Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 5
Samlit hross Nú er Tricky Dick á brott úr Hvita húsinu og Gerald Ford sest- ur i hans stól. En illkvittnir menn segja aö þaö sé kannski ekki svo ýkja mikill munur á þeim kumpánum, þeir séu pólitisk hross af sama litarhætti. Berger lýsir f járöflunarmálsverði I Grand Rapids áriö 1966, en þar voru þeir Ford og Nixon heiöurs- gestir. Berger kom upp aö há- borðinu til að spjalla viö Ford og heilsa upp á Nixon. Slóst þar i hópinn maöur aö nafni Tom Paine. Tom Paine var aö atvinnu baktjaldapotari fyrir General Electric. Ford kynnti Paine fyrir Nixon. Berger heyrði þá þre- menninga spjalla um stund um geimferöaáætlun rikisins, og sagöi þá Nixon viö Paine, aö „vinur Jerrys er einnig minn vin- ur”. Eins og margir auöhringar sem selja til geimferða veöjar General Electric á tvo hesta i senn, greiðir báöum stóru flokk- unum miklar fúlgur og hefur sin viöskipti trygg, hvor þeirra sem vinnur kosningar. 1 janúar 1968 tilkynnti Johnson forseti aö hann hefði útnefnt Thomas 0. Pane varaforstjóra bandarisku geimferöaáætlunar- innar. Meö þvi aö General Electric haföi borgaö báöum flokkum bjóst hringurinn viö þvi, samkvæmt reglum hins pólitiska tafls i Washington, aö hann fengi þóknun fyrir sina dollara, hver sem annars svæfi i Hvita húsinu Tveim mánuðum eftir aö Nixon haföi flutt I þaö hús mundi hann eftir þeim gamla vini Geralds Fords, Tom Paine, og skipaöi hann æösta mann geimferöaáætl- ananna, the National Aeronautics and Space Administration, NASA. 30.000 fyrir sendiherra- starf. Hinn nýi forseti Bandarikjanna var flæktur i eitt af þeim mútu- hneykslum Nixons sem minnst er þekkt — sölu á sendiherraemb- ættum. Einn af viðskiptavinum Bergers var Francis Kellog, for- seti og aðaleigandi International Mining Corporation. Kellog vildi veröa sendiherra, helst einhvers- staöar i Afriku. Enda átti hann búgarö i Kenya. Hann talaöi lika svahili, en þaö er liklega meira en sagt veröur um svipaöa áhuga- menn um sendiherrastörf. Kellog fól Berger aö útvega sér sendiherrastöðu. Berger sagöi Kellog aö þaö mundi kosta hann 30.000 dollara og aö hann mundi kynna hann fyrir réttum aðila til aö koma þessu i kring, Gerald Ford. Kellog haföi áhyggjur af lögum, sem mæla svo fyrir, aö öll fram- lög i kosningasjóöi sem fara yfir 30.000 dollara veröi aö telja fram. En Berger huggaöi hann: „Alveg eins og áöur. Þrjú þúsund i einu. Þú skalt bara skrifa tiu ávisanir upp á 3000 hverja og ég skal fá Jerry Ford þær, eina i einu...” En nú vildi svo bölvanlega til, aö Nixon haföi þegar skipaö alla sina sendiherra i Afriku, og þrátt fyrir góða æfingu Kellogs I að gefa út ávisanir, gat Ford ekki hjálpaö honum. Hinsvegar gat Ford sent Kellog til Afriku i bandarisku sendinefndina sem sat ráöstefnu Afrikurikja i Marokko. The General Accounting Office i Washington hefur reynd- ar reiknaö þaö út, aö sendiherrar Nixons hafi alls greitt 1.3. miljón- ir dollara til aö tryggja guöfööur sinum áframhaldandi búsetu 1 Hvita húsinu. Hér fer á eftir sýnishorn úr þessum lista: Arthur K. Watson, forseti IBM, gaf Nixon 300 þúsund dollara og Nixon skipaði hann sendiherra i Frakklandi. Tengdasonur Arthurs, einnig forstjóri hjá IBM, John N. Irvin, sendi Nixon 50 þús- und til viðbótar og fékk aö veröa eftirmaöur Arthurs. Walter Anneberg, forseti Penn Centrals járnbrautarfyrirtækisins, gaf Nixon 240 þúsund og var sendur til London. Vicent De Roulet gaf 44.500 og var skipaöur sendiherra á Jamaicu, Gilford Duddy jr. fékk Kaupmannahöfn fyrir 51 þúsund dollara.... Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 vinstri Halldór Gunnarsson, Ingólfur Steinsson, Magnús R. „V ærum ekki að þessu annars” Söngflokkurinn Þokkabót. Frá Einarsson og Gylfi Gunnarsson. Síðastliðinn vetur starf- aði hér í höfuðborginni söngflokkur er nefndi sig Þokkabót. Hann skipuðu þeir Magnús Einarsson, Ingólfur Steinsson, Gylfi Gunnarsson og Halldór Gunnarsson. Þrír þeir fyrsttöldu eru Seyðfirðing- ar að uppruna,en Halldór er frá Hveragerði. Þokkabót myndi liklega falla i þann flokk tónlistar sem nefnd er þjóölagatónlist. Hún hefur komið fram sem skemmtikraftur hjá ýmsum starfshópum, stjórn- málaflokkum og i einkasam- kvæmum. Nú á næstu dögum er væntanleg i verslanir hljómplata meö pilt- unum og af þvi tilefni ræddi blaðamaöur viö tvo þeirra á dög- unum, þá Ingólf Steinsson og Halldór Gunnarsson. Leyföu þeir blaöamanni aö hlýða á plötuna af segulbandsspólu áöur en viötaliö hófst og fékk hann ekki annað sé og heyrt en aö hér væri hin eigu- legasta og áheyrilegasta plata á ferð. t upphafi baö biaöamaöur þá aö segja frá ferli söngflokksins Þokkabótar. Hörð samkeppni í gömlu dönsunum — Viö byrjuöum að koma fram i þessari mynd i fyrrahaust. Upp- haflega ætluöum viö aö stofna gömludansahljómsveit og hugð- um á stóra hluti i þeim efnum. En svo höföum viö samband viö um- boösskrifstofu Ámunda og þar komust viö að þvi aö hann haföi ein 25 nöfn á slikum hljómsveit- um I skúffunni og aö þær heföu fremur stopula vinnu. Þá ákváö- um viö aö fara inn á þessa braut, aö troöa upp sem skemmtikraftar og syngja þjóölagatónlist, enda höföum viö allir átt viö slikt áöur. — Hvar hafiö þið svo komiö fram? — Viö höfum leikið fyrir hinar ýmsu deildir Háskólans, i einka- samkvæmum, afmælisveislum, brúökaupsveislum, árshátiöum og svo á pólitiskum fundum hinna aöskiljanlegustu stjórnmála- flokka, jafnt hér i borginni sem úti á landi. — Og hvaö hafiö þiö spiiaö fyrir fólkiö? — Viö höfum verið aö flytja þetta prógramm sem nú er komiö á plötu, slepptum reyndar sum- um lögum og tókum önnur ný i staöinn. — Nú eru þessi lög úr ýmsum áttum. Þiö útsetjiö þau sjálfir, er ekki svo? — Jú, viö höfum útsett bæði raddirnar og undirspiliö. Hafa víða verið — Nú hafiö þiö komiö fram i annarri mynd er það ekki? — Jú, við þrir, þ.e. allir nema Magnús, komum t.d. fram á bar- áttusamkomu stúdenta 1. des 1972. Þar lékum viö eitt lag af plötunni, Nýriki Nonni, og svo önnur lög sem féllu aö vigoröum dagsins: Gegn hervaldi, gegn auðvaldi, t.d. Feröalag Sáms fóstra. Einnig komum viö fram i sjónvarpi þennan sama vetur á gamlárskvöld. Þar sungum viö Framagosann með texta eftir Rúnar Armann Arthursson sem samdi hann á einni nóttu af þessu tilefni. — Svo hafið þiö leikiö i dans- hljómsveitum á sumrin. — Já við höfum leikiö I svona fylleriishljómsveitum viöa um landiö. Viö þrir Seyöfiröingarnir höfum gutlaö saman frá þvi viö byrjuöum aö fikta viö hljóöfæri upp úr bitlaæöinu, maöur vildi ekki vera minni maöur en Bitl- arnir. Þá hættu orgeltimar fööur- ins aö vera nógu finir fyrir okkur svo viö gripum gitarinn og ætluö- um okkur stóra hluti. Siöast lék- um viö Ingólfur, Halldór og Gylfi i hljómsveitinni Einsdæmi á Seyö- isfiröi i fyrrasumar og Magnús lék þá I Nasasjón á sama staö. Núna I sumar leikur viö Ingólfur, Magnús og Halldór I hljómsveit- inni Gustuk á Hornafiröi meö trommuleikara af staönum. Ragnari Emilssyni. — Eruö þiö eitthvað músik- menntaðir? — Gylfi hefur söngkennarapróf úr Tónlistarskólanum en viö hinir erum sjálfmenntaðir eins og flestir i þessum bransa. Merkilegur samningur — Hvernig kom þessi plata til tals? — Þaö var einn glaðan dag að Ölafur Þóröarson I Rió sem er bekkjarbróðir Gylfa úr Tónlistar- skólanum kom til okkar og vildi fá aö heyra i okkur. Eftir þab bryddaði hann upp á þvi aö upp- lagt væri aö festa þetta á hljóm- skifu og vildi gjarnan sjá um að svo yrði. Viö vorum náttúrlega dauðfegnir aö losna viö allt um- stangið sjálfir og samþykktum tillögu Ólafs. Siðan hefur hann staöiö eins og klettur i þessu. Með honum i útgáfunni eru þeir Rúnar Júliusson og Gunnar Þóröarson i Hljómum. Hafa þeir stofnaö út- gáfufyrirtækið ORG og þetta er þeirra fyrsta plötuútgafa. — Hvernig sömduð þiö viö þá um peningahliöina? — Viö gerðum mjög góöan samning við þá. Þeir þekkja sjálfir af eigin raun hvernig út- gefendur græöa á tónlistarmönn- um, þeir fá kannski 15% af hagn- aöi en útgefandinn afganginn. Þeir sneru blaöinu viö og buöu okkur aö hagnaðinum yrði skipt i sjö jafna hluta, þ.e. fyrst yröi all- ur kostnaöur greiddur en siöan Rœtt við tvo meðlimi söngflokksins ÞOKKABOT sem er í þann mund að gefa út sína fyrstu plötu yröi þvi sem eftir er skipt jafnt milli okkar fjögurra og þeirra. Þannig fáum við meira en helm- ing ágóöans. Úr ýmsum áttum Platan var svo tekin upp i júni i stúdiói Hjartar Blöndal og með okkur léku undir þeir Olafur og Gunnar og Erlendur Svavarsson trommuleikari. Upptakan tók hálfan mánuö en alls vorum viö 50 klukkustundir i stúdlóinu. Platan er svo pressuð hjá bandarisku fyrirtæki, þvi sama og pressaði siöustu plötu Hljóma. Þeir hafa aögang að þvi strákarnir. Umslagið er hannað af Ólafi Þórðarsyni — Og hvaö er svo á plötunni? — Þaö eru tólf lög eftir bæöi is- lenska og erlenda höfunda en allir textar eru islenskir. Innlendir höfundar laga eru Jórunn Viöar, Jón Asgeirsson og Kristján Guð- laugsson. Erlendir höfundar eru Pete Seeger, Donovan, Leon Russel og tvö norsk lög. Textarnir eru allir eftir islenska höfunda. Við höfum ekki farið út i að fá fastan textahöfund heldur tökum við bara góba texta þar sem viö finnum þá. Valgeir Sigurösson kennari á Seyöisfiröi á þrjá texta, Kristján Guölaugsson á einn, Halldóra B. Björnsson, Iðunn Steinsdóttir systir Ingólfs, Rúnar Armann Arthursson eiga hvert sinn texta. Þórarinn Guðnason læknir hefur þýtt og staöfært text- ana vib Litla kassa eftir Pete Seeger, Skúli Thoroddsen laga- nemi á einn texta og ljóöið viö lag Jóns Ásgeirssonar er islensk þjóðvisa. Ánægðir með pólitikina — Nú eru á plötunni nokkur lög með mjög pólitiskan texta, róttæk ádeila. Eruö þið sjálfir róttækir? — Já, annars myndum viö ekki syngja þá. Við erum ekki flokks- bundnir og höfum ekkert ab ráði starfaö I pólitik en viö erum allir sama sinnis og okkar skoðanir koma vel fram i þessum lögum. Viö erum mjög ánægöir þegar viö fáum slika texta og þótt þeir séu eftir aðra menn þá getum við komið þeim á framfæri. — Hvaö er svo um framtiöina að segja? — Hún er nú svo til óráðin. Við verðum allir I bænum næsta vetur nema Gylfi sem fer aö kenna á Seyðisfiröi. Viö hinir höfum á- huga á aö halda áfram og fá ein- hvern annan I hans staö. Viö ætl- um aö reyna að halda áfram i svipuðum dúr og förum þá kannski út i að flytja frumsamið efni jafnframt þvi sem viö höfum samband viö góða menn og fáum hjá þeim efni. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.