Þjóðviljinn - 13.07.1974, Page 3

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Page 3
Laugardagur 13. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 A þessum uppdrætti sjást friöuöu svæöin á Strandagrunni. N or ðlenskur „Reykj alundur” Sjálfsbjörg á Akureyri hyggst ráðast i byggingu stórrar endurhæfingarstöðvar og stækkun plastiðjunnar Bjargs Sjálfsbjörg á Akureyri hefur löngum þótt þróttmikiö féiag og athafnasamt. Á vegum þess er m.a. rekin plastiöjan Bjarg, sem kynnt er annars staöar i þessu blaöi. Framundan eru miklar fram- kvæmdir hjá Sjálfsbjörg. Fyrir- hugað er aö reisa á þriggja hektara iandssvæði fullkomna endurhæfingarstöð fyrir fatl- aða, leikfimisali til notkunar af starfsfólki i hinum ýmsu verk- smiöjum bæjarins og vistheim- ili fyrir fötluö börn, auk þess sem i ráöi er aö stækka plastiðj- una verulega og veita þannig fleira fötluðu og heilsulitlu fólki atvinnu. Friðunarsvæði allt árið á Strandagrunni Sjávarútvegsráðuneytiö gaf i gær út reglugerö um sérstakt friöunarsvæöi á Strandagrunni. Er reglugerðin sett samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar og aö fenginni umsögn Fiskifé- lags Islands, Landssamb. isl. út- vegsmanna, Félags ísl. botn- vörpuskipaeigenda og Útvegs- mannafélags Vestfjarða. Reglugerðin er svohljóðandi: Aðeins lágtekjufólk fær bætur með 1. barni í frétt frá Tryggingastofnun rikisins segir: Hinn 1. júli s.l. tóku gildi ný lög um fjölskyldubætur. Samkvæmt þeim falla nú niöur fjölskyldu- bætur með fyrsta barni nema 5 börn eða fleiri undir 16 ára aldr* séu f fjölskyldu eða heildarárs- tekjur framfæranda séu undir 700.000.- kr. samkvæmt siðustu skattskýrslu. Er þá átt við brúttó- tekjur hjóna, sambýlisfólks eða einstaklinga, sem hafa börn á framfæri. Sá háttur hefur verið hafður á umframkvæmd laganna.að fjöl- skyldubætur með fyrsta barni hafa nú verið felldar. Þeir sem telja sig eiga rétt á fjölskyldubót- um með fyrsta barni, þurfa þvl að sækja um þessar bætur i Trygg- ingastofnun rikisins eða umboð- um hennar. Æskilegt er að um- sækjandi hafi með sér ljósrit af skattskýrslu ef sótt er um vegna tekna. Tryggingastofnunin vill ein- dregið hvetja fólk til að kanna rétt sinn til fjölskyldubóta með öllum börnum sinum undir 16 ára aldri og sækja um þær sem fyrst, ef sá réttur sýnist vera fyrir hendi. SEOL 11/7 — Herréttur i Seúl dæmdi i dag sjö vinstri menn til dauða. Er þeim gefið að sök að hafa átt þátt i samsæri um að steypa stjórn Suður-Kóreu af stóli. 1. gr. Frá og með 15. júli 1974 eru veiðar með öllum veiðarfærum bannaðar i islenskri fiskveiði- landhelgi innan svæðis á Stranda- grunni, sem markast af eftir- greindum staðsetningum: 66° 47’N — 22c 24’V, 67®00’N — 22® 24’V, 67® 00’N — 20** 49’V og 66® 34’N — 211 26’V. 2. gr. Meö mái þau, sem risa út af brotum gegn reglugerö þessari, skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni eða sam- kvæmt iögum nr. 44 5. april 1948 um visindalega verndun fiski- miða landgrunnsins ásamt siðari breytingum. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt lögum nr. 102 27. des- ember 1973 um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og dragnót i fisk- veiðilandhelginni, svo og sam- kvæmt lögum nr. 44 5. april 1948 um visindalega verndun fiskmiða landgrunnsins ásamt breyting- um, til þess að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Fyrsti bœjarstjórinn ráðinn til Grindavíkur Nú fyrir nokkru réö hrepps- nefnd Grindavikur fyrsta bæjar- stjórann þar. Var «Curráðinn Eirlkur Alexandeiiw en hann var fyrir lagabreytinguna, sem Flugslysið í rannsókn Flugslysið við Arnarfjörð I fyrradag er enn i rannsókn og var ekki unnt að fá upplýsing- ar hjá Loftferðaeftirlitinu um hversu langt hún væri á veg komin né hvenær væri að vænta niðurstöðu. —gsp gerði Grindavik að bæ, sveitar- stjóri I Grindavlkurhreppi. Það voru tveir fuiltrúar Al- þýðuflokksins og tveir fulltrúar af sameiginlegum lista Framsókn- arflokks og vinstri manna, sem mynduðu meirihluta i Grindavik. Kjör bæjarstjóra var þó gert samhljóða, en hann er sjálf- stæðismaður. Forseti bæjarstjórnar var kjör- inn Svavar Arnason af lista Al- þýðuflokksins. Viö breytinguna á hreppi yfir I bæ var fjölgað i bæjarstjórn i 7, úr fimm sem sæti áttu i hrepps- nefnd. Sjálfstæðisflokkurinn vann báða nýju fulltrúana, og hefur þrjá bæjarfulltrúa, Alþýðuflokk- ur hefur 2, og Framsóknarflokkur og vinstri menn 2. Eitt sinn var sú tið að Alþýðu- Eirikur Alexandersson flokkur hafði hreinamneirihluta hreppsnefndarmanna i Grinda- vik, og stóð sú tið nokkuð lengi. —úþ Þjóðviljinn hafði samband við Heiðrúnu Steingrlmsdóttur, for- mann Sjálfsbjargar. — Þetta hefur nú verið I undirbúningi hjá okkur I nokkur ár, og ég held mér sé óhætt að fullyrða að þetta sé i fyrsta skipti, sem ráðist er hér á landi I byggingu 'heimilis, sem inni- heldur jafn marga þætti endur- hæfingar og heilsuræktar og hér um ræðir. Frá byrjun var stefnt að þvi að búa sem allra best að öryrkjum, og siðar var ákveðið að veita verksmiðjufólki það sem við köllum fyrirbyggjandi heilsurækt, og miðár að þvi að koma I veg fyrir ónýtingu þeirra vöðva, sem t.d. maður við færi- band notar aldrei á sinum vinnustað. Slika starfshópa ætl- um við að taka i hreyfingu og sund og hafa forráðamenn þeirra fyrirtækja, sem við höfð- um samband við, sýnt þessu á- huga. Sjúkraþjálfari okkar, Magn- ús. Ólafssor. ei- mjög áfram um að þetta verði að veruleika, og við ætlum að gera okkar besta til að koma byggingar- framkvæmdum af stað sem allra fyrst. ■ — Er þá reiknað með nægu starfsliði I verksmiðjuna eftir þá stækkun, sem er fyrirhuguð? — Það er alveg vist, að eftir- spurninni verður seint annað. Við höfum orðið vör viö mun meiri þrýsting á okkur eftir að ' farið var að gera alvöru úr þvi að segja fólki upp vinnu á sjö- tugsaldri. Við ætlum að reyna að hjálpa þvi eftir megni, en fatlaðfólk mun þó hafa forgang. ■ — Hver fjármagnar svona stórt fyrirtæki? — Þar stendur nú hnifurinn i kúnni eins og svo viða annars staðar. Fyrir ári fengum við leyfi félagsmálaráðuneytisins fyrir þessari framkvæmd, und- irritað af Hjálmari Vilhjálms- syni. Endurhæfingarlöggjöfin, sem varð til árið 1970, kveður á um að það eigi að fjármagna þetta fyrirtæki úr erfðafjársjóði og atvinnuleysistryggingasjóði. Endurhæfingarráð rikisins hef- ur þegar gefið út viðurkenningu slna á framkvæmdinni, en það metur réttmæti svona stofnana og ákveður hvort um skynsam- lega stærð þeirra sé að ræða. Segir ráðið að framkvæmdin sé hæfileg miðað við aðstæður og gefurhenni meðmæli sin. Ráöið hefur heimilað fjármögnun, en það er okkur hins vegar ekki nóg, þvi að ár er liðið siöan þetta var, og peningarnir sjást ekki enn. Kemur það til af þvi að at- vinnuleysistryggingarsjóður neitar að láta af hendi fé. Erfða- fjársjóður lýsir síg hins vegar fúsan til að borga sinn hluta, en þó ekki fyrr en tryggt er að fjár- magn fáist úr atvinnuleysis- try ggingarsjóðnum. — Munu framkvæmdir þá hefjast um leið og fjármagn fæst? — Já, svo sannarlega. Verk- takar hafa beðið i tæpt ár eftir að geta byrjað, en þar eð litlar llkur eru á fjármögnun i bráð ræddum við um það á fundi fyrr i þessari viku hvort rétt væri að segja verktökunum upp og veröur það óneitanlega súrt i broti, þvi aðbúnaður að fötluðu fólki er alls enginn utan Reykja- vikursvæðisins og okkur þykir timi til kominn að gera gang- skör að róttækum breytingum hér á Norðurlandi. —gsp Hlutverk mennta- skólanna breytist Framtið menntaskólanna með sérstöku tilliti til þess aö frum- varp til laga um grunnskóla er orðið að lögum var eitt aðalum- ræðuefnið á aðalfundi og lands- þingi menntaskólakennara á Isa- firði 22. og 23. júni s.l. Slikir fundir menntaskólakenn- ara eru haldnir annað hvert ár, venjulega að vorlagi. Fulltrúar á fundinum töldu augljóst aö géra þyrfti verulegar breytingar á framhaldsskólakerfinu og að staða og hlutverk menntaskól- anna kynni e.t.v. að breytast við þá endurskoðun. Þá voru nýgerð- ir kjarasamningar skýrðir, og kennarar i sömu námsgreinum báru saman bækur sinar um kennsluna og námskeið i greinum sinum. Formaður til næstu tveggja ára var endurkjörinn Ingvar As- mundsson, en aðrir i stjórn þeir Heimir Þorleifsson, Baldur Sveinsson, Ómar Arnason og Sig- urður Ragnarsson. Fundarstjóri var Hjálmar ólafsson konrektor. Að fundarstörfum loknum fóru gestir i siglingu um Isafjarðar- djúp, en fundinum var svo form- lega slitið i hófi i Hótel Mánakaffi á Isafirði. A aðalfundi SIS i siðasta mán- uði voru kosnir i stjórn: Eysteinn Jónsson, Þórarinn Sigurjónsson, Ragnar ólafsson, Jakob Frimannsson sem er formaður. Þórður Pálmason, Finnur Kristjánsson, Guöröður Jónsson, Ólafur Þ. Kristjánsson og Ólafur E. Ólafsson. Allir voru þeir endurkjörnir. Á ítaliu greiða heildsalar 50% innborgun vaxtalaust Þessa dagana má heyra mikla kveinstafi frá heildsölum i Reykjavik vegna 25% innborgun- argjaldsins á allar innfluttar vör- ur. Þessi innborgun er fyrst i banka i 3 mánuði, og fá heildsalar vexti á biðtimanum. En hvernig yrði heildsölunum i Reykjavik við, ef þeir stunduðu „atvinnu- rekstur” sinn suður á Italiu? Þar- lend stjórnvöld hafa nýlega tekið upp 50% innborgunargjald sem fryst er I 6 mánuði vaxtalaust.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.