Þjóðviljinn - 24.08.1974, Page 9
Laugardagur 24. ágdst 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
• '
2—-
•2
Prýðilegur árangur í Svíþjóð
Blindirog bæklaðir
háðu keppni í
frjálsum íþróttum
Christer Gillfors stökk l,50m. í hástökki án
atrennu, en gat ekki séð rána sakir blindu
Fyrir skömmu var i
Gautaborg háð keppni i
frjálsum iþróttum og er
slikt vissulega ekki
nema daglegt brauð þar
i borg. En þessi keppni
var þó frábrugðin flest-
um öðrum að þvi leyti,
að hún var eingöngu fyr-
ir fatiað fólk, blinda,
lamaða o.s.frv.
Árangurinn varð í
einu orði sagt undra-
verður. Ég verð a.m.k.
að játa það, að það kem-
ur mér á óvart hve mikl-
um árangri þetta fólk
hefur náð með þrotlaus-
um æfingum og óbilandi
kjarki. Viða um heim er
stöðugt meiri áhersla
lögð á aðstoð við fatlað
fólk og verður ekki ann-
að sagt, en að árangur-
inn sé farinn að koma
glögglega i ljós.
Sennilega efast enginn um hver
átti bestan árangurinn á móti
þessu i Gautaborg. Christer Gill-
fors frá Skáni stökk þá 1.50 metra
i hástökki án atrennu, og bætti
þar sitt persónulega met um 12
sentimetra. Allir iþróttamenn
gætu verið yfir sig ánægðir með
1.50 i atrennulausu hástökki en
fyrir blindan mann, sem ekki get-
ur séð hvar ráin er, né hvenær
þarf að lyfta bol eða fótum yfir, er
þetta stórkostlegur árangur.
A mótinu voru þátttakendur
alls um 170 og kepptu þeir i 89
greinum. Þessi mikli fjöldi
keppnisgreina stafar af þvi, að
þátttakendum er ekki skipt ein-
göngu i aldursflokka, heldur einn-
ig með hliðsjón af þvi, hvað hver
og einn er mikið fatlaður. Allir
urðu að hafa jafna möguleika á
sigri og þá án tillits til mikillar
eða litillar fötlunar.
Aðalflokkar voru fjórir, blindir
og illasjáandi, bæklaðir, vangefn-
ir og fólk með vaxtarbæklun. Þar
fyrir utan var svo skipt eftir aldri,
ekki i „sveinar, piltar, drengir,
strákar, menn og kallar” eins og
gert er hér á landi, heldur var
eingöngu skipt um fertugsaldur-
inn, keppendur voru annað hvort
yfir eða undir 40 ára.
Ýmsar keppnisgreinar
Flestar keppnisgreinarnar
voru þær sömu og við þekkjum i
venjulegum frjálsiþróttamótum.
En þó var nokkuð um annars kon-
ar keppni, s.s. i „hjólastólakapp-
akstri” og öðru sliku.
Nokkuð er farið að bera á milli-
landakeppni i iþróttum fyrir fatl-
aða. Fyrir skömmu var t.d. hald-
ið stórt mót með þátttöku ýmissa
þjóða og urðu Sviar þar i 4. sæti.
Þar var ekki einungis keppt i
frjálsum iþróttum, heldur einnig i
sundi, lyftingum og öðrum
iþróttagreinum.
Fædd ósjáandi, en
fékk þó 4 gullverðlaun
Til skamms tima störfuðu i Svi-
þjóð nokkur iþróttafélög, sem
eingöngu voru ætluð fötluðum, og
voru þau þá öll i Stokkhólmi. En
nú er farið að bera meira á félög-
um úti á landsbyggðinni og i öðr-
um bæjum. Má sem dæmi um það
nefna árangur Ann Britt Ander-
son sem er 21 árs gömul. Hún
sigraði i þremur hlaupagreinum,
60 m 200 m og 800 metrum, auk
þess að hún sigraði glæsilega i
langstökki. Ann Britt er fædd al-
blind á báðum augum.
Hér kemur Ann Britt Anderson I markið eftir 800 metra hiaupiA. MeA
henni er þjálfari hennar, sem jafnframt er „leiðsögumaður” og verður
að hlaupa við hlið hennar allan timann, þvi Ann er algjöriega blind.
(Ann er t.h. á myndinni).
1 800 metra hlaupinu átti
Anderson Sviþjóðarmetið 2.51.1. 1
riðlahlaupinu á þessu móti var
það slegið um heilar 6 sekúndur,
en Ann Britt var ekki á þeim bux-
unum, að láta titilinn af hendi svo
hún gerði sér litið fyrir og bætti
met sitt um rúmar 8 sekúndur og
hljóp á 2.43.5 — glæsilegu
Sviþjóðarmeti.
„Ég hef æft hlaup i 5 ár og félag
mitt hefur æfingar tvisvar i viku”
segir Ann. „En 2 æfingar eru allt-
of litið og þess vegna hleyp ég
miklu oftar og þá ýmist ein eða i
fylgd með þjálfara minum eða
öðrum þeim, sem er sjáandi og
getur þvi sagt mér til”.
Síöasti
dagur
undan-
úrslita
( dag verða siðustu
leikir undanúrslitanna í
3. deild leiknir. I A-riðli
leika á Kaplakrikavelli
klukkan 2,00 Stefnir og
Austri og á Melavelii
leika klukkan 4.00 Reyn-
ir Ár og Þróttur N.
í B-riðli leika síðan á
Melavelli klukkan 2.00
KS og Víkingur OL og á
Kaplakrikavelli kl. 4.00
leika Stjarnan og Reynir
úr Sandgerði.
Það verður siðan strax á
morgun, að úrslitaleikirnir
sjálfir hefjast og á mánudags-
kvöld er ráðgert að hreinn úr-
slitaleikur um 2. deildarsæti
fari fram.
Verður ekki annað sagt, en
að mótanefnd KSÍ hafi staðið
sig með miklum sóma i 3.
deildinni og raunar alls
staðar. Aætlun hefur haldist
nákvæmlega i öllum flokkum
og deildum og er það meira en
oft áður.
FH í I. deild
sigraði Þrótt í fyrrakvöld 1-0
1 fyrrakvöld sigraði FH Þrótt
með einu inarki gegn engu og
tryggði sér þar með endanlega
sæti i 1. deild á næsta ári. Eina
mark leiksins og sigurmark FH
skoraði Helgi Ragnarsson.
Engum dylst, að Hafnfirðingar
eru vel að þessum sigri komnir.
Þeir hafa verið afgerandi i sumar
hvað styrkleika snertir, áhuginn i
algjöru hámarki og baráttu-
viljinn eftir þvi. Verður fróðlegt
að sjá hvernig liðinu vegnar i 1.
deildarbaráttunni á næsta sumri.
FH-strákarnir eru ungir og sumir
e.t.v. nokkuð óharðnaðir, en þeir
eiga svo sannarlega framtiðina
fyrir sér.
Leikurinn gegn Þrótti mótaðist
óneitanlega mjög af taugaspennu
leikmanna beggja liða. Knatt-
spyrnan var stórkarlaleg, leikur-
inn harður og sennilega erfiður að
dæma. Guðmundur Haraldsson
dómari virtist þó sem fæddur i
hlutverkið og gaf sig hvergi.
Hafnfirðingar voru betri aðilinn
allan leikinn þótt ekki yrðu mörk
þeirra fleiri. Undir lokin var svo
nánast um einstefnu að marki
Þróttara að ræða, en þeir vörðust
þó af hörku og fengu ekki á sig
fleiri mörk þótt oft skylli hurð
nærri hælum.
Óvænt
úrslit
í 3.
deild
Það verftur ekki annað sagt
en aft úrslitin á fyrsta leik-
kvöldi i lokakcppni 3. deildar-
innar hafi orftift óvænt.
Þannig má nefna aft á Mela-
velli léku Þróttur frá Nes-
kaupstað og Austri frá Eski-
firfti, og koinu þeir siftar-
nefndu mjög á óvart og sigr-
I uftu 2-0. Fyrirfram voru Þrótt-
| arar taldir sigurstranglegast-
ir, en nú hefur svo sannarlega
dregift ský fyrir sólu.
Reynir frá Arskógsströnd
lék gegn Stefni frá Súganda-
í firfti, og einnig urftu úrslit
I óvænt, er Reynir sigrafti meft
j oinu marki gegn engu.
Stjarnan frá Garftahreppi
mátti þakka fyrir sigur gegn
| KS frá Siglufirfti, en þar uröu
lokatölúr 2-1.
Vikingur 61. og Reynir
j Sandgerði gerftu jafntefli 1-1.
FH
tap-
aði
kæru
A sinum tima kærftu FH-
ingar leik sinn gegn Haukum i
i 2. deildarkeppninni, vegna
þess, aft Haukar höfftu 6
annarsflokkslcikmenn á ieik- j
skrá sinni. Lauk leiknum meft |
1-1 jafntefli. Þau úrslit hefðu
getaft orftiö örlagarik fyrir
FH-liftift, og tók þaft þvi þaft til
bragfts, aft kæra leikinn. Dóm-
ur er nú fallinn i kærunni, og
var leikurinn og úrslit hans
úrskurftuft löglcg.
A-þýskir
leiga nær
öll metin
Austur-þýsku sundkonurnar |
hafa náð frábærum árangri á |
Evrópumótinu, sem fram fer i|
Vin og eiga þair nú öll heims-l
metin nema i 800 in. og 400 m. I
bringusundi.
A mótinu hafa verðlauna-l
peningar skipst á eftirfarandi |
hátt:
Gull Silfur Brons I
Austur-
Þýskaland
Vestur-
Þýskaiand
Sovétrikln
Ungverjaland
Holland
Bretiand
Sviþjóft
Frakkland
ítalia
10
3
2
2
0
0
0
0
0
Umsjón: Gunnar Steinn Pálsson