Þjóðviljinn - 16.06.1974, Page 21

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Page 21
Sunnudagur 16. júnl 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 21 Brúargerð til að opna nýjar ferðamannaleiðir Þessi nýja brú yfir Dóná i Bratislava er mikilvægur hlekkur i akstursleiðinni milli Skandina viu og Júgósiaviu og 'Balkanskagans. Brú sú hin mikla sem sést á meðfylgjandi mynd liggur yfir Dóná í borginni Bratislövu í Tékkóslóvakíu. Smíði hennar er einn af áföng- unum í margra þjóða átaki í austanverðri Miðevrópu til að opna greiða leið frá Eystrasalti suður til Mið- jarðarhafs. Raunar er verið að leggja tvo stórvegi suður um álfuna á þessum slóðum. Báðir liggja um Ungverjaland, annar um það vestanvert frá landamærunum gegnt Bratislövu og um ferða- mannastaðina á bökkum Balatonvatns og siðan suður i hafnarborgina Rijeku við Adria- haf. Hinn kemur alla leið norðan frá Heísingfors, um Pólland eins og sá fyrri, um Tékkóslóvakiu og siðan um Búdapest, Belgrad, Sarajevo og þannig niður að ströndinni eigi alllangt frá eftir- lætisstað ferðamanna, Dubrovnik. Ferðamenn eru mjög nefndir i sömu andránni og þessir vegir, þvi að samgönguæðum þessum mun ekki sist ætlað að taka við straumi ferðamanna suður og norður sem hingað til hefur aöal- lega brotið sér braut um Vestur- Evrópu þegar hlýindin setja svip sinn á álfuna. Allavega segir hið sænska blað sem þessi tiðindi eru sótt i, aö nýju vegirnir eigi að freista Norðurlandabúa sem aka suður hvert sumar og norður aftur þegar haustar, — öfugt við far- fuglana. Það mun þegar farið að auglýsa vegina á Vesturlöndum fvrir væntanlega túrista, þeim er heitiö hótelum og mótelum með vissu millibili, bensinstöðvum, við- gerðaverkstæðum og sima- klefum, eins og best gerist viö hina svonefndu „átóbana” Vestur-Þýskalands og annarra gósenlanda bilismans. En svo er að skilja sem Austan- vérar fari ekki varhluta af þeim búsifjum i fegurð og menningu sem Vesturlandabúar þekkja svo vel að eru fylgifiskar bilismans og hraðbrauta hans og annarra tröllaukinna samgöngumann- virkja. Margirharma—ogliklega ekki sist hinn menningarþyrsti hluti ferðamannanna — aö umtals- verður hluti af gamala bænum i Bratislövu er horfinn vegna brúarinnar. Þar sem annar brúarsporðurinn er nú, var áður hin „alte Pressburg”, sem Þjób verjar kalla svo. Það var jafnvel með naumindum aö unnt reyndist að sveigja hraðbrautina fram hjá gömlu höllinni sem er i hættulegri nálægð við brúna og sést á mynd- inni handan ár. Þaö er gefin sú skýring, að þaö hefði verið of dýrt fyrirtæki aö endurnýja öll gömlu húsin, en leggja brúna utan borgar- takmarkanna. Þó var talið rétt að halda öllum steinum i samkundu- húsi Gyðinga til haga, en þaö stóð einmitt undir núverandi brúar- sporði gömlu-borgarmegin. Þeir eru allir númeraöir, og fræðilega er hægt að reisa húsið að nýju annars staöar i sömu mynd úr þeim, en enginn veit hvort af þvi verður. út er komið 1. hefti 14. árgangs tímaritsins „Nyt fra Island", sem Dansk-íslenska félagið gefur út. Ritstjóri er Bent A. Koch. Ritið er 56 síður að stærð og er þar að finna efni eftir þessa menn: Pál Zóphóníasson, Böðvar Guðmundsson, Bent A. Koch, tvær greinar eftir Guðmund Daníeísson, Indriða G.Þorsteinsson og Véstein Olason. r Iþrótta- og leikjanám- skeið barna Hin árlegu íþrótta- og leikja- námskeiö á vegum Reykjavikur- borgar og íþróttabandalags Reykjavlkur eru hafin. Námskeiðin eru sniöin fyrir bön á aldrinum 6—12 ára. Leiðbeint verður i margskonar leikjum og iþróttum. Kennt verður á 7 stöö- um I borginni annan hvern dag á hverjum stað. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum fer kennslan fram á KR-velli við Kaplaskjól, Vik- ingsvelli við Hæðargarð og á leik- velli við Arnarbakka. A þriöjudögum, fimmtudögum og laugardögum er kennt i Laugardal vestan Alfheima, á leikvelli við Rofabæ, leikvelli viö Alftamýrarskóla og á leikvelli við Fellaskóla. Kennslutimi er tvær stundir frá kl. 9.30—11.30 fyrir 6—9 ára börn ogfrákl. 14—16.00 fyrir 10— 12ára börn. A laugardögum er aöeins kennt fyrir hádegi. Námskeiðinu lýkur með iþróttamöti á Melavelli 28. júni. Innritun fer fram á kennslu- stöðunum i byrjun námskeiösins. Námskeiðsgjald er kr. 100.00. En bjórþyrstir ferðamenn geta lagt leiðir sinar upp I veitinga- salina sem byggðir voru ofan á annan hengibrúarturninn, og þaöan geta þeir horft á straum- linur hins nýja tima. Peningar þeirra eru vist betur þegnir en að- dáunin i augnatilliti hinna sem heldur kjósa að reika um i gömlum borgarhverfum og anda aö sér ilmi liðinna daga. hj- Kór Framhald af bls. 7. um nágrenni þeirra staða, sem við dvöldum á, en gengum lika nokkuð á fjöll með Þór. Snorri: —Rektor mennta- skólans i Þórshöfn bauð okkur lika með sér I skoðunarferð út i Kirkjubæ, en þar ólst Sverrir kon- ungur upp, þar var sögufrægt biskupssetur og þaðan eru Paturssynir ættaðir, Erlendur Patursson og hans fólk. Rektor- inn fræddi um sögu staöarins og sýndi okkur meöal annars rústir dómkirkjunnar frægu, feikn- stórrar kkirkju, sem aldrei var lokið við að byggja. — Er eitthvað til viðbótar, sem ykkur fannst öðru fremur fróðlegt að sjá? Snorri:- Það er eitt sem við get- um lært af Færeyingingum, en það er að byggja skóla. Bæði eru skólarnir alveg sérlega rúmgóðir og vel fyrir öllu hugsað, hvort sem um er að ræða kennslustofur eða samkomusali, en svo eru þeir einkar vel búnir að öllum tækja- kosti, ekki hvað sist hljóðfærum.. ráa Hin æðri stétt Framhald af bls. 1 lögðum fram viö hann I fyrstunni, var svolátandi: — Hverja ætla forvigismenn „Varins lands” að fara i mál við? „Já. Ég kýs nú að láta þvi ósvarað, og læt þar viö sitja.” — Eins þvi þá hvenær þessar kærur verða lagðar fram? „Ég vil ekki svara Þjóðviljan- um þar um.” — Og þá ekki neinum spurning- um varðandi þetta mál? „Nei.” — Hver heldurðu að væri lik- legastur til að svara einhverju um þetta mál? Geturðu nefnt mér einhvern til? „Ég get ekki bent á neinn, sem ég teldi liklegan til þess.” Hún er ekkert smálitil reisnin yfir hinum nýju „sjálfstæðis- mönnum” þjóðarinnar. —áþ Bilar Framhald af bls. 1 tengdir Sjálfstæðisflokknum, sumir beinlinis inni i hagsmuna- kliku hans, jafnvel inni á gafli. Nægir að minna á Geir Hall- grimsson, einn aðaleiganda Ræsis, og Gunnar Ásgeirsson, en þessir aðilar hafa eins konar einkaleyfisviðskipti við Strætis- vagna Reykjavikur. Mætti þvi spyrja, hvað Sjálf- stæðisflokkurinn, flokkssjóður- inn sjálfur, fékk mikið i sinn hlut af 240 miljónunum, sem bilainn- flytjendur hrifsuðu til sin i upp- hafi þessa árs; Og hvað fékk hann mikið af 400 miljónunum i fyrra? hj Ragnar Framhald af 3. siöu. I eigu þeirra, sem við þau vinna. Þannig fengi það smátt og smátt aukin yfirráð yfir framleiðslu- tækjum þjóðarinnar. En kjark- leysið heldur aftur af fólki, ásamt rótgróinni þjónkun við auðvaldiö. Menn hafa óbilandi trú á hinum svokölluðu athafnamönnum, sem hafa verið svo duglegir að koma sér áfram. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þvi, að það hefur sjálft skapað þau auðæfi, sem þessir menn ráða yfir, og að það er vinna þess sjálfs, sem leggur grundvöllinn að rekstri fyrirtækj- anna. A meðan getur ihaldið haldiðáfram að stóla á fylgi stórs hluta launafólks og braskararnir að skerða hýruna, sem það fær i laun. Um að gera að fara ekki að hugsa Ef ihaldið kæmist i stjórn eftir þessar kosningar yrði að sjálf- sögðu saumað duglega að verka- lýðnum, en það er allsendis óvist, hvort kjósendur þess I launastétt brygðu ró sinni við það, og fullvist að samkeppnin I einkaneyslunni myndi ekki minnka. 1 haldið sæi fyrir þvi. Það er þvi miður ekkert gert i þessu þjóðfélagi til að þroska verkalýðinn eða vikka sjónhring hans. Kapphlaup og þrældómur er það sem gildir, og um að gera að fara ekki að hugsa, þvi fólk gæti komist að óheppilegri niður- stöðu. Brottför hersins kostar átök — Eigum við I lokin að minnast á hermálið? — Ég var svo barnalegur að imynda mér, að brottför hersins myndi ekki kosta þau þjóðfélags- átök, sem raun hefur orðið á. Allt of margt fólk virðist vera alveg dauttfyrir staðreyndum og neitar að trúa öðru, en að herinn sé hérna okkur til verndar. Gegn hverju, það er aftur önnur saga. Þetta fólk þorir ekki að kynna sér heimsmálin að neinu gagni, þá kynni nefnilega skoðun þess á hlutverki Bandarikjanna að breytast. Það hvað litið hefur áunnist i þvi máli, sannar okkur áþreifan- lega, hvað það þýðir litið að treysta þvi, að stjórnvöld þoki svona vikvæmum málum áleiðis, án stöðugs þrýstings frá fólkinu sjálfu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.