Þjóðviljinn - 08.09.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Eilífðarvélin
Framhald af 16. siöu
upp rafknúna handfæravindu og
fékk einkaleyfi á henni. Hann
gerir held ég ekkert annaö i dag
en aö smiöa þessar vindur og hef-
ur vart undan, aö þvi er ég best
veit. Þá hefur hugvitsmaöurinn
Jón Þóröarson fengiö einkaleyfi á
ýmsu, eins og menn vita, og má
þar nefna hina kunnu plastfilmu
sem hann hefur einkaleyfi á.
Hann hefur einnig fundið upp sér-
staka gerö af handfæravindu sem
hann fékk einkaleyfi á i Banda-
rikjunum og siöan hér á landi.
Nú, ég gleymdi þvi áöan, aö Elliöi
hefur fengiö einkaleyfi fyrir sinni
vindu í Bandarikjunum, Kanada.
KÓPAVOGSBÍÓ
Athugið breyttan
sýningartíma
!\ J ' S|H|| j ;
NÝ AAYND
Sýningar:
Laugardag og sunnudag kl.
6,8 og 10.
Barnasýning kl. 4.
Mánudag til föstudags kl. 8
og 10.
Noregi, Danmörku og Bretlandi.
Þá vildi ég gjarnan nefna
einkaleyfi sem Baldur Skarphéð-
insson fékk á sérstökum bygging-
areiningum, og ég hef einnig
gaman af að segja frá einkaleyfi
sem gamall maður, Frimann
Einarsson, fékk á sérstakri að-
ferö til aö jafna og þjappa undir-
lag undir gangstéttarhellur. Þaö
kom svar frá Danmörku þess eöl-
is aö þeir vissu ekki til þess aö slik
aöferö sem þessi hafi áður veriö
fundin, og þvi fékk Frí-
mann einkaleyfiö. Mér er hins-
vegar ekki kunnugt um hvort
þessi aöferð hans hefur eitthvað
veriö notuö. I þvf sambandi vil
ég taka fram, aö ég hygg og mér
heyrist þaö á mönnum, aö þeim
sé meira I mun að fá staöfestingu
á þvf aö hafa haft rétt fyrir sér en
aö hafa einhvern ábata af upp-
finningunni.
— En er mikið um að ykkur
berist umsóknir einkaleyfis á ó-
raunhæfum hlutum eöa aöferö-
um?
— Nei, þaö heyrir til algjörrar
undantekningar ef slíkt kemur
fyrir. Langmestur hluti þeirra
umsókna sem okkur berast eru
raunhæfar og flestar snjallar. Ég
man ekki eftir neinni lokleysu
sem okkur hefur borist.
—- Finnst þér að dregið hafi úr
einkaleyfisumsókum íslendinga
undanfarin ár?
— Sföur en svo, enda væri þaö
óeölilegt með vaxandi og betri
menntun fólks en áður var.
— Er einhver stétt manna iön-
ari viö aö senda ykkur umsóknir
en önnur?
— Éghygg, svona aö órannsök-
uöu máli, að það berist einna
mest af einkaleyfisumsóknum frá
iönaöarmönnum. Þeir sjá
kannski eitt og annaö i sfnu starfi
sem betur mætti fara og reyna þá
aö bæta um betur, og ef þaö reyn-
ist vel, sækja þeir um einkaleyfi.
Eins eru þaö verkfræöingar og
kannski tæknifræðingar sem
sækja um leyfi á ýmsum vinnslu-
aöferöum. Annars eru þaö ótrú-
legustu menn sem finna eitthvaö
skemmtilegt og snjallt upp og
sækja um einkaleyfir nema kon-
ur, ég man ekki til þess aö ein ein-
Tilkynning frá
HÚSEININGUM HF.
á Siglufirði
Hér með auglýsir fyrirtækið eftir kaup-
endum samkvæmt sinni fyrstu heilsárs-
framleiðsluáætlun, sem gerir ráð fyrir að
framleiddar verði einingar i a.m.k.
60 hús til uppsetn-
ingar á árinu 1975
Þessu framleiðslumagni verður skipt i 3-4
annir um 15-20 hús i hverri, sem afgreiðist
með um 3ja mánaða millibili.
Meö þessu framleiöslumagni nálgast fyrirtækiö verulega
þaö iágmarksverö, sem stefnt er aö meö uppsetningu
þessarar fyrstu verksmiöju sinnar tegundar hér á landi.
Þeir, sem þegar hafa látiö skrá sig meö pantanir, hafi
þegar samband viö verksmiöjuna til aö ganga frá sinum
pöntunum og flokka sig niöur eftir önnum, enda sé reiknaö
meö aö þeir hafi forgang aö ööru jöfnu.
Lysthafendum er bent á, að mönnum er
gefinn kostur á að kynna sér framleiðsl-
una i verksmiðjunni, allt frá hráefnum,
alla innri gerð og alla leið til uppsetning-
ar.
Sjón er sögu ríkari
Með slikri skoðun kynnast menn i raun
þvi, sem þeir eru að kaupa. Það er betra
en nokkur ljósmynd.
HÚSEININGAR HF.
Sölusimar og tæknilegar upplýsingar: (96)7-11-61.
Heimasimar: 7-16-76 og 7-11-43.
Skrifstofa og gjaldkeri: 7-13-40.
asta kona hafi sótt um einkaleyfi
til okkar eftir að ég byrjaði i
þessu starfi.
—S.dór
Vísitala
Framhald af bls. 1.
veriö ákveönar, og raunar sagt
fullum fetum i stjórnarblööunum
aö þessar hækkanir veröi aöeins
bættar aö hluta til. Þá hefur
heyrst að frystingin á visitölubót-
unum, sem fariö hefur verið fram
á muni eiga, að tillögu forsætis-
ráöherra, aö ná yfir heilt ár, eöa
út næsta ár.
Chile
Framhald af bls. 11.
. En slikar yfirlýsingar hrökkva
skammt til aö frelsa Chile-menn
undan böblum sinum. Frelsun
þjóöar er verk hennar sjálfrar.
Okkur Islendingum væri hollt
aö minnast þess, aö viö eigum aö-
ild að valdaráninu i Chile á með-
an við erum aðilar að hernaöar-
bandalaginu NATO og veitum hér
aöstöðu her þessa sama heims-
veldis og stóö aö baki valdarán-
inu.
Stúdentaráð lýsir yfir samstööu
sinni með alþýðu Chile i baráttu
Kammerkvartettinn ISAMER
’74, sem eins og kunnugt er hefur
verið á tónleikaferöalagi viöa um
landiöá vegum Menntamálaráös,
mun halda tónleika hjá Menning-
arstofnun Bandarikjanna sunnu-
daginn 8. september n.k. kl. 20:30.
ÍSAMER ’74 er skipaöur fjórum
ungum hljóðfæraleikurum, Guð-
ný Guðmundsdóttir leikur á fiölu,
Halldór Haraldsson pianó, Guil-
lermo Figueroa jr. fiölu og viólu,
og William Grubb selló.
hennar gegn oki herforingja-
stjórnarinnar og fyrir alþýöu-
völdum og sósialisma. Um leið
itrekar stúdentaráö andstöðu sina
gegn þeirri samsekt I glæpaverk-
um heimsvaldasinna, sem felst i
aðild okkar aö NATO og erlendri
hersetu á íslandi”.
Aö loknum tónleikum sinum hjá
Menningarstofnun Bandarikj-
anna mun flokkurinn halda til
Isafjarðar og leika þar á listaviku
og siðan á Bolungarvik.
Hjá Menningarstofnun Banda-
rikjanna mun ISAMER ’74 leika
lög eftir Dohnanyi, Copland og
tvö höfunda frá Puerto Rico. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20:30 þann 8.
september hjá Menningarstofnun
Bandarikjanna aö Neshaga 16.
Aðgangur er ókeypis.
r
Okeypis tónleikar
HÚSNÆÐISMALASTOFNUN
rikisins rnmm
160 SOLUIBUÐIfí
Auglýstar eru til sölu 160 íbúðir, sem bygging er hafin á við Kötlufell 1—11, Möðrufell 1—15 og
Nönnufell 1—3 í Reykjavik, á’ vegum Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar. Verða þær seldar
fullgerðar (sjá nánar I skýringum með umsókn) og afhentar á tímabilinu nóvember 1974 — júní
1975. Þeir sem eru fullgildir félagsmenn l verkalýðsfélögum (innan A.S.Í.) í Reykjavik, svo og
kvæntir/giftir iðnnemar, eiga kost á að sækja um kaup á Ibúðum þessum. íbúðirnar eru af tveimur
stærðum: 2ja herbergja (65,5 m2 brúttó) og 3ja herbergja (80,7 m2 brúttó). Áætlað verða 2ja her-
bergja Ibúðanna er kr. 2.700.000,oo, en áætlað verð 3ja herbergja Ibúðanna er kr. 3.300.000,oo.
GREIÐSL USK/LMÁLAR
Greiðsluskilmálar eru þeir i aðalatriðum, að kaupandi skal, innan 3ja vikna frá þvi að honum er
gefinn kostur á ibúðarkaupum, greiða 5% af áætluðu íbúðarverði. Er íbúðin verður afhent honum
skal hann öðru sinni greiða 5% af áætluðu íbúðarverði. Þriðju 5%-greiðsluna skal kaupandinn
inna af hendi einu ári eftir að hann hefur tekið við íbúðinni og fjórðu 5%-greiðsluna skal hann
greiða tveim árum eftir að hann hefur tekið við henni. Hverri ibúð fylgir lán til 33ja ára, er svarar
til 80% af kostnaðarverði.
Nánari upplýsingar um allt, er lýtur að verði, frágangi og söluskilmálum, er að finna i skýringum
þeim, sem afhentar eru með umsóknareyðublöðunum.
Umsóknir um kaup á Ibúðum þessum eru afhentar i Húsnæðismálastofnuninni. Umsóknir verða
að berast fyrir kl. 17 hinn 4. október nk.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI77, SÍMI 28500