Þjóðviljinn - 16.06.1974, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16, júní 1974
Um stórveldi
og lýðveldi
kvæðri afstöðu Norðurálfu, hlaut
að laða Island vestur á bóginn.”
Bandarikjamenn sáu sér hér lfka
leik á borði að hagnýta sér við-
brögð „bræðraþjóðanna” á Norð-
urlöndum gagnvart fyrirætlunum
okkar um lýðveldisstofnunina, en
þau viðbrögð voru ekki ýkja vin-
samleg. Benjamin M. Mulley,
bandariskur sendiráðsnautur i
Reykjavik, skrifaði út frá þessari
kuldalegu afstöðu Skandinava:
„Ekki skyldu afleiðingarnar
vanmetnar, þær lýsa sér i til-
henigingu til að halla sér að vin-
samlegum Bandarikjum en frá
Skandinavlu (leturbr. mln, dþ),
sem neitar að skilja eða fallast á
málstað Islands.”
/,Þeirra væri faðernið..."
Á lýðveldishátiðinni á Þingvöll-
um vakti það athygli aö einn
hinna erlendu sendimanna, sem
viðstaddir voru, þagði þunnu
hljóði i rigningunni og flutti engar
árnaðaróskir frá stjórn sinni:
sendiherra Sovétrikjanna I
Reykjavik, Alexei N. Krassilni-
kof. Samkvæmt upplýsingum,
sem fram koma i grein Þórs, var
ástæðan sú, að sovéskir ráða-
menn gerðu sér, likt og Bretar,
fulla grein fyrir þýðingu þessa at-
burðar I tafli stórveldanna. So-
vétmenn hafa litið svo á, likt og
Bretar, að lýðveldisstofnunin
táknaði tilfærslu Islands frá Evr-
ópu til Amerlku, yfir á áhrifa-
svæði Bandarikjanna. Sovétrikin
settu sig að visu ekki upp á móti
þeirri þróun mála, enda var hún i
fullu samræmi við þá skiptingu
heimsins milli Bandarikjanna og
Sovétrikjanna, sem þeir Roose-
velt og Stalin gengu frá i Jalta og
Teheran. En auðvitað sáu Sovét-
menn enga ástæðu til að fagna
þessari stækkun á bandarisku
áhrifasvæði, sem lýðveldisstofn-
unin þýddi að þeirra dómi, með
þvi að senda sérstakan erindreka
með heillaóskir á Þingvelli, eins
og Bandarikin gerðu. Varðandi
þetta viðhorf Sovéta vitnar Þór i
Pétur Benediktsson, þáverandi
sendiherra íslands i Moskvu:
„Ég efast ekki um, að Molotof
hefir sagt við sjálfan sig ...Það
þyrfti engan að furða, þótt
Bandarikjamenn ætluðu að halda
króanum undir skirn. Þeirra væri
faðernið, svo að þeim mætti vel
renna blóðið til skyldunnar.”
//...meö vestrænar
kúnstir frá
Washington..."
1 fyrrnefndri álitsgerð Cumm-
ings deildarstjóra er lagt til að
sérlegur erindreki Bandarikja-
stjórnar á lýðveldishátíðinni, sem
hét hvorki meira né minna en
Louis Goethe Dreyfus, skyldi
halda aðalhátiðarræðuna fyrir
hönd erlendra sendimanna. Með
þvi var á augljósan hátt verið að
undirstrika að hið nýja lýðveldi
væri skjólstæðingur Bandarikj-
anna, svo að engum þarf á óvart
að koma að bandariskir stjórnar-
embættismenn skyldu vilja hafa
það þannig. Hitt þykir ef til vill
einhverjum undarlegra aö þetta
var gert samkvæmt ósk Islensku
rikisstjórnarinnar, sem var utan-
þingsstjórn Björns Þóröarsonar,
en auk hans sátu I stjórninni þeir
Einar Arnórsson, Björn Ólafsson
ísland og
Asóreyjar
Þaö kom fram af ummælum
Roosevelts og annarra banda-
riskra framámanna þegar
snemma á striðsárunum að þeir
höföu einkum hug á tveimur lönd-
um i Atlantshafi, sem þeir hugs-
Erlendir sendifuiltrúar á gestapaili á Þingvölium, 17. júni 1944. Talið frá hægri: Krassilnikof frá Sovétrlkjunum, Voiilery frá Frakklandi,
Johansson frá Sviþjóð, Esmarch frá Noregi, Shepherd frá Bretlandi og Louis Goethe Dreyfus frá Bandarikjunum. Lengst til vinstri er Sigur’-
geir Sigurðsson biskup.
„Þeir minna á Israels Makkabea...” tslenska rlkisstjórnin viö Stjórn arráðshúsið 18. júni 1944. Frá vinstri: Björn Þórðarson, Einar Arnórs-
son, Vilhjálmur Þór og Björn Óiafsson.
„Lýðveldisstofnunin 1944
fór að öllu leyti saman við
hagsmuni Bandaríkja-
manna. Þeir litu orðið á ís-
land sem útvirki Vestur-
álfu og lék hugur á því, að
landið skipaði sér til f ram-
búðar í sveit Vesturálfu-
ríkja. Með sambandsslit-
um hafði island höggvið á
tengsl, sem um aldir hafði
knýtt landið Norðurálfu.
Bandaríkjamenn notuðu
því lýðveldisstofnunina til
að laða Island i vesturátt
með vinahótum. Áhugi
þeirra á hernaðaraðstöðu
hér á landi að lokinni styrj-
öldinni ýtti enn undir til-
raunir þeirra til að vinna
hylli íslendinga."
Þannig kemst Þór Whitehead,
sagnfræðingur og framámaður
ungra ,,sjálfstæðis”manna að
orði I allsnjallri grein um lýðveld-
isstofnunina, sem birtist I Skirni
1973 undir titlinum Stórveldin og
lýðveldið. Segir I upphafi greinar-
innar að tilgangur hennar sé að
„draga upp i stórum dráttum
mynd af þeim þætti lýðveldis-
málsins, sem fram fór að tjalda-
baki i erlendum höfuðborgum.”
Helstu heimildir eru hvorki meira
né minna en skjöl utanrfkisráðu-
neyta Bretlands og Bandarikj-
anna.
Eftirtektarvert er að blöð
„sjálfstæðis”manna hafa litt
flaggað skrifum Þórs, sem maður
skyldi þó i fljótu bragði ætla að
þeim væri fengur að, ekki sist
með tilliti til þess að snjallir og
ritfærir menntamenn eru alltaf
heldur fágætir á hægri kantinum.
Þetta skýrist þó þegar greinar
Þórs eru lesnar, en meginefni
þeirra er staðfesting á þvi, sem
hernámsandstæðingar hafa frá
upphafi haldið fram, að Banda-
rikin höfðu þegar snemma á ár-
um siöari heimsstyrjaldar ákveð-
ið að gera tsiand að herstöð sinni
um aldur og ævi og sátu þannig
frá upphafi á svikráðum viö sjálf-
stæði hins isienska lýðveldis.
uðu sér að gera að útvirkjum sin-
um gegn hugsanlegum andstæð-
ingum I Evrópu og til þess að
tryggja itök sin austan megin
Atlantshafs. Þessi lönd voru ís-
land og Asóreyjar. Sagan sýnir að
Bandarikin hafa i meginatriðum
komið framvilja sinum varðandi
þessi lönd bæði og hafa haft þar
þær herstöðvar og eftirlitsstöðv-
ar, sem þeir telja sér nauðsynleg-
ar til þess að hafa „kontról” á
Vestur-Evrópu og miðjarðarhafs-
löndum, svo áratugum skiptir.
Eftirtektarvert er að þessum i-
tökum bæði á íslandi og Asóreyj-
um hafa Bandarikin náð og haldið
með stuðningi illkyjuðustu aftur-
haldsaflanna, sem fyrirfinnast i
löndunum, á Asóreyjum (sem eru
hluti af Portúgal) meö fulltingi
hins sótsvarta afturhalds Salaz-
ars og Caetanos, sem Bandarikin
I launaskyni efldu til nýlendu-
styrjalda og hryðjuverka gegn
þjóðum Afriku, og á Islandi með
auðfenginni aðstoð þess siðlausa
braskaraskrlls, sem ræður öllur i
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum
og miklu i Framsóknarflokknum
og fúslega lét landsréttindi Is-
lands föl fyrir skjótfenginn her-
námsgróða.
Slegið á strengi
sjálfstæðis-
baráttunnar
Til þess að koma vilja sinum
sem greiðlegast fram við íslend-
inga slógu bandariskir ráðamenn
blygðunarlaust á strengi barátt-
unnar fyrir lýðveldinu og sam-
bandsslitum við Danakonung.
Það var i þessum tilgangi, sem
Bandarikin studdu svo afdráttar-
laust stofnun lýðveldis á Islandi,
og var afstaða þeirra i þvi máli
öllu afdráttarlausari en Breta,
sem voru nokkuð hikandi i málinu
af ótta við að styggja Dani, sem
er ein af mestu viðskiptaþjóðum
Breta, og einnig sökum þess að
breskir stjórnmálamenn gerðu
sér fullkomlega grein fyrir hvar
fiskur lá undir steini hjá Banda-
rikjamönnum. Fyrir strlðið höfðu
Bretar talið Island til sins áhrifa-
svæðis, og þeir voru ekki of hress-
ir yfir þvi að sjá það hverfa yfir á
áhrifasvæði Bandarkjanna, þótt
þeir fengju ekkert að gert.
„Vegna hagsmuna
okkar eftir
stríö...."
Af skjölum bandariska utan-
rikisráðuneytisins,, sem Þór
Whiteheal styðst viö, kemur
greinilega i ljós að Bandarlkin
settu heilmikla leiksýningu á svið
til þess að telja islensku þjóðinni
trú um, að hún ætti lýðveldið og
fullt sjálfstæði ekki sist að þakka
innilegri og undirmálalausri vin-
áttu Bandarikjanna, og var þá
skammt i það að gefið væri i skyn
að áframhaldandi sjálfstæði ts-
lands yrði best tryggt undir sér-
stakri vernd þessa sama stór-
veldis. Svo var búið um hnútana
að þannig liti út að Bandarikin
væru einskonar guðfaðir við skirn
þess ungviðis, sem lýðveldið Is-
land var. 1 þvi augnamiði var á-
kveðið að Bandarikin sendu sér-
stakan erindreka til þess að vera
viðstaddan lýðveldisstofnunina.
Hugmyndina að þvi átti Cumm-
ing, deildarstjóri I utanrikisráðu-
neytinu bandariska. Hann rök-
studdi þá tillögu sina á þessa leið:
„Ég er þeirrar skoðunar, að nú-
verandi samskipti okkar við Is-
land, sem byggjast á dvöl hers
okkar I landinu o.s.frv., auk hags-
muna okkar eftir strið, svo sem
beiðni um flota- og flugbækistöðv-
ar i samræmi við áætlanir, sem
hlotið hafa samþykki yfirher-
ráðsins og forsetans, (leturbr.
min, dþ) krefjist þess, að við lát-
um sérstaklega til okkar taka i
tilefni þessa sögulega atburðar i
islensku þjóðlifi.”
Með kveðju
frá Batista
Bandarikjastjórn lét ekki hér
við lenda, heldur kom hún þvi til
leiðar við leppriki sin i Rómönsku-
Ameriku að þau sendu tslandi
hamingjuóskir i tilefni lýðveldis-
stofnunarinnar, og var litið á ósk-
irnar sem viðurkenningu á lýð-
veldinu. Þetta framtak varð til
þess að þegar við stofnun sina var
islenska lýðveldið „heiðrað” með
hamingjuóskum frá alírahanda
fasistadólgum, sem drottnuðu af
náð Bandarikjastjórnar yfir hin-
um og þessum bananalýðveldum,
þótt fæstir þeirra muni hafa heyrt
Island nefnt fyrr en þeim barst
skipun frá Washington um að við-
urkenna það. Einn þessara höfð-
ingja, sem voru meðal þeirra
fyrstu er árnuðu islenska lýðveld-
inu heilla, átti siðar eftir að ná
heimsfrægð: Fulgencio Batista,
einræðisherra á Kúbu. Um ástæð-
ur Bandarikjanna fer Þór White-
head svofelldum orðum:
Að laða island
vestur á bóginn."
„Þessa ráðstöfun verður einnig
að túlka sem lið i viðleitni Banda-
rikjanna til að auka velvild Is-
lendinga i sinn garð... Eindreginn
stuðningur Vesturálfu við lýð-
veldisstofnun gagnstætt nei-