Þjóðviljinn - 20.08.1974, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriajudagnr 20. ágdst 1»74.
1. umferð enska boltans
Leeds beið
afhroð í
fyrsta leik
og tapaði fyrir Stoke 0-3
Bikarmeistarar Liverpool áttu
í miklum erfiðleikum með
1. deildarnýliðana frá Luton
Leeds varð fyrir áfalli I
fyrsta leik sinum á keppnis-
timabilinu og varð aö sætta sig
við tap fyrir Stoke 0-3. Liver-
pool lék á útivelli gegn Lutor.
og mátti þakka fyrir 2-1 sigur,
þvi heimamenn sóttu ákaft
allan leikinn og þó einkum i
fyrri hálfleik.
Carlisle, sem einnig lék i 2.
deild sl. vetur, geröi sér lltið
fyrir og sótti 2 stig i greipar
Chelsea á heimavelli þeirra
siðarnefndu.
Úrslit I 1. umferö urðu ann-
ars þessi:
Birmingham-Middlesbro 0-3
Burnley-Wolfes 1-2
Chelsea-Carlisle 0-2
Everton-Derby 0-0
Leicester-Arsenal o-l
Luton-Liverpool 1-2
Manch. City-West Ham 4-0'
Newcastle-Coventry 3-2
Sheffield Utd.-Q.P.R. 1-1
Stoke-Leeds 3.0
Tottenham-Ipswich o-l
W.B,A.-Fulham n-1
íslandsmótið utanhúss
FH-ingar
urðu
meista ra r
íslandsmótinu í úti-
handknattleik lauk um
helgina, og urðu FH-ing-
ar sigurvegarar eftir
úrslitaleik við sam-
borgára sína úr Hauk-
um. I þriðja sæti urðu
Framarar eftir sigur
yfir Valsmönnum, þar
sem Guðmundur Sveins-
son skoraði hvorki
meira né minna en 17
mörk fyrir Framarana
og var gjörsamlega ó-
stöðvandi allan leikinn.
Þetta er i 17. sinn, að FH
verður útimeistari, og má
geta þess, að Hjalti Einarsson,
sem stóð I markinu allan
leikinn fyrir FH og hreinlega
færði liöi sinu sigurinn með
frábærum leik, varð þarna ís-
landsmeistari utanhúss i 16.
sinn. Leiknum gegn Haukum
lauk með 15-12 sigri FH, en i
leikhléi var staðan 6-3 fyrir
Hauka.
Langbesti maöur leiksins
var án vafa Hjalti I markinu,
sem stóö þar rólegur og æðru-
laus að vanda og skellti hurð-
inni i lás I hvert sinn sem
Haukarnir nálguöust hættu-
svæði.
Um þriðja til fjórða sætið
börðust Valur og Fram. Þar
þurfti að framlengja leiknum
tvisvar sinnum áður en úrslit
fengust. A bak við nauman en
sanngjarnan Fram-sigur var
Guðmundur Sveinsson með
sin 17 mörk, og þegar við
spurðum hvort það væri ekki
nálægt Islandsmetinu, var hiö
hógværa svar Framara:
„Sennilega, a.m.k. hans per-
sónulega met”. Lauk leiknum
þegar öil kurl voru til grafar
komin með 27-25 sigri Fram.
r
Gamalt
land
Skáldsaga
eftir
J.B. Priestley
vona að þú viljir kalla mig það.
— Auðvitað, Tom. Og auðvitað
skal ég segja þér allt sem gæti
orðið þéf að einhverju liði, þótt ég
sé hræddur um að þú verðir fyrir
vonbrigðum. En einu máttu til
með að lofa mér. Ef og þegar þú
finnur hann, viltu þá skrifa og
segja mér það.
— Það skal ég gera, Hilda. Ég
lofa þvl. En auðvitað hef ég enga
sönnunfyrir þvi að hann sé enn á
lifi, þótt ég hafi hugboð um það.
Það hýrnaði yfir henni. — Það
hef ég llka, Tom. Ég held að ég
fyndi á mér, ef hann væri dáinn,
þótt ég þykist alls ekki hafa neina
dulræna hæfileika. En ég hef allt-
af álitið að undir hinu sýnilega
mynstri — þvl sem fólk kallar
staðreyndir— sé annað og leynd-
ara mynstur sem við sjáum stöku
sinnum grilla I — og köllum hug-
boð. Er ég kjánaleg, Tom?
— Nei, alls ekki, Hilda. Ég fæst
við staðreyndir — ég er hagfræð-
ingur, svo að ég má til — en ég er
llka býsna viss um að þetta
leynda mynstur sé fyrir hendi.
Hann beið andartak. — Geturðu
sagt mér hvert samband þitt við
föður minn var?
— Ég varö ástfangin af honum.
Og ég fór að elska hann, þótt tlm-
inn væri stuttur. Við stóðum
aldrei I svokölluðu ástasambandi.
Ég hefði viljað eiga það á hættu.
Ég hefði hlaupist á brott með hon-
um, ef hann hefði viljað það. En
hann tók það ekki I mál. Hann
sagðist verða að vera einn um
óheppni slna. Við hittumst alltaf
þegar við gátum — og það var
aldrei auðvelt — og við gerðum
ekki annað en horfa hvort á annað
og tala og tala — tala I alvöru. Við
opnuðum hugann hvort fyrir
öðru. Og það getur verið dásam-
legt fyrir konu, Tom — ekki slst
konu sem giftist röngum manni.
Þú hefur hitt Herbert —
— Rétt i svip. Og ég verð að
viðurkenna aö ég fékk andúð á
honum, Hilda.
— Ég tók eftir þvi. Veslings
Herbert.
— Af hverju ekki veslings ég?
Hann var ruddalegur. Ekki ég.
— Ég veit það. En um leið og
þú minntist á Charles Archer, þá
fylltist hann afbrýðisemi enn á
ný. Og þeir fengu andúð hvor á
öðrum næstum við fyrstu sýn.
Það var Vic Sedge — sem er i
rauninni ágætis maður, en reynir
að leyna þvi — þú hefur hitt hann
__7
— í gærkvöldi. Og ég veit alveg
viö hvað þú átt.
—- Jæja, það var Vic sem stakk
upp á því að við reyndum að finna
starf I búðinni okkar handa föður
þínum. Og hugmyndin að fá hann
til að mála býsn af ódýrum, léleg-
um myndum til að lifga upp á
húsgagnasöluna, var ekki komin
frá mér, heldur Herbert. Og sama
var að segja um kjörin. Við lögð-
um tii efnið, greiddum honum eitt
pund fyrir hverja mynd og tvö
pund I viðbót ef við seldum hana.
Verðið hjá okkur var milli
fimmtán og tuttugu gíneur. Ég
held við höfum aldrei selt meira
en hálfa. tylft. Þeir fáu sem höfðu
áhuga á myndlist, kærðu sig ekki
um málverkin. Og flestir hinna,
sem héldu að þetta væru góð mál-
verk, höföu ekki minnstu löngun
til að kaupa málverk yfirleitt. Ég
geri ekki ráð fyrir að þú vitir mik-
uð um Charles sem málara, Tom.
— Nei, ekki mikið. Ég held að
hann hafi verið svona I meðallagi
á fjóröa áratugnum, þegar hann
hlýtur að hafa málað einna mest.
Ég hef séð eina af myndunum
hans — konu i garði að sumarlagi
— og mér likaði hún vel, en ég
held að hún hafi verið undantekn-
ing. Hvernig var hann sem slæm-
ur málari — gerði hann myndir af
rauðum kúm,bleikum smáhýsum
og fögrum ströndum — ha?
Hún hló og kom honum á óvart.
Til þessa hafði hann álitið hana
vingjarnlega og greinda, en
fremur hátiðlega og innhverfa,
sennilega fædda til að þjást. —
Hann varslæmur I alvöru — og á
rangan hátt. Ef hann hefði yerið
verri, þá hefðum við getað selt
hann sem frumstæðan málara,
alþýðulistamann — þeir voru ein-
mitt að komast i tisku um þær
mundir — en hann passaði ekki i
kramið þar heldur. Og svo var
hann i búðinni siðdegis — fyrir
fjögur pund á viku og lágar
prósentur. Hann stóð sig ekki vel
þar heldur, nema ef til vill ein-
stöku sinnum gagnvart óvenju-
legum viðskiptavini, — en það var
ekki vegna þess að hann væri
kærulaus eða gerði ekki sitt
besta. Hamingjan góða hvað
hann reyndi — veslings Charles!
Og auðvitað voru Herbert og
verslunarstjórinn síkvartandi. Og
loks varð hann að fara. Og eins og
þú veist sennilega, þá útvegaði
Vic Sedge honum vinnu við að
ferðast um og selja varning hjá
fyrrverandi verslunarfélaga sin-
um I Ditterfield.
Þriðjudagur
20. ágúst
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Svala Valdimarsdóttir
heldur áfram lestri þýðing-
ar sinnar á sögunni
„Malena byrjar i skóla” eft-
ir Maritu Lindquist (4). Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
liða. Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Alfred Mouledous pianó-
leikari, Sinfóniuhljómsveit-
in I Dallas og kór flytja
„Prometheus” tónverk eftir
Skrjabln/Ignacy Pader-
evski leikur með Fll-
harmónlusveitinni I Vinar-
borg Pianókonsert i a-moll
op. 17 eftir Paderewski.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Slðdegissagan: „Katrln
Tómasdóttir” eftir Rósu
Þorsteinsdóttur Höfundur
les (13).
15.00 Miðdegistónleikar: ts-
lenzk tónlista. „Sonorites”
III fyrir pianó, ásláttar-
hljóðfæri og segulband eftir
Magnús Blöndal Jóhanns-
son. Halldór Haraldsson,
Reynir Sigurðsson og höf-
undur leika. b. Þrjú lög eftir
Jón Ásgeirsson við ljóð úr
bókinni „Regn i mai” eftir
Einar Braga. Guörún
Tómasdóttir, Kristinn
Hallsson og hljóðfæra-
leikarar undir stjórn Jóns
Ásgeirssonar flytja. c.
„Samstæöur”, kammer-
djass eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Jósef Magnús-
son, Gunnar Ormslev, örn
Ármannsson, Reynir
Sigurðsson, Jón Sigurðsson
og Guömundur Steingrims-
son flytja.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið
17.10 Tónleikar.
17.40 Sagan: „Fólkið mitt og
fleiri dýr” eftir Gerald
Durrell Sigriður Thorlaclus
heldur áfram lestri þýðing-
ar sinnar (24).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Húsnæðis- og byggingar-
málSigurður E. Guðmunds-
son framkvæmdastjóri tal-
ar um sveitarfélögin og
Húsnæðismálastofnun ríkis-
ins.
20.00 Lög unga fólksinsSverrir
Sverrisson kynnir.
21.00 Skúmaskot Hrafn Gunn-
laugsson og Ölafur H.
Torfason fjalla um fjölmiðl-
un (2).
21.30 Tónlist eftir Josef Suk
Tékkneska kammersveitin
leikur Serenötu fyrir
strengjasveit op. 6, Josef
Vlach stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Sólnætur” eftir
Sillanpáá Andrés Kristjáns-
son islenzkaði. Baldur
Pálmason les (8).
22.35 Harmonikulög örvar
Kristjánsson ieikur.
22.50 A hljóðbergiLif mitt með
Martin Luther King, — fyrri
hluti. Coretta Scott King
segir frá foreldri og upp-
vexti, fyrstu kynnum og
hjúskap, upphafi baráttunn-
ar, fyrstu handtöku og
sprengjutilræði.
23.40 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Bændurnir. Pólsk fram-
haldsmynd, byggð á sögu
eftir Wladislaw Reymont. 5.
þáttur. Þýöandi Þrándur
Thoroddsen. Efni 4. þáttar:
Brúðkaup Boryna bónda og
Jögnu er haldið með mikilli
viðhöfn, en um það bil sem
gleðskapnum er að ljúka,
finnst Kuba vinnumaður
látinn af sárum sinum.
21.20 Sumar á norðurslóðum.
Breskur fræðslumynda-
flokkur um dýralif I norð-
lægum löndum. 3. þáttur.
Griðland visundanna. Þýð-
andi og þulur Öskar Ingi-
marsson.
22.00 tþróttir. Meðal annars
mynd frá bikarkeppninni i
frjálsum íþróttum.
Umsjónarmaður ómar
Ragnarsson.
Dagskrárlok óákv.