Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 6
6 StDA — PJOQVILJINN Laugardagur 6, júli 1974. nomiuiNN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Ge^tsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) ;Prentun: Blaöaprent h.f. VINSTRIMENN TREYSTA Á ALÞÝÐUBANDALAGIÐ - INNAN STJÓRNAR SEM UTAN Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik sátu fund Verslunarráðs ís- lands snemma i mai-mánuði. Þessir þing- menn eru góðvinirnir Albert Guðmunds- son og Geir Hallgrimsson. Þeir félagar samþykktu ásamt öðrum félögum sinum i islensku kaupsýslustéttinni, að meginat- riðið við úrlausn efnahagsvandamála væri að fella niður allt verðlagseftirlit og að skerða jafnhliða kaupmátt almennra launa. Þannig boðaði Verslunarráðið fyrir kosningar hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerði, ef hann kæmist i meirihlutaaðstöðu á alþingi eins og hann stefndi að.Nú tókst Sjálfstæðisflokknum ekki að ná þvi marki, og ekki er heldur unnt að mynda við- reisnarstjórn. Þess vegna hefur nú komið fram að vinstriflokkarnir geta áfram haft meirihluta á alþingi, ef Alþýðuflokkurinn gengur til samstarfs við vinstristjórnina. Núverandi stjórnarsamstarf er þriggja ára gamalt næstu dagana. Það var um miðjan júli fyrir þremur árum að tókst að mynda núverandi rikisstjórn. Vissulega er það rétt sem sagt hefur verið, að á ýmsu hefur gengið i stjórnar- samstarfinu, en þvi neitar enginn að það er fyrst og fremst einn aðili, sem hefur reynst erfiður i samstarfi. Hér er að sjálf- sögðu átt við Samtök frjálslyndra og vinstrimanna. Hins vegar eru þeir aðilar sem óheilir voru af hálfu þeirra Samtaka gagnvart vinstristjórninni flestir úr hinni pólitisku sögu. En samstarf Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins gekk jafnan mjög snurðulitið i stjórninni. Nú, þegar menn velta þvi fyrir sér, að mynda nýja vinstristjórn mun Alþýðu- bandalagið leggja áherslu á það að haldið verði áfram þvi uppbyggingarstarfi sem fráfarandi stjórn beitti sér fyrir innan- lands. Alþýðubandalagið leggur áherslu á að i efnahagsmálum verði vandinn ieystur á kostnað gróðaaflanna og milliliðanna, en ekki á kostnað launafólks svo sem gert yrði undir hvers konar hægri stjórnum. Alþýðubandalagið mun leggja áherslu á það að treystur verði grundvöllur efna- hagslifsins almennt með fjölþættum að- gerðum i þá veru. Alþýðubandalagið mun leggja áherslu á sivaxandi jöfnuð inn á við, að þvi er varð- ar lifskjör og hvers konar aðstöðu. Alþýðubandalagið mun leggja áherslu á, að út á við verði fylgt sjálfstæðri utan- rikisstefnu, að hermannasjónvarpinu verði lokað strax, og að staðið verði við til- lögurnar frá 21. mars sl. um brottför hers- ins og þeim fylgt eftir af fyllsta þunga. Þegar samsteypustjórn er mynduð er nauðsynlegt að festa sem flest atriði mál- efnasamstarfs fyrirfram. Þess vegna leggur Þ jóðviljinn áherslu á nauðsyn þess, að svo verði um hnútana búið fyrirfram, að sem best sjáist fyrir lausn þeirra vandamála sem stærst eru, og á blaðið þá við efnahagsmálin og þjóðfrelsismálin. Alþýðubandalagið er nú voldugasti flokkur vinstri manna og verkalýðssinna. Vinstrimenn treysta Alþýðubandalaginu, það kom i ljós i kosningunum. Alþýðu- bandalagið mun ekki bregðast þvi trausti hvort sem það verður innan stjórnar eða utan, þegar samningum er lokið um stjórnarmyndun. Framsókn vildi ekki vinstra samstarf á Eskifirði VÖLDU ÍHALDIÐ Þjóöviljanum hefur borist bréf frá Kristmanni Jónssyni, forseta bæjarstjórnar Eskifjaröar, en þaö bréf skrifar hann til þess aö skýra meirihlutamyndun á Eski- firöi. Bréf Kristmanns er svohljóö- andi: A forsíöu hinn 15. þ.m. er grein með yfirskriftinni: Framsókn i Kópavogi valdi ihaldssamvinnu. Sjálfsagt mun Framsókn i Kópavogi svara fyrir sig, finnist henni ástæða til, en siðar i grein- inni stendur: ,,En þetta samstarf ihalds og framsóknar er athyglis- vert á landsmælikvarða. Sama hefur skeð á Eskifirði, — ” Þrátt fyrir kosningaham vona ég að Þjóðviljinn vilji hafa það er sannara reynist og birti þvi bréf þetta. Framsóknarmenn á Eskifirði vildu koma á samstarfi innan hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar, með öllum flokkum og var unnið að sliku samstarfi i fleiri daga, eftir kosningarnar. Fyrst var talað við fulltrúa Alþýðuflokks er strax vildi vera með. Næst var talaö við fulltrúa Alþýðubanda- lags er lét liklega. Siðast var svo talað við fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Að lokum varð niðurstaðan sú að Alþýðubandalagið vildi ekki vera með i samstarfinu. Það gat ekki einu sinni stutt bæjarstjór- ann, er þó hafði verið fulltrúi þess I hreppsnefnd um áraraðir. A- greiningur um málefnasamning var enginn. Framsóknarmönnum á Eski- firöi þótti það leitt að ekki skyldi nú takast sú samstaða i bæjar- stjórninni er þeir stefndu að og verður að teljast langeölilegast i litlu sveitarfélagi, þ.e. að allir vinni saman eftir kosningar en stofni ekki til pólitiskrar tog- streytu. En eins og áður getur: Alþýðubandalagið vildi ekki vera með i sliku samstarfi. Þegar svo virtist komið í við- ræðunum, skrifaði ég neðanskráð bréf: Hr. Grétar Sveinsson, Eskifiröi. Það visast til þeirra viðræðna er ég hefi átt viö alla efstu menn þeirra lista er buöu fram viö nýafstaðnar bæjarstjórnarkosn- ingar á Eskifiröi, — i þeirri Norrænt æskulýðs- viðleitni aö fá alla fiokka til sam- starfs. Þar sem þú hefir i siöustu viöræöum okkar, lýst þig and- vlgan sliku samstarfi, þá leyfi ég mér aö biöja þig góöfúslega aö staöfesta þaö bréflega og koma bréfinu i minar hendur fyrir kl. 12 á hádegi,fimmtudag 6. júni. Virðingarfyllst, Kristmann Jónsson (sign) Ekki stóð á svarbréfi Alþýðu- bandalagsins. Það kom sam- dægurs. Herra Kristmann Jónsson. t bréfi þvi sem mér barst i hendur i dag óskar þú staö- festingar á þvi aö AB viiji ekki taka þátt I meirihlutamyndun i bæjarstjórn Eskifjarðar, þ.e.a.s. svokallaö „allra f iokkasam - steypu” sem ég tel mjög hæpiö stjórnarfyrirkomulag. Afstaöa min byggist á þvi aö ég tei sterkan minnihluta veita aöhald og gera meirihlutann ábyrgari geröa sinna. AB mun aö sjálfsögöu eins og jafnan áöur hafa málefnalega afstööu til bæjarstjórnarmáia. Ég vona aö i þessum fáu oröum komi skoöun AB fram. Aö lokum harma ég aö ekki skyldi nást vinstri meirihluti i fyrstu bæjarstjórn Eskifjaröar. mót heyrnardaufra Fréttatilkynning frá Félagi heyrnarlausra: Æskulýösmót heyrnardaufra á Norðurlöndum verður haldið dag- ana 7.-13. júli n.k. I Finnlandi. Nokkrir þátttakendur frá fs- landi sækja þetta mót. Sam- norrænu mót þessi eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum,annað hvébt ár. í ráði er að næsta mót verði haldiö á fslandi, en slfk mót hafa ekki verið haldin hér áður. Eins og getið hefur verið i frétt- um hélt Norðurlandaráð heyrnar- lausra stjór,narfund sinn i Reykjavik nú fyrir skömmu. fslendingar hafa til þessa Iítinn þátt tekið i samstarfi Norður- landa á þessu sviði, en vonir standa til að á þessu sé að verða breyting. fslenskum heyrnleys- ingjum er mikill styrkur að þessu samstarfi, þvi hvergi mun málum þessa fólks betur komið en ein- mitt á Norðurlöndum. Formaður Félags heyrnar- lausra er Hervör Guðjónsdóttir. Fyrir hönd A.B. Eskifjaröar. Björn Grétar Sveinsson (sign) Að lokum þetta: Fulltrúar Alþýðubandalagsins dæmdu sig sjálfa úr leik á Eskifirði. Kristmann Jónsson, forseti bæjarstj. — 0 — Þjóðviljinn hafði samband við Björn Grétar Sveinsson, bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins á Eskifirði. Björn Grétar benti á, aö hann hefði i bréfi sinu boðið Framsókn uppá vinstra samstarf, en hún hefði hafnað þvi boði. — Hvað eiga vinstri flokkarnir marga fulltrúa i bæjarstjórn Eskifjarðar? — Ef við teljum Alþýðu- flokkinn meðy eru bæjarfull- trúarnir fimm af sjö. Hægt hefði verið að mynda vinstri meirihluta án kratanna, en þeir eiga einn fulltrúa i bæjarstjórninni. Það var ekkert launungarmál hjá okkur við þessa meirihluta- myndun, að við vildum setja ihaldið út I horn, og okkur finnst að það eigi að stefna að þvi alls staðar. — Hvað heldurðu að hafi ráðið þvi, að Framsókn vildi frekar mynda meirihluta með ihaldinu en Alþýðubandalaginu? — Það hefur hvergi komið fram hvað olli þvi. Ég veit heldur ekki til þess, að flokkarnir hafi gert með sér málefnasamning, nema þá um kjör á forseta bæjar- stjórnar. Það mætti gjarnan koma fram, að Framsókn eignar sér bæjar- stjórann hér, en þeir hlutu einnig forseta bæjarstjórnar þrátt fyrir það, að sá sem var oddviti hreppsnefndar, Guðmundur Auð- björnsson, er enn i bæjarstjórn og var efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar. Framsókn treystir Guðmundi greinilega ekki til þess að vera forseti bæjarstjórnar. Ég vil aö iokum árétta þaö, aö okkar stefna er sú, aö þaö eigi hvarvetna aö reyna myndun vinstra samstarfs og hafa Ihaldiö utangarðs eins viöa og hægt er. — Hvað hefur þú að segja um úrslit alþingiskosninganna i Aust- fjarðakjördæmi? — Framboð Samtakanna hér hafði það upp úr sér að samtals féllu um 700 atkvæði dauð hér á Austfjörðum, og þeir tóku af okkur Helga Seljan sem kjördæmakjörinn þingmann og Sigurð Blöndal sem uppbótar- mann. -úþ 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Ðergstaðastr. 10A Simi 16995 UHUlj SKAMGIIim KCRNFLÍUS JONSSON SKÚLAV0ROUSUG8 BANKASIRUI6 í»»m-i«ai8600 SeNOIBÍLASrÖMHP Duglegir bílstjórar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.