Þjóðviljinn - 20.08.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.08.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þjóðminjasafnið: Uppgröftur í Álftaveri og viðhald gamalla húsa helstu verkefni sumarsins Hér í blaðinu var á sunnudag skýrt frá því sem efst er á baugi í Ár- bæjarsafni. Út frá því fengum við þá hugmynd að forvitnast um hvað á seyðí væri hjá Þjóð- minjasafninu. Gisli Gestsson safnvörður skýrði blaðinu frá þvi,að mikið af fé og mannafla safnsins færi á hverju sumri i viðhald gamalla húsa sem eru i vörslu safnsins. Hefði i sumar verið unnið við Viðeyjarstofu, aö Stöng, Keldum, Burstafelli i Vopnafirði og i Skaftafelli. Væri bæði um árlegt viðhald og endurbyggingu húsanna að ræða. Einn uppgröftur er i gangi á vegum safnsins, en hann er i Alftaveri. Þar er verið að grafa upp bæ sem talinn er vera frá 14. öld þó það sé ekki enn orðið ljóst. Engar skrifað- ar heimildir hafa fundist um þennan bæ,en hann hefur verið býsna stór eða á borð við bæ- inn Stöng i Þjórsárdal. Nafn bæjarins er ekki vitað en talið er að hann hafi eyðst i Kötluhlaupi. Vinna fornleifa- fræðingar að þessum upp- greftri þarna i þrjú sumur og i sumar hafa verið þar fimm manns i tvo mánuði. Sagöi Gisli að nú væri farið að sjá fyrir endann á þessu og myndi verkinu sennilega ljúka næsta sumar. Af öðrum verkefnum safns- ins i sumar sagði Gisli að þótt sumarfri herjuðu á það eins og aðrar stofnanir væri alltaf unnið að ýmsum rannsóknum inni á safninu. Svo fer þjóð- háttafræðingur safnsins á hverju sumri um landiö og afl- ar heimilda um sitt fag. Safnið hefur átt þátt i tveimur stórum sýningum i sumar, Þróunarsýningunni i Laugardal og myndlistarsýn- ingunni að Kjarvalsstöðum, og hafa þær tekið drjúgan tima fyrir starfslið safnsins. Þá er alltaf mikið um fyrir- spurnir og beiönir sem safninu berast jafnt frá innlendum að- ilum og þurfa safnverðir að sinna þeim. Gisli sagði að lokum að upp- gröfturinn i Aðalstræti væri kostaður að öllu leyti af Reykjavikurborg og ætti safn- ið ekki neina teljandi aðild að honum. Stjórnarfundur SH: Gengið verður að fella - gengissig nægir ekki Undanfarna mánuði hafa frystihúsin verið rekin með vax- andi tapi. Margt hefur stuðlaö að þessari óheillaþróun og má þar nefna óraunhæfa kjarasamninga i lok febrúar, miklar hækkanir á allri þjónustu i kjölfar þessara samninga, farmgjaldahækkun, verulega lækkun útflutningsverðs á framleiðslu frystihúsanna og einnig á fiskimjöli, sem leitt hefur til mikillar. lækkunar á úrgangi frá vinnslunni. A móti þessu kemur það gengissig, sem orðið hefur frá áramótum, en það hefur engan veginn nægt til að bæta upp þessi áföll, og má ætla að tap frystingar fyrri helming þessa árs nemi um það bil 500 m. kr., en miðað við framleiðslukostnað og markaðs- verð I dag má áætla að tap fryst- ingar nemi nú á ársgrundyelli um 1500 m. kr. Af þessum ástæðum eru mörg frystihús nú aö stöðvast vegna greiösluerfiðleika og er þvi áriö- andi, að nú þegar verði gerðar þær ráðstafanir i efnahagsmál- 7000 ára hellnamyndir Érevan (APN) 1 Gegam-fjöll- unum i Armeniu hafa fundist um það bil 100 hellnamyndir, sem visindamenn álita að séu um 7000 ára gamlar. A myndunum gefur að lita dýr, plöntur, ýmsar trúar- athafnir og fólk sem dansar trú- arlega dansa. Mörgum finnst víst nóg um kostnaðinn við að fá eitthvað ofan í sig á ferða- lögum. Sú var tíðin, að hótel útiá landi buðu ekki upp á annað eii lax eða vin- ar-snitsel, og var hvort- tveggja dýrkeypt. Nú hafa víða risið.upp veitingastað- ir, sem selja hamborgara, franskar kartöflur og fleira í þeim dúr með til- heyrandi kokteilsósu. um, sem tryggi rekstursgrund- völl sjávarútvegsins. Með tilliti til rekstrartaps frystihúsanna, það sem af er þessu ári, og einnig með hliðsjón af þvi, að útflytjendur hafa verið Birgir sagði, aö engar stórfelld- ar breytingar yrðu á kennslu I skólanum. Þaö tæki nokkurn tima, að koma á hinni nýju skip- an. Aðalbreytingarnar yrðu til að byrja með á stjórn skólamála. Fljótlega yrðu skipuð fræösluráö og komið á fót fræðsluskrifstofum i öllum umdæmum. Ein breyting hefði þó þegar tek- ið gildi. Þær skólanefndir, sem skipaðar voru að loknum sveitar- stjórnarkosningum i mai og júni hefðu kosið sér formann, en fram til þessa heföu formenn skóla- En verðlagið virðist litiö hafa breyst. Að minnsta. kosti er Ferðakostnaðarnefnd, sem ákvarðar dagpenginga, er opin- berir starfsmenn fá greidda á ferðalögum, ekki á þeim buxun- um, að unnt séað fá ódýran mat á islenskum veitingahúsum. Ferðakostnaöarnefnd hefur ákveðið, að dagpeningar skuli greiddir sem hér segir: Gisting og fæði i sólarhring kr. 2.300,-. Gisting i sólarhring kr. 850,-. Fæði i heilan dag kr. 1.450,-. Fæði i hálfan dag kr. 725, látnir bera tap á birgðum við gengishækkanir, þá telur stjórn S.H. það réttlætismál, að útflytj- endur njóti þessa hækkana á brigðum, sem kynnu að koma fram við gengislækkun. nefndar verið skipaöir af mennta- málaráöherra. Birgir sagði, að vel gengi að fá kennara að flestum skólum landsins; langt væri komið með að fá menn i allar lausar stöður. Yerndarinn að fagna ihaldsstjórn? Það var engu likara en verndarar vorir i Keflávik væru fyrirfram að fagna helminga- skiptastjórn Ihalds og fram- sóknar I gær. Drápsþota frá heriiðinu flaug mjög lágt yfir Kársnesinu i Kópavogi, þannig að hávaðinn frá strfðstólinu ætlaði alla að æra. Kona ein, búandi þar á nesinu, hafði samband viö einhvern marskálkinn i Keflavik, og spurði til hvers herþota Amerikana fengi að sprengja hlustir i frið- sömum Kópavogsbúum á friðar- timum. Eina svarið sem marskálk- ut-inn gaf, var það, að til þessa flugs, hefði herinn leyfi og bað konuna að hætta að kvarta. Eflausl hefur ameriska striðs- vélin fullan rétt til að fljúga eins lágt yfir húsagörðum hér á landi og hana lystir — og kannski var flug þotunnar i gær táknrænt fyrir þá Nató-öld sem fyrir dyrum er á Islandi. Hálft annað þús kr. fyrir eins dags fæði Grunnskólalögin: Engar stórar breytingar Þjóðviljinn hafði i gær samband við Birgi Thorla- cius ráðuneytisstjóra i menntamálaráðuneytinu og spurði, hvort vænta mætti nokkurra breytinga i skólamálum nú i haust vegna nýju grunnskólalag- anna. Sumargotssildarstofninn: 95 þús. lestir á næsta ári Sjávarútvegsráðuneytið hefur i dag gefið út reglugerð um bann við veiði smásildar. Kemur reglugerð þessi i stað eldri reglu- gerða um sama efni og eru óbreytt öll ákvæði um lágmarks- stærð siidar, sem er 25 cm. Samkvæmt fyrri reglugerðum voru sildveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi bannaðar með öllum veiðarfærum öörum en reknetum til 1. september n.k., en með hinni nýútgefnu reglugerö er bann þetta framlengt til 15. september 1975. Er þetta gert samkvæmt til- lögu Hafrannsóknastofnunar- innar og með samþykki L.I.Ú., Fiskifélags íslands, Farmanna- og fiskimannasambandsins, Sjó- mannasambandsins og fleiri aö- ila. Þegar sildveiðar fyrir Suður- og Vesturlandi voru bannaðar með öðrum veiðarfærum en reknetum i febrúar 1972 var áætluð stærð is- lenska sumargotssildarstofnsins um 34 þúsund lestir. Nú er áætlað, að stofninn sé orðinn rúmar 84 þúsund lestir og þar af mun hrygningarsild, sem er 4ra ára og eldri, nú vera um 56 þúsund lestir. Með áframhaldandi friðun er áætlað, að hrygningarstofninn verði haustið 1975 oröinn u.þ.b. 95 þúsund lestir og er þá hugsanlegt að hægt verði að taka upp sild- veiðar að nýju að einhverju marki. Nixon fær að halda spólunum Washington 15/8 — Saksóknarinn i Watergatemálinu, Leon Jaworski, hefur fallist á beiðni frá tveimur fyrrverandi ráðgjöf- um Nixons þar sem farið er fram á að litið verði á segulbands- spólur Nixons sem hans persónu- legu eign. Björn Jónsson læknir við stjörnukikinn. Gagnfrœðaskólinn á Sauðárkróki: Fékk stjörnu- kíki að Föstudaginn 9. ágúst sl. barst Gagnfræðaskólanum á Sauðár- króki vegleg gjöf, stjörnukíkir, sem gefinn er til minningar um Jón Þ. Björnsson fyrrv. skóia- stjóra á Sauðárkróki, en hann var skólastjóri Barna- og ungmenna- skóla Sauðárkróks um hálfrar aldar skeið. Gefendurnir eru syn- ir Jóns, þeir Björn Jónsson læknir i Kanada og Stefán Jónsson arki- tekt i Reykjavík. Björn afhenti gjöfina fyrir hönd þeirra bræðra að viðstaddri skólanefnd, skólastjóra, bæjar- yfirvöldum og nokkrum vina sinna. Skólastjóri, Friðrik Mar- geirsson, veitti stjörnukikinum viðtöku fyrir hönd gagnfræöa- skólans og þakkaði gefendum rausnarlega gjöf, sem er stórt framlag til aukningar tækjakosti skólans. Við þetta tækifæri minntist skólastjóri Jóns Þ. Björnssonar, sem var á sinum tima meðal fremstu skólamanna landsins og mun svo veröa talinn á spjöldum sögunnar. Að afhendingu lokinni bauð bæjarráð Sauðárkróksbæjar til kaffidrykkju að Hótel Mælifelli. Undir borðum flutti formaður skólanefndar Guðjón Ingimund- arson ræðu, þar sem hann minnt- ist Jóns. Þ. Björnssonar sem borgara á Sauðárkróki og starfa hans i þágu staðarins á ýmsum sviöum. Svo og þakkaði Guðjón gefendum hlýhug þeirra og ræktarsemi við heimabyggð, sem hin veglega gjöf bæri vott um, jafnframt þvi að heiðra minningu föður þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.