Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 5
Hagkvœmur ferðafélagi: Vegahandbók■ in er komin út Vega- þjónusta FÍB Helgina 6.-7. júli n.k. verður vegaþjúnusta FIB eins og hér segir: Vegaþjónustubifreið FIB 10 Kollafjörður — Hvalfjörður, FIB 1 út frá Rvik. — Hellis- heiði — Arnessýsla, FIB 8 Mosfellsheiði — Þingvellir — Laugarvatn.FIB 18 til austurs frá Akureyri, FIB 19 Egils- staðir — Eiðar, FIB 20 Húna- vatnssýsla, FIB 5 Borgar- fjörður. Aðstoðarbeiðnum er hægt að koma á framfæri i gegnum Gufunes-radio s.22384 Brú- radio s. 951112, Akureyrar- radio s. 9611004 og Nesradio s. 977200. Ennfremur er hægt að koma aðstoðarbeiðnum á framfæri i gegnum hinar fjöl- mörgu talstöðvarbifreiðai; sem eru á vegum úti. Vegaþjónusta FIB vill benda ökumönnum á að hafa með sér viftureimar af réttri' stærð, varahjólbarða og helstui varahluti i kveikjukerfi. Fé-. lagsmenn FIB njóta forgangs um þjónustu og fá auk þess. verulegan afslátt á allri þjón- ustu hvort sem um viðgerð á bilunarstað er að ræða, eðai drátt á bifreið að verkstseðij Vegaþjónustumenn Flb geta þvi miður ekki tekið við nýjum meðlimum i félagið, né heldur vangoldnum félags- gjöldum, en þeir sem áhuga hafa á að gerast meðlimir i Félagi Isl. bifreiðaeigenda gefst kostur á að útfylla inntökubeiðni hjá vega- þjónustumönnum, sem þeir siðan senda aðalskrifstofunni, Armúla 27, Rvk. þjónustutimi er frá kl. 14-21 á laugardag 6. júli og sunnudag 7. júli n.k. frá kl. 14- 23. Simsvari FIB er tengdur við sima 33614 eftir skrifstofu- tima. Endurskoðuð með ítarlegum leiðbeiningum Örn og Örlygur hafa gefið út endurskoðaða útgáfu af VEGA- HANDBÓKINNI. Frá þvi að bók- in kom út á sl. ári hefur Vegagerö rikisins breytt númerakerfinu, sem bókin byggir á, að talsverðu leyti, og sáu útgefendur sér ekki fært að gefa bókina út óbreytta af þessum sökum. Mikil vinna hefur verið lögð I breytinguna og tæki- færið jafnframt notað til þess að gera mun ýtarlegri og auðskiljan- legri leiðbeiningar um hvernig nota eigi bókina. Það vafðist fyrir mönnum að nota bókina, sem kom út á sl. sumri, sökum þess að þeir gátu ekki sett sig sem skyldi inn i kerfi bókarinnar. Með hinum ýtarlegu leiðbeiningum, sem nú er að finna fremst i hinni nýju útgáfu ætti hverjum manni að reynast það auðvelt að nota bókina og njóta hennar. Það er einnig nýjung I þessari útgáfu, að fremst i bók- inni eru ýtarlegar vegalengda- töflur, prentaðar I tveim litum. Annar liturinn táknar vegalengd- ir frá Reykjavik suður um land en hinn norður um land. Svo sem I hinni fyrri útgáfu er uppdráttur á hverri textasiðu af viðkomandi landssvæði, prentað- ur i þremur litur. Staðanöfn eru I svörtum lit, nöfn á ám, lækjum og sjó eru I bláum lit, en vegir og vegnúmereru i rauðum. Á hverju korti er að finna númer vegarins og nafn, áfangastaði og fjarl.ægð milli þeirra. Þá eru tilgreindar á flestum uppdráttum fjarlægðir frá Reykjavik, Akureyri, Egils- stöðum og Höfn i Hornafirði. Til hliðar við uppdrættina er svo texti, þar sem rakin er i stuttu máli saga og sérkenni viðkom- andi staða. Höfundur texta er Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, en framkvæmdastjóri Ferða- félags Islands, Einar Guðjohnsen aðhæfði textann uppdráttunum. Skipulagningu kortanna gerði Jakob Hálfdánarson, tæknifræð- ingur, en teikningu þeirra annað- ist Narfi Þorsteinsson. Jakob annaðist alla endurskoðunarvinn- una á þessari útgáfu. Ritstjóri Vegahandbókarinnar er örlygur Hálfdánarson. 6,5 milj. kr.hagnaður Hagnaður af heildarrekstri Sjóvátryggingafélags tslands nam 6,5 miljónum króna á s.l. ári. Iðgjaldatekjur félagsins voru 525 miljónir króna á árinu 1973 og höfðu aukist um 88 milj. kr. frá árinu 1972. Heildartjón ársins 1973 námu 382 miljónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sjóvár sem haldinn var fyrir skömmu. Tap varð á bilatrygg- ingum — um 7 milj. kr. Einnig var tap á tryggingum fiskiskipa og slysatryggingu sjómanna. Tryggingasjóðir Sjóvá námu 492 miljónum króna frá síðustu ára- mótum og höfðu hækkað um 81 milj. kr. frá árinu áður. Sveinn Benediktsson er nú stjórnarfor- maður Sjóvá og aðrir I stjórn: Agúst Fjelsted, Björn Hallgrims- son, Ingvar Vilhjálmsson og Teit- ur Finnbogason. Framkvæmda- stjóri er Sigurður Jónsson. Laugardagur 6. júll 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Davíð °g Golíat Eimskipafélag Islands hefur veriö athafnasamt að undan- förnu og keypt mörg ný skip sem færa varning heiman og heim. Eitt þeirra otar stefninu fram á þessa mynd, en i skjóli þess klúka hógværar trillur og lítillátar i höfninni. (Ljósm. S.dór) Alverið í Straumsvík Fser orkufrekan nágranna Alverið i Straumsvik fær innan þriggja ára nágranna, sem verður ekki smávaxinn , þrátt fyrir ungan aldur. Fyrirhugað er að reisa verksmiðju, sem mun nýta brotajárn til vinnslu á steypustyrktar- stáli og yrði það fyrsta verksmiðjan hérlendis, sem nýtti brotajárn. Það er fyrirtækið Stálfélagið h/f, sem stendur að stofnun verk- smiðjunnar. Stálfélagið var sett á laggirnar árið 1970 og þá gagn- gert i þeim tilgangi, að kanna möguleika á stofnun brotajárns- verksmiðju. Hingað til hefur allt steypu- styrktarstál verið flutt inn, en brotajárn hins vegar nýtt i upp- fyllingu eða selt úr landi fyrir hlægilega lágt verð. Gjaldeyrir ætti þvi að sparast töluvert, ef fyrirtækið nær að risa. En ljóst er, að hráefnisskortur getur hugsanlega staðið i vegi fyrir eðlilegum framgangi fyrir- tækisins, þvi tækjakaupin eru það mikil, að þau geta afkastað vinnslu á meira magni en hingað til hefur fengist hér. Forráða- menn Stálfélagsins eru þvi uggandi yfir þeirri ákvörðun, að auka útflutning brotajárns, og leggja til, að þvi verði safnað saman og siðan sett i vinnslu, er nýja verksmiðjan ris af grunni. Það gæti orðið innan þriggja ára, jafnvel tveggja. Brotajárn er orðin eftirsótt markaðsvara og i dag eru aðeins tvær þjóðir, sem ekki banna út- flutning á þvi, en það eru Banda- rikin og Island. Arið 1980 er talið á brotajárn verði ófáanlegt á heimsmarkaði og verði þá hver þjóð að vera sjálfri sér nóg. Einkaaðilar standa að stofnun verksmiðjunnar og hyggjast fjár- magna hana með sölu hlutabréfa, sem allir gætu keypt. Telja þeir að fyrirtækið muni gefa stórkost- legan arð og mun meiri en dæmi eru til um islensk fyrirtæki almennt. Eru þeir kampakátir yfir þessum nýja fjáröflunar- möguleika og leggja út i 600 miljóna króna kostnað með bros á vör. gsP- Happdrætti Blindrafélags Dregið var i Byggingahapp- drætti Blindrafélagsins þann 5. júli, og kom vinningur upp á miða nr. 1922. Allir miðar seldust og er það 4. árið i röð sem slikur árang- ur næst. Blindrafélagið vill af þvi tilefni þakka landsmönnum öllum sérstaklega fyrir góðar undir- tektir og veittan stuðning nú sem á undanförnum árum. Vinningurinn er Toyota Mark II 2300 1974 að verðmæti kr. 700.000,00. Hraði, þægindi Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands- byggðinameð tíðum ferðum, hraða og þægindum. Áætlunarferðir bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar- laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. Njótið góðrar og skjótrar ferðar með Flugfélaginu. # SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU FLUGFÉLAC ÍSLAJVDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.