Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. júli 1974. pjóÐVILJINN — SÍÐA 3
Alþýðubandalagið
Byggt við Kvennaskólann
Klassíska
línan
Fróöir menn telja að hreindýrin séu a.m.k. 3700 að tölu, þar af rúmlega 600kálfar.
Nærri4000 hreindýr
Leyft verður að veiða
850 hreindýr í haust
Dagana 22. og 23. júni
fór fram talning hrein-
dýra og reyndust þau
vera 3.395, þar af 624
kálfar. Hins vegar gera
talningarmennirnir ráð
fyrir, að þrátt fyrir góð
leitarskilyrði megi ætla
INSÍ í eigið húsnæði
Iðnnemasamband Islands
hefur flutt starfsemi sina i rúm-
gott eigið húsnæði að Njálsgötu 59
R. Skrifstofan verður opin á
þriðjudögum og fimmtudögum kl.
19.30 til 20.30 og fer þar fram
venjuleg þjónusta við iðnnema og
aðra, sem til INSI þurfa að leita.
Einnig verður starfrækt i húsinu
venjuleg félagsstarfsemi og áætl-
' anir eru um
starfsemi.
stóraukna fræðslu-
Nýlega var INSl veitt aðild að
Alþýðuorlofi og geta nú iðnnemar
notið ódýrra orlofsferða á vegum
þess, bæði til sólarlanda og or-
lofsdvalar i Reykholti. Upplýs-
ingar eru veittar á skrifstofu INSI
og hjá Alþýðuorlofi.
að dýrin séu allt að 10%
fleiri eða rúmlega 3.700.
Talningin fór fram samkvæmt
loftmyndum er teknar voru úr
flugvél og önnuðust þeir Ingvi
Þorsteinsson og Agúst Guð-
mundsson talninguna.
Menntamálaráðuneytið hefur
gefið út reglur um hreindýraveið-
ar á Austurlandi árið 1974 þar
sem heimilað er að veiða allt að
850hreindýr á timabilinu 1. ágúst
til 15. september. Fleiri sveitarfé-
lög fá nú hlutdeild i veiðinni en
áður eða samtals 27. en ekki
nema 17 i fyrra.
erí „VIKT0RIA" sófasettinu
’Viktoria“ sófasettiö er fáanlegt í fjölbreyttu áklæöaúrvali.
Unglingar og börn,
sem störfuðu fyrir Alþýðubandalagið i Reykjavik við borgarstjórnar-
eða alþingiskosningarnar, eiga kost á ókeypis ferð Þingvallahringinn.
Farið verður með langferðabilum frá Sigtúni við Suðurlandsbraut -
klukkan tiu á morgun, sunnudag, og komið til baka fyrir kvöldmat
sama dag. Þátttakendur þurfa að láta skrá sig á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins eftir kl. 2 i dag, simi 2-86-55, og hafa með sér nesti. Farar-
stjórar standa fyrir söng og leikjum. — Stjórnin.
A fundi fræðsluráðs
Reykjavíkur 13. júní sl.
komu til umræðu upp-
drættir að viðbyggingu við
Kvennaskólann og þeir
afgreiddir. Samþykkt var
að heimila viðbygginguna
með fimm atkvæðum gegn
einu/ einn sat hjá.
Fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í fræðsluráði/
Þorsteinn Sigurðsson var
einn andvígur viðbygging-
unni og lét hann bóka svo-
fellda greinargerð fyrir
atkvæði sinu:
„Ég er andvigur viðbyggingu
við Kvennaskólann af eftirtöldum
ástæðum:l. Kvennaskólinn er
ekki hverfisskóli. Hann er stað-
settur i elsta hverfi borgarinnar,
þar sem búast má við frekari út-
þynningu ibúafjölda. Skóla-
bygging á þessum stað er ekki i
neinum tengslum við áætlanir
borgar og rikis um uppbyggingu
grunnskóla og framhaldsskóla
(sjá álitsgerð nefndar mennta-
málaráðuneytisins og borgar-
stjórnar frá i april 1974).
2. Skólamálastefna stjórnar
Kvennaskólans (úrvalsskóli
annars kynsins) samrýmist ekki
lengur nútima hugmyndum um
uppeldisstarf og skólahald eins og
þær birtast i ákvæðum um grunn-
skóla og fjölbrautaskóla.
Kvennaskólinn hefur fyrir
löngu lokið sögulegu hlutverki
sinu. Tilvist hans byggist ein-
vörðungu á hefð. Allar tilraunir
til að fella hann að skólakerfinu,
án þess að brjóta hefðina eru
dæmdar til að mistakast.
Þess vegna mun ég greiða
atkvæði gegn umræddri við-
byggingu.”
Á fundi borgarstjórnar á
fimmtudaginn færði Adda Bára
Sigfúsdóttir þetta i tal er fundar-
gerð fræðsluráðs var til umræðu.
Tók hún undir orð Þorsteins og
beindi þvi til borgarfulltrúa að
hugleiða þetta mál af kostgæfni.
Þá reis upp Albert
Guðmundsson heildsali, borgar-
fulltrúi og núverandi alþingis-
maður. Kvaðst hann vilja benda
Alþýðubandalagsmönnum á að
byltingin væri ekki um garð
gengin og að þrátt fyrir það að
rauðsokkar og annað vont fólk
væri á móti skólanum þætti
honum Kvennaskólinn góður skóli
og myndi hann styðja hann af
ráðum og dáð. Mótmælti hann
harðlega þeim skilningi að
skólinn væri i andstöðu við
nútima stefnu i skólamálum!
—ÞH
Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsinu) Simi: 85944
151 skráður
atvinnulaus
Þar af eru 114 konur
en aðeins 37 karlar
Atvinnulausir voru aðeins
151 á öllu landinu um siðustu
mánaðamót samkv. skrán-
ingu Félagsmálaáðuneytis-
ins. Þar af voru 114 konur en
aðeins 37 karlar. Fyrir mánuði
voru 383 skráðir atvinnulaus-
ir.
I kaupstöðunum 30 karlar
atvinnulausir og 64 konur,
samtals 94 en voru 268 mánuði
áður. 1 Reykjavik voru
52 atvinnulausir, þar af 35
konur, á ísafirði 21, þar af 19
konur, á Siglufirði 12, Sauðár-
króki 5 og i Hafnarfirði ein
kona.
I kauptúnum með yfir 1000
ibúa voru 14 konur atvinnu-
lausar, allar i Stykkishólmi. 1
öörum kauptúnum voru 43
skráðir atvinnulausir, þar af
36 konur. Þar er Djúpivogur
efstur á blaði með 15 konur at-
vinnulausar, á Stöövarfirði
voru 11 atvinnulausir þar af 9
konur, á Vopnafirði 6 (4
konur), á Drangsnesi 5 konur,
á Blönduósi 3 konur og á
Hofsósi 3 karlar.
Fulltrúi AB mótmœlir i
frœðsluráði —
„Kyngreining er samrýmanleg
nútima stefnu i
skólamálum” segir Albert