Þjóðviljinn - 20.08.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 20.08.1974, Page 1
uomiuiNN Þriðjudagur 20. ágúst 1974 — 39. árg. 153. tbl. Bindiféð verður borg- að út smátt og smátt t dag hefst útborgun bindifjár þess seni innfiytjendur hafa orðið að greiða að undanförnu — 25% af innflutningsverði vörunnar. Alls nemur upphæð bindifjárins nú um 1300 miljónum króna. Verður bindiféð greitt út smám saman eftir sérstökum reglum, en inn- flytjendur fá auk þess vexti ofan á bindiféð. Innflytjendur munu áfram þurfa að leggja fram 25% inn- flutningsverðmætis, þrátt fyrir endurgreiðsluna. Allt í óvissu með rekneta- veiðarnar Bátarnir að koma heim af Norðursjónum Allt er enn i óvissu um það hvort reknetaveiðar verða stund- aðar að einhverju marki hér við land i haust, að sögn Kristjáns Ragnarssonar hjá LttJ. Sagði hann að nokkrir bátar frá Horna- firði hefðu undanfarið verið með reknet við Hrollaugseyjar og hefðu þeir aflað sæmilega. En þar sem reknetaveiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land i mörg ár, Væri stofnkostnaður út- gerðarmanna vegna þessara veiða mikill og þvi alls óvist að nokkuð verði um reknetaveiði nú, umfram það sem þegar er. Þá sagði Kristján að búist væn við að einungis bestu bátarnir myndu stunda veiðar áfram i Norðursjónum og væru margir bátar komnir heim eða væru á leiðinni. Ástæðan fyrir þvi að bát- arnir eru að hætta veiðum i Norðursjónum er sú, að allur kostnaður við veiðarnar, svo sem löndunarkostnaður og oliukostn- aður, hefur hækkað gifurlega, þannig að aðrir en toppbátarnir eiga vart möguleika á að halda áfram veiðum. Olia til þeirra báta sem stunda veiðar i Norður- sjó er ekki greidd niður. Ekkert hefur verið ákveðið hvað þeir bátar sem nú eru að koma heim af Norðursjónum taka fyrir. Sagði Kristján að mikil óvissa rikti nú meðal útgerðar- manna og myndu þeir biða og sjá hverju fram vindur. Vegna þess að niðurlagningar- verksmiðjan Siglósild á Siglufirði er. hráefnislaus spurðum við Kr-istján hvort ekki væri grund- vöilúr fyrir þvi að Sigla til Islands m§ð sild úr Norðursjó. Sagði hann að tilraun með þetta hefði verið gerð fyrir tveim árum og ekki tekist vel. Bæði er þetta löng og þvi dýr sigling, og eins var sildin ekki nógu góð þegar heim var komið. Um reknetasildina sem veiðst hefur i sumar sagði Kristján, að hún væri of stór fyrir niðurlagningarverksmiðjuna. — S,dór Landinn kom á óvart I gær og náði jafntefli I knattspyrnuiandsleik gegn Finnum, sem leikinn var á Laugardalsvelli. Lokatölur leiksins urðu 2 mörk gegn tveimur. Menn báru sig ærið misjafnlega á áhorfendapöllunum, sumir skýldu sér á bak við regnhlifar, aðrir yljuðu sér á vænum vindli og þeir, sem ekki höfðu aldurinn til, gæddu sér á poppkorniog ispinnum. Efnahagsráðstafanir framlengdar út sept. Gunnar og Geir bitast um það hvor eigi að verða utanrikisráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson, for- maður fjárhagsnefndar neðri deildar, skýrði frá ,þvf i gær, að nefndin hefði I meginatriðum fall- ist á að mæla með þvf, að alþingi staðfesti bráðabirgðalög. fráfar- andi rfkisstjórnar, jafnframt þvi sem lagt yrði til að lögin yrðu framlengd til eins mánaðar eða út september. Verður haldinn fundur i neðri deild alþingis i dag þar sem greint verður frá þessum niður- stöðum fjárhagsnefndarinnar. Viðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um stjórnarmyndun standa enn yfir. Búist var við að stjórnin sæi dagsins ljós I þessari viku, en ekki er talið vist að svo verði. Stafar drátturinn meðal annars af þvi að treglega gengur að skipta ráð- herraembættum. Sérstaklega mun Halldór E. vera fastheldinn Flokksbræður berjast á embætti landbúnaðarráðherra, og vill sig hvergi hreyfa. Þá eru hafnar hatrammar deil- ur innan Sjálfstæðisflokksins um það hvor þeirra Gunnar eða Geir fái embætti utanrikisfáðherra, sem gert er ráð fyrir að Fram- sókn afhendi ihaldinu, þar sem talið er fullvist að Ólafur Jó- hannesson vilji fórna Einari Agústssyni fyrir ihaldið. Fundur hefur verið boðaður i flokksráði Sjálfstæðisflokksins á miðviku- dag, á morgun, og er talið að þar verði deilumálin lögð fyrir og horfur á stjórnarmyndun flokk- anna tveggja. Lénharður er dýrkeyptur Það er Ijóst, að Lén- harður verður nokkuð stór biti fyrir sjónvarpið, sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjón- varps, er Þjóðviljinn innti hann eftir kostnaði við kvikmyndun Lénharðs fógeta eftir Einar H. Kvaran. Pétur Guðfinnsson sagði að þessa dagana væri verið að reikna út kostnað við gerð myndarinnar, og vildi hann ekki nefna neinar tölur; kvaðst ekki ge.ta gert sér grein fyrir endan- legri upphæð. — Menn tala um 25 miljónir? — Ég held að það sé nú ekki, en dæmið er ekki upplýst ennþá. — Fer kostnaður langt fram úr áætlun? — Já, en þær áætlanir sem gerðar voru vorið 1973 voru kannskiekki nógu vandaðar. Og, svo héfur verðlag breyst. Og þar að auki, eru þetta nokkuð flóknir útreikningar. Margt af þvi, sem kostnaður varð af, verður áfram eign sjónvarpsins og kemur þvi til góða, svo sem leiktjöld og búningar og fleira. r- Bitnar þessi framkvæmd sjónvarpsins á öðrum fyrirætl- unum ykkar? , — Ef kostnaður fer langt fram úr áætlun, þá gerir hún .það. Hún gæti bitnað á öðrum framkvæmdum, og þá þeim kostnaðarmeiri. Vésteinn Lúðvíksson skrifaði fyrst handrit Undirbúningur að töku Lén;. harðar hófst vorið 1973, og var Vésteinn Lúðviksson rithöfund- ur þá fenginn til að skrifa hand- rit fyrir sjónvarpið upp úr leik- riti Einars heitins Kvarans. Vésteinn lauk þvi verki um siðustu áramót, en þá kom i ljós nokkru siðar, að eigendur höf-' undarréttar, ættingjar Einars H. Kvarans, vildu ekki að film- að yrði eftir handriti Vésteins. Vésteinn stytti leikritið mjög, eins og óumflýjanlegt var, ,,og skerpti ýmsar persónur, kom inn i þetta dálitilli pólitik. Þetta er skemmtilegur efniviður að vinna úr, og glöggur áhorfandi hefði eflaust dregið ýmsar ályktanir varðandi ástandið i okkar þjóðfélagi núna”, sagði Vésteinn, er Þjóðviijinn ræddi stuttlega við hann i gær. Vésteinn sagði það hefði_ reyndar ekki komið sér svo mjög á óvart, að aðstandendur leikskáldsins hefðu ekki sætt sig við handrit hans. Ævar Kvaran, leikari, var þá fenginn til að vinna nýtt handrit fyrir sjónvarpið upp úr leikriti afa sins i samvinnu við Tage Ammendrup, stjórnanda upp- töku,Baldvin Halldórsson, leik- stjóra og Snorra Svein Friðriks- son, leikmyndateiknara. En sjónvarpsleikritið er kom- ið saman, búið er að taka það, eftir er að klippa og hljóðsetja, og hluti annarrar tæknivinnu verður að fara fram erlendis. Væntanlega verður Lénharö- ur svo frumsýndur á jólunum. Margt leikara kemur fram i sjónvarpsleikritinu um Lénharð og Torfa i Klofa: Gunnar Eyjólfsson leikur Lénharð, Sigurður Karlsson leikur Ey- stein úr Mörk, Sunna Borg leik- ur Guðnýju, Ævar Kvaran leik- ur Torfa i Klofa, Rúrik Haralds- son leikur Ingólf á Selfossi, Þóra Friðr’iksdóttir leikur Helgu, konu Torfa. Auk þessara má nefna Val Gislason, Jón Aðils, Jón Júliusson, Sigurð Hallmarsson, Þóru Borg ofl, Kvikmyndun annaðist Haraldur Friðriksson ásamt Baldri Hrafnkeli Jónssyni. —GG.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.