Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. júli 1974. Kjarabarátta leiösögu Rúmlega 200 félagar eru nú i Félagi leiösögumanna, sem stofnaö var fyrir tveimur árum. Félagiö hefur frá stofnun reynt aö fá fram ákvæöi um menntun leiö- sögumanna, réttindi þeirra og skyldur, og leggur áherslu á aö kjarasamningar þeir, sem geröir voru fyrir nokkru viö Feröaskrif- stofu rikisins og Félag islenskra feröaskrifstofa veröi haldnir. En þar er misbrestur á. Enn sem komið er eru margir starf- andi leiösögumenn ófélagsbundn- ir og nokkrir aðilar ráða eingöngu til sin fólk, sem er að byrja leið- sögustörf og þekkir ekki kjara- samninga Félags leiðsögumanna. Fæst þannig starfskraftur fyrir litið fé og um leið er máttur sam- takanna rýrður. t áðurnefndum samningum er manna einnig ákvæði um forgangsrétt félagsmanna að störfum við leiö- sögu. Félag leiðsögumanna vill þvi vekja athygli á lögum um starfs- kjör launþega o.fl., sem sam- þykkt voru á Alþingi 4. mars sl. Þar segir m.a. að samningar ein- stakra launþega og vinnuveit- enda um lakari laun en hinir al- mennu kjarasamningar ákveða séu ógildir og óleyfilegir. Ófélagsbundnir leiðsögumenn vinna margir hverjir fyrir allt að helmingi lægra kaup en samning- ar kveða á um. Þess er vænst að breyting verði á hið fyrsta og að vinnuveitendur leiösögumanna sjái að sér varðandi ráðningu ó- þjálfaðs starfsliðs. Or fréttatilkynningu frá Félagi leiösögumanna. Eimskip selur skip og kaupir Eimskipaféíagiö hefur nýveriö selt tvö af eldri skipum félagsins, M.s. „TUNGUFOSS” og M.s. „BAKKAFOSS” Var „TUNGU- FOSS afhentur nýjum eigendum i Hamborg 24. júni sl. og ráögert er aö „BAKKAFOSS” veröi afhent- ur um miöjan júli. M.s. „TUNGUFOSS” var smfð- aður fyrir Eimskipafélagið af Burmeister & Wain I Kaup- mannahöfn árið 1953 og er þvi 21 árs gamall. M.s. „BAKKAFOSS” var smiðaður I Danmörku árið 1958. Keypti Eimskipafélagið skipið i mars 1963. Eins og áöur hefur verið sagt frá i fréttum, hefur Eimskipafé- lagið keypt fimm vöruflutninga- skip á þessu ári. Þessi skip eru nú öll komin til landsins. Fjögur skipanna eru keypt i Danmörku, M.s. „ÁLAFOSS”, M.s. „GRUNDARFOSS”, M.s. „OÐA- FOSS”, og URRIÐAFOSS”. Þau eru öll af sömu stærð, 499 brúttó- tonn og lestarrými 103.000 ten- ingsfet. Heita má að þessi skip séu einnig eins að aílri gerð (syst- urskip). — Fimmta skipið er keypt i Noregi, M.s. „LJÓSA- FOSS”. Er það frystiskip, 199 brúttótonn að stærð og lestarrými 37.500 teningsfet. Þá festi Eimskipafélagið ný- lega kaup á tveimur vöruflutn- ingaskipum, sem enn eru ókomin til landsins. Annað skipið er keypt i Danmörku og er samskonar skip og hin fjögur, sem þar hafa verið keypt. Er það væntanlegt til landsins um miðjan ágúst. Hitt skipið er keypt i Þýskalandi, smiðað árið 1970. Það er 2.725 brúttótonn (4000 DW-tonn). Lest- arrými er 185.000 tonn. Það er væntanlegt til Reykjavikur i októ- ber nk. Megrunar Fæst í öllum apótekum KEX EINFALDASTA / megrunar- ^ SUÐUBLANDSBRAUT 30 aðferðin REYKIAVlK - ICELAND Auglýsingasiminn er 17500 DJODV/IHNN Af því að ríða og ríða vel Þá er landsmót hesta- manna framundan, nánar tiltekið á Vind- heimamelum í Skaga- firði í næstu viku og framá helgi. Mikið er um að vera hjá þeim, sem gaman hafa af því að níðast svolítið á þarf- asta þjóninum (undirrit- aður er einn þeirra og hef ur verið f rá því hann man eftir sér), en þó er mest tilstandið hjá þeim sem gaman hafa af ,,Trunt Trunt og tröllun- um í fjöllunum", þvi f jölmargir búa sig til að ríða norður miðhálend- ið. Slík för er að sjálf- sögðu mjög í anda for- feðra vorra, sem eins og segir í kvæðinu „eltu hann á átta hófahrein- um, og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli gamli sat á Sörla einum" o.s.frv. Þetta er hið þjóðlega gamla reið- lag, sem náði hámarki þegar hesturinn sprakk (væntanlega í loft upp) þegar komið var nær leiðarenda. Nú hefur þessi reið- máti nokkuð breyst, enda hestar orðnir dýrir og eftirsótt útflutnings- vara, einkanlega á Þýskalandsmarkað. Af þessu leiðir að— eins og Danskurinn mundi segja — ridemoden er forandret, eða svo notuð sé tunga feðra vorra: reiðlagið er annað. ,,Nú ríður á að ríða og ríða vel" eins og ekkjan í stressbuxunum sagði þegar hún kom útúr tjaldinu á Hveravöllum um árið, en þetta er nú mergurinn málsins. AAér virðist það færast mjög i vöxt að þess sé krafist af íslenskum gæðingum að þeir sýni eitthvað það, sem kalla mætti þýska kosti, og hefði þó mátt ætla að aðalkostur- inn við islenska hestinn væri sá að hann er ekki þýskur. öll reiðmennska í landinu, að minnsta kosti þar sem ég þekki til, virðist vera að fær- ast æ meira í það horf að sýna útlendingum og þá einkum Þjóðverjum ein- hvers konar þýska kosti íslenska hestsins. AAáli mínu til stuðnings lang- ar mig að segja hér smásögu. í ein átta sumur hafði ég þann starfa að lóðsa þýskar kellingar og aðra útlendinga yfir mela og móa, holt og hæðir landsins á hestbaki. Þetta voru vikuferðir og oft skemmtilegar þótt það vildi stundum brenna við að einn eða tveir úr hópnum væru ekki alveg eins og best verður á kosið. Eitt sumarið ferðaðist með mér í slikum viku- túr þýskur maður ásamt syni sínum, einhver stórágætasti náungi sem ég hef hitt og eftir því góður ferðafélagi. Það fór ekki milli mála þá, að hann var vel i álnum, því veitull var hann í betra lagi, en seinna komst ég að því að hann er stórauðugur maður. AAeð okkur ókst prýði- legur vinskapur. Aldrei hafði hann séð íslenskan hest, þegar ég hitti hann, en ég varð var við það að hann haf ði áhuga á kaupum. Sem sagt þessa viku sem hann reið með mér hitti hann og kynntist í fyrsta sinn þarfasta þjóninum. En viti menn. Sex ár- um seinna kom hann aftur til landsins ásamt syni sinum til að kenna islenskum hestamönn- um að temja íslenska hesta og íslenskir hesta- menn færðu sér að sjálf- sögðu i nyt þessa kennslu sem kölluð var „dressúr" og rímar að vísu við glassúr. Nú vil ég taka það skýrt fram að ég veit að þessi þýski vinur minn hafði margt frábært fram að færa og margir lærðu mikið af kenning- um hans um það hvernig hagkvæmast væri að bæla hesta, enda eru þær vafalaust byggðar á margra alda reynslu sjálfsagt frá því að Att- ila Húnakonungur lagði öll þýsku smáhertoga- dæmin undir sig á hest- baki eins og svissneski sagnfræðingurinn Pferd Stankmajor segir í grein sinni „Pferd und Knabe". Hætt er hins vegar við að ef Islendingar ætla sér í f ramtíðinni að fara að temja íslenska hest- inn á þýska vísu, þá komi árangurinn ef til vill út í því sem áður voru kallaðir grobbhest- ar, tepruskapur verði allsráðandi og ýmsum gömlum kostum verði varpað fyrir róða. Hvað höfum við að gera við það að hestar okkar geti hlaupið „afturábak og útá hlið" eins og Jóhannes úr Kötlum sagði, ef ekki er hægt að komast á þeim væna bæjarleið. Og þeg- ar farið er að sýna töltið — eins og mér skilst að gert sé í Þýskalandi — á steyptri braut og gang- urinn tekinn upp á segulband til að gá hvort takturinn sé nú alveg réttur. AAér er kunnugt um það að velflestir góðhestar sem sýndir verða á Landsmóti hestamanna um næstu helgi eru með „þyngda hófa", það er að segja þykkar og þungar skeif- ur eru reknar undir þá til að þeir lyfti fótunum hærra, en skeiðhestar eru „þyngdir að aftan til að ná niður á þeim rass- gatinu", eins og sagt er á hestamannamáli. Á þessu sama hesta- mannamóti verður líka sýnt hvernig maður eigi að vera smart og vel klæddur á hestbaki, að ógleymdri sýningu á kerruklárum fyrir kerr- unni. Nei takk. AAá ég þá heldur biðja um að fá að ríða norður kaldan Kjöl á þrekmiklum ferða- hestum, sem hafa þó kosti íslenska hestsins þegar þess er kraf ist, og verður þá að hafa það þótt Þjóðverjar hafi aðra skoðun á mál- inu, Því hvað sagði ekki Glæsir við gamla Blesa: Ef ganga þarftu grýtta slóð og af gangnum viltu raupa á fætur skaltu festa lóð þá fljótari ertu að hlaupa. Flosi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.