Þjóðviljinn - 15.09.1974, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1974.
Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóOviljans Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 llnur)
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb) Prentun: Blaðaprent h.f.
'/OÐV/U/NN
MÁLGAGN SoSIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
HVAÐ VERÐUR EFTIR?
Við stjórnarskipti hljóta menn að velta
fyrir sér niðurstöðum og framtiðarhorf-
um. Það fólk sem studdi fráfarandi stjórn
til valda, á ekki aðeins kröfu á þvi, að fá ti-
unduð þau mörgu mál, sem unnið var að
og til framfara horfðu, heldur einnig það
sem miður fór og einbeita þarf kröfunum
að við myndun næstu vinstri stjórnar.
Enginn veit hvenær þær aðstæður skapast
að endurnýjuð vinstri stjórn geti orðið að
veruleika. Þótt þinglegur styrkur rikis-
stjórnarinnar sé mikill, er styrkur hennar
meðal þjóðarinnar mun minni, einkum
eru tengsl hennar við verkalýðshreyfing-
una bágborin ef frá eru taldir örfáir há-
launaðir skrifstofustjórar, sem af nokk-
urri lipurð leika i senn hlutverk þræls og
herra, eftir þvi hvort þeir eru innan dyra
ASÍ eða sitja á eigin skrifstofum. En þótt
peningavaldið sé sterkt þegar það stendur
saman eins og nú, er andstæða þess, is-
lenskur verkalýður sterkari, þegar til
átaka kemur.
Á þessum timamótum hlýtur sú spurn-
ing að mega sin nokkurs hvað eftir standi
af þeim fjölmörgu framfaramálum sem
vinstri stjórnin stóð að. Var starf vinstri
stjórnarinnar þess eðlis að núverandi
rikisstjórn geti þurrkað það burt á einu
hausti, eða stendur eftir eitthvað varan-
legt sem erfitt verður að má út. Fáir
draga það i efa að á yfirborði menningar-
málavarð viss þýða, eftir langan fim-
bulvetur viðreisnarstjórnarinnar. Þetta á
ekki sist við um opinberar stofnanir, sem
sinna þvi verkefni að koma á framfæri
pólitiskum og menningarlegum upplýs-
ingum til þjóðarinnar. Með tilkomu nýs
útvarpsráðs haustið 1971 varð sú breyting
á starfsemi opinberu fjölmiðlanna, hljóð-
varps og sjónvarps, að hafin var þar opin-
ská pólitisk umræða. 1 stað þess að treysta
eingöngu á þá fréttamenn, sem fyrir voru
i Rikisútvarpinu og voru óneitanlega, sem
afleiðing tólf ára viðreisnarstjórnar,
nokkuð einhliða i skoðun sinni á þjóðfé-
lagsmálum, var umræðuþáttum komið i
hendur einstaklinga sem valdir voru m.a.
vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þannig
var nokkur trygging fengin fyrir þvj, að
menn og málefni væru skoðuð á mis-
munandi forsendum. Ekkert var þó gert
til að festa þannig fólk i stofnunum. Þessi
breyting getur þvi horfið með tilkomu nýs
útvarpsráðs, hvort sem það verður gert
strax i haust eða beðið næsta hausts. Það
hlýtur að vekja nokkurn ugg i fólki að
mega búast við þvi, að ein helsta áburðar-
kerra NATO hér á landi, Magnús Þórðar-
son verði skipaður formaður útvarpsráðs.
1 landhelgismálinu náðist umtalsverður
árangur, sem hrinti af stað alþjóðahreyf-
ingu. Með viðtækum undanþágum til
breta og vestur-þjóðverja kann sá árang-
ur að verða gerður að engu, auk þess sem
óliklegt er að miðin verði friðuð fyrir
ágangi islenskra útgerðarmanna, sem
hugsa um gróða sinn á liðandi stund, en
ekki afkomuhorfur þjóðarinnar i lengd.
Vinstri stjórnin stóð að verulegum tekju-
tilfærslum til hagsbóta fyrir launafólk,
aldraða og öryrkja. Nú þegar er búið að
taka þær kjarabætur sem áunnist höfðu og
ef treysta má orðum forsætisráðherra
munu þessir hópar bera svipað úr býtum i
vetur þegar jólahátiðin gengur i garð og
það hafði eftir samningana haustið 1971. 1
hermálinu náðist sá eini umtalsverði
árangur að komist var að samkomulagi
um nákvæmlega tilgreinda brottför hers-
ins. Ekkert varð hinsvegar úr fram-
kvæmd þessa vegna mótstöðu hernáms-
sinna sem einnig fundust innan þáverandi
rikisstjórnar. Þannig mætti halda áfram.
Togaraflotinn verður þó tæpast seldur úr
landi eða vinnslustöðvar rifnar, hvort sem
þessu verður haldið við eða ekki. Niður-
staðan er þvi sú, að verulegar breytingar
verða ekki gerðar á umhverfi okkar og
lifsafkomu launafólks nema með róttæk-
um skipulagsbreytingum. Breytingum
sem eru þess eðlis að timabundin hægri-
stjórn fái ekki gert þær að engu. Það var
helsti veikleiki vinstri stjórnarinnar, að
hún megnaði ekki að framkvæma skipu-
lagsbreytingar á islensku þjóðfélagi. Það
verður næsta vinstri stjórn að gera.
[
ljúka
Sýningu Braga Ásgeirs-
sonar, listmálara, sem staðið
hefur undanfarna daga i
Norræna húsinu, lýkur i dag
sunnudag.
Bragi sagði Þjóðviljanum,
að sér virtist að sýningin hefði
vakið mikla athygli, aðsókn
hefði verið góð, og 10 myndir
hefur Bragi selt.
Sýningin er i kjallara
Norræna hússins.
Brúðuheimilið
í Háskólabíó
Brúðuheimilið, sem Þjóð-
leikhúsið fer nú með i leikför
um landið, verður lika sýnt i1
Reykjavik á meðan lands-
byggðarmenn sjá leikara
Þjóðleikhússins i þessu fræga
verki Ibsens.
Háskólabió hefur fengið
mynd Patrics Gariands, sem
hann gerði eftir leikriti Ibsens,
en kvikmyndahandritið
skrifaði Christopher
Hampton, sem er aðeins 25
ára að aldri, en hefur náð
miklum frama i Englandi á
sinu sviði.
Claire Bloom leikur Nóru en
Þorvald mann hennar, leikur
Anthony Hopkins. Sir Ralph
Richardson leikur vin hjón-
anna, Rank lækni.
Þessi kvikmynd verður sýnd
þrjá næstu mánudaga i Há-
skólabiói. i
Sýningu
Braga
að
Oráðsía
hjá Nató
BRUSSEL 12/9 — Theodor Tromp,
fyrrverandi ráöherra hollenskur og í
ráðgjafanefnd Nató um iðnað, heldur
því fram að fjórðungur þess fjár-
magns, sem Natóríki verja til rann-
sókna varðandi vígbúnað fari í súginn
vegna skorts á samstarfi og sam-
ræmingu. Alls vérja Nató-ríki nú átfa
miljörðum dollara árlega til rann-
sókna á þessu sviði. Reuter.
—GG