Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1974. Gerald Ford og peningaspilið mikla „Gerald Ford sagði við mig/ að í Washington væru það peningar sem spilað væri um. Með tímanum fékk Jerry smekk fyrir peningum. Tveim árum áður hafði hann verið á báðum áttum og ófram- færinn# en nú var hann handviss um# að taflið snerist um peninga... Alveg eins og áður, ein- mitt. Þrjú þúsund dollarar i einu. Þú skalt bara skrifa tíu ávísanir upp á þrjú þús- und hverja, og ég skal fá Jerry Ford þær, eina í einu". (Ór bókinni „The Washington Payoff” eftir Robert Winter- Berger.) Blöðin hafa lýst eftirmanni Guðföður i Hvita húsinu sem heldur leiðinlegum og óglæsileg- um stjórnmálamanni, sem sé hinsvegar heiðarlegur og laus við pólitiska spillingu. Gaman væri að vita, hvort þeir blaðamenn sem þarna eru að verki hafa nokkru sinni lesið bókina „The Washington Payoff” eftir einn af áhrifamestu baktjaldapólitikus- um i Washington, Robert N. Winter-Berger. Berger fékk að lokum slika kligju af spillingar- vefnum i Washington að hann skrifaði bók til að afhjúpa það móverk. Winter-Berger var viðstaddur i skrifstofu John McCormacks, forseta fulltrúadeildar, þegar Lyndon B. Johnson féll saman og brast i grát og lýsti sig reiðubúinn til að borga miljón dali, til að koma i veg fyrir að Bobby Baker, einn af nánum samverkamönnum hans, lenti i fangelsi fyrir fjár- málaspillingu. Winter-Berger var einnig kosningastjóri fyrir hinn nýja forseta Bandarikjanna og skrifaði fyrir hann ræður. 500 fyrir að taia við Ford. Winter-Berger skrifar, að það hafi kostað sig 500 dollara I reiðu- fé að fá að hitta Ford þegar siðar- nefndur var orðinn hinn voldugi foringi repúblikana i fulltrúadeild þingsins. Peningarnir voru greiddir Alice Weston, en faðir hennar var einhver rikasti maður i kjördæmi Fords og hafði aðstoð- að verðandi forseta fjárhagslega á leið hans upp á tinda valdsins. Winter-Berger segir, að Ford hafi vel vitað að hann borgaði Alice Weston undir boröið og að þeir þúsund dalir sem þangað fóru i mútur táknuðu að Ford mundi i framtiöinni endurgjalda Berger með pólitiskri greiðvikni. En Ford sýnist ekki hafa haft af þessu miklar áhyggjur. Ford sagði einhverju sinni viö Berger, eins og áður var vitnað til, aö I Washington væri teflt um peninga og án þeirra væri maður dauður. En hinn nýi forseti er miklu slungnari en Watergate-guðfaöir hans, Nixon, þegar um þaö er að ræöa að taka við illkynjuöu fé. 25 ár á þingi Hinn nýi forseti hefur lifað af 25 ár á þingi i hinu þrælmengaða pólitiska andrúmslofti I Washing- ton. Winter-Berger segir, að Ford hafi verið einkar ánægöur með þaö að enginn færði honum né heldur neinum samstarfsmanna hans peninga I reiöufé eöa gjafir i skrifstofum hans, aö allir pening- ar, sem renna áttu I kosningasjóöi hans, voru reiddir fram I ávísun- um, sem ekki voru stilaöar á Ford persónulega, heldur til einnar af fjórum nefndum sem studdu kosningaslag hans. 1971 skýrði AP-fréttastofan frá þvi, að Ford hefði láðst að gera grein fyrir 11.500 dollurum, sem hann hafði fengið frá „hluta- bréfaeigendum” — oliugubba, bankastjóra, læknum og verka- lýðsfélagi. Ford viðurkenndi að hann hefði fengið þessar ávlsanir, Þessi bófaflokkur er nú allur horfinn úr Hvita hús- inu. Nýja húsbóndanum þar, Gerald Ford, er gjarna lýst i blöðum sem heiðarlegum manni, blátt áfram og áreiðanlegum. í þessari grein tínir Sher- mann Adams fram nokkrar upplýsingar um ævin- týri hins nýja forseta, sem benda til þess, að enn geta menn átt á ýmsu von úr Hvita húsinu þótt Nix- on sofi nú annars staðar. „Heiðarlegi, góði Jerry’ sem voru gefnar út á Republican Booster Committee. Ford var alltof sniðugur til að láta gefa út ávisanir á eigiö nafn, og þvi var ekki unnt aö saka hann um að hafa persónulega tekið á móti stórum peningagjöfum frá stórfyrirtækjum. Republican Booster Committee er kosninga- sjóður sem landsfundur repúblikana kom á fót til stuðn- ings við þá frambjóðendur flokks- ins viða um land, sem höfðu minnst fjárráö og áttu sér ekki sérlega auðuga velgjörðarmenn. Forseti Bandarfkjanna hefur aldrei átt I vandræðum með að komast yfirgóðarfúlgur, en hann er nógu kænn til aö vilja helst fá sitt pólitiska rekstrarfé I ávisun- um sem ekki eru upp á meira en 5000 dollara hver og án þess að nafn hans standi á þeim. Ford kom til Washington smá- bæjarmálafærslumaður utan af landi og átti .að pólitiskum föður einna helsta baráttumann kalda striðsins gegn kommúnismanum, Arthur Vanderberg öldungar- deildarþingmann. Vanderberg var eins og Ford frá Grand Rapids I Michigan og stjórnaði flokksvél repúblikana i þvi riki. Fyrsti velgjöröarmaður hins veröandi forseta var Ray Gillet, einhver helsti atkvæöamaöur i fjármálaheiminum i Michigan, forseti Old Kent Bank og Trust Company of Grand Papids. Með árunum urðu þeir Ford og Gillet nánir vinir, og Gillet gaf fé til kosningabaráttu Fords, sem dugði til að senda hann til Washington hvert kjörtimabil. Hlutabréfagróði. 1 janúar 1968 var Ford geröur að forstjóra Old Kent Bank and TrustCompany. Þessi banki haföi 500 miljónir dollara til ráöstöfun- ar, var stærsti bankinn I Grand Rapids og nátengdur bilaiðnaðin- um I Michigan. Hann fékk og samninga upp á margar miljónir dala við alrikisyfirvöld til aö hressa upp á atvinnulif I borginni. Ford vissi fátt um bankamál og var sjaldan viöstaddur stjórnar- fundLHann barasta tók við árleg- um gróða af hlutabréfum i bank- anum. Gillet lánaöi Ford allmikið fé til að hann gæti keypt hlutabréf i banka Gillets, ekki vegna þess að Jerry væri sérlega flinkur á reiknivélar, heldur til að ýta und- ir það, að forsetinn verðandi sæi til þess, að stærri og feitari samn- ingar héldu áfram aö renna til þess banka, sem hann sjálfur var hluthafi i. Gerðist frekur til fjár Earl Balik heitir maður, sem var um tima fótboltaþjálfari við West Point, helsta herskóla Bandarikjanna, og haföi áður verið þjálfari Fords þegar hann var við Michiganháskóla. Balik hafði gengið vel viö West Point, þar til ferli hans innan hersins var spillt af svindli sem hann var við riðinn og fór næsta illa meö liöiö sem hann þjálfaði. Siðar lenti Balik i Washington sem baktjaldapotari fyrir Avco Aviation Company. Er Alrikislög- reglan, FBI, hleraði samtal milli Baliks og Fords, komst þaö upp, að Ford hafði beittáhrifum sinum til að koma i veg fyrir rannsókn á samningi þeim, sem Avco gerði viö stjórnina um sölu á hergögn- um til Vietnams. Winter-Berger var framan af aðdáandi Fords, en sá vinskapur kólnaði þegar Ford tók að þoka sér i átt til Goldwaters og Nixons og tók sér svo stöðu meö þvi að fljúga um landiö og flytja áróðursræöur i þágu Ihalds- samra frambjóðenda repúblik- ana frá vestur- og suöurrikjun- um. Berger sá Ford breytast úr þýðingarlitlum smábæjarpólitik- us, sem andsnúinn var umbótum og verkalýðsfélögum, i „girugan mann” sem rak áróður fyrir Goldwater og Nixon i sónvarps- bláum skyrtum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.