Þjóðviljinn - 15.09.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1974.
fyrir með þessu kommakjaft-
æði”, Þessum mönnum (ath. orð-
ið „maður” er hér notað sem
samheiti yfir tegundina homo
sapiens, og skiptir þá ekki máli
hvort kynfærin snúa út eða inn)
fimmst þessa byltingarþras og -
kjaftæði ekkert koma málinu við.
Þessir rauðsokkar eru bara
kommúnistar, og eins og allir vita
kemur ekkert gott frá
kommúnistum.
Svarið við þessum spurningum
er ákaflega einfalt og auðfundið,
vinnandi manna, þ.e. fjöldans.
Dæmi þessa höfum við fengið að
kynnast undanfarna daga þar
sem nýborin stjórn þeirra Óla og
Geirs byrjar starfsferil sinn með
gengisfellingu og hækkun sölu-
skatts, þ.e. tilfærslu fjármagns-
ins frá fjöldanum til hinna fáu
eigenda framleiðslutækjanna.
Geir segir mér, að þjóðarhagur
krefjist þess arna, en þetta er þá
skrítinn þjóðarhagur. Buddan
min léttist til þess að budda at-
vinnurekenda minsmegiþyngjast
Auöur Styrkársdóttir fé-
iagsfræöinemi við Háskóla ts-
lands hefur sent slðunni þessa
grein sem innlegg I umræðuna
um stöðu Rauðsokkahreyfing-
arinnar i dag.
Um kvenfrelsi
Hið kapitaliska þjóðfélag hefur
þannig innbyggðar i sér höfuð-
andstæður, að þvi er ég fæ best
séð — mig og atvinnurekanda
minn. Þjóðfélagið byggist sem sé
á þvi að annar aðilinn tapi til þess
að hinn megi græða. Þetta er þvi
ekki skipulag, sem ber hag minn
sem launþega fyrir brjósti, held-
ur er þetta skipulag atvinnurek-
anda míns. Meðan við höfum
þetta skipulag, hljótum við einnig
aö hafa skipulag, sem treður
fjöldanum um tær (þvi flestir eru
launþegar, fáir atvinnurekendur
eða bisnismenn).
Tvær íslenzkar stúlkur í al-
þjóðlegri sinfóníuhljómsveit
j TVÆR íslenzkar stúlkur munu
leika á fiðlur með sinfónfuhljóm-
sveit heimsæskunnar f Interloch-
en f Michigan f Bandarfkjunum
laugardaginn 20. júlf nk. Þetta
eru Kolbrún Hjaltadóttir. dóttlr
lljalta BJörnssonar og konu hans._
og jalfana Eifn Kjartansdóttlr,
dóttlr KJartans Mafrn(|<«imr ng
konu hans. Þær hafa báöar verið
við nám~~f fiðluleik hjá Blrni
ólafssyni f Tónlistarskólanum f
Reykjavfk.
Stúlkurnar eru þátttakendur f
miklu tónlistarmóti í Interlochen.
Hljómsvcitin, sem þær spila í, er
skipuð 125 hljóðfæraleikurum frá
Bandarfkjunum, Puerto Rico,
Kanada, Colombiu, Islandi, Jap-
an, Luxemburg, Rúmenfu, Sví-
þjóð og Vestur-Þýzkalandi. Gert
er ráð fyrir, að hljómsveitin Ieiki
undir í pfanókonsert nr. 2 eftir
Rachmaninoff, en einleikari verð-
ur Van Cliburn. Stjórnandi verð-
ur George C. Wilson og er búizt
við rúmlega 4000 áhorfendum.
hans, og J.E.K., dóttir
Kjartans Magnússonar og
konu hans.”
Til saman burðar er hér gott
dæmi um fyrirmyndarætt-
færslu (myndin af hestinum):
„Hér er Bjarni á gæðingi
sinum, Eitli. Eitill er frá
Hólmi á Mýrum i Hornafirði,
sonur Hrafns frá Árnanesi og
Sjafnar Nökkvadóttur frá
Hólmi. Hann hefur verið
efstur i firmakeppni
Sleipnis...” osfrv.
(Timinn).
Aumingja konan!
Aumingja maðurinn!
B.G.sendir skrif úr Velvak-
anda Morgunblaðsins og vor-
kennir mikið bæði bréfritara
og þá ekki siður aumingja
manninum hennar, semMvinn-
ur myrkranna á miili” meðan
henni leiðist aleinni. Og nú á
að taka frá henni einu huggun-
ina.
Hvernig væri fyrir
aumingja konuna að verja
kvöldunum td. til að berjast
fyrir bættri stöðu kvenna i
þjóðfélaginu eða þá bættri
stöðu þeirra karla, sem þurfa
að vinna svona óskaplega.
Stöðu sins eigin manns gæti
hún kannski bætt strax með
þvi aö deila að einhverju leyti
með honum fyrirvinnuhlut-
verkinu og þá gæti hann lika
verið heima á kvöldin og hún
væri ekki lengur svona ,,al-
ein”. Aumingja, blessað fólkið
Mikið eiga sumir bágt.
00
velvakandi svarar i slma
30
frá
má
30
udeg
föstudags
Keflavíkur-
sjónvarpið
. Ásta Þórðardóttir skrifar: "
„Ég er ein þeirra mörgu, sem
hafa ánægju af að horfa á Kefla-
víkursjónvarpið, og er ég því
mjög vonsvikin yfir því, að nú á
að takmarka útsendingar þess.
Év er húsmóðir með briú börn,
og þegár þau eru sofnuð a‘kvör<JTn
Ég, sem er nýgift!
L. var að selja siðasta hefti
af „Forvitin rauð” úti á landi i
sumar og bauð það ma. ungri
kunningjakonu sinni.
— Viltu ekki kaupa Rauð-
sokkablaðið?
— Je, minn. Ertu frá þér?
Ég, sem er nýgift!
Látum nægja að sinni. —vh
i VELV/VKA
Ættfærsla kvenna og
gæðinga
Edda Bjarnadóttir sendir
þessar úrklippur úr Morgun-
blaðinu og Timanum og
krifar:
I þessum stutta myndatexta
( myndin af fiðluleikurunum)
er þrisvar tekið fram faðerni
telpnanna, en mæður þeirra
bara nefndar kona Hjalta og
kona Kjartans: ,, K.H., dóttir
Hjalta Björnssonar og konu
er ég ottasf uppgefín afþreytu.
" Maðurinn minn-vinnur myrkr-
an n a á'miIfl* sv“j ég sit oftast'aiei n
héi'nia á kvöfdin. Þá opna ég oft-
ast fyrir sjónvárþið oe lammr.bá
TiTáð fá elTrRvert l'ótt efni, siim.ég
'gét hlegið að og glevmt þannip
^fiðj'og-áhyxgíuili Jtflgsill s.
En þegar ég opna fyrir íslenzku
stöðina er þar vanalega eitthvert
fræðandi efni, sem ég hef ekki
löngun til að hlusta eða horfa á
eftir erfiðan dag.
Nú, þá skipti ég yfir á Kefla-
víkurstöðina. Þeir hafa reyndar
fræðandi efni innan um, en
þeirra efni er meira til afþrey-
ingar þar sem fslenzka sjónvarpið
er aftur á móti og á að vera, eftir
þvi sem háttvirtur menntamála-
ráðherra hefur sjálfur sagt,
menningartækh /
ORÐ
BELG
og vinstri stefnu
Ég hef oft verið að þvi spurð
hvers vegna svo margar ef ekki
allar konur, sem eitthvað eru
bendlaðar við Rauðsokkahreyf-
inguna, séu vinstri sinnaðar. Nú
eru vinstrisinnar ákafllega
skuggalegt fyrirbæri i augum
margra islendinga, og jafnvel
vafasamt hvort telja beri þá til
manna yfirleitt. Þótt margir við-
mælenda minna hafi verið hlið-
hollir frelsun kvenpeningsins,
a.m.k. i orði, finnst þeim þessi
vinstri halli ærið iskyggilegur.
„Þetta eru allt saman helvitis
kommúnistar. Þær skemma bara
þ.e.a.s. ef menn á annaö borð
nenna að hugsa um þessi mál af
einhverri alvöru, og ef kven-
frelsistal þeirra er ekki bara orð-
ið að máltæki til að fá konur til að
þvo sokka karlmannanna af meiri
alúð en ella. Röksemdir minar
fyrir þvi að kvenfrelsisbaráttan
og baráttan fyrir sósialisku sam-
félagi séu greinar af sama meiði
eru i stuttu máli eftirfarandi:
t kapitalisku þjóðfélagi eins og
okkar sitja hagsmunir eigenda
framleiðslutækjanna i fyrir-
rúmi fyrir hagsmunum hinna
að sama skapi. Það mætti álita,
að við atvinnurekandi minn vær-
um alls ekki af sömú þjóð.
Ég hef lika heyrt annað gull-
korn hrjóta af vörum Geirs, en
það var á þá lund, að „vér Sjálf-
stæðismenn” álitum launþega og
atvinnurekendur eiga meira
sameiginlegt en ósameiginlegt.
Þetta finnst mér lika skritin rök-
semd, þvi ég vildi gjarnan fá
100.000 kr. i kaup á mánuði, en
enginn er glaðari en atvinnurek-
andi minn yfir þvi hvað launin eru
lág. Og hvað er svona sameigin-
legt við þetta?
Nú er það svo, að sá hluti fjöld-
ans, sem hvað mest er fótum
troðinn, er kvenkyns. Þær fá
verst launuðu störfin, njóta
minnst atvinnuöryggis (þær gifta
sig jú), atvinnurekendur lækka
launin ef þeir geta fengið mann
með „öðru visi” kynfæri til að
vinna þau, verkalýðsfélögin virð-
ast hreinlega hafa gleymt konun-
um, þær njóta minni virðingar
jafnt utan vinnumarkaðarins sem
innan, menntun þeirra er oft af
skornum skammti og oft eru þær
aðeins e.k. aukabotnlangi við
mann sinn.
Kvenfrelsisbaráttan miðar að
þvi að breyta þessu á þá lund, að
konan standi jafnfætis manninum
á öllum sviðum þjóðlifsins, en
ekki 5—10 þrepum neðar. Min
skoöun og margra fleiri er sú, að
þessu verði ekki breytt nema með
allsherjarbreytingu á þjóðskipu-
laginu i heild, til þess sé þetta
tvennt of samgróið. Þar sem
efnahagskerfi okkar er á þá lund,
aö einn græðir á lágum launum
annarra, hlýtur óbreytt ástand að
þjóna hagsmunum kerfisins.
Enginn karlmaður er það lágt
launaður, að ekki megi fá konu til
að vinna starf hans fyrir lægri
laun. Vilji menn þvi i alvöru gera
kynin jafnrétthá, hljóta þeir þvi
að ráðast á aðalmeinsemdina,
sem er sjálft kerfið, ekki einstaka
atvinnurekandi eða karlmaður.
Ef einhver vill enn halda þvi
fram, að kvenfrelsisbaráttan geti
farið fram i tómarúmi, þ.e. utan
þjóðfélagsins, má benda þeim
hinum sama á enn eina einfalda
staðreynd. Jafnrétti kvenna til
jafns við karla, hvort sem mælt er
i krónum, virðingu, menntun eða
einhverju öðru, jafnrétti sem álit-
ið væri sjálfsagt og það almennt
viðurkennt, að öll umræða um
það væri óþörf orðin, jafnrétti
sem væri loksins til á borði jafnt
sem i orði, slikt jafnrétti væri það
mikil breyting á þjóðfélaginu, að
kalla mætti byltingu. Allar sið-
venjur okkar, hugsanir, hug-
myndir o.s.frv. hlytu að hafa tek-
iö það miklum breytingum, að
jafnvel mætti tala um annað þjóð-
félag. Það að þurfa ekki að gjalda
kynfæra minna er i minum aug-
um bylting frá þvi sem ég á að
venjast. Slikt myndi færa mig
nær sósialisku skipulagi.
Auður Styrkársdóttir
V erkaskiptmg
breytist hægt
Svokölluö „kvennavinna”
viröist áfram vera kvennavinna I
Bandarikjunum hvaö sem liöur
allri þróun og stóraukinni þátt-
töku kvenna á vinnumarkaön-
um.
Að þvi er fram kemur i rann-
sókn, sem gerð var á vegum
Bandarikjaþings hefur félagsleg
og efnahagsleg staða kvenna á
bandariskum vinnumarkaði litið
breyst þótt tala útivinnandi
kvenna hafi hækkað talsvert.
Hlutfall kvenna innan einstakra
atvinnustétta hefur þannig
haldist nær óbreytt. 1970 voru
konur td. enn 97% alls hjúkrunar-
fólks — sem er sama hlutfall og
1950. Af starfsfólki verslana voru
56% konur 1970 á móti 50% 1950.
Aðeins smáhlutfallsaukning
kvenna varð á þessum áratugum
maðal lækna og lögfræðinga.
Hlutfall kvenna i læknastétt jókst
úr 6,7 i 9,3% og meðal lögfræðinga
úr 4,1% i 4,9%.
Þá kom fram við rannsóknina
eða réttara sagt sannaðist það
sem konur i kvenfrelsishreyfing-
unni þar hafa margoft sýnt
framá, að enn flokkast konur
fyrst og fremst i láglaunahópana
og að þar sem annarsstaðar á
vinnumarkaðnum þéna þær enn-
þá mun minna en karlkyns vinnu-
félagar þeirra. Að þessu leyti hef-
ur heldur ekkert eða mjög litið
breyst á þessum tuttugu árum.
Eina fyrrverandi karlastéttin
þar sem konum höfðu verulega
unnið á var stétt blaðamanna.
Hlutfall kvenna þar hafði aukist
úr 32,1% i 40,6%.