til að hægt væri að lifa i þessu landi væri að semja við erlenda auðhringi um að byggja upp stór- fyrirtæki, á islenska atvinnuvegi væri ekki hægt að treysta. Þannig talaði t.d. framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna og sagði orðrétt: ,,Með þetta atriði i huga ásamt þeirri stað- reynd að hér er hægt að fá mikla orku mjög ódýrt og að vinnulaun eru hér enn tiltölulega lág miðað við það sem gerist i Vestur-Evrópu, er dkki óliklegt að fyrir- tæki vestan hafs mundu hafa áhuga á að koma hér upp verksmiðjum með út- flutning til Friverslunarbandalagsins i huga.” (Þessi orð voru töluð á fulltrúa- ráðsfundi Sjálfstæðisfélaganna i Reykja- vik.) Á timum viðreisnarstjórnarinnar tókst að veikja svo trú manna á landið og að hér mætti skapa sómasamleg lifskjör, að fjöldi fólks varð landflótta. Á árunum 1966-70 fara frá íslandi samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, að meðaltali 650 fleiri en koma inn i landið til búsetu. Næstu fimm árin á undan sem einnig voru viðreisnarár var nettótap hinnar fámennu islensku þjóðar 212 landflótta menn á ári Á árunum 1968-’70 fluttu samtals 288 íslendingar búferlum til Ástraiíu. Þeir flúðu atvinnuleysi og eymd viðreisnar- innar”. Þannig var komið trú þjóðarinnar á landið i lok viðreisnarinnar. Nú hefur þetta breyst. Vinstri stjórnin og atvinnuuppbygging hennar sem á ný hefur glætt trú manna á möguleika undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar og þar með trúna á landið. Nú búa Islendingar við einar hæstu þjóðartekjur á mann i heimi. Nú þurfa menn ekki að flýja til annarra landa i atvinnuleit. Þetta sýna tölur Hagstofunnar glöggt. Nú hefur á annað hundrað þeirra ísl. er fóru til Ástraliu snúið heim, og aðeins á árinu 1972 fluttist 53 íslendingum fleira heim frá Ástraliu en fóru útþangað. Á fjórum árum 1968-’71 töpuðust landinu 2.700 islenskir rikisborgarar sem fluttu búferlum tii útlanda, en á árinu 1972 bættust landinu samtals 160 islenskir flóttamenn. Ef talinn er saman fjöldi íslendinga og útlendinga er hér fá búsetu á árinu 1972, þá kemur 431 maður inn i landið til búsetu umfram það sem flyst út. Þetta er i fyrsta skipti um margra ára skeið sem þessi jöfnuður er hagstæður. Þessar tölur tala sinu máli. Stefna vinstri stjórnarinnar hefur endurvakið trúna á landið, atvinnuuppbyggingin hefur treyst efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Jafnframt þvi hefur verið mörkuð stefna um þjóðlega reisn i sam- skiptum við erl. þjóðir og vonir glæðst um það að hægt verði að aflétta þeirri smán af islenskri þjóð að búa i hersetnu landi. Þannig hefur efnahagslegt og póli- tiskt sjálfstæði þjóðarinnar aukist i tið vinstri stjórnar, en þau óþjóðlegu viðreisnaröfl verið sett hjá, og vonandi ber islensk þjóð gæfu til á 30 ára afmæli lýðveldisins að sjá svo um að þau öfl komist ekki á ný til áhrifa og valda. Stað- reyndirnar tala sinu máli: Fólkið flúði „viðreisn”, en það sækir heim til vinstri stjórnar. Það er afmælisósk Þjóðviljans til islenska lýðveldisins á 30 ára afmæli þess, að aukast megi trúin á land, þjóð og tungu — sú þrenning sönn og ein lifi með islenskri þjóð. AF SÆMUNDI FRÓÐA Dagskrá i samvinnu Leikfélags Reykjavikur og Leikbrúðulands. Leikmynd og brúður: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Texti: Böðvar Guðmundsson og Vigdis Finnbogadóttir. Söngvar: Böðvar Guðmundsson Dagskráin af Sæmundi fróða er annaö aðalframlag Leikfélags Reykjavikur til Listahátiðar, i samvinnu við Leikbrúðu- land. Þessi dagskra mun vera áfangi eða aðföng annars konar sýningar, samfellds brúðuleiks, sem tekinn verður upp i haust. Eigi að siður er dagskráin með öllu sinu brotasilfri furðu sam- stæð, og á fyrstu sýningu á fimmtudagskvöld datt vist fáum annað I hug en að um fullbúið verk væri að ræða. Dagskráin er byggð upp samhliða af brúðuleik, samlestri og söngvum. Sam- lesturinn ber mikinn keim af siðdegisstundum Leikfélagsins i vetur,og hefur reynslan af þeim vafalaust komið i góðar þarfir. Án hennar hefði varla verið að vænta svo liflegrar og fjöl- breyttrar dagskrár. Efnið er fyrst og fremst sótt til þjóðsagna, en jafnframt i helgi- sögur og miðaldarit. f sam- lestrinum er lesið beint upp úr þessum ritum með liflegu og skemmtilegu látbragði, en i söngvum og brúðuleik er unnið upp úr þessum efniviði. Þessi atriði eru mikilsverðustu þættir sýningarinnar og gefa góð fyrir- heit um hinn fullbúna brúðuleik i haust. Þátturinn i Svartaskóla, þegar Jón helgi kemur að bjarga Sæmundi, er t.d. hnyttilega sam- inn, enda þótt meira hefði mátt gera úr stagli hins þrieina Gregoriusar. En bestur er siðasti þátturinn um Kálf Arnason og skuld hans við kölska, þá einu skuld, sem eyðist ekki i verð- bólguþjóðfélagi. Samlesttarefnið er yfirleitt vel valið og tengt. Að visu orkar tvi- mælis að fJytja þarna næstum i heild kvæði Einars Benedikts- sonar um • Svartaskóla, sem stingur mjög i stúf við annað efni. Eina hugsanlega réttlætingin fyrir þeim lestri væri að bregða upp óhugnaði þeirrar stofnunar, en það hefði mátt gera með öðrum hætti. t heild miðar dag- skráin fyrst og fremst að dægra- styttingu og skemmtun, sem tekst ágæta vel. Prýði sýningarinnar eru Ieiktjöld og ekki sist brúður Guörúnar Svövu Svavarsdóttur, fallega unnar og hnyttilegar. Efnið er tengt og útlagt I skemmtilegum söngvum, sem nutu sin vel i flutningi Kristinar Ölafsdóttur, Kjartans Ragnars- sonar og höfundar. Vonandi verður þetta upphaf náinnar samvinnu Leikfélagsins og Leikbrúðulands; um slika samvinnu gefur þessi sýning góð fyrirheit. Þorleifur Hauksson. Hættum segir íhaldsforystan r Afram segir horgarstjóri íhaldsins Menn þurfa ekki endilega að vera sammáia um meginmálefni þó svo þeir séu I „einingarflokkn- um” mikla, Sjálfstæðisflokknum. Þannig var það til að mynda á dögunum, aö Sjálfstæðisflokkur- inn lét fulltrúa sina I sjónvarps- kynningu telja landslýðnum trú um, aö allt væri að komast i kalda kol, og eitt af þvi, sem skilyrðis- laust bæri að gera, væri að stöðva erlendar lántökur með öllu, þvi nóg væri komið af sliku. Borgarstjóri Sjálfstæðisflokks ins i Reykjavik er ekki aldeilis á sömu skoðun og flokksforystan, nema að flokksforystan meini ekki það sem hún segir i þessu máli, og varla getur það hugsast. Það vill nefnilega svo til, að þessa dagana er borgarstjórinn i Reykjavik að ganga frá láni fyrir Reykjavikurborg vestur i Banda- rikjunum. Og það er ekkert smá- lán, sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir að þar yrði tekið, núna þegar allt er komiö i kalda- kol i efnahagsmálunum, eins og þeir sjálfir segja. Lánsupphæðin: 820 miljónir króna. —úþ. Ingunn og Maria fyrir utan hús Jóns Sigurðssonar f Kaupmannahöfn. Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn opnað Vegna sivaxandi ferðamanna- straums verður hús Jóns Sigurðssonar, östervoldgade nr. 12, opið I sumar fyrir Islenska feröamenn, og aðra, sem áhuga hafa á að skoða húsið. Gefst fólki þarna tækifæri á aö kikja I Islensk blöð og fá sér kaffisopa eða aðra hressingu. Húsið veröur opið daglega frá kl. 14-18 (lokað á mánudögum), en á föstudögum verður opið frá kl. 16-22. 0 Það eru tvær Islenskar stúlkur Ingunn Jónasdóttir og Maria L. Einarsdóttir, sem sjá um starf- semina i Jóns Sigurðssonar-hús- inu í sumar. Þess er vænst aö ts- lendingar sem staddir eru i Kaupmannahöfn, notfæri sér þessa menningaraðstöðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.