Þjóðviljinn - 20.08.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1974, Blaðsíða 3
Þri&judagur 20. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Sendiherra Bandaríkjanna á Kýpur skotinn til bana í mótmœlaaðgerðum gegn stefnu Bandaríkjanna í Kýpurdeilunni Jakuxar á nýjum slóðum Moskvu, (APN). Jakuxarnir, sem fyrir stuttu voru fluttir frá Sovétlýðveldinu Kirgisiu til Verkhovina i Karpatafjöllunum liöur vel i hinu nýja umhverfi. Næg fæða er handa þeim i fjöllun- um og rakamagnið i loftinu virð- ist ekki hafa slæm áhrif á dýrin. Dæmi um það, hversu vel „land- nemunum” liður, er, að fyrsti kálfurinn er fæddur. F ólks- fjölgunar ráðstefn- NIKOSIU 19/8 — Roger Davies, sendiherra Bandarikjanna á Kýpur var skotinn til bana I Froskaregn Asjkjabas, (APN). í Ak-Tepe, útborg Asjkjabas, höfuðborgar sovétlýðveldisins Turkmenlu, gerði nýverið mikla rigningu og það rigndi froskum. Skýstrókur hafði farið yfir skurð og uppi- stöðulón og sogið upp I sig frosk- ana og slðan steyptust þeir niður eins og voldugur regnskúr. Þetta sérkennilega fyrirbæri er ekki einstætt á þessum slóðum. Þannig rigndi eitt sinn smáfisk- um yfir bómullarakra I Amu-Darja dalnum. una. "Þeir skutu á hana úr vél- byssum og komust þannig inn. Tveir starfsmenn sendiráðsins féllu I skothríðinni. Sendiherrann sem sat inni á skrifstofu sinni bak við glerdyr, særðist síðan til óllfis þegar kúla hæfði hann I brjóstið. Davies var sérfræðingur i málum austurlanda nær, og kom hann til Kýpur fyrir fáum mánuðum. Aður en ráðist var á sendiráðið hafði mikill fjöldi manna gengið um götur Nikoslu, og æptu þeir vígorð eins og „Kissinger morö- an sett BUKAREST 19/8 — Fólksfjölg- unarráðstefna Sameinuöu þjóð- anna hófst I Búkarest i dag. Þetta er fyrsta alþjóöaráðstefnan um fólksfjölgunarvandamálið sem Sameinuðu þjóðirnar efna til, og um leið er það stærsta ráðstefn- an, sem samtökin hafa beitt sér fyrir hingað til. Meira en 140 þjóð- ireiga fulltrúa á ráöstefnunni, og mörg samtök og þjóðfrelsishreyf- ingar hafa sent áheyrnarfulltrúa þangað. örvæntingarfull móðir ber börn sin I burtu af flóöasvæðunum. dag, þegar hópur vopn- aðra Kýpur-Grikkja gerði árás á sendiráðs- húsið i Nikosiu. Þúsundir manna söfnuðust fyrir framan sendiráöið I dag til að mótmæla stefnu Bandaríkja- manna i Kýpurdeilunni að undan- förnu. Meðan á mótmælaaðgerð- unum stót^réðst hópur manna I einkennisbúningum sem félagar hreyfingarinnar Eoka-B hafa notaCká sjálfa sendiráðsbygging- ingi”.Lögreglan reyndi að stööva þá meö þvi að kasta á þá táragas- sprengjum, en árangurslaust. Þá voru hermenn úr þjóðvaröliöinu kallaðir á vettvang. Þeir skutu uppiloftið yfirhöfðum manna, en gátu þó ekki stöðvað þá. Strax eftir þessa atburði hélt Glafkos Klerides útvarpsræöu og fordæmdi morðið á sendiherran- um. Makarios erkibiskup, fyrrum forseti eyjarinnar, ásakaði skæruliðasamtökin Eoka-B um moröiB og fordæmdi hann slikar aðgerðir harðlega. Hann taldi að skæruliðarnir hefðu blandað sér I mannfjöldann til að komast þann- ig að sendiráðinu. Turan Gunes, utanrikisráð- herra Tyrklands, fór mjög hörö- um orðum um morðið á sendi- herranum. Hann jafnaði þvi við þau morð á Kýpur-Tyrkjum, sem Tyrkir halda fram aö framin hafi verið, og sagði hann aö þeir sem bæru ábyrgö á slikum verkum væri „óvinir mannkynsins”. Gunes sagði að þessir atburöir sýndu að Tyrkir heföu gert rétt I að hefja nýja sókn á Kýpur. Húsþökin eru þaö eina sem sést af bænum Kalmakanda I Bangladess. FLOÐIN AUKAST NÝJU DELHI 19/8 — Flóöin miklu, sem hafa herjað Indlands- skaga aö undanförnu, breiddust enn út i dag, en þó hefur ástandiö batnaö nokkuö á flóöasvæöunum á Norðaustur-Indlandi, þar sem hundruð manna munu hafa látiö lifiö. I dag flæddi Narbada-fljót yfir bakka sina, og er bærinn Jabalpur i fylkinu Madhya Pra- desh i hættu og mörg smærri þorp. Vatnið er þegar komiö upp fyrir hættumark, og hefur fólk veriö flutt burt úr mörgum bæj- um. Vegir til Jabalpur eru rofnir. A einum staö hækkaöi yfirborö vatnsins um 35 sm á klukkustund. I Bangladess og austustu fylkj- um Indlands ógnar hungursneyö miljónum manna og margir hafa látistúrkóleru. Stjórnin i Bangla- dess hefur skýrt frá þvi að til aö koma i veg fyrir hungursneyð þurfi að flytja inn miljónir tonna af matvælum. I dag létust 23 menn i flóðum á eynni Luzon i Filipseyjum. Marcos forseti Filipseyja hefur lýst yfir neyðarástandi þar. Mótmœlaaðgerðir gegn stefnu Bandaríkjamanna á Grikklandi AÞENU 19/8 — Stjórn Grikk- lands ákvaö um helgina að setja strangar takmarkanir á öllu flugi tit bandariskra herstöðva i landinu og frá þeim. 1 mörgum borgum Grikklands voru haldn- ir fjölmennir mótmælafundir gegn stefnu Bandarikjanna i Kýpur-deilunni. Talsmaður bandariska sendi- ráðsins i Aþenu skýrði frá þvi á sunnudaginn að griska stjórnin hefði bannað alla flugumferð við bandariskar herstöðvar, nema herstööina I Aþenu. Hún hefði einnig krafist þess að skýrt yrði frá öllu flugi frá þess- ari herstöð sex klukkustundum fyrirfram. Sagt er að svipaðar reglur hafi verið settar um bandarisku herstöðina á Krit. Henry Tasca, sendiherra Bandarikjanna I Aþenu, ræddi við Konstantin Karamanlis for- sætisráðherra á sunnudaginn, og flutti honum skilaboö frá bandariska utanrikisráðuneyt- inu. Ekkert hefur þó veriö látið uppi um þessi skilaboð né ár- angur viðræðnanna. En skýrt hefur verið frá þvi að Bretar og Bandaríkjamenn hafi hvatt Grikki til aö endurskoða þá á- kvöröun sina að hætta hernað- arsamstarfi við Atlantshafs- bandalagið. Areiðanlegir heim- ildarmenn i Grikklandi hafa gefið i skyn að næstu daga muni stjórnin ræða um framtíð bandarisku herstöðvanna i landinu, og bættu þeir þvi við að Grikkir myndu reyna að gera tvihliöa varnarsamninga við önnur lönd. Mótmælaalda Mikil alda andúðar gegn Bandarikjamönnum fer nú um allt Grikkland, og voru farnar mótmælagöngur i mörgum borgum um helgina. I Aþenu kom til mikilla götubardaga milli þeirra, sem tóku þátt I mótmælagöngunni, og lögreglu- þjóna. Um 3000 menn söfnuðust saman á Stjórnarskrártorginu og reyndu aö ganga þaðan að bandariska sendiráðinu. í Heraklion á Krit var einnig far- ið I mikla mótmælagöngu þrátt fyrir bann lögreglunnar, og munu tuttugu þúsund manns hafa tekið þátt i henni. Lög- reglunni tókst að koma I veg fyrir að þeir gætu nálgast bandariska herflugvöllinn á eynni. Onnur mótmælaganga gegn stefnu Bandarlkjanna var farin i Saloniki. Eftir þessa at- burði klallaði Konstantin Kara- manlis ráögjafa sina i öryggis- málum til fundar. Segja heim- ildarmenn að hann óttist að mótmælaaðgerðirnar kunni að snúast gegn stjórn hans. Að sögn heimildarmannanna munu ýmsir ráðherrar telja að fylgis- menn herforingjaklikunnar, sem áður var við völd i landinu, kunni aö eiga einhvern þátt i mótmælaaögerðunum, og ætli að nota þær sér til framdráttar. Að loknum fundi Karamanlis og ráögjafa hans i morgun var tilkynnt að stjórnin hefði ákveð- ið að setja Gregorios Bonanos hershöfðingja, yfirmann griska hersins, af embætti, og skipa I hans stað Ioannis Davos, sem hingað til hefur verið yfirmaður þriðja hersins. Það var herfor- ingjaklikan sem skipaði Bon- anos yfirmann hersins. Ioannis Davos var hins vegar einn þeirra, sem áttu þátt I að steypa herforingjaklikunni og kalla Karamanlis heim. Talsmenn stjórnarinnar lýstu þvi einnig yfir I morgun, að hún myndi ekki þola neinar ofbeldisaðgerð- ir á götum úti. Karamanlis not- aði tækifærið og fordæmdi dráp- iö á sendiherra Bandarlkjanna á Kýpur. Víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til að vernda lif og eigur Bandarikjamanna I Grikklandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.