Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11, Jóhann J. E. Kúld Þú, íslenski stofn, sem erfa skalt landið og átt þér komandi dag. Til þín ég kalla er kvöldinu hallar og kemur brátt sólarlag. Landið og þú sért ein órofa eining, íslenska bjartsýnis þjóð, LANDNEMAR þar sem litir og mál eru landsins stolt er leggst á framtíðar sjóð. ÍSLANDS 874— 1974 Land vort og fólk séu að eilífu eitt á aldanna framtíðar sæ. Og vér neitum erlendum herstöðvum hér, verður hrópað í sveit og bæ. En bróðurhönd réttum og bjóðum hjálp, svo birti á komandi tíð. Það er íslendings hjartfólgin heitasta ósk, að hér verði aldrei stríð. Vér höfum nú frelsið í söguna sótt og seljum engum vorn rétt. Landnemar (slands að austan og sunnan En heiður og þörf munu þvinga oss til opið sóttu yfir haf. að þurrka út vansæmdarblett Siglandi á knörrum karlmennsk-u búnir, af þjóðinni og landinu, lífinu í hag, kunnáttu og rúnastaf. því landi er tókum í arf, Þeir helguðu landið þeim guði er gaf það svo börn vor og æska f ram bjóði sitt lið og gjöfula fundu storð. og blessi landnemans starf. Vildu hér bjargast af búum sínum sem bændur. Svo hljóða orð. Og því aðeins erum vér þjóð nú í dag, að þeir sem mörkuðu leið Þeir háðu hér Alþing, lýstu yfir lögum ógjarnan krupu við kúgarans hlið landsins um víða byggð. þó kreppti að bitur neyð. Búskap þeir stunduðu, bæi sér reistu Við langeld og kolu fékk landið þá mál og beittu á ökrum sigð. og Ijóðdísir buguðu þraut. En síðar menn samninginn gjörðu, 1 sögunnar Ijósi svo sigurinn vannst, sáttmálann konung við. sá sigur féll oss í skaut. Um aldir lutu svo erlendri forsjá utan við frelsis mið. Hugirnir leita um höf yfir lönd, heim til þín, feðragrund. Þegar menn töpuðu trúnni á frelsið Því hvar sem er búið ert bjargið þú, tengdust þeir erlendri grund. sem brúar þau djúpu sund. Héldu það vörn í viðsjálum heimi, Þú vígðir þér, móðir, í vöggu hvert barn vörn sem tryggði vort pund. sem vorsólar mildri hönd En reynslan var döpur, og dagarnir liðu og gafst því þrek til að þola'alla raun, döggvaðir von í þraut. Áfram var barist við eld og kúgun þjást, en kyssa' ei á vönd. uns aftur sást frelsisbraut. ísland, hjartkæra eyjan dökk-græn við íshafsins hvítu rönd, Ef horft er nú útyfir ellefu aldir þú mótaðir oss svo máttug að þörfum. um áranna hverfula sæ, móðir, með þinni hönd þá sjáum vér margt, en sumt er horfið og helgaðir líf vort Ijósgeislans mætti í sjóinn út eða á glæ. til líknar í hverri þraut. En sagan hún verður samt vor auður Dýrðlega Fjallkona, draumsýn fólksins, í sókn miklu betri en gull. drottning með faldandi skaut. Frelsisins bjarg, þó að bregðist annað, til barma af reynslu full. — Um þjóðina og landið sagan það segir, Tólfta landnámsöldin er að rísa, að sigrandi mættu þraut. upp úr tímans djúpa sæ, Ef stóðu þau saman, stungu við fótum bjóðandi oss mikinn feng og frelsi, og stefndu á framtíðar braut. fögnuð í veri, sveit og bæ, Trúðu á landið, treystu þér sjálfum, aðeins ef í starfi stöndum saman, tignaðu lands vors guð. stígum fram mót öld, Sú einingar þrenning ver (slands heiður séum menn er munum þjóðar fortíð, og er trygging margfölduð. menn með hreinan skjöld. Góður er stofninn, gjöfult er landið Landnám (slands ennþá stendur yfir og gaman að lifa í dag. út um haga og f jarlæg mið. Hef ja til vegs upp frelsið með fána Þjóðar hlutur dreginn mun úr djúpi, og finna í nýortum brag dökkri mold og fossins nið. eldlegan vilja, er virkjar sig sjálfan, Varið skal með vilja og getu fólksins með vængi þanda á flug, vona og drauma land, sem kvíðir ei neinu og kallar á fólkið, á meðan úthafs bláu öldur brotna kraft þess og lifandi dug. við bergfót Fróns og sand. SHÍ ályktar um Chile Stúdcntaráð Háskóla Islands á- lyktaöi á fundi sinum 31. ágúst sl. svolátandi um málefni Chile: „Stúdentaráð minnir á, að 4. sept. næstkomandi eru 4 ár liðin siöan Alþýðufylkingin, undir for- ystu Salvadors Allende komst til valda i Chile. 11. sept. er hins veg- ar liðið ár siðan herforingjaklikan framdi valdarán þar i landi. 1 þrjú ár vann Alþýðufylkingin að þvi að bæta kjör chileskrar al- þýöu. Andstæðingar hennar voru öflugir, chilesk borgarastétt og Sextugur A morgun, mánudag, verður Sigurður Eliasson, kennari sex- tugur. Blaöið sendir honum kveöjur sinar i tilefni dagsins. erlendir auðhringir, sem sátu á rétti fólksins i landinu og höfðu bandariska heimsveldið að bak- hjarli. Þó vann hún stöðugt stærri sigra i umbótaviðleitni sinni og jafnframt vann hún óskorað traust alþýðu Chile. En hinu al- þjóðlega auðvaldi voru sigrar Al- þýðufylkingarinnar þyrnir i aug- um. Þessir sigrar boðuðu, að kúg- uö alþýða, ekki aðeins i Chile' heldur um allan heim, yrði með- vituð um mátt sinn og möguleika. Þvi varð að berja á bak aftur hina lýðræðislega kjörnu stjórn Chile, og fengu bandarisku heimsvalda- sinnarnir og fjölþjóðlegu auð- hringarnir i lið með sér chileska herforingja, handbendi rikjandi borgarastéttar, þá herforingja sem enn sitja að lepp-völdum i skjóli ógnarstjórnar. Um allan heim hefur valdarán- ið verið fordæmt, og menn hefur pyntingum skort orð til að lýsa viöurstyggð innar. sinni á lögregluaðgerðum og herforingjastjórnar- Framhald á bls. 13 Frá aðalfundi Skóg- ræktar- félags íslands Aðalfundur Skógræktarfélags tslands var haldinn aö Núpi i Dýrafirði dagana 30.—31. ágúst s.l. A fundinn komu fulltrúar hér- aösskógræktarfélaga viðsvegar að af landinu, auk margra gesta. Formaður félagsins Jónas Jónsson setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Minntist hann látinna félaga, þeirra Martinusar Simsons, ljós- myndara ísafirði, Ásgeirs L. Jónssonar, vatnsvirkjafræðings, Reykjavik og Guðbrandar Magn- ússonar, forstjóra Reykjavik. Formaður flutti skýrsíu félags- stjórnar og gat m.a. um að nokk- ur hækkun hefði fengist á tekjum Landgræðslusjóðs, skýrði frá hinni höfðinglegu gjöf norðmanna til Skógræktarfélags Islands i til- efni þjóðhátiðarársins og 75 ára afmælis skógræktar á Islandi. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri ávarpaði fundar- menn. Flutti hann kveðju frá landbúnaðarráðherra og Her- manni Jónassyni fyrrv. ráðherra, sem var formaður Skógræktarfé- lags Islands um árabil. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri ræddi um ástand og horf- ur i skógræktarmálum, og Snorri Sigurðsson framkv.stj. félagsins skýrði frá afgreiðslu og fram- gangi þeirra mála, sem siðasti aðalfundur fól stjórn félagsins, auk þess sem hann flutti skýrslu um störf héraðsskógræktarfélag- anna á sl. ári. Siðdegis fyrri fundardag flutti Sigurður Blöndal skógarvörður erindi, sem hann nefndi „Staða skógræktar á íslandi”, og vakti það óskipta athygli fundarmanna og varð til mikilla umræðna. Á kvöldvöku var Guðmundi Marteinssyni, verkfr. i Reykjavik afhent heiðursskjal og gullmerki Skógræktarfélags Islands fyrir vel unnin störf i þágu skógræktar, en fundurinn hafði kjörið Guð- mund heiðursfélaga. Úr aðalstjórn félagsins áttu að ganga þeir Oddur Andrésson skógarvörður og Kristinn Skær- ingsson skógarvörður, en voru báðir endurkjörnir. í varastjórn voru kjörnir þeir Þórarinn Þórar- insson fyrrv. skólastj. á Eiðum og Sigurður Helgason lögfræðingur, Kópavogi. Nokkrar tillögur voru sam- þykktar á aðalfundinum, og má þar nefna áskorun til landbúnað- arráðherra um styrk til skóg- ræktargirðinga, tilmæli um hækkaða fjárveitingu til skóg- ræktarfélagsins, athugun á hvort ekki sé hægt að fá skattaivilnanir til handa þeim sem skógrækt vilja stunda, von um að fjármunum Landgræðslusjóðs verði i auknum mæli varið til eflingar skógrækt- arfélaganna. Fleiri tillögur voru samþykkt- ar, en þær eru meira almenns eðl- is en beinar áskoranir eða athug- anir. ÍSI KSÍ Landsleikurinn ISLAND — BELGIA hefst á Laugardalsvellinum kl. 2 í dag Aðgöngumiðasalan við Laugardalsvöllinn frá kl. 10 fyrir hádegi. KNATTSPYRNUSAMBAND ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.