Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júli 1974. Gamalt land ® Skáldsaga eftir J.B. Priestley Hvernig likaði yður leiksýningin? — Ég var yfir mig hrifinn af leik yðar, herra Belgrave. Ég hef aldrei fyrr séð svona leikstil. Allt var svo dásamlega hófstillt, markvisst og viðeigandi. Það voruð þér — og einn eða tveir aðr- ir — sem hrifu mig, ekki leikritið sjálft, sem mér þótti heldur þunnt I hreinskilni sagt. Þér afsakið vonandi. — Ekkert að afsaka. Ég er al- veg sammála. Belgrave var far- inn að klæða sig. — Við kölluðum svona leikrit farartæki hér áður. Og sem farartæki getur það þok- að leikurunum ögn úr stað. Nýju leikritin eftir ungu mennina hafa eflaust meira innihald, þótt mér virðist þaðekki alltaf áhrifamikið i leikhúsi. Og leikstjórn og leikur þykja mér oft skelfilega lélegt — tilviljunarkennt, subbulegt, ó- klárt á allan hátt. Mér finnst allt- af eins og það vanti upp á nokk- urra vikna æfingar hjá einhverj- um gamaldags leikstjóra sem veit hvað hann vill og beitir ströngum aga þangað til hann nær þvi fram. En ég er auðvitað af gamla skólanum, ekki með á nótunum. Það skiptir ekki máli. En gallinn er sá að leikhúsið sjálft, áhrifamikið og aðlaðandi leikhús, er næstum úrelt líka. Þessir slyttislegu og löngu ungu menn sem eru einlægt að koma með hrokafullar staðhæfingar, fá tiu sinnum meira blaöaumtal en jafnaldrar minir fengu á sinum tima, en tiu sinnum minni aðsókn. Þeir hafa skapað kolsvart tóm sem leikhúsið er óöfluga að hverfa ofani. Og það bætir ekkert úr skák þótt firnum af almenn- ingsfé sé fleygt niður i sama gim- aldið. En auðvitað þurfið þér ekki að leggja trúnað á orð min, herra Adamson... Satt að segja er ég orðinn þreyttur og skelfing svangur. Eigum við ekki að koma? 1 leigubilnum sagði Belgrave: — Ég vona að yður litist vel á þetta litla hús mitt. Það er ósköp litiö, þótt við búum þar tveir. En vinur minn er að heiman, að taka kvikmyndir. Ég keypti það rétt fyrir strið, þegar erm var hægt að kaupa litið hús i Chelsea án þess að ræna banka — eða almenning. Spænsk hjón annast okkur — heimsk, en trölltrygg og vinnufús. Hafið þér nokkurn tima standsett hús sem yður þykir vænt um? — Nei. Og ég myndi ekki vita á hverju ég ætti að byrja, sagði Tom. Hánn bætti þvi ekki við, að honum fyndist það eiginlega kvenmannsverk. Það var ekkert tiltakanlega piulegt við Belgrave, en Tom gerði sér nú ljóst, að hann hefði trúlega talsvert af kvenleg- um eiginleikum. Húsið reyndist álfka glæsilegt og þokkafullt og jarlinn hans Belgrave, en allt var næstum of nosturslegt og uppstillt fyrir smekk Toms, sem kaus heldur stórar stofur með kæru- leysisbrag. Eftir að Belgrave hafði snyrt sig til og klæðst svört- um flauelsjakka, visaði hann hon- um inn i netta og brúðulega borð- stofu, þar sem Sancho Panza i hvitum jakka bar þeim kæfu, steik og grænt salat og ost ásamt köldu hvitvini, sem Belgrave sagði að væri Traminer frá Elsass. Þetta var allt ósköp in- dælt, en Tom fannst einhvernveg- inn sem þeir væru að borða á sviðinu i Haymarket. í svarta flauelsjakkanum og með silfur- grátt hárið var Belgrave eins virðulegur og hann hafði verið sem jarl, og meðan þeir átu og drukku lék hann til fullnustu hlut- verk fullkomins gestgjafa og spurði viðeigandi spurninga um Astraliu. Tom veigraði sér við að draga nafn föður sins inn i þetta kurteisishjal, og fór að velta fyrir sér hvort kvöldið ætlaði ekkert að gefa i aðra hönd. En þegar kaffið hafði verið framborið i herbergi þvi sem Bel- grave kallaði setustofuna, þar sem þeir hagræddu sér i tveim fallegum, svörtum leðurstólum, leit Belgrave hvasst á hann, tók út úr sér vindilinn sem hann var að reykja og sagði: — Ég legg til að þér skýrið mér frá þvi, hvers vegna yður er svo mikið í mun að finna hann föður yðar, góði minn. Tom gerði það, i stuttu máli án þess að hlaupa yfir nokkuð sem máli skipti. — Ég vissi fyrir, að hann yrði ekki auðfundinn, sagði hann að lokum. — En nú litur helst út fyrir að leitin reynist erf- ið, ef til vill óframkvæmanleg. — Nei, mikil ósköp. Faðir yðar hlýtur að hafa átt ættingja. Þér ættuð að byrja á þeim. Hann virt- ist hálfóþolinmóður. Tom fann llka til óþolinmæði. — t þrjátiu og þrjú ár sagði móðir min ekki nokkurn skapaðan hlut um hann, annað en það að hann hefði verið vondur maður. Og þegar hún sá sig um hönd og bað mig að hafa upp á honum, var hún að dauða komin og gat hvorki ein- beitt huganum né rifjað upp hið gamla. Ég fékk ekki annað upp úr henni um ættingja föður mins, en að hann hefði átt eldri bróður — hana minnti að hann hefði heitið Louis — en hún mundi ekki hvar hann átti heima né heldur hvað hann gerði. Hún var ekki öllu fróð ari um vini hans. Ég hafði ekki nema helminginn af nafninu yðar og ef ég hefði ekki séð auglýsing- una frá Haymarket, hefði ég alls ekki getað leitað til yðar. Og ég er að biðja yður hjálpar, herra Bel- grave. Þér hafið sýnt mér mikla vinsemd —-en gerið það fyrir mig að láta ekki þar við sitja. — Góði minn, ég skal gera það sem ég get. Charlie Adamson var einu sinni vinur minn — en auð- vitað er mjög langt um liðið — og ég vil endilega að þér hafið upp á honum. Svo framarlega sem hann er þá enn á lifi. Við skulum sjá — hve gamall væri hann núna? — Það get ég sagt yður. Sextiu og niu ára. — Ári eldri en ég. Og hvað er það nú á dögum? Að visu kom striðið þarna inn i milli. Og ef satt skal segja, þá hef ég ekki séð hann, ekki einu sinni heyrt á hann minnst siðan 1940. En við skulum vera hagsýnir, góði minn, áður en ég skola þér burt i minningaflóði. Charlie skipti sér algerlega milli leiklistar og málaralistar. Nú, jæja. Hann var vissulega félagi i leikarasambandinu — stéttarfé- lagi okkar — þegar ég þekkti hann. Þangað getið þér snúið yð- ur og spurt, hvort þeir viti nokkuð um hann. En auðvitað getur verið að hann hafi hætt að leika fyrir löngu. Hann kaus heldur málara- listina, en þegar ég þekkti hann gat hann með engu móti lifað á henni. Ef til vill getur hann það núna. Og væri því ekki ráð að lita inn á einhver af galleriunum. —- Ég geri það, sagði Tom og tók fram vasabókina. — En eru þau ekki skelfilega mörg? — Jú, en flest þeirra hafa sprottið upp á siðustu tiu árunum. Reynið þau eldri — Leicester, Totth, Adams, Lefévre. Það er kannski timasóun, en ef til vill reynandi. — Auðvitað. Kærar þakkir. Tom krotaði eitthvað i bókina hjá sér. — Gat hann annars eitthvað — sem málari eða leikari?. Belgrave tók út úr sér vindilinn og starði á hann stundarkorn. — Hann var ekki sérlega slyngur. En hann var ekki mjög slæmur heldur. Hann fékk góð hlutverk slöast á þriðja áratugnum og i byrjun hins fjórða, sem byggðust einkum á útliti og þokka. Konur drógust alltaf að honum. — Fannst yður hann aðlaðandí? — Hann var skemmtilegur fé- lagi, hann Charlie Adamson. Hann var alltaf mjög eigingjarn. En það er ég lika. Sannleikurinn er sá, að flestir leikarar eru það. Viöerumsvo öryggislausir, svo ó- vissir um sjálfa okkur, að við get- um hvorki séð af tima né orku I tillitssemi við annað fólk. Þetta á kannski ekki við um alla leikara, en velflesta. Við erum iatir lika, þegar við erum búnir að festa okkur i sessi og koma okkur upp traustri tækni. Ég er ekki að segja að Charlie hafi verið latur, þvi að hann skipti sér alveg milli leiksviðsins og pensilsins, en * Styrkur til náms í tungu Grænlendinga 1 fjárlögum fyrir árið 1974 eru veitlar kr. 105.000, - sem styrkur til íslendinga til að læra tungu Grærilendinga. Umsóknum um styrk þennan, með upplýsingum um námsferil ásamt staðfestum afritum prófskirteina, svo og greinargerð um ráðgerða tilhögun grænlenskunámsins, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 4. júlí 1974. Akerrén- ferðastyrkurinn 1975 Dr. Bo Ákerrén, læknir I Sviþjóð, og kona hans tilkynntu islenskum stjórnvöldum á sinum tlma, að þau hefðu I hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæð sem ferða- styrk handa islendingi, er óskaði að fara til náms á Norðurlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur þrettán sinnum, I fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Umsóknum um styrkinn, ásamt upp- lýsingum um náms- og starfsferil, svo og staðfest afrit prófskirteina og meðmæla, skal komið til menntamála- raðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 1. septemb- er n.k. 1 umsókn skal einnig greina, hvaða náin umsækj- andi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. — Umsókn- areyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 4. júli 1974. Laugardagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram lestri „Ævin- týris frá annarri stjörnu” (6). Tilkynningar kl. 9.30. Léttlög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borg- hildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Suður-amerlsk gltartón- list.Laurindo Almeida leik- ur. 14.00 Vikan sem var. Páll Heiðar Jónsson flytur þátt með ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónleikar. Pierre Fournier og Lorand Sziics leika á selló og pianó. a. Sónata I F-dúr eftir Brahms. b. Svlta I D-dúr fyrir ein- leiksselló eftir Bach. 15.45 A ferðinni. ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Horft um öxl og fram á við. GIsli Helgason fjallar um útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar komandi. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Heilbrigö sál I hraustum likama” eftir Þóri S. Guðbergsson. Þriðji þáttur. Leikstjóri GIsli Al- freðsson. Persónur og leik- endur: Helgi sjómaður ... Hákon Waage; Sveinn sjó- maður ... Flosi Ólafsson; Þorkell, bifreiðastj ... Bessi Bjarnason; Gufunes radió ... Guðjón Ingi Sigurösson; Þröstur ... Randver Þor- láksson; Jón Bóndi ... Karl Guðmundsson; Prestur ... Gunnar Eyjólfsson; Svandis ... Anna Kristín Arngrímsdóttir; Jóhannes ... Sigurður Skúlason; Sögu- maður ... Knútur R. Magnússon. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nátt-Hrafns þáttur. Ný- saminn sögukafli eftir Dag Sigurðarson. Höfundur les. 19.45 Heimastjórn á Græn- landi? Egill Egilsson, fréttaritari útvarpsins i Kaupmannahöfn, ræðir við Lars-Emil Johansen, þing- mann syðra kjördæmis Grænlands á danska þjóð- þinginu um heimastjórnar- málin, nýtingu grænlenskra auðlinda o.fl. Tryggvi Ólafsson listmálari les svör þingmannsins. 20.00 Planókonsert i C-dúr (K503) eftir Mozart. Rudolf Firkusny og Sinfóniuhljom- sveit útvarpsins I Baden Baden Ieika; Ernest Bour stj. (Hljóðritun frá útvarp- inu I Baden Baden) 20.30 Frá Vestur-íslending- um, II. Ævar R. Kvaran ræðir við dr. Rikharð Beck prófessor og les ásamt Jónu Rúnu Kvaran söguna „Svanfríði” eftir Jóhann Magnús Bjarnason. 21.15 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Otrúlegqjágt verð y\cA. V-O mdm, 1\H "Zfícuuun SLIER ÖLL MET Einslök gaeöi BARUM BREGST EKKI EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBODID Á ÍSLANDI SOLUSTAOIR: Hjólbaröaverkstæöið Nýbaröi, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúöin, Kopavogi, simi 42606. Skodaverkstæöið á Akureyri h.f.,simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. 313*09 Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stærðum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). ffltóHNBIOfMBMflfR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.