Þjóðviljinn - 24.08.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. ág«(t 1(74. MÓÐVILJINN — 8tÐA S
Lágmarks-
verð á síld
ákveðið
Verölagsráö sjávarútvegsins
hefur ákveöiö eftirfarandi lág-
marksverö á sild veiddri i reknet
til söltunar frá byrjun rekneta-
veiöa til 31. desember 1974.
A) Stór sild (32 cm og stærri)
hvert kg. kr. 30.00
B) Smærri sild (undir 32 cm)
hvert kg. kr. 25.00
Stæröarflokkun framkvæmist
af Fiskmati rikisins.
Veröiö er miöaö viö sildina upp
til hópa komna á flutningstæki við
hlið veiöiskips.
Verðið er uppsegjanlegt
hvenær sem er eftir ágústlok, og
skal þá nýtt verö taka gildi 7 dög-
um eftir uppsögn.
Reykjavik, 22. ágúst 1974.
Verðlagsráö sjávarútvegsins.
Englend-
ingur
heimsmeist-
ari ung-
linga í skák
London 23/8: Anthony John
Miles var i kvöld formlega yfir-
lýstur heimsmeistari unglinga i
skák áriö 1974 i borginni Manilla á
Filipseyjum.
Miles gerði jafntefli við
Hollendinginn Dieks i siöustu um-
feröinni og sigraði með 7 vinning-
um, en Dieks varö i öðru sæti með
5,5 vinning. 1 þriðja sæti varð
Marjanovic Júgóslaviu og i fjórða
sæti Sviinn Lars Ake Schneider.
Fimmti varð Vestur-Þjóöverjinn
Peter Mack, en hann sigraði m.a.
Sviann og Sovétmanninn Kochiev
og geröi þar með drauma þeirra
um fyrsta sætiö aö engu.
Miles, sem er 19 ára stærð-
fræðistúdent viö Sheffield-háskól-
ann i Englandi, hlaut i verðlaun
gullpening og 200 dollara, og þar
að auki titilinn alþjóðlegur meist-
ari.
(Reuter)
Armeníu-
menn
snúa aftur
Minsk, (APN). Sovéskar drátt-
arvélar af tegundinni Belarus —
80 frá dráttarvélaverksmiðjunni i
Minsk eru nú fluttar út til 50
landa. Þær hafa fengið nokkur
verðlaun á alþjóðasýningum og
reynst vel i tilraunakeyrslu, sem
fór fram i Nebraska i Bandarikj-
unum. Þetta eru alþjótar vél-
ar, sem hægt er að tengja 150 mis-
munandi tæki við.
V/N. V *v W WN-VK.W
Þrátt fyrir umsóknir getur borgin ekki hjálpað þeim
Húsið sem þau búa í óíbúðarhæft síðan 1965.
í Blesugróf, rétt við nýju
Reykjanesbrautina og Breið-
holtsveg, stendur heldur nið-
urlútur kofi. Þessi kofi ber það
fallega nafn Lækjarbrekka, og
i honum búa fjórar manneskj-
ur.
Þjóðviljamenn voru á ferð
þar i Blesugróf nýlega, og
urðu undrandi að sjá, að fólk
skuli hafast við i jafn nötur-
legu skýli sem Lækjarbrekka
verður að kallast.
Þarna búa fullorðin hjón
ásamt syni og tengdadóttur.
Húsnæðið er i eigu Andrésar
Valbergs, og sagði sonurinn á
heimilinu, Ingvar Már, að
leigan væri 5000 krónur á
mánuði.
„Okkur bauðst húsið til
kaups — það varð ekki af þeim
viðskiptum, verðið átti að
vera tvær og hálf miljón.”
Lýst óíbúðarhæft
fyrir 9 árum
Lækjarbrekka var lýst
óibúðarhæf 1965. Það voru
heilbrigðisyfirvöld borgarinn-
ar sem það gerðu — og vart
hefur ástand hússins skánað
siðan. Ingvar Már, kona hans
og aldraðir foreldrar eru öll
sjúklingar. Faðirinn, Páll
Valdimarsson, þjáist af
kransæðastiflu, Ingvar af
magasári, kona Ingvars er
nýrnasjúklingur — ekkert
þeirra er vinnufært.
Báðir hafa feðgarnir sótt um
húsnæði hjá Félagsmálastofn-
un.
,,Ég lit svo á að umsókn
eldri mannsins sé mjög að-
kallandi,” sagði Gunnar Þor-
láksson, fulltrúi hjá Félags-
málastofnun borgarinnar.
„Það sem um er að ræða að
úthluta föðurnum, Páli Valdi-
marssyni og konu hans, er
ibúð fyrir aldraða við Norður-
brún eða Austurbrún. Það eru
tugir manna á biðlista.”
(öllum íbúðakaupaum-
sóknum synjað
Ingvar Már fullyrti, að Páll
faðir sinn hefði nú um 15 ára
skeið haft umsóknir i gangi
hjá borgaryfirvöldum.
„Pabbi var verkamaður.
Hann hefur sótt um bygginga-
leyfi, og hann hefur sótt um
ibúð hjá Framkvæmdanefnd,
en öllum umsóknum hefur
verið synjað. Nú getur ekkert
okkar unniö lengur, og þvi get-
um við ekki leigt á frjálsum
markaði,” sagði Ingvar Már.
Ingvar og kona hans eiga
tvö börn. En þar sem ibúðin
hefur verið lýst óibúðarhæf, er
þeim bannað að hafa börnin
hjá sér, að þvi er hann sagði
okkur.
Börnin tvö dveljast nú hjá
ættingjum móður sinnar úti á
landi.
Rottur og mýs
Það er óþarfi að lýsa þessu
leiguhúsnæöi, Lækjarbrekku,
með mörgum orðum. Kofinn
er einfaldlega ónýtur. Þar
væri t.d. ekki hægt að hýsa
hross. Gólfið er fúið og götótt.
Hænsni færu fljótlega út um
veggina, þvi klæðning að inn-
an er að detta af spýturæksn-
unum sem bera húsið uppi.
Þar á milli valsa mýs, og á
salerninu hittir heimilisfólkið
fyrir rottur. A vetrum blæs
vindur i gegnum kofann, og
hitinn fer niður fyrir frost-
mark. Ingvar Már sagði að
um nætur frysti vatn i bollum
þar inni.
Félagsmálastofnun hefur
enn ekki getað leyst vanda
þessa fólks.
Þegar Þjóðviljinn hafði
samband við Þórhall Hall-
dórsson einn af heilbrigðisfull-
trúum borgarinnar, sagði
hann, að sennilega væri nú bú-
ið i um fimm ðibúðarhæfum i-
búðum i borginni.
Fulltrúinn sem við ræddum
við, var þessum málum ekki
fyllilega kunnugur, en hann
reiknaði með, að fjöldi þess-
ara ibúða væri ekki meiri en
fimm. Það er ekki há tala. Og
þess vegna hljóta borgaryfir-
völd að geta leyst þennan
vanda. Eða hve lengi á fólkið
að hýrast svona?
Páll Valdimarsson og hans
fólk hefur búið i húsi Andrésar
Valbergs i þrjú ár. Arin þar
áður bjó fólkið i skárri leigui-
búðum. Fyrir mörgum
árum árri Páll hús á Sel-
tjarnarnesi, sem hann seldi
þegar hann fór að vinna hjá
Reykjavikurborg, á Korpúlfs-
stöðum. Frá þeim tima hefur
hann leitað eftir húsnæði hjá
borginni, en ekkert fengiö.
Borgaryfirvöld láta stundum
að þvi liggja, að borginni sé
vel stjórnað. Varla eru ibú-
arnir i Lækjarbrekku á sömu
skoðun. —GG
Lækjarbrekka gamli kofinn, sem
leigður er á 5000 krónur, stendur
alveg við Breiðholtsveg og á
myndinni sést að byrjað er að
mæla fyrir nýju Reykjanesbraut-
inni sem iiggja mun við kofa-
hornið.
Þarna búa fjórar, veikar
manneskjur i húsnæði sem langt
er siðan lýst var óibúðarhæft. —
Mynd gsp.
Þau hýrast í greni
Námsmenn erlendis
Hafa tapað að fimmtungi
lífeyris sins á gengissiginu frá áramótum
í brimróti gjaldeyris-
málanna hafa eflaust
margir tapað ’drjúgum
skildingi. í þeim hópi eru
námsmenn sem stunda sitt
nám erlendis. Við gerðum
smáathugun á því hversu
mjög lifeyrir þeirra hefur
rýrnað frá áramótum og
tókum dæmi af fimm lönd-
um.
Sviþjóð: Við fyrstu gengis-
skráningu ársins, þann 3. janúar,
stóð sænska krónan fyrir 17,88
islenskum en við siðustu skrán-
ingu, þann 21. ágúst, var hún
komin upp i 22,23 islenskar. Há-
marksyfirfærsla námsmanns
fyrir þrjá mánuði hefur þennan
tima verið óbreytt eða 72 þúsund
krónur sé maður við nám i Stokk-
hólmi. Við áramót fékk náms-
maðurinn 4027 sænskar krónur
yfirfærðar en nú hefur krónunum
fækkaðniðuri 3238. Námsmaður i
Stokkhólmi hefur þvi tapað 789
sænskum krónum frá áramótum.
Danmörk: Um áramót var
gengi dönsku krónunnar 13,17 is-
lenskaren á miðvikudaginn 16,28.
Þriggja mánaða hámarksyfir-
færsla til námsmanns i Dan-
mörku er 64 þúsund isl. kr. Um
áramót fékk námsmaðurinn 4860
danskar krónur fyrir þá upphæð
en á miðvikudaginn 3931. Hann
hefur þvi tapað 929 dönskum
krónum frá áramtum.
Noregur: Um áramót var gengi
norskrar krónu 14,45 islenskar en
á miðvikudaginn 17,91. Hámarks-
yfirfærslan er sú sama og i Dan-
mörku, 64 þúsund ísl. kr. Fyrir þá
upphæð fékk námsmaður i Noregi
4429 norskar krónur um áramót
en 3573 á miðvikudaginn. Hann
hefur þvi tapaö 856 norskum
krónum á tæpum niu mánuðum.
Vestur-Þýskaland: Gengi
þýska marksins var um áramót
30,44 isl. kr. en á miövikudaginn
var það komið upp i 37,55 Isl. kr.
Hámarksyfirfærslan er sú sama
og i Noregi og Danmörku, 64 þús-
und isl. kr. Fyrir þær fékk náms-
maður i V.-Þýskalandi 2102 mörk
um áramót en á miövikudaginn
1704 mörk. Hann hefur þvi tapað
398 þýskum mörkum frá áramót-
um.
Bretland: Gengi enska punds-
ins var 193 isl. kr. um áramót en
var komið upp i 230 kr. á miðviku-
daginn. Hámarksyfirfærsla i
Bretlandi er 60 þúsund isl. kr.
Námsmaður þar i landi fékk fyrir
það 311 pund um áramót en 261
pund á miðvikudaginn. Hann hef-
ur þvi tapað 50 pundum siðan um
áramót.
Lifeyrir námsmanna i þessum
löndum hefur þvi rýrnað um allt
að 19,3%. Mest er rýrnunin i Nor-
egi eða 19,3%, i Danmörku er hún
19,1%, i Vestur-Þýskalandi 18,9%,
i Bretlandi rúm 16% og i Sviþjóð
12,1%.
— ÞH