Þjóðviljinn - 20.08.1974, Page 12
UOOVIUINN
Þriöjudagur 20. ágúst 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi biaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
16.-22. ágúst er I Laugavegsapóteki og
Holtsapóteki.
Tannlæknavakt fyrir skólabörn i
Reykjavik er I Heilsuverndarstöðinni i
júli og ágúst alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 9-12 f.h.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Þorskafli
er svipaður
og í fyrra
Bátaaflinn fyrri hluta ársins
miklu minni, en
togaraaflinn jókst um 40-50%
Út er komin skýrsla
Fiskifélags islands um
heildaraflann á fyrstu sjö
mánuðum ársins saman-
borið við sama tíma í
fyrra. i samanburðinum
kemur f Ijós að þorskaf linn
er svipaður og í fyrra á
þessum sjö mánuðum,
bátaaflinn hefur minnkað
um nærri 40 þúsund tonn,
en togaraaflinn hefur auk-
ist um nærri 24 þúsund
tonn. Aukning loðnuaflans
er tæplega 30 þúsund tonn.
Heildarafli landsmanna á
fyrstu sjö mánuðum ársins var
765 þúsund tonn, en á sama tima i
fyrra um 740 þúsund tonn.
Þorskaflinn var fyrstu sjö
mánuðina 273 þúsund tonn, þar af
186 þúsund tonn á bátana og 87
þúsund tonn á togarana. Bátaafl-
inn i fyrra var 222 þúsund tonn, en
togaraaflinn nærri 54 þúsund
tonn, eða alls 277 þúsund tonn.
Á svæðinu frá Hornafirði til
Stykkishólms varð bátaaflinn
nærri 30 þúsund lestum minni en i
fyrra, var i ár um 134 þúsund lest-
ir, en i fyrra 161 þúsund lestir.
Aflinn á Vestfjörðum varð einnig
mun minni en i fyrra, og munaði
þar um 5 þúsund lestum, úr nærri
28 þúsund lestum i um 23 þúsund
lestir. Þorskaflinn á Norðurlandi
varð um 3.000 tonnum minni en á
sama tima i fyrra — fór úr 21 þús-
und tonnum i 18 þúsund tonn.
Fyrir Austf jörðum varð aflinn nú
um 9 þúsund tonn, en á sama tima
i fyrra nærri 11 þúsund tonn.
Nokkru meira var landað erlend-
is i ár en i fyrra; munaði þar litlu.
Siðutogarar lönduðu 18 þúsund
tonnum innanlands i fyrra, en
tæpum 11 þúsund tonnum i ár.
Siðutogarar lönduðu um 4.600
tonnum erlendis i fyrra, en um
3.400 tonnum i ár. Stóra stökkið
varð á veiðum skuttogaranna:
Þeir lönduðu 67 þúsund tonnum
innanlands i ár, en 29 þúsund
tonnum i fyrra, en 6.000 tonnum i
ár.
Annar afli var sem hér segir —
inna.n sviga á sama tima i fyrra:
Sildarafli, landað erlendis:
16.620 tonn. 1 fy.rra: 15.760 tonn.
Loönuafli, innanlands: 462.832
Togaraaflinn hefur aukist um nær 24 þúsund tonn
(436.841), erlendis 419 (0). AIls
463.251 (436.841).
Rækjuafli: 3.483 (4.002).
Hörpudiskur: 1.120 (1.485)
Humarafli: 1.767 (2.875)
Spærlingur o.fl.: 5.358 (3.540.).
Nýjung i tryggingamálum:
Hóptrygging bænda
Heilu hrepparnir hafa keypt þessa nýju tryggingu
A sl. vori komu þrjú trygginga-
félög fram meö nýjung i trygg-
ingamálum, svokallaða hóp-
tryggingu bænda, en þaö er: á-
byrgðartrygging fyrir bónda sem
tryggir hann fyrir skaöabóta-
skyldu vegna búreksturs og auk
þess vegna tjóna á mönnum og
munum og nær einnig til skaöa-
bótaskyldu til starfsmanna hans
og fjölskyldna þeirra. Þá er einn-
ig inn i þessu sértrygging fyrir
börn sem eiga heima eöa dveljast
á sveitaheimilum.
Eitt af þeim tryggingafélögum
sem býður þessa tryggingu er
Brunabótafélag Islands, og var
okkur tjáð þar að i sumar hefðu
menn frá félaginu ferðast um
landið og kynnt forráðamönnum
hreppanna þessar tryggingar, en
siðan er farið til bændanna og
safnað ‘undirskriftum undir þess-
ar tryggingar, þvi að veittur er
20% iðgjaldaafsláttur ef um heil-
an hrepp er að ræða eða 200 þátt-
takendur og hámark 40% afslátt
ef allt landið er reiknað sem ein
heild.
Bændur hafa tekið þessari nýj-
ung mjög vel, og eru mörg dæmi
þess að heilu hrepparnir hafi
tekið þessar tryggingar. En þótt
miðað sé við hóptryggingu getur
hver einstakur bóndi tekið svona
tryggingu án tillits til þess hvað
nágrannarnir gera.
Fram til þessa hafa tryggingar
bænda verið mjög ófullkomnar,
aðeins venjuleg bruna- eða heim-
ilistrygging eins og hjá fólki i
kaupstað. Þess vegna kom hug-
myndin að þessari nýju tryggingu
fram hjá Búnaðarsambandi ís-
lands, sem tryggingarfélögin
hafa' siðan útfært og hrundið i
framkvæmd.
—S.dór
Islensk óskabyrjun
en hún dugði ekki til og Finnar náðu jafntefli 2:2
Eins og áður segir, fékk is-
lenska liðið óskabyrjun. Það voru
ekki liðnar nema 5 minútur af
leiknum, þegar fyrsta markið
kom. Dæmd var aukaspyrna á
Finna rétt fyrir utan vitateig.
Magnús Þorvaldsson bakvörður
framkvæmdi spyrnuna og sendi
boltann til Jóhannesar Eðvalds-
sonar, sem skallaði til Matthias-
ar, sem lék á finnskan varnar-
mann og skaut að marki, en of
laust, og Teitur Þórðarson kom á
fullri ferð og bætti við og skoraði
1:0.
Loks þóttist maður sjá
hilla undir íslenskan sigur í
landsleik í knattspyrnu,
langþráðan sigur, eftir
óskabyrjun hjá íslenska
liðinu gegn Finnum í gær-
kveldi/ 2 mörk á fyrstu 11
mínútum leiksins. En eins
og svo oft áður hljóp allt í
baklás hjá landanum, og
áður en yfir lauk höfðu
Finnar jafnað 2:2. Að vísu
var siðasta mark þeirra
einsólöglegtog mark getur
verið, bæði maðurinn sem
skoraði það rangstæður og
eins braut hann á Þorsteini
markvérði, en dómarinn,
T.R. Kyle frá Skotlandi,
slakur dómari leiksins, sá
ekkert athugavert við
markið, þrátt fyrir það að
línuvörður veifaði og gerði
aðvart. En við dómarann
þýðir ekki að deila, og
jafntefli varð staðreynd í
heldur slökum leik.
Fyrsta mark íslands i smiöum. Matthias Hallgrimsson nær aö senda
boltann framhjá markveröinum, þó ekki nógu fast svo aö hann stoppár
rétt utan við marklinu. En Teitur var á veröi, fylgdi vel eftir og rak
endahnútinn á laglegt spil I gegnum finnsku vörnina.
Við þetta kom mikið lif i is-
lenska liðið og það sótti stift
næstu minútur. Svo á 11. min.
sendi Guðgeir stungubolta á Teit,
en rétt er hann hugðist skjóta að
marki af stuttu færi var brotið
gróflega á honum og vitaspyrna
að sjálfsögðu þegar dæmd. Úr
herini skoraði Marteinn Geirsson
2:0.
En nú var eins og allur vindur
væri úr islenska liðinu. Það lagð-
ist hálfgert i vörn og virtist ekki
hafa neinn áhuga á sóknarleik
meir. Finnarnir náðu smátt og
smátt betri tökum á leiknum, en
samt náðu þeir aldrei að skapa
sér veruleg marktækifæri og fátt
markvert gerðist fyrr en á 44.
minútu, aðeins nokkrum sekúnd-
um fyrir leikhlé.
Sendur var hár bolti að marki
íslendinga, og virtist manni Þor-
steinn hafa þennan bolta nokkuð
örugglega, en allt i einu kom inn-
herjinn Matti Paatelainen á fullri
ferð og skallaði boltann næstum
úr höndum Þorsteins i netið og
staðan i leikhléi þvi 2:1.
Ekki er ósennilegt, miðað við
leik islenska liðsins i byrjun sið-
ari hálfleiks, að þvi hafi verið
fyrirskipað að verja þetta eins
marks forskot og taka enga
áhættu. Og til að byrja með virtist
þetta ætla að heppnast, en á 59.
min. skoruðu Finnar jöfnunar-
mark sitt á ólöglegan hátt eins og
áður er lýst.
Það virtist nokkuð fjúka i is-
lensku leikmennina við þetta
mótlæti, og tóku þeir nú að sækja
meira og voru djarfari en áður,
en allt kom fyrir ekki,* þeim tókst
ekki að skora sigurmarkið þótt oft
munaði ekki miklu, eins og til að
mynda á 89. min, þegar Teitur og
Atli Þór Héðinsson, sem kom inn
fyrir Matthias Hallgrimsson,
stóðii fyrir opnu markinu, en mis-
tókst báðum að renna boltanum
yfir márklinuna.
Landsliðsþjálfarinn gerði þrjár
breytingar á liðinu i siðari hálf-
leik. Þeir Grétar Magnússon,
Matthias og Asgeir Eliasson,
sennilega besti maður liðsins i
fyrri hálfleik, voruteknir út af, en
inn komu þeir Gisli Torfa, Atli
Þór og Óskar Tómasson, og virt-
ist manni liðið veikjast við hverja
breytingu.
Af islensku leikmönnunum áttu
þeir Jóhannes Eðvaldsson, Guð-
geir, Teitur og Ásgeir bestan leik
og bakverðirnar, Magnús og
Eirikur Þorsteinsson komu einnig
mjög vel frá leiknum. Mörgum
fannst það furðulégt að Jón Gunn-
laúgsson skyldi ekki settur inn i
siðari hálfleik og Jóhannes Eð-
valdsson færður úr stöðu mið-
varðar og I stöðu tengiliðs. Slik
breyting hefði getað orðið til góðs
og jafi^vel leitt til sigurs.
Finnska liðið virðist nokkuð
Framhald á 11. siðu.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐVERZLA Í KR0N