Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Frysti- húsa- konur, fast- ráöiö ykkur! Ung kona, sem að undanförnu hefur unnið i bónus i frystihúsi, sendi siðunni eftirfarandi grein: Þar sem nú hefur loks náðst sá áfangi hjá konum sem vinna i frystihúsum, að séu þær fastráðn- ar fái þær greidda 3ja daga kaup- tryggingu ef engin vinna er, þá finnst mér ástæða til að hvetja konur til fastráðningar. Tilefni þessarar hvatningar minnar eru viðbrögð kvenna i frystihúsi i Vestmannaeyjum, þar sem ég vann. Virtust þær veigra sér við að fastráða sig vegna þess að þá misstu þær það frjálsræði að geta verið heima einn og einn dag ef þær vildu. Að- spurðar höfðu þær þó alltaf mætt til vinnu þegar þeirra var þörf. Átti þetta einkum við þær konur, sem lengst höfðu unnið og mætt samviskusamlega. Nokkrar ungar stúlkur fastréðu sig þó eftir að þeim hafði verið bentá mikilvægi þessa samnings. Auðvitað er þessi kauptrygging aðeins smá hreyfing i þá átt að fullur réttur náist. Til dæmis geta atvinnurekendur sagt upp samn- ingum með vikufyrirvara, og sjá- um við þá að þessi 3ja daga kaup- trygging nær skammt ef atvinnu- rekendur sjá fram á hráefnaskort um einhvern tlma. En þó er þetta áfangasigur, og dögum kaup- tryggingarinnar fjölgar á næstu árum upp í heila vinnuviku. Konur i frystihúsum. Látið fastráða ykkur og sýnið það i verki að þið styðjið stéttarfélag ykkar og virðið áfanga þann, sem nú hefur náðst. Þannig náið þið betri árangri næst. eíL AF SKÓGRÆKT Á ÍSLANDI Einkaframtakið í skógrækt því miður á hröðu undanhaldi — Landsmenn hvattir til að taka höndum saman á þessu ári lög hafa hins vegar verið veitt úr Borgarsjóði. Allir Heiðmerkur- vegir hafa verið gerðir með hlið- sjón af sumarnotkun einni sam- an, en nú er fyrirhugað að endur- bæta þá svo verulega, að þeir verði einnig greiðfærir á vetrum og I vorleysingunum. Endurbæturnar eru þegar vel á veg komnar og i vor var Heið- merkurvegurinn opnaður 19. mai og er nú í mjög góðu ásigkomu- lagi. Borgarbúar streyma enda óðfluga á vit náttúrunnar og i góðviðrinu siðustu daga hefur Heiðmörkin hýst margan létt- klæddan Reykvikinginn, sem leit- að hefur á vit náttúrunnar og jafnvel slegið upp tjaldi i faðmi hennar. Einkaframtakið dvínar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri rlkisins stendur hér með Löngu- brekkur i baksýn, en þar er fyrirhugað að planta til þjóðhátlðarlundar. Þjóöhátíöarlundur ræktaöur í Heiðmörk Sitt af hverju er að ger- ast í skógræktarmálum hér á landi eins og ávallt á vor- in og i byrjun sumars. Til að minnast 1100 ára af- mælis islandsbyggðar hef- ur verið ákveðið að planta trjám víða um land i sér- staka lundi/ sem kallaðir verða Þjóðhátiðarlundir og er þess vænst# að einstakl- ingar og fyrirtæki í hverju héraði landsins leggi skóg- ræktarfélögunum liðá einn eða annan hátt. I tilefni þess/ að 75 ár eru iiðin frá því að fyrst var plantaö til skógar á íslandi hefur Skógræktarfélag is- lands gefið út skógræktar- pening, sem seldur er um allt land. Fjárskortur hefur löngum verið erfiðasti Þrándur I götu skóg- ræktar hér á Islandi. Við stofnun Þjóðhátiðarlundanna er þvl treyst nokkuð á stuðning lands- manna og fyrirtækja þeirra. Skógræktarfélög hinna ýmsu landshéraða munu þvi leita stuðnings viða og vænta þess, að hann verði ekki aðeins I formi fé- gjafa, heldur einnig að fólk taki sig til og gróðursetji plöntur af sjálfsdáðum. Fjárframlög til Þjóðhátiðarlundanna eru frá- dráttarbær til skatts. Þjóðhátið- arlundurinn I Heiðmörk verður gerður i umsjá Skógræktarfélags Reykjavikur og verður staðsettur i svonefndum Löngubrekkum. Einnig er verið að leggja nýjan veg á sama svæöi og opnast þá nýir möguleikar i akstursleiðum um Heiðmörkina. Endurbætt vegakerfi Akvegur um „þvera og endi- langa” Heiðmörkina er mann- virki, sem skógræktarfélag Reykjavikur hefur annast ásamt viðhaldi þeirra vega. Fjárfram- Um 200 reykviskar fermingarstúlkur vinna árlega við gróðursetningu i Heiðmörk á vegum Vinnuskóla Reykjavikurborgar. Gróðursældin i Heiðmörk er að töluverðum hluta tilkomin vegna einkaframtaks áhugasamra ein- staklinga um uppbyggingu grið- lands i nánd við höfuðborgar- svæðið. 1 eina tið tóku fjölskyldur sig gjarnan til og nýttu sunnu- dagsbliðviðrið til að rækta fóstur- jörðina en nú ku það vera liðinn timi að mestu og einkaframtakið fer minnkandi ár frá ári. Skóg- ræktarfélögin selja þó enn mikið úrval af trjám og runnum i heimagarða og sumarbústaða- lönd, og er þess vænst að i ár fari fólk út fyrir einkagarðana og taki sig saman um að leggja hönd á plóginn við myndun Þjóðhátiðar- garðanna. Hjá Skógræktarfélagi Reykja- vikur má einnig fá mikið úrval af potta-og móbandsplöntum, og er félagsmönnum bent á að nota helgar og sumarfri til gróðursetn- ingar i lóðir og lendur. Fjárskortur hamlar Skógræktarfélögin eiga við fjárhagserfiðleika að etja eins og flest önnur slik félög, s.s. eins og Landgræðsla rikisins og önnur ámóta. Til að afla fjár hefur verið gefinn út peningur, sem fæst hjá skógræktarfélögum um allt land auk þess sem Bókabúð Lárusar Blöndal, Búnaðarbanki tslands og útibú hans annast dreifinguna. Verð peningsins er mismunandi. Silfurpeningur kostar krónur 5000.-, bronspeningur 2000.- og settið 6.500. Einnig er unnt að fá öskjur úr birki og þá bæði fyrir einn pening og tvo. Skógræktarpeningurinn er gef- inn út til að minnast 75 ára af- mælis skógræktar á Islandi, en það var árið 1899, að á Þingvöll- um var fyrst plantað til skógar hér á landi. Bæklingur inn á hvert heimili Skógræktarfélag Islands hefur gefið út litprentaðan bækling um skógrækt og verður honum dreift inn á hvert islenskt heimili. Þar eru landsmenn hvattir til aukinn- ar ábyrgðar gagnvart fósturjörð- inni og beðnir að hlúa að henni eftir bestu getu. Þar er fjallað um landgræðslu, myndun útivistar- svæða, sagt frá sölustöðum trjá- plantna og gefnar upplýsingar um skógræktarfélag Islands auk þess, sem fólki er boðið að gerast meðlimir. Einnig má finna i ritinu ljóð eft- ir nokkur af skáldum Islendinga s.s. þetta, sem ort er af Hannesi Hafstein: Sú kemur tið, er sárin foldar gróa sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex i lundum nýrra skóga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.