Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1974.
Vaxandi hlutfall
kvenna í
framhaldsnámi
Hlutfall kvenna I fram-
haldsnámi vex hægt og sig-
andi/ en ótvírætt# ef dæma
má eftir samanburöi á töl-
um í könnun sem mennta-
málaráðuneytið geröi fyrir
nokkrum árum á íslenska
skólakerfinu# og tölum
sem Þjóðviljinn hefur
aflað sér um nemenda-
f jölda i Háskóla islands og
í menntaskólum landsins
síðastliðið skólaár.
Tölurnar, sem miðað er við i út-
tekt ráðuneytisins eru frá skóla
árinu 1966/67 og segir þar ma., að
þá sé „kvenfólk i miklum meiri-
hluta i kennaraskólum eða sem
næst tveir af hverjum þremur
nemendum. Ennfremur sækir
það mikið verslunarnám og gagn-
fræðanám, þar sem það er lið-
lega helmingur nemenda.
Menntaskólanám sækir kvenfólk
heldur minna, en þar er það
þriðji hluti nemenda. Hlutdeild
þess, er enn minni við Háskóla Is-
lands, þar sem það nær tæpum
fjórða hluta i sérnámi minnkar
hlutur kvenna enn meir. Þær kon-
ur, sem eru i Tækniskólanum, eru
allar i meinatækni.”
Að þvi er fram hefur komið i
fréttum mun ástandið I kennara-
námi og tækninámi vera ámóta
enn og þarna er lýst, þe. konur
flykkjast I kennarastéttina, en
virðast veigra sér við tækninni,
hverju sem um er að kenna. En ef
teknar eru út tölur um nemenda-
fjölda i menntaskóla- og háskóla-
námi er þróunin greinileg, hlut-
fall kvenna fer hækkandi á báðum
stöðum.
Menntaskólinn
Þar sem sagt er i könnun ráðu-
neytisins, að kvenfólk sé þriðji
hluti eða nánar tiltekið 36,5%
nemenda i menntaskólum, er
miðað við bæði landspróf og
menntaskóla árið 1966/67, en við
slikt nám voru þá 2.740 nemendur
alls, þaraf 1.001 kona.
Tölur um menntaskólana
eingöngu eru þar frá skólaárinu
1964/65, en það ár voru nem. i
menntaskólanámi alls 1472, karl-
Nemendur menntaskólanna 1973/74
Stúlkur Piltar Ails
477 879
442 835
400 666
• 212 269 481
• 50 122 172
■ 35 74 109
86 152
1414 1870 3284
, Menntaskólinn I Reykjavik - - -
Menntaskólinn við Hamrahlið -
Menntaskólinn við Tjörnina- •
Menntaskóiinn á Akureyri....
Menntaskólinn á Laugarvatni-
Menntaskólinn i Kópavogi....
Menntaskólinn á tsafirði....
Ails
Á meðfylgjandi töflu sést, hvernig nemendur skiptust milli skólanna,
en ekki er reiknuð meö tala nemenda i menntadeildum einstakra skóla
né utanskóla.
Nemendur i Háskóla íslands 1973/74
Konur Karlar Alls
Guðfræði......................................... 3 46 49
Læknisfræði..................................... 54 354 408
Lyfjafræði...................................... 26 18 44
Tannlækningar.................................... 7 35 42
Lögfræði ....................................... 39 185 225
Viðskiptafræði................................... 26 290 316
Heimspekideild..................................419 357 776
Verkfræði-og raunvisindad........................ 77 343 420
Námsbraut I þjóðfélagsfræðum ................... 41 51 92
Námsbraut ihjúkrunarfr.......................... 23 1 24
Alls
715 1681 2396
ar 991 en konur 481 eða rúmlega
39%. Samkvæmt þvi virðast hlut-
fallslega fleiri stúlkur en piltar
halda áfram i menntaskóla eftir
landspróf, en tölurnar um nem-
endafjölda i landsprófi segja ekk-
ert um, hvort þeir hafi náö þvi eða
ekki.
Sl. skólaár, 1973/74 var hlutfall
kvenna I menntaskólanámi orðið
43%, að þvi er fram kemur i upp-
lýsingum, sem Indriði Þorláksson
i menntamálaráðuneytinu lét i té.
Þá voru I menntaskólunum sjö
samanlagt 3284 nemendur, þaraf
1414 stúlkur, en 1870 piltar.
Háskólinn
Skólaárið 1966/67 voru saman-
lagt við nám i Háskóla íslands
1180 nemendur, að þvi er fram
kemur i skýrslu ráðuneytisins,
þaraf 905 karlar og 275 konur.
Voru konur þá 23% eða tæpur
fjórðungur n n nda.
A sl. skólaári var hlutfall
kvenna við nám i Háskólanum
hinsvegar orðið nær 30%. Af alls
2396 nemendur voru konur 715, en
karlar 1681, að þvi er Erla
Eliasdóttir á skrifstofu Háskólans
gaf okkur upp. En hún benti jafn-
framt á, að töluverður hluti
kvennanna voru á 1. ári eða ný-
innritaðar og ekki halda nærri
allir áfram námi sem láta innrita
sig.
Til gamans fylgir hér með
skipting milli deilda i Háskólan-
um, en þar kemur fram, að karlar
eru i meirihluta allsstaðar nema i
lyfjafræði, heimspekideild, þar
sem flestir hinna nýinnrituðu eru
einmitt, og i nýju greininni,
námsbraut I hjúkrunarfræðum,
þar sem er aðeins einn karl. —
vh.
ORÐ
í
BELG
ClZLl
msr mH
WBt.
f-1
t íimtm'
/\
Ekkert vit og
engan áhuga?
Þar sem umsjónarmaður
jafnréttissiðunnar hefur að
undanförnu verið i nokkuð
löngu sumarfrii og enginn
annar tekið hana að sér á
meðan, fer ekki hjá þvi, að
sum orð I belginn séu orðin
svolitið gömul. En þau eiga
eftir sem áður fyllilega rétt á
sér og við skulum byrja á
gagnrýni á Þjóðviljann sjálfan
frá Gunnu á Súgandafirði.
Hún sendi siðu úr Þjóðviljan-
um þar sem rætt er um kosn-
ingaúrslitin við 13 manns,
„áhugamenn”, að þvi er blað-
ið segir, — allt karlmenn! En
„konur hafa vist ekkert vit á
pólitik og engan áhuga, eða
hvað?” skrifar Gunna.
Niðurlægjandi orð?
Crlfar spyr:
Af hverju berjast rauðsokk-
ar ekki fyrir afnámi jafn forn-
eskjulegra og niðurlægjandi
orða eins og „gift kona”,
„gefin kona”-og „eiginkona”
( = kona í eigu einhvers karl-
manns)?
Nei, heyrðu nú, Úlfar.
Meðan þessi orð eru gagn-
kvæm, þannig að karlmaður
er lika „giftur”, „gefinn” (er
það annars ekki sjaldan
sagt?) eða „eiginmaður”,
þ.e.a.s. hjón „gefast” hvort
öðru, hversu bókstaflega sem
ber nú að taka það, finnst
rauðsokkum þetta orðalag
verá i lagi. Það er svo margt
mikilvægara sem við þurfum
að berjast fyrir.
Mas. krossgátuhöf
undar ...
Kona sendi úrklippu úr
krossgátu I Vikunni með mynd
af hjónum, sem eru að rifast,
að þvi er virðist. En þau fá
heldur mismunandi einkunnir
hjá krossgátuhöfundinum,
finnst henni.
Hvers vegna styttra?
S.J. talar i sinu bréfi um
trimm eða hlaup fyrir al-
menning, sem iþróttasamtök-
in stóðu fyrir I Reykjavik I
sumar. Gert var ráð fyrir að
hlaupnar yrðu ákveðnar
brautir, en mislangar eftir
kynjum. Hvers vegna i ósköp-
unum? spyr S.J. Hér var
reiknað með þátttöku venju-
legs, óþjálfaðs fólks, og mér
finnst bara móðgandi að álita,
að konur geti ekki hlaupið
jafnlangt og karlar.
,/Hún" sem kennir
vélritun
Hringt var i skóla einn hér i
bænum fyrir nokkrum dögum
og spurt:
— Hvað heitir hún, sem
kennir vélritun hjá ykkur.
Starfsmaðurinn sem
svaraði sagöi, að þetta væri
svo sannarlega ekki eina
dæmiö um að gert væri ráð
fyrir ákveðnu kyni kennara
eftir kennsdiugreinum.
Látum þetta nægja að sinni,
en ég vonast eftir mörgum
bréfum og hringingum frá les-
endum, þegar þeir fara nú að
snúa sér að alvöru lífsins aftur
eftir sumarfriin.
— vh