Þjóðviljinn - 16.06.1974, Side 22
22 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júni 1974
LEIF
NORMAN
ROSSE
GULL-
HANINN
konunglegar. Einsog kóngur rikti
hann langa ævi og varpaöi nýjum
ljóma yfir ættina og nafnið.
1 bók um óðulin á Aker og
eigendur þeirra fékk ég þær
upplýsingar að það var faðir
hans — langalangalangafi minn
Hans Gyldenhahne — sem var
hinn fyrsti úr ættinni sem sat
óðalið. Hann keypti það árið 1760.
En upplýsingar um hann voru
fátæklegar, þær gáfu enga mynd
af manninum sjálfum. A undan
honum hafði annar rikur timbur-
kaupmaður — Carl Joachim
Lövendahl — verið eigandi. En
hann flúði óðalið vegna
reimleika. Reimleika? Já, þetta
stóð þarna skrifað og það var
furðuleg lesning.
Einu sinni fyrir mörg hundruð
árum átti að hafa staðið klaustur
á landi óðalsins, og sagt var að
munkur hefði verið hengdur á
hlaðinú til að afplána synd sina
gagnvart ungri konu i ná-
grenninu. Hann hafði neitað
sektinni og svarið við almáttugan
guð að hann væri saklaus. En
þegar ekkert stoðaði og snaran
var lögð um háls honum, hafði
hann hrópað yfir áhorfenda-
skarann sem safnast hafði
saman, að hann myndi koma
aftur og gera það sem hann hefði
verið dæmdur fyrir. Og eftir
dauðann hafði hann gengið aftur,
ráðist á ungar konur og nauðgað
þeim. Ófáar af stUlkum sveitar-
innar höfðu i timans rás gefiö upp
munkinn sem barnsföður.
Siðan hvarf draugurinn og lét
ekki á sér kræla i hálfa öld að
minnsta kosti, uns hann birtist
skyndilega aftur haustið 1759. Og
þá hafði hann gengið svo mjög
upp I hlutverki sinu, að honum
tókst að minnsta kosti að hræða
vitglóruna úr einniungri stúlku. 1
sannleika sagt...
Ungfrú Margrethe Löwendahl
getur ekki sofið. Hún liggur i
mjúku rúmi, hún er með heitan
stein við fæturna eins og endra-
nær á haustin og hún er búin að
biðja kvöldbænina. Klukkan
nálgast miðnætti og það er djúp
kyrrð yfir öllu, eina lifsmarkið er
dálitið þrusk I fjósiu við og við.
En svefninn vitjar ekki
Margrethe. Hún hefur fyllst
undarlegri óró — ef til vill er það
tunglið.
Auðvitað er ekkert að marka
það sem sagt er i eldhúsinu: Þrjú
tunglskinskvöld i röð hefur vofa
sést á sveimi. Sagt er að
munkurinn sé kominn aftur, hann
sem fyrir langalöngu hafði vakið
skelfingu hjá ungu stúlkunum i
sveitinni. Hver trúir svo sem á
slikt! Bull og vitleysa að sjálf
sögðu, og faðirinn hafði hlegið
dátt þegar hann heyrði það. En
vist var það skrýtið sem stúlk-
urar sögðu frá.
Fyrst var það unga elda-
stúlkah. Hún var á leið utanúr
skemmu snemma kvölds og
missti flatbrauð og mysuost út úr
höndunum þegar hávaxin, dökk-
klædd vera i flaksandi kufli kom
svífandi á móti henni fyrir
hlöðuhornið. Andlitið sá hún
ekki, aðeins illileg augu sem hvít-
mataði i i haustmyrkrinu. Ofsa-
hrædd æddi hún inn i eldhús og
sagöi að vofa væri á hælunum á
sér.
Næst var það ein af fjósa-
konunum sem fyrir þessu varð.
Hún var að afklæða sig i kvenna-
skálanum, hinar stúlkurnar voru
komnar upp i rúmin meðfram
veggjunum, þegar henni varð
litið að glugganum. Og þar stóð
þrekleg vera i svörtum kufli og
þrýsti náhvitu andlitinu að
rúðunni,en tvö stór, sjálflýsandi
augu störðu illilega á hana. Hún
rak upp skelfingaróp svo að hinar
stúlkurnar spruttu á fætur, og þá
hvarf vofan hljóðlaust.
En það var enn verra sem siðar
gerðist. Þá var það Gunda sem
varð fyrir þvi og Gunda hafði
alltaf verið skynsöm manneskja,
sem hægt var að treysta. Hún bar
ábyrgð á öllu húshaldinu, þótt ung
væri, og hafði verið á bænum I
bráðum átta ár. Gunda var ekki
hræðslugjörn, en þegar hún kom
frá smáhýsinu bakvið hlöðuna
siðla kvölds og risastór, svartur
búkur kom fram úr myrkrinu og
sveif i áttina til hennar með stór,
sjálflýsandi augu i grænfölu
andliti, þá gaf hún hræðslunni
lausan tauminn og veinaði svo
hroðalega að það heyrðist til
næsta bæjar. En piltarnir, sem
komu þjótandi út Ur karlaskála,
sáu ekki neitt.
— Munkurinn, stundi Gunda. —
Ég þori að sverja að það var
munkurinn. Hann var að minnsta
kosti fimm álnir á hæð, var i
siðum svörtum kufli og það
stirndi á nauðrakað höfuðið og
augun voru æðisleg og hann sagði
... hann sagði.... En það var
ómögulegt fyrir vesalings konuna
að stynja fram hinum skelfilegu
orðum. Enginn mannlegur
máttur fengi hana til að vera degi
lengur á þessum hræðilega stað,
staðhæfð hún, og daginn eftir
hafði hún farið burt ásamt tveim
öðrum stúlkum. Ef þetta gengi
svona til áfram, gætu þau ekki
fengið vinnufólk. Það var ekki að
undra þótt móðirin væri áhyggju-
full.
Hjátrú og almúgaþvaður,
auðvitað hlustar heldra fólkið
ekki á slikt og þvilikt, nema sér
til gamans. En samt sem áður er
fröken Margrethe óróleg. Tunglsr
ljósið skin svo skært gegnum
gluggann og það er óhugnanlega
hljótt i stóra húsinu. En smám
saman róast hún. Foreldrarnir
eru heima, bræðurnir, þjónustu-
liðið og dyrnar að herbergi
hennar eru læstar. Hvað gæti svo
sem komið fyrir hana?
Hún er að festa blund þegar hún
hrekkur allt i einu i kút og sest
upp með öndina i hálsinum. Nei,
þetta varvist bara einntarfurinn
sem varð órólegur á básnum. Hún
leggur sig aftur, glaðvakandi og
kviðin.
Þá heyrir hún hljóð i kyrrðinni.
Það kemur úr húsinu sjálfu og
það er hljóð sem hún kannast við
en átti ekki von á um þetta leyti:
Einhver opnar hlerann! Þunga
eikarhlerann efst i stiganum, sem
liggur upp i klukkuturninn og er
aðeins opnaðurþegar athuga þarf
slagverkið, trekkja það upp eða
lagfæra. Hún heyrir aftur urgandi
marrið. Og siðan liður stundar-
korn áður en hún heyrir marr i
stiganum. Einhver læðist varlega
niður stigann, rúmið hennar
stendur við vegginn sem liggur að
turnstiganum, hún er sú eina i
húsinu sem getur heyrt þetta lága
hljóð.
Skrjáf meðfram veggnum, lág
stuna, laumulegt fótatak eftir
ganginum — það er greinilegt að
komumaður vill ekki láta til sin
heyra. Hún þorirekki að risa upp,
mjakar sér aðeins með hægð ofar
á koddann og heldur niðri i sér
andanum. Þá heyrir hún það:
Einhver stendur fyrir utan
dyrnar hjá henni — einhver sem
dregur þungt andann.
Svo stirðnar hún upp. Klinkunni
er ýtt til hliðar með hægð, hún
finnur að ýtt er á hurðina, einhver
er að reyna að opna. Guð sé lof að
hún hefur lykil, hann liggur undir
koddanum, hún hefur lika troðið
striga i skráargatið, svo að eng-
inn getur gægst inn. En eftir
andartak hættir hjarta hennar að
slá, þvi að hún sér að striganum
er ýtt út og hann dettur á gólfið og
siðan heyrir hún lágt urg i lykli
sem stungið er i skrána. An þess
að geta hrært legg eða liö, sér hún
klinkunni ýtt niður og hurðinni ýtt
upp með hægð. Hún opnar munn-
inn en getur ekki komið upp
hljóði. Þvi að i dyragættinni
Samvinnuverzlun tryggir sannvirði Það er hagur heimilisins — að verzla í eigin búðum. Við höfum á boðstólum — allar algengar neyzluvörur. K A U P U M — íslenzkar framleiðsluvörur. Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði
KAUPFÉLAGIÐ
er bundið við héraðið, svo að aldrei
verður skilið þar á milli.
Kjörorðið er: Að hafa ekki áf öðrum, en
hjálpa hver öðrum.
Kaupfélag Önfirðinga
Flateyri.
Ótrúlega Idgf ver6
AZcuium SLÆR
ÖLL
MET
Einsfök
goeði
BARUM
BREGST EKK/ simi 1158.
EINKAUMBOÐ: TEKKNESKA BIFREIOAUMBOÐID Á ÍSLANDI
SoLUSTADÍR:
Hjólbarðaverkstæöið Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606.
Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606.
Skodaverkstæðiö á Akureyri h.f.,sími 12520.
Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum,
SAMVJNNUMENN!
Verslið við eigin samtök
— það tryggir yður sannvirði.
Kaupfélag
Svalbarðseyrar
eigendur athugið
Verkstæði okkar verða lokuð vegna
sumarleyfa — sem hér segir:
Verkstæðið Suðurlandsbraut 16
frá 15. júii til 13. ágúst.
Réttingaverkstæðið Hyrjarhöfða
frá 8. júii til 6. ágúst.
Umboðsverkstæði okkar — Kambur h.f. i
Kópavogi — verður opið.
Jtósmiw h\.
Indversk undraveröld.
Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum
munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur,
veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn-
hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind-
versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa-
fætur, gólfvasar, slæöur, töskur, trommur,
tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stæröum,
skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll-
ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt.
Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval
af mussum.
Jasmin
Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg).
ÍAll
IH
Auglýsingasiminn er 17500
UWÐVHJÍNN