Þjóðviljinn - 15.09.1974, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1974.
TILRAUN ALLENDES — ÞRIÐJA GREIN
Stuftningsfólk Allendes; sigur þeirra var ósigur bandarlsks aufts og forræftis I stórum heimshlutum
Um þaö eru mjög skiptar skoðanir hvort banda-
rikjamenn hafi eitthvaö hlutast til um fall Allendes.
Nú komst hann til valda á fullkomlega lýöræðislegan
hátt og var staðráðinn í að virða þær lýðræðisreglur
sem bandaríkjamenn segjast verja: er þá ekki ólík-
legt að þeir hafi þverbrotið sínar eigin hugsjónir? En
nú vill svo til að sitthvað hefur komið í Ijós af því sem
gerðist bak við tjöldin, — og þær uppljóstranir sýkna
bandarfkjamenn ekki. önnur greinin í þessum flokki
birtist á föstudag.— emj
sem hann hafði ekki fengið hrein-
an meirihluta atkvæða i kosning-
unum), og var þar gert ráð fyrir
þvl að veita 350.000 dollurum til
aö múta þingmönnum. Þessi á-
ætlun var lögð fyrir hina svoköll-
uðu „fjörutiu manna nefnd”, sem
John Kennedy setti á stofn til að
hafa eftirlit með CIA eftir ófar-
irnar miklu i Svinaflóa og Kiss-
inger veitir nú forystu, og sam-
þykkti nefndin áætlunina.
Samkvæmt leyniskjölum ITT
reyndi auðhringurinn einnig að fá
þing Chile ofan af þvi að viður-
kenna Allende sem forseta lands-
þingiö átti að staðfesta kjör Al-
lendes, og litu þá ýmsir svo á að
markmiðið hefði verið að knýja
herinn til aðgerða, e.t.v. með þvi
að láta tilræðið lita út eins og
valdránstilraun „kommúnista”.
„Kæri herra Merriam”
begar flett var ofan af þessum
aðgerðum ITT, sögðu margir að
ekki væri annað sýnt en þær væru
algerlega á ábyrgð auðhringsins,
þvi að engin gögn hefðu komið
fram sem bentu til þess að ráða-
menn Bandarikjanna hefðu á
breyta um stefnu gagnvart Al-
lende. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem voru nú að koma i
leitirnar um afskipti CIA af mál-
um Chile, var áætlunin um að
koma i veg fyrir að þingið til-
nefndi Allende að lokum lögð á
hilluna, þar sem óttast var að hún
næði ekki tilgangi sinum, og um
miðjan október var orðsendingin
til sendiherra Bandarikjanna i
Santiago afturkölluð og hann fékk
fyrirmæli um að hann skyldi hafa
hægt um sig og draga úr æsingn-
um i Roberto Viaux, þess sem
skipulagði tilræðið við René
Schneider.
Salvador Allende var kosinn
forseti Chile 4. september 1970 og
tók við völdum tveimur mánuð-
um siðar. Þá hófust þrjár sögur,
sem gerðust aö visu samtimis og
fléttuðust náið saman en verður
þó aö skilja, að ef menn vilja átta
sig til fulls á framvindu mála i
þessu landi. Ein sagan er um það
hvernig Allende leitaðist við að
framkvæma stefnu alþýðufylk-
ingarinnar eins og hann hafði
verið kosinn til.Onnur sagan er
um afstöðu almennings i landinu
til stjórnarstarfa hans, og þriðja
sagan er um þær tilraunir sem
geröar voru til að steypa honum
og stjórn hans og tókust að lokum,
þremur árum siðar. Engin tilraun
til að rekja atburði á stjórnarár-
um Allendes getur talist heiðar-
leg, nema þessir þrir þættir — og
samspil þeirra — komi skýrt i
ljós.
Það er vafalaust allt of snemmt
að ætla að fjalla um stjórnarferil
Allendes að svo stöddu, þar sem
mikið vantar enn á að öll atriði
málsins séu kunn, en hins vegar
hefur svo mikill þvættingur verið
um þetta skrifaður, þar sem at-
riöi eru rifin úr samhengi, ólik-
um hlutum ruglað saman og
sumu hreinlega sleppt, að hjá þvi
verður tæplega komist að setja
fram i réttu samhengi helstu at-
riði sagrianna þriggja sem hófust
i september 1970. Siðar er þess
alltaf kostur að leiðrétta þessa
mynd atburðanna ef i ljós koma
nýjar upplýsingar — eins og þær
sem bárust i þessum skrifuðu
orðum um að bandariska leyni-
þjónustan CIA hefði varið meira
en átta miljónum dollara i undir-
róöursstarfsemi gegn Allende!
Fundur i Chicago
Þrátt fyrir þessa frétt er vafa-
laust minnst vitað um baráttuna
gegn Allende forseta, en þótt und-
arlegt megi virðast hófst sú saga
fyrst — áður en Allende var búinn
að taka við völdum. Þegar 16. og
17. september 1970 ræddi Henry
Kissinger við ráðgjafa sina i Chi-
cago um væntanlega valdatöku
alþýðufylkingarinnar I Chile, og
sagði i þvi tilefni i einkaviðræðum
við blaðamenn: „Ég held að við
ættum ekki að lifa i þeirri blekk-
ingu að valdataka Allendes i Chile
myndi ekki skapa alvarlegt
vandamál fyrir okkur sjálfa, fyrir
Ipl
mmp:
fi0ijm?l
herafla okkar i Rómönsku
Ameriku og reyndar fyrir öll
vesturlönd”.
Samkvæmt leyniskjölum auð-
hringsins ITT, sem bandariski
blaðamaðurinn Jack Anderson
birti i mars 1972, mun sendiherra
Bandarikjanna i Santiago hafa
fengið orðsendingu frá utanrikis-
ráðuneytinu þennan sama dag,
17. september 1970, um að hann
mætti gera það sem hægt væri til
aö koma i veg fyrir valdatöku Al-
lendes — þó skyldi hann varast
aðgerðir á borð við þær sem áttu
sér stað i Dóminikanska lýðveld-
inu.
Um þessar mundir samdi leyni-
þjónustan Cia áætlun um að koma
i veg fyrir að þjóðþing Chile sam-
þykkti kjör Allendes (en slikt
samþykki var nauðsynlegt þar
Samsærið gegn
hraðfara eða
ins, og yfirmenn hans veltu því
fyrir sér hvort herinn gæti ekki
hlutast til um málin i sama til-
gangi. Eins og sagt var i fyrri
grein var yfirmanni herafla
Chile, René Schneider, sýnt bana-
tilræði 22. október, rétt áður en
llöfuftstöftvar aufthringsins ITT; tilraunin varft aft mishcppnast.
nokkurn hátt verið i vitorði með
auðhringnum. En nú vill svo til að
komið hefur i ljós bréf, sem Kiss-
inger skrifaði til William R.
Merriams, varaforseta ITT, 9.
nóvember 1970, og hljóðar það svo
(samkvæmt Le Monde diplomat-
ique):
„Kæri herra Merriam,
Ég þakka yður kærlega fyrir
bréf yðar dagsett 13. október
(þ.e.a.s. daginn eftir tilræðið við
René Schneider og daginn áður en
þingið staðfesti kjör Allendes —
ath. min) og skýrsluna sem þvi
fylgdi um stefnu Bandarikjanna i
Rómönsku Ameriku. Ég hef lesið
hana gaumgæfilega og dreift
henni meðal þeirra samstarfs-
manna minna sem sjá um mál-
efni varðandi Rómönsku
Ameriku. Það er mjög gagnlegt
fyrir okkur að þekkja hugmyndir
yðar og tillögur og við munum
vissulega taka tillit til þeirra. Ég
er yður mjög þakklátur fyrir að
hafa tekið yður tima til að skýra
mér frá þessu”.
Merriam sendi þetta bréf til
Edward J. Gerrity, aðalvarafor-
seta ITT, og lét fylgja með svo-
hljóðandi athugasemd:
„Þér megið ekki halda að þetta
séu innantóm kurteisisorð. Málin
eru að þroskast á markaðnum i
Chile, og mun ég tala betur um
það við yður”.
Ekkert er vitað um það sem
stóð i skýrslunni sem Merriam
sendi Kissinger, en það hafa þó
tæplega verið bollaleggingar um
það hvernig unnt væri að koma i
veg fyrir að þingið staðfesti kosn-
ingu Allendes^-þann 23. október
var það mál nefnilega þegar til
lykta leitt þótt atkvæðagreiðslan
færi ekki fram fyrr en daginn eft-
ir, og auk þess virðast banda-
rikjamenn þá hafa verið búnir að
Áætlun samþykkt
Skömmu siðar, rétt eftir valda-
töku Allendes 4. nóvember, tók
Kissinger siðan þátt i fundi ör-
yggisnefndar Bandarikjanna,
sem Nixon forseti stýrði. Þar boð-
aði hann mjög harða stefnu gagn-
vart Chile: hann vildi ganga enn
lengra en áætlun sú, sem utan-
rikisráðuneytið lagði fram um að
kæfa stjórn alþýðufylkingarinnar
smám saman með efnahags- og
fjárhagsþvingunum , og koma i
veg fyrir það á róttækan hátt að
hún gæti raunverulega sest að
völdum. En Charles Meyer, vara-
utanrikisráðherra i málum Róm-
önsku Ameriku, bað um að fá að
gera betur grein fyrir máli sinu
áður en ákvörðun væri tekin. Þess
vegna var haldinn annar íundur
að honum viðstöddum fáum dög-
um siðar, og þar varð niðurstaðan
sú að áætlun utanrikisráðuneytis-
ins var samþykkt — enda var hún
ekkert áhrifaminni en upphafleg
stefna Kissingers, aðeins sein-
virkari.
I samræmi við þessa samþykkt
veitti „fjörutiu manna nefndin”
undir forystu Kissingers sjálfs
CIA heimild til að verja fimm
miljónum dollara tii alls kyns
undirróðursstarfsemi i Chile með
það fyrir augum að gera Allende
ókleift að stjórna landinu. Um
leið gerði ITT sundurliðaða áætl-
un um það hvernig bandarisk
fyrirtæki, sem höfðu starfsemi
sina i Chile, gætu grafið undan
efnahag landsins. Samkvæmt
þeim skjölum sem Jack Anderson
birti var ITT reiðubúið til sam-
starfs meðhverjum, sem væri til i
að bregða fæti fyrir Allende, og
vildi hlaupa undir bagga með
upphæðum, „allt að sjö stafa”,
eins og komist var að orði. Það