Þjóðviljinn - 13.07.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Side 7
Laugardagur 13. júH 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Á AKUREYRI Á þessari siðu og næstu þremur getur að lita myndir frá Akureyri, sem teknar voru um siðustu helgi. Sennilega kemur hér fátt fram sem Akureyr- ingar ekki vita, en engu að siður er margt á döfinni i þessum mikla athafnabæ, og ætlum við að segja frá þvi helsta. — gsp. Gamla rafveitan er komin vel til ára sinna og hefur nú verið leyst af hólmi. Hún gerði þó lengi sitt gagn og á ún efa hlýjan hug bæjarbúa allra. Ellimörk ú stifl- unni eru greinileg. Sprungur i veggjum og gamaldags útbúnað- ur gefa henni viðkunnanlegan og góðiátlegan svip. Rafveituhúsið, sem stendur neðar i farvegi Glerár, er ónotað en skátar munu hafa áhuga á að taka það I gagnið eða höfðu a.m.k. á sinum tfma. Náttúrudýrkendurnir, Akureyr- ingar, virðast ekki hafa hugað vel aö Gleránni á undanförnum ár- um, og var hún þó, og er raunar enn, ein helsta prýði bæjarins. 1 eina tið var þar fiskgengd tölu- verð, en nú er þaö liðinn timi og allur fiskur löngu dauður, senni- lega vegna mengunar frá verk- smiðjum. Lengi hefur verið rætt um að steypa Glerá i stokk en sú hug- mynd mætt mótspyrnu bæjarbúa. Var á sinum tima (á árunum 1950—1960) rætt um að steypa beinan stokk og háan, þar sem áin rynni siðan tii sjávar án þess að valda nokkru auga gleði og yl. Endanlega hefur verið horfið frá þeirri hugmynd, og nú er rætt um að steypa farveg i þeim hlykkjum og bugðum, sem áin rennur i, eða þá að sieppa ailri steypuvinnu og láta nægja að aka grjóti meðfram farveginum. Er talið liklegast að siðari kosturinn verði valinn. Glerá er þeim eiginleika búin, að geta með Htiili fyrirhöfn fimmtugfaldað meðalrennsli sitt. Flæðir hún þá langt yfir bakka sina og er þvi talið nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstafanir til að draga úr hættu á að slikt gerist. t þessum brekkum, sem eru rétt norðan við miðhluta Akureyrar, hefur verið talaö um að útbúa skiða- og snjósleðaland. Það eru ekki öll bæjarfélög, sem hafa tök á slikum framkvæmdum inni i sjálfu þorpinu, en hér er aðstaðan vissulega góð. Verði af þessum framkvæmdum er ekki útilokað að á sumrin muni brekkurnar notaðar sem starfsvöllur yngri kynslóðarinnar, þarsem þau geta byggt kofaborgir og annað, sem imyndunaraflið býður upp á. Ekki ætti að vera erfitt að fá snjó til að tolla í brekkunum á veturna. Rætt hefur verið um að planta trjánum neðst i hliðina, meðfram henni endilangri, og ætti snjór þá að hlaðast upp af þeim runnum. „Siberia” hefur þetta syðsta hverfi Akureyrarbæjar verið kaliað. Þarna eru syðstu húsin uppi á hæðinni og samkvæmt skipulagsáætlun verða ekki byggð fleiri íbúðarhús í suðurátt. Hins vegar er fyrirhugaö að reisa á gamla golfvellinum, sem er bæði sunnar og neðar i hæðinni, einhverjar stofnanir, skóia eða sjúkrahús. A sinum tima mun Tækniskólanum hafa verið boðin þar lóð, en honum var eins og kunnugt er að lokum valinn stað- ur i sjáifri höfuðborginni. Nafnið „Siberia” dregur hverfi þetta af snjóþyngslunum, sem eru oft mikil efst i hlíðinni. Sólborg, hæli fyrir vangefna,tók til starfa árið 1970. Þar eru nú um 60 vistmenn. Sólborg hefur sótt um fjárveitingu úr svokölluðum tappasjóði Styrktarfélags van- gefinna, og eru likur á að fjár- magn fáist þaðan og viöar tii að byggja nýja deild, sjúkradeild, sem rúmaði þá um 25 vistmenn. Undirbúningsvinna er þegar haf- in og teiknivinna töluvert á veg komin. Sólborg er sjálfseignarstofnun, en styrkt með daggjöldum rikis- sjóðs. Heimilið er rekið á ábyrgð Styrktarfélags vangefinna og starfa þar 32—35 manns. Sólborg er eingöngu hugsuð fyrir sjúklinga af Norðurlandi. Engu að siður er þar nú um 25 sjúklingum fleiri en ráögert var I upphafi og er þvi orðið þröngt á þingi. Er vonast tii að hin nýja sjúkradeild muni rýinka verulega um þá, sem nú eru á heimiiinu, auk þess sem rúm veröi fyrir fleiri. ■ .____________________________:__________________•_ °

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.