Þjóðviljinn - 16.06.1974, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur 16. júni 1974 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 til Alþingis og hefur setið þar siðan sem fulltrúi Austfirðinga. Er óþarft að rekja óteljandi störf hans á Alþingi en tvisvar hefur hann gegnt ráðherra- störfum af einstökum dugnaði og myndugleik. Lúðvik hefur gegnt miklum trúnaðarstörfum i Sósialistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu. 1 Neskaupstað varð Lúðvik bæjarfulltrúi 1938 og gegndi þvi til 1970. Hann var forseti bæjar- stjórnar og tók þar af krafti þátt i öllum störfum sem á hann hlóðust. Lúðvik beitti sér fyrir að keyptir væru tveir nýsköpunar- togarar til Neskaupstaðar og var um skeið forstjóri Bæjarút- gerðarinnr. Hann hafði forystu um stofnun Byggingarfélags alþýðu. sem reisti fjölda ibúða. Bygging sundlaugar og sjúkra- húss voru honum kærkomið verkefni ti að standa að og drifa áfram. Þá er eftir sá þáttur i Neskaupstað, sem Lúðvik á drýgstan þátt i, en það er forysta og formennska um 30 ára skeið i samvinnufélagi útgerðarmanna. En það félag er aðaleigandi Sfldarvinnslunnar, sem nú rekur frystihús, sildarverksmiðju, niðurlagningarverksmiðju og 3 stór skip ásamt ýmsu fleiru. Hefur Lúðvik látið sér mjög annt um samvinnufélagið og átt drýgstan þátt i að láta það gegna þvi forystuhlutverki i atvinnulifi staðarins, sem raun ber vitni. Eitt það, sem gert hefur Lúðviki Jósepssyni mögulegt að afkasta jafn miklu, er hans reglu- semi og bindindissemi. Slikt var a.m.k. talið aðalsmerki þegar baráttan fyrir sósialisma hófst i Neskaupstað um 1930. Undirstaða hins mikla starfs, sem Lúðvik Jósepsson hefir unnið fyrir heimabyggð sina, Austfirði alla og þjóðina er fyrst og fremst starfið i Sósialistaflokknum og Alþýðubandalaginu. An hugsjóna og trú á málstað sinn komast póli- tiskir forystumenn stutt. Þátt- taka Lúðviks i Sósialistafélagi og Alþýðubandalagsfélaginu i Neskaupstað og forysta hans þar var honum eflaust mikill styrkur i starfi. Sú eining, sem þar hefur alltaf rikt, og sá fjöldi liðsmanna, sem af einhug hefur staðið með honum i harðri baráttu gegnum árin, hefur átt mestan þátt i að styrkja pólitiska samstöðu i Neskaupstað. Sú staðreynd, að atkvæðafylgi Lúðviks i Austurlandskjördæmi hefur farið vaxandi, ber vott um traust Austfirðinga á honum, og það traust og fylgi nær langt útfyrir raðir pólitiskra samherja. Ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir munn okkar allra i Neskaupstað, þegar ég óska Lúðvik Jósepssyni til hamingju með þessi merku timamót á stormasamriævi og þakka honum frábært starf að þeim óteljandi verkefnum, sem drýgstan þátt eiga i þvi að gera Neskaupstað að búsældarlegum stað. Þá vil ég og kona min færa Lúðvik og hans ágætu konu Fjólu innilegar afmælisóskir og þakkir fyrir einlæga vináttu allt frá æskudögum. Þakka ég Lúðvik náið og gott samstarf að framgangi sameiginlegra hugðarefna. Jóhannes Stefánsson Það var áður fyrr löng leið efst af Fljótsdalshéraði niður á Norð- fjörð og kannski átti það sinn þátt i þvi, að áratugir liðu frá þvi ég gerðist pólitiskur stuðningsmað- ur Lúðviks Jósepssonar og fór að kjósa hann i aíþingiskosningum, þar til slik persónuleg kynni min tókust við hann, sem gera mér kleift á hátiðisdegi i æfi hans að senda honum kveðju á opinberum vettvangi. En lika kemur til með- fædd hlédrægni hans, sem kemur m.a. fram i þvi, að hann leitar ekki gjarnan á menn að fyrra bragði. 1 þessari einkennilegu staðreynd felst ein af andstæðun- um I fari hans: Hinn harðsnúni pólitiski bardagamaður, sem veitt hefir andstæðingum einna þyngst högg núlifandi tslendinga, er dagfarslega manna óáleitnast- ur og gæfastur og myndi áreiðan- lega helst kjósa að þurfa aldrei að standa i einni né neinni orrahrið. Á sama hátt kemur fram ein- kennileg andstæða i lífi Lúðviks Jósepssonar, að þessi maður, sem staðið hefir i pólitiskri fram- linu sem alþingismaður i 32 ár og Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins: Afmœliskveðja tvisvar ráðherra og þar með i sviðsljósi þjóðlifsins, myndi helst kjósa friðsamt og óbrotið lif, þar sem veisluhöld og ýmis hégóma- skapur, sem fylgir opinberu lifi, þekktist ekki, en möguleiki gæfist hins vegar á að skjótast við og við til að renna fyrir lax eða skreppa á knattspyrnuvöllinn, þar sem enginn bæri kennsl á hann. Mérhefir oftkomið i hug, þegar ég hefi virt fyrir mér lifshætti Lúðviks og viðbrögð, að hann væri imynd hinna fornu Stóu- manna, sem ólust upp við sjálfs- aga og fyrirlitningu á sýndar- mennsku og hégómaskap, en sýndu mesta rósemi, er harðast varbarist. Iðulega hefi ég hin sið- ari ár hitt hann nýkominn úr póli- tiskri höggorustu, þegar ætla hefði mátt, að hann væri tekinn i andliti og vanstilltur eftir svefn- lausar nætur, þegar örlög þjóðar- innar voru ráðin. Þá hefði einatt mátt ætla, að hann væri ekki að koma af slikum vettvangi, heldur úr orlofi sunnan frá sólarlöndum, sléttur og felldur og lék við hvern sinn fingur. Slikum eiginleikum er hollt að kynnast fyrir yngri mann, þvi að i raun réttri stendur hann frammi fyrir þeirri manngerð, sem Is- lendingasögur gáfu okkur sem fyrirmynd: Æðruleysi og gaman- semi i miðri orustu. A stjórnmálavettvangnum er nafn Lúðviks öðru fremur tengt islenskum sjávarútvegi. Sú saga verður örugglega rakin af öðrum i tilefni þessa dags. En með þvi pólitiska uppeldi, sem hann fékk, hefir hugsun hans snúist um alla þá hópa þjóðfélagsins, sem minnst hafa mátt sin og skarðan hlut hafa frá borði borið. Fyrir því hefir hann —■ þótt þvi sé litt fllkað — hugsað meira og meira um stöðu islenska bóndans i þjóðfélagi okkar. Ég tók sér- staklega eftir þessu á áratug hinnar svonefndu „viðreisnar”, þegar bændur bjuggu við verstan hag eftir siðari heimsstyrjöldina. Ýmsum kann að þykja það ein- kennilegt, en er þó engu að siður staðreynd, að flestar kvöldstund- ir, sem ég hefi átt heima hjá Lúð- viki, snerist ræðan siðustu einn til tvo klukkutimana um vandamál landbúnaðarins á íslandi. Lúðvik er þannig gerður — og einstæður hæfileiki hans til sund- urgreiningar á hverju máli stuðl- ar að þvi — að hann kafar til botns, þegar hann fær áhuga á einhverju máli og fer að velta þvi fyrir §ér I alvöru. Stálminni hans sem ég hefi sjaldan kynnst sliku, kemur gjarnan i góðar þarfir. Einhvern tima á „viðreisnarár- unum” varð ég var við, að honum fór að verða tiðrætt um þann mikla vanda, sem bændur viða um land áttu við að glima og var kannski af misjöfnum toga spunninn, en hafði þó að sam- nefnara þá harðleikni, sem þeir voru beittir af „viðreisnarstjórn- inni”. Frá þeim tima hefi ég leik- ið mér að þvi í huganum, að gam- an hefði verið að fá Lúðvik sem landbúnaðarráðherra i sterkri, róttækri vinstri stjórn. Þessum linum var ekki ætlað að rekja langan stjórnmálaferil, né heldur staðreyndatal um ætt og æfi, heldur láta hugann staldra við eiginleika i fari manns, sem mér hefir orðið þvi meira virði að kynnast eftir þvi sem ég hefi gert það betur. Fyrir þessi kynni færi ég nú Lúðviki þakkir minar og um leið Fjólu fyrir allar ánægjustundir á heimili þeirra og sendi þeim árn- aðaróskir i tilefni dagsins. A sextugsafmæli Lúðviks á ég þá ósk, að tslendingar megi bera gæfu til þess að nota sér enn um sinn hæfileika hans og dugnað til forystu i atvinnumálum og fyrir bættum kjörum og fegurra mann- lifi vinnandi alþýðu til handa. Verst þykir mér að sjá ekki raun- hæfa vona til þess að fá hann til þess að takast á hendur stjórn landbúnaðarmálanna, hins mikla hugðarefnis okkar beggja! Það er táknrænt fyrir Lúðvik Jósepsson, að i dag situr hann ekki i veislu, heldur stendur i miðjum bardaganum á fram- boðsfundum austur á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Ég óska þess, að mega ætið sjá hann jafn hressan og kátan eftir hverja höggorustu stjórnmálanna og hingað til og hlakka til að mega enn um sinn eiga von á ánægjustundum i návist hans og Fjólu. Sig. Blöndal. Sjaldan hafa orðið jafn aug- ljós þáttaskil i islenskri sögu og i byrjun heimsstyrjaldarinn ar síðari. Þá hófst saga her- námsins. Skyndilega voru ís- lendingar orðnir striðsgróða- menn og urðu fyrir þvi láni i ó- láni að leysast endanlega úr viðjum kreppunnar miklu. Skeið þenslu og verðbólgu leysti atvinnuleysistimann af hólmi. 1 islenskum stjórnmál- um urðu einnig afgerandi kaflaskipti og þá einkum af tveimur ástæðum: Kjör- dæmaskipuninni var breytt i mikilvægum atriðum árið 1942 og tvennum kosningum það ár óx Sósialistaflokkurinn Al- þýðuflokknum upp fyrir höfuð og varð þriðju stærsti stjórn- málaflokkur landsins. Hinn róttækari armur verkalýðs- hreyfingarinnar náði yf- irhöndinni, sá sigur átti eftir að hafa langvinn og djúptæk áhrif á þróun islenskra stjórn- mála, enda gætir hans enn i rikum mæli nú þremur ára- tugum siðar. Sumarið og haustið 1942 settust óvenjulega margir ungir menn á þingbekki i fyrsta sinn og þá ekki sist á vegum Sósialistaflokksins, sem fengið hafði 10 þingmenn kjörna. Að sjálfsögðu varð þingmannsferill þessara manna með ýmsum hætti. Sumir stóðu stutt við og náðu ekki aftur kosningu. Aðrir fóru geyst af stað og tryggðu sér endurkjör, en fuðruðu upp i hinum pólitiska eldi áður en varði. Aðeins fáir sátu lengi á þingi og af þeim eru nokkrir meðal þekktustu forustu- manna þjóðarinnar. Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra sem á sextugsafmæli i dag, er i hópi þeirra siðastnefndu. Hann var aðeins 28 ára gam- all, þegar hann var kjörinn á þing haustið 1942, og sýnt er, að eftir næstu kosningar, verða þeir tveir einir af þeim sem þá voru kjörnir i fyrsta sinn: hann og Ingólfur Jóns- son. Lúðvik var þó enginn nýliði i stjórnmálum. Hann hafði þá þegar setið i bæjarstjórn Nes- kaupstaðar i fimm ár. Þjóðin hefur fylgst með þvi, hvernig þeir samherjarnir, Lúðvik, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stefánsson ásamt fleiri félög- um hafa mótað glæsilega upp- byggingu Neskaupstaðar i 40 ár. Hitt er svo ekki siður aug- ljós staðreynd að um leið og Lúðvik hefur mótað Neskaup- stað, hefur heimabyggðin mótað Lúðvik. 32 vetur hefur það orðið hlutverk hans að gegna sendiherrastörfum fyrir bæjarfélagið og fyrirtæk- in, sem þar hafa verið byggð upp. Löngu áður en hann varð sjávarútvegsráðherra var hann orðinn gjörkunnugur út- gerðarmálum ekki aðeins frá sjónarmiði þeirra, sem stund- að hafa sjómennsku og fisk- vinnslu, heldur einnig frá þeirri hliðinni sem snýr að al- mennum ráðstöfunum i út- vegsmálum, rekstri fyrirtækj- anna. Það var þvi engin tilvilj- un að störf hans sem ráðherra sjávarútvegsmála i tveimur rikisstjórnum skyldu verða svo happadrjúg sem raun ber vitni, og að undir forustu hans skyldu storu stökkin i friðun fiskimiðanna vera tekin. Lúðvik hefur aldrei gefið sig mikið að fræðilegum vanga- veltum um þjóðfélagsmál. Sósialisk lifsskoðun er honum i blóð borin og honum lætur best að fjalla um viðfangsefn- in, eins og þau blasa við frá sjónarmiði hins almenna manns, sem ekki þarf að raða þeim I reglubundin fræðikerfi, til þess að sjá hvað er heil- brigð skynsemi. 1 stjórnmálum eru það eink- um þrennskonar eiginleikar, sem úrslitum ráða um vel- gengni manna. Undirstaðan er hugrekki og baráttugleði, og þar hefur Lúðvik svo sannarlega af nógu að taka, enda eru það einmitt þess háttar eiginleikar, sem gert hafa hann með vigfim- ustu mönnum, sem setið hafa á alþingi hin siðari ár. t öðru lagi er það svo stóra spurning- in um úthaldið.og um andlegt og likamlegt þrek Lúðviks þarf ekki að fara mörgum orð- um, eftir 32 ára setu hans. I tið þessarar rikisstjórnar höfum við I þingflokki Alþýðubanda- lagsins einmitt dáðst oftar en einu sinni að geysilegri starfs- orku hans og ósérhlifni. Þriðji mikilvægi eiginleik- inn sem Lúðvik er gæddur I ríkum mæli, er hæfileikinn til samstarfs við aðra. Jafnvel þótt stjórnmálahreyfing hafi hin ágætustu mál að berjast fyrir, dugar það skammt ef fé- lagsþroskann skortir. Það er samstarfið innan flokks og ut- an, byggt á sanngirni, skyn- semi og sterkum vilja i hæfi- legum hlutföllum sem ræður úrslitum um það, hvort hreyf- ing er i vetxti eða hnignun. A þessum timamótum i lifi Lúðviks Jósepssonar erum við allir önnum kafnir upp fyrir höfuð i miðri kosningabaráttu og þá ekki sist afmælisbarnið. Við flokksbræður hans verð- um að láta okkur nægja að senda honum hlýjar kveðjur um leið og við minnumst margra góðra stunda þar sem afburðaforustuhæfileikar hans hafa notið sin tii fulls. Við sem höfum unnið með honum daglegum störfum i þingflokki Alþýðubandalagsins þökkum honum þar að auki fyrir létta lund, þvi Lúðvik er manna fyndnastur, þegar sá gállinn er á honum. Fyrir hönd miðstjórnar og þingflokks Alþýðubandalags- ins færi ég honum hamingju- óskir og þakkir fyrir frábær störf hans i þágu sósialiskrar hreyfingar á tslandi i 40 ár. Ragnar Arnalds. Frá Þjóðviljanum Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra, er 60 ára i dag. Enn sér þess ekki stað á manninum að hann sé nú að leggja af stað upp sjöunda tuginn. Hann er enn hress og frisk- ur, ákafur baráttumaður, fylginn sér i hverri raun. Þjóðviljinn flytur Lúðvik heilla- óskir á afmælinu. Um leið flytur blaðið þakkir fyrir pólitiska leið- sögn hans og forustu um langt ára- bil, ekki sist nú hin siðari árin. Baráttan fyrir tilveru Þjóðvilj- ans er daglegt verkefni. I þeirri baráttu hefur verið gott að eiga jafn glöggan og ósérhlifinn liðs- mann og Lúðvik Jósepsson. Með von og vissu um að enn um langa hrið verði þeir samferða og njóti hvor annars, Þjóðviljinn og Lúð- vik, sendir blaðið heitar baráttu- kveðjur til afmælisbarnsins i Nes- kaupstað. SKAGFIRDINGAR Fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verði. Greiðum hæsta verð íyrir framleiðsluvöru ykkar. SAMVINNUMENN — ykkar hagnaður er að verzla við eigin samtök. Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.